Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUE 13-JÚNf 1978 Birgir ÍsL Gunnarsson: Vafstrið með borgar- stióraembættið **> Varla höfðu úrslit borgar- stjórnarkosninganna verið til- kynnt í hljoðvarpinu um kosn- inganóttina, þegar efsti maður á lista Alþýðubandalagsins, nú- verandi forseti borgarstjórnar, lýsti því yfir, að eitt fyrsta verk hins nýja meirihluta yrði að auglýsa eftir borgarstjóra, sem fyrst og fremst yrði fram- kvæmdastjóri borgarinnar. Þessi yfirlýsing var reyndar í, samræmi við orð sem aðrir frambjóðendur vinstri flokk- anna höfðu látið falla. Hinn nýi borgarstjóri ætti að verða ópóli- tískur embættismaður, sem ein- göngu ætti að framkvæma ákvarðanir borgarstjórnar. Þegar þetta er skrifað er rúmlega hálfur mánuður liðinn frá kosningum, en þó hefur enn ekkert gerst í þessu efni. Á hverju stendur? Að auglýsa eftir embættismanni er einfóld aðgerð, enda felur auglýsing ekkí í sér neina ákvörðun um ráðningu. Fyrst er að fá um- sækjendur og síðan að sjálf- sögðu að ráða þann hæfasta. Þessu ætti því að vera auðvelt að koma í verk. Samt hefur það ekki verið gert. Hversvegna ekki? Svarið við þeirri spurningu liggur nú í augum uppi. Ljóst er nú að borgarstjóraembættið hefur lent í því samningamakki, sem nú fer fram daglega meðal hins nýja meirihluta. Borgatstjórinn á ekki að verða neinn„ópólitísk- ur" embættismaður og þótt auglýsing verði sett í blöðin verður hún markleysa ein. Borg- arstjóraembættið er liður í hrossakaupunum. „Ef ég fæ þetta embætti, getur þú fengið hitt" — þetta er sá hljómur, sem berst nú út af leynifundum hins nýja meirihluta. (Hvar eru nú opnu meirihlutafundirnir, sem Aiþýðubandalagið flutti tillógu um fyrir kosningar?). Allt tal um auglýsingu og ráðningu í kjölfar hennar er stórkostleg blekking. Allt verð- ur fyrirfram ákveðið, allt verður að vera klappað og klárt áður en auglýsingin birtist, eins og í góðri leiksýningu. Auðvitað verður hinn nýi borgarstjóri pólitískur. Hann kemur til með að starfa á ábyrgð hins nýja meirihluta og verður eins konar samnefnari þeirra, a.m.k. fyrst í stað. En um það eiga borgarbú- ar ekkert að fá að vita. Leyni- makkið verður aldrei upplýst af fúsum og frjálsum vilja. Reyk- víkingar eiga að fá að lifa í blekkingunni eins lengi og mögulegt er. Þó að nú sé að verða ljóst, hvert stefnir í þessu efni hér í Reykjavík, er hugmyndin um borgarstjóra sem ópólitískan embættismann vel þess virði að hún sé rædd. Slíkt fyrirkomulag hefur tíðkast á sumum stöðum, þó að það sé mjög á undanhaldi meðal vestrænna lýðræðisþjóða. í Bretlandi hefur borgarstjóri til skamms tíma verið heiðurs- embætti, sem fyrst og fremst hefur verið fólgið í því að stýra fundum borgarstjórnar og koma fram fyrir hönd borgarinnar út á við. Sérstakur framkvæmda- stjóri hefur svo rekið borgina. Þetta er að breytast. Til að tryggja lýðræðislega stjórn- háttu eru æ fleiri borgir að fara inn á braut hins pólitíska borgarstjóra, sem ber ábyrgð á gerðum sínum gagnvart fólkinu. Sama þróun er á Norðurlönd- um. Til skamms tíma voru borgarstjórarnir í Oslo embætt- ismenn, ráðnir til lífstíðar, en nú er búið að ráða þeim við hlið „pólitíska" borgarstjóra, sem hafa jafnlangan starfstíma og kjörtímabilið. í Stokkhólmi eru borgarstjórarnir kosnir póli- tískt til jafnlengdar kjörtíma- bilinu. I Kaupmannahöfn hefur nú verið gerð sú breyting að borgarstjórarnir eru kosnir til 4 ára í stað 8 áður, þ.e. embætti þeirra hafa alfarið fengið póli- tískt inntak. í Helsingfors er hinsvegar enn sú regla, að borgarstjórarnir eru kosnir pólitískt upphaflega, en sitja eftir það ævilangt. í Banda- ríkjunum er aðalreglan sú, að borgarstjórarnir eru kosnir pólitískt. Þetta stutta yfirlit sýnir, að þeirri skoðun vex fylgi, að til að tryggja lýðræðislega stjórnar- háttu, sé það vænlegast til árangus að borgarstjóri hafi tvenns konar ábyrgð. Annars- vegar þá embættislegu ábyrgð, sem allir aðrir embættismenn hafa og að auki þá pólitísku ábyrgð, sem felur það í sér að þurfa að standa borgarbúum reikningsskap gjörða sinna í lok kjörtímabils. Eftir mína reynslu í þessu starfi tel ég þetta grundvallaratriði. Vitundin um hina pólitísku ábyrgð er mikill drifkraftur í starfi og raunar óráðlegt að taka þann mikil- væga þátt ábyrgðarinnar út úr starfinu. Þessar hugleiðingar hér eru þó sennilega til lítils, nema þó hugsanlega til nokkurs fróðleiks fyrir þá, sem áhuga hafa á þessum málum. Eftir stendur að hér í Reykjavík verður ráðinn pólitískur borgarstjóri, en jafn- framt reynt að koma því inn að hannserði ráðinn eftir auglýs- ingu. Vonandi verður það hæfur og góður maður, sem beðinn verður um að leggja inn um- sókn, því að það verður erfitt starf að vera pólitískur umboðs- maður hins nýja þrístirnis og ekki kann það góðri lukku að stýra að upphafið er markað blekkingum við borgarbúa. Heildaraflinn 70 þús. lestum minni en í fyrra FYRSTU íimm mánuði þessa árs var heildaraíii landsmanna 737.143 lestir á móti 806.281 lest á sama tíma í fyrra. Er heildar- af linn nú því 69.138 lestum minni en þá samkvæmt bráðabirgða- skýrslu Fiskifélags íslands. Hér munar mest um loðnuna, en loðnuveiðin í vetur varð 80 þús. Eyjólfur Konráð .lónsson Ólafur G. Einarsson Sverrir Hermannsson „Orðið tímabært að ráðast í mikilsverðar vegaframkvæmdir,, Eins og Morgunblaðið skýrði írá á sunnudag, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt fram tillögur um stór- átak í vegamálum, en sam- kvæmt þeim er gert ráð fyrir, að innan 15 ára verði vegir til allra byggðarlaga landsins lagðir með bundnu slitlagi. Gert er ráð fyrir, að fyrsti 5 ára áfangi kosti þjóðina 27 milljarða króna. Vegna þessara tillagna haföi Morgunblaðið samband við þrjá af þingmb'nnum Sjálf- stæðisflokksins, þá Eyjólf Konráð Jónsson, Ólaf G. Einarsson og Sverri Her- mannsson, og bað þá að segja álit sitt á þeim. „Ég fagna þessum tillögum mjög, en samgöngumálanefnd Sjálfstæðisflokksins hefur unnið að undirbúningi þessa máls. Þess- ar tillögur eru í samræmi við stefnu sem alþingi markaði með Átuskilyrði góð í sjón- um kringum ísland Mikið af kolmunna gengur í átt að Austfjörðu m Rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson og norska rannsókna- skipið Havdrón hafa að undan- förnu verið við rannsóknarstörf út af Suðvestur, Ve.stur, - Norður- og Viisturlandi. auk þess sem skipin hafa kannað svæðið milli íslands og Færeyja og Austur- djúp. M hefur rannsóknaskipið Árni Friðriksson kannað svæði út af SAlandi og sunnanverðum Au.stfjö'rðum allt austur á 7° v.I. í írétt, sem Morgunblaðinu hefur borizt fra Haírannsóknarstofn- uninni. segir að helztu niðurstöð- ur lciðangranna séu þessar> Hafís var óvenju langt undan landi miðað við árstíma. Sjávar- hiti út af SV- og V-landi var hærri en í meðalári. Út af Norðurlandi varð hins vegar ekki vart við Atlantískan sjó frekar en þrjú undanfarin ár. Hitastig var þó tiltölulega hátt en seltustig sjáv- arins út af Norðurlandi var lágt. Austur-íslandsstraumurinn (kalda tungan út af NA- og A-landi) var í kaldara lagi og sumarhitun yfirborðslaganna er ekki hafin að neinu ráði. Mikill gróður var í sjónum á rannsóknartímanum. Út af Vest- urlandi var enn lítil lagskipting og næringarsölt í yfirborðslögum því næg. Búizt er við áframhaldandi þörungagróðri þar en út af Norð- ur- og Norðausturlandi hafði gengið mjög á næringarsöltin enda gróðurinn þar í hámarki um þessar mundir. Yfirleitt var fremur lítil áta á rannsóknarsvæðunum. Á þessu voru þó nokkrar undantekningar. T.d. fannst mikil áta á grunnslóð út af Snæfellsnesi og Breiðafirði. Út af vestanverðu Norðurlandi var einnig veruleg áta allt norður á 67° n.br. Þá var einnig talsverð áta 100—150 sjómílur austur af Framhald á bls. 31 setningu laganna um norðurveg og austurveg, og er því hægt að gera stórátak til að fullgera vegi og það er vissulega orðið tímabært að ráðast í mikilsverðar vegafram- kvæmdir", sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. „Eg lýsi sérstakri ánægju minni yfir því að þessar tillógur skulu hafa verið lagðar fram með afgerandi hætti. Ég hefði hins vegar talið betra að setja ekki þetta 15 ára markmið, því ef fjármögnunaráætlunin stenzt og verður eins og gert er ráð fyrir í tillögunum, þá þurfum við ekki að ætla okkur 15 ár til þessa verks, heldur miklu skemmri tíma. Að mínu mati þá er kostnaður á hverr. kílómetra, eins og hann er lagður fram í tillógunum, langt yfír því sem hann þarf að vera, sem þýðir einfaldlega það, að við verðum skemmri tíma með það verkefni, sem þarna er lagt fram sem markmið. Því er enn meiri ástæða til að fagna þessari áætlun, sem málefnanefndin leggur íil," sagði Olafur G. Einarsson al- þingismaður. „Þetta er ánægjulegasta ákvörð- un sem ég hef tekið þátt í á mínum pólitíska ferli, og ég hef unnið að þessu verkefni með mikilli gleði og veit að við getum náð þessu marki, „ sagði Sverrir Hermannsson alþingismaður. lestum minni en á vetrarvertíð- inni 1977. Botnfiskafli bataflotans var nú 132.980 lestir á móti 143.432 lestum í fyrra og hefur afli batanna því dregist saman um 10.443 lestir. Á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Stykkishólms minnkaði aflinn úr 101.289 lestum í 83.637 lestir. Á öðrum landsvæð- um er aflinn svipaður eða minni nema á Austfjörðum, þar sem aflinn jókst úr 11.927 lestum á þessu tímabili í 16.504 lestir. Togaraafli fyrstu fimm mánuði ársins var nú 102.362 lestir, en var í fyrra 98.572 lestir og hefur afli togaranna því aukist um 3.790 Iestir. Samtals er því botnfiskafli nú 235.342 lestir, en var í fyrra 241.995 lestir og hefur því dregist saman um 6.653 lestir. Eins og fyrr segir er loðnuaflinn nokkru minni nú en í fyrra eða 468.425 lestir á móti 548.862 lestum. Rækjuafli er nú heldur meiri en í fyrra, en í maí var aðeins landað 71 lest af humri á móti 630 lestum í fyrra. Hörpu- disksveiði hefur aukist mikið, úr 1.126 lestum í 2.327 lestir. Þá hefur veiði á kolmunna aukist fyrstu 5 mánuði ársins, úr 5.353 lestum í 7.656 lestir. Annar afli, þar með talinn spærlingur, hefur aukist úr 4.098 lestum í 18.940 lestir. Erlendum ferða- mönnum f jölgar ERLENDUM ferðamönnum sem koma til íslands fjölgaði nokkuð fyrstu 5 mánuði ársins ef miðað er við sama tíma á s.I. ári. Til loka maí komu alls 18.878 útlendingar til landsins, en í fyrra voru þeir 17.280. Þá hefur íslenzkum ferða- löngum einnig fjölgað töluvert, því fyrstu fimm mánuði þessa árs komu 19.227 íslendingar frá út- löndum, en voru í fyrra 17.520.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.