Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978
Minning:
Ingibjörg Svava
Jóhannesdóttir
Gott er góðra að minnast. í dag
kveðjum við hinztu kveðju Ingi-
björgu Svövu Jóhannesdóttur fyrr-
verandi forstöðukonu Bæjar-
þvottahúss Reykjavíkur.
Svava, eins og hún var ætíð
kölluð, var fædd i Reykjavík. Voru
foreldrar hennar Jóhannes
Kristján Jensson, skósmiður, ætt-
aður úr Reykjavík og Hallgerður
Pálína Brynjólfsdóttir kona hans,
ættuð úr Hafnarfirði. Svava var
fjórða í röðinni af sjö systkinum.
Hin voru: Brynjólfur, leikari,
Elías, rakari, Jens Ágúst, læknir,
Bjarni, rakari, Anna, en hún dó í
bersku og Jón, stórkaupmaöar.
Eru tveir bræður eftir á lífi,
Bjarni og Jón.
Tveggja ára fluttist Svava til
Isafjarðar með foreldrum sínum
og ólst þar upp, en fluttist síðan
aftur með þeim til Reykjavíkur
1922. Ekki er það á mínu færi að
lýsa æsku- og unglingsárum Svövu
og þeirra systkina, en minnist
þess, að hún talaði oft um góðu
dagana á ísafirði við leik og störf
með góðum félögum. Og þær
spurnir hef ég, að hún hafi verið
mjög glaðvær og hrókur alls
fagnaðar, og þannig minnist ég
hennar bezt allt fram á síðustu ár.
Eftir komuna til Reykjavíkur
1922 stundaði Svava ýmis verzlun-
ar- og skrifstofustörf þar til hún
giftist 18. ágúst, 1934 Ágústi
Einarssyni Hansen verzlunar-
manni, miklum ágætismanni.
Missti hún hann eftir stutta
sambúð frá tveimur ungum börn-
um á þriðja og fjórða ári. Þau eru:
Jóhannes deildarstjóri hjá Eim-
skipafélagi íslands, kvæntur
Sigurbjörgu Guðmundsdóttur,
eiga þau þrjú börn, og Ágústa,
sjúkraliði, gift Jóhannesi Sævari
Jóhannessyni slökkviliðsmanni,
eiga þau tvær dætur.
Segir sig sjálft, að það hafa
verið erfiðir tímar á þessum árum
fyrir einstæða móður. En fyrir
elju og dugnað gat hún haldið
börnunum hjá sér. Erfitt var um
húsnæði á þessum tíma og var það
mitt lán að Svava og börnin
+ Faöir okkar og tengdalaöir,
GUDMUNDUR KR. SVEINSSON,
rafvírkjameistari,
er látinn. Jaröarförin hefur fariö fram.
Ingvar Guómundsson, Kirsten Frederiksen,
Erla Guömundsdóttir, Svavar Hauksson,
Kristrún Guömundsdóttir, Jóhannes Arason,
Bjarni Þór Guömundsson, Matthildur Skúladóttir.
t
Bálför móöur okkar
ÞORBJARGAR SAMÚELSOÓTTUR
Gaukshólum 2,
fer fram frá Fossvogskirkju miövíkudaginn 14. júní kl. 10.30.
Gísli B. Jónsson,
Kristján Sveinsson,
Sonía Sveinsdóttir.
t
Faöir minn,
JÓN SIGURÐUR ÁRNASON,
húsgagnabólstrari,
tr* Flatey á Breióafiröi,
sem lézt 4. júní sl. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 13.
júní kl. 1.30.
Fyrir hönd aöstandenda,
Sigríöur K. Jónsdóttir.
f
Þökkum samúö og hlýhug víð andlát og útför,
JÓNS MARINÓS JÓNSSONAR.
Starfsfólki deildar 3 á Vífilsstaöaspítala færum viö sérstakar þakkir fyrir góöa
umönnun í veikindum hans. A.... ..... -
Ólöf Jónsdóttir,
Runólfur Ómar Jónsson,
Jón Kristjánsson,
Ómar Jónsson,
Jóhanna Friögeirsdóttir.
t
Útför móöur okkar
SIGRUNAR ÍSAKSDÓTTUR,
Skeiöavogi 29,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. júní kl. 13.30. Þeir sem vildu
minnast hennar eru beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess.
isak J. Ólafsson Kristín Ólafsdóttir
Nanna Ólafsdóttir Helga Ólafsdóttir
Ragna Ólatsdóttir Óskar Ólafsson
Lokað
vegna jarðarfarar frá kl. 1—5.30 e.h.
Jón Jóhannesson og Co.,
Hafnarhúsinu
v/ Tryggvagötu R.
bjuggu um tíma á heimili foreldra
minna þegar ég var lítil. Tengdist
ég þvi föðursystur minni ákaflega
sterkum böndum og kynntist
hennar beztu eðliskostum. Það er
mitt mat að framkoma fullorðinna
við börn og ungmenni lýsi
manneskjunni einna bezt. Þegar
ég því sezt við skrif á grein sem
þessari, líða minningarnar fyrir
hugskotssjónum mínum og svo
ótal margs er að minnast um
samverustundirnar með þessari
yndislegu frænku minni, sem allt
er mér sérstakiega dýrmætt.
Árið 1942 hófst starfsemi
Bæjarþvottahússins, sem var til
húsa í kjaliara sundhajlarinnar
við Barónsstíg. Var Svava for-
stöðukona þvottahússins svo til
alveg frá byrjun og á meðan það
var starfrækt. Við stjórnun átti
hún fáa sér iíka. Ég er sannfærð
um að hún hefði verið fær um að
veita forstöðu enn stærra og
viðameira fyrirtæki. Hún hafði |
alla kosti góðs stjórnanda;
ákveðni, elju, vandvirkni, en um-
fram allt umburðarlyndi og áhuga
-fyrir sínu fólki sem hlýtur ávalt að
vera bezti hvati til að laða það
bezta fram í einstaklingnum hvar
sem hann starfar. Svava krafðist
mikils af sínu starfsfólki en
enginn fór bónleiður til búðar sem
til hennar leitaði um aðstoð, sem
hún lét fúslega í té væru hún þess
megnug. Enda hélzt henni sérstak-
lega vel á fólki; var elskuð og virt
er mér óhætt að segja. Munu án
efa margir minnast hennar með
hlýhug og taka undir þessi orð
mín.
Á tímum stífuðu flibbanna áttu
viðskiftavinir Bæj arþvottahússins
sérstakan hauk í horni þar sem
Svava var. Þegar spariskyrtan eða
kjólskyrtan var óhrein og hennar
var skyndilega þörf var óhætt að
leita til Svövu, og hún lét síg engu
skifta þótt sunnudagur væri,
sjáifsagt var að bjarga málunum.
Viðskiptavinurinn var ávalit í
fyrirrúmi. Þótt hún væri ekki sjálf
í sviðsljósinu, skyldi hún vel, að
ein skyrta gat skipt máli þegar
eitthvað stóð til. Ég nefni þetta
hér til að benda á, að það eru þessi
litlu blæbrigði í lífinu í samskipt-
um við náungann, sem lýsa einnig
vel eðlislægum kostum fólks. Færi
betur að þessi hugsunarháttur
ríkti meir í samskiptum manna á
meðal þá væri margt öðruvísi í
þjóðfélaginu í dag ef hugsunar-
háttur þeirrar kynslóðar sem
Svava Jóhannesdóttir tilheyrði
væri meir í heiðri hafður.
Til merkis um hversu vel henni
tókst að viðhaldá stundvísi hjá
starfsfólki sínu er, að ekki þótt
ástæða til að setja upp stimpil-
klukku í Bæjarþvottahúsinu, þeg-
ar þær fóru að ryðja sér til rúms.
Til hvers að eyða í slíkt þegar
Sigríður Dagfinns-
dóttir- Mnningarorð
Sigríður Dagfinnsdóttir var
fædd í Reykjavík 13. júní 1891 og
lést að Hrafnistu í Reykjavík 7.
mars 1978.
Foreldrar hennar voru hjónin
Halldóra Elíasdóttir og Dagfinnur
Jónsson sjómaður.
Halldóra og Dagfinnur eignuð-
ust 9 börn, 3 dætur og 6 syni.
Systurnar hétu: Agata, Sigríður og
Sesselja. Bræðurnir hétu: Stefán,
Einar, Olafur, Elías, Guðmundur
og Sigurbergur. Öll þessi systkin
voru hið mesta myndar- og at-
orkufólk og gat sér góðan oðstír í
lífi sínu og störfum. Þau eru nú öll
látin.
Ung að árum eða aðeins 19 ára
giftist Sigríður Jóhanni Guð-
mundssyni skipstjóra. Brúðkaups-
dagur þeirra var 8. október 1910.
Fyrstu árin bjuggu þau í Reykja-
vík en árið 1916 fluttust þau til
Hafnarfjarðar, þar sem Jóhann
tók við skipstjórn á kútter Isafold
sem Böðvarsbræður áttu. Seinna
carð hann skipstjó%i á kútter
—uðrúnu sem gerð var út af Ólafi
Davíðssyni og Þórarni Egilssyni.
Jóhann var skipstjóri á seinasta
kútternum sem gerður var út frá
Hafnarfirði en það var kútter
Surprise, eign Einars Þorgilsson-
ar. Það kom því í hlut Jóhanns að
skrifa síðustu dagbók þess happa-
sæla skips. Síðar var hann á
togurum í allmörg ár og ætíð
mikilsvirtur sjómaður.
Seinasta skipsrúm hans var
togarinn Garðar sem var eign
Einars Þorgilssonar og Co. í
Hafnarfirði. Eftir að Jóhann hætti
sjómennsku fluttust þau hjón til
Reykjavíkur, þar sem hann starf-
aði hjá svila sínum Jóhanni
Kristjánssyni í Kassagerð Reykja-
víkur. Jóhann lést í- Reykjavík í
maí 1946.
Sigríður og Jóhann eignuðust 5
börn, þau eru: Halldóra Dagbjört
gift Þorbirni Eyjólfssyni verkstj.,
Lovísa sem var gift Lúther Sig-
urðssyni sjómanni sem nú er
látinn. Sigurður skipstjóri hjá
Eimskipafél. Islands kvæntur
Hjördísi Einarsdóttur. Sigurður er
látinn. Guðmundur sjómaður
kvæntur Jónu Jónsdóttur, drukkn-
aði af togaranum Surprise fyrir
allmörgum árum. Sngst af systk-
inahópnum er Gunnhildur sem er
gift Birni Mekkinósyni kaupm.
Ættbogi Sigríðar og Jóhanns er
orðinn allfjölmennur, barnabörnin
eru 18, barnabarnabörnin 28 og
barnabarnabarnabörn 3.
Sigríður bjó manni sínum og
börnum einkar hlýlegt og fallegt
heimili, — enda var hún mikil
'myndarkona og prýddi heimili sitt
fögrum hannyrðum sem vöktu
athygli gesta er bar að garði
hennar. Einnig var hún mikil
blómaræktarkona og átti sérlega
falleg stofublóm. Og trjágarður-
inn, sem hún ræktaði við hús
þeirra ér í Hafnarfirði, bar því
vitni að henni var einnig mjög
sýnt um að annast trjárækt sem
og annan gróður.
Sigríður var mjög félagslynd
kona sem sjá má m.a. af því að hún
var meðal stofnenda Kvenfélags
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og
vann því félagi heilshugar meðan
hún bjó hér í Firðinum. Hún unni
kirkju sinni mjög og má ætla að
þar hafi m.a. gætt áhrifa úr
foreldrahúsum — því Halldóra og
Dagfinnur voru meðal stofnenda
Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík.
Einnig var Sigríður meðal stofn-
enda slysavarnadeildarinnar
Hraunprýði og starfaði þar af
miklum krafti og lá aldrei á liði
sínu hvenær sem til hennar var
leitað.
Er við flettum upp í gömlum
fundargerðabókum má sjá að
margar eru nefndirnar sem hún
starfaði í fyrir slysavarnadeildina
Hraunprýði, enda var hún ákaf-
lega ósérhlífin kona og það fylgdi
henni ætíð svo hressilegur blær
hvar sem maður hitti hana fyrir.
Sigríður Dagfinnsdóttir var ein
af þeim eftirminnilegu konum er
settu svip sinn á bæinn okkar. Hún
vinnan hófst að hætti nákvæmlega
á slaginu? Sama var að segja um
matar- og kaffitíma. En oft var
slappað af ef ástæða þótti til og
alltaf var glatt á hjalla í þvotta-
húsinu.
Um svipað leyti og Svava hóf
starf við Bæjarþvottahúsið fékk
hún húsnæði rétt við vinnustað-
inn, sem gerði henni kleift að hafa
ávallt eftirlit með börnum sínum.
Ekki voru húsakynnin stór: eitt
herbergi og eldhús. En hvílíkt
dásemdar andrúmsloft. I mínum
huga var þetta bezti og skemmti-
legasti staðurinn í Reykjavík, fyrir
utan mitt eigið heimili. Þarna
komu mörg ungmenni heim með
börnunum, ungmenni sem flest
voru vön rýmri húsakynnum og
meiri þægindum. En litla eldhúsið
kom vel að notum til að dansa í og
leika sér þótt stundum væri
þröngt. Og húsmóðirin naut sam-
vistanna við unga fólkið, sem dáði
þessa skemmtilegu og brosmildu
konu.
Árið 1957 fluttu Svava og börnin
í eigin íbúð að Skipholti 30. Var
það stór stund í lífi þeirra allra að
eignast eigin húsnæði. En minn-
ingin um litla heimilið á Bergþóru-
götunni verður mér ávallt sérstak-
lega kær. Þar lærði ég að stærð
húsakynna er ekki lykill að
hamingjuríku heimilislífi heldur
andinn sem þar ríkir.
Síðustu árin dvaldist Svava á
Elliheimilinu Grund. Get ég vel
ímyndað mér hana í hópi sinna
öldnu félaga, káta ög glaða, eftir
því sem heilsan leyfði.
Við hér í Tjarnargötu flytjum
börnum hennar, barnabörnum og
öðrum ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Ég þakka Guði
fyrir mína elskulegu frænku. Að
hafa átt hana er eitt af því bezta
í mínu lífi. Guð blessi hana í Jesú
nafni.
Unnur Jensdóttir.
klæddist alltaf íslenskum búningi
sem hún bar með eindæmum vel.
Hún hafði þá reisn yf%r sér sem
er meðfædd en ekki tilbúin.
I dag er 13. júní, afmælisdagur.
Sigríðar Dagfinnsdóttur, og minn-
ist ég í huga mér margra ánægju-
stunda er ég átti með henni og
fjölskyldu hennar allri — þann 13,
júní um margra ára bil.
Sigríður var höfðingi í lund og
veitti af mikilli rausn. Svo var
gleði fólksins hennar einlæg að
eftirminnileg er.
Um leið og ég enda þessar fáu
línur óska ég afkomendum Sigríð-
ar og venslafólki hennar farsældar
í hvívetna um alla framtíð.
Blessuð sé minning Sigríðar
Dagfinnsdóttur.
Sólveig Eyjólfsdóttir
Hafnaríirði.
Afmælis- og
minningar-
greinar
AF GEFNU tilcfni skal það
enn ítrekað, að minningar-
greinar. sem birtast skulu í
Mhl.. og groinarhöfundar óska
að hirtist í hlaðinu útfarardag.
verða að herast með nægum
fyrirvara og eigi síðar cn
árdegis tveim dögum fyrir
hirtingar dag.