Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 Staða og stefna í efnahagsmálum Greinargerð Sjálfstœðisflokksins um efnahagsmál Morgunblaðinu hefur bor- izt greinargerð frá Sjálf- stæðisflokknum um stöðu og stefnu í efnahagsmálum og fer hún hér á eftir í heildi Staöa og stefna í efnahagsmálum Verkefni næstu ára er að vinna bug á verðbólgunni. Haldi verðbólga áfram hér á landi með þeim hraða, sem verið hefur undanfarin ár, mun hagur þjóðarinnar ekki geta batnað og full atvinna ekki geta haldist. Hagsmun- um einstaklinga, fyrirtækja, stétta, þjóðarinnar allrar, er stefnt í sama voðann og framtíð frjáls lýðræðisríkis á íslandi í tvísýnu. Sigur á verðbólgunni vinnst hins veg- ar ekki nema með öflugu sameiginlegu átaki. Það átak verður allur almenningur að skilja og styðja, samtök launþega og atvinnuvega jafnt sem stjórnmálaflokkar verða að standa að því og samhent ríkisstjórn með styrkan meirihluta Alþingis að baki verður að veita því forystu. Sjálfstæðisflokkurinn mun einbeita sér að þessu verk- efni. Til þess að ná því takmarki mun hann leita samvinnu við aðra stjórn- málaflokka og við samtök launþega og atvinnuvega og heita á stuðning þjóðarinnar allrar. Fjögurra ára- tuga vandamál Verðbólga hefur verið al- varlegt vandamál hér á landi um nærfellt fjögurra áratuga skeið. Allt fram yfir 1970 tókst með margvíslegum ráð- stöfunum og stöðugu viðnámi að halda henni á bilinu 10—15% á ári að meðaltali. Þessi verðbólga olli þjóðinni margvíslegu tjóni, dró úr hagvexti, skerti lífskjör frá því sem ella hefði getað orðið og rýrði eignir og tekjur þeirra, sem með ráðdeild og sparnaði höfðu búið sig undir framtíðina. Þrátt fyrir þetta var tjóni af völdum verðbólg- unnar haldið í skefjum á þessu tímabili. Á viðreisnar- ■árunurn eftir 1960 tókst einnig að auka hagvöxt og bæta lífskjör verulega með því að koma á frjálsræði í viðskipta- og atvinnumálum og beita markaðsbúskap samfara áætlunargerð af opinberri hálfu. Öðru máli gegndi þegar kom fram á árið 1971. Verð- bólga jókst þá í öðrum löndum og snöggar verð- breytingar urðu á útflutn- ingsafurðum landsmanna, jafnframt því sem stjórnvöld létu af því viðnámi, sem áður hafði verið beitt. Afleiðingin varð mikil aukning verðbólg- unnar hér á landi bæði í beinum tölum og miðað við önnur lönd. Núverandi ríkisstjórn stefndi að því þrennu að draga úr hraða verðbólgunn- ar, eyða hallanum í erlendum viðskiptum og halda jafn- framt fullri atvinnu. Árang- urinn varð sá, að um mitt ár 1977 var hraði verðbólgunnar orðinn 26% á ári, eða helm- ingur þess, sem hann hafði verið mestur, og viðskipta- halli hafði lækkað í um 2% af þjóðarframleiðslu árin 1976 og 1977. Jafnframt hafði full atvinna haldist. Horfur voru á því fyrri hluta árs 1977, að unnt gæti reynst að ná smám saman enn frekari lækkun verðbólgunnar og breyta hallanum á erlendum við- skiptum í tekjuafgang. Óraunsæ markmiö verka- lýössamtakanna Svo giftusamlega tókst þó ekki til. Miklar framkvæmd- ir, m.a. af opinberri hálfu, sem nú hefur verið dregið mikið úr, og mikil útlán opinberra sjóða, ollu vaxandi spennu á vinnumarkaði, sem torveldaði hófsama stefnu í launamálum. Þá gekk erfið- lega að draga úr rekstrarút- gjöldum ríkissjóðs, sem auk- ist höfðu úr hófi árin á undan, en hafa nú lækkað úr 31% af þjóðarframleiðslu í 27%. Óraunsæ markmið, sem samtök launþega settu fram, leiddu síðan á árinu 1977 til launasamninga, sem urðu til nýrrar aukningar verðbólgu, juku viðskiptahalla og grófu undan afkomu atvinnuveg- anna. Til þess að forðast verstu afleiðingar þessarar þróunar varð að grípa til beinnar gengislækkunar og skerðingar vísitöluákvæða kjarasamninga. Sökum þeirra ráðstafana má gera ráð fyrir, að verðbólga aukist ekki á þessu ári umfram það sem var 1977, að viðskipta- halli hverfi og unnt reynist að komast hjá rekstrarstöðv- un og atvinnuleysi jafnframt því sem lífskjör haldist mun betri en áður voru. Hversu mikilvægt sem þetta er, ber jafnbrýna nauðsyn og áður til þess, að varanleg stefna sé mörkuð til að vinna bug á verðbólgunni og afleiðingum hennar. Víötæk samstaöa Til þess að árangur geti náðst til frambúðar þarf umfram allt að koma til víðtæk samstaða um að við- ureignin við verðbólguna sitji í fyrirrúmi fyrir öðrum verk- efnum. Með samhentu átaki er unnt að móta og fylgja eftir samræmdri stefnu í peningamálum, fjármálum, viðskiptamálum og launa- málum, sem leitt getur til tilætlaðs árangurs á nokkr- um árum. Grundvöllur slíkr- ar stefnu verður að vera, að frjáls markaðsbúskapur fái að þróast með eðlilegum hætti, jafnframt því sem áætlunargerð sé beitt í opin- berri starfsemi og félagslegt öryggi tryggt. Með þeim hætti er unnt að láta frelsi og ábyrgð fylgjast að og byggja á útsjónarsemi og starfsorku einstaklinga og fyrirtækja. í meginatriðum verður stefn- an að fela í sér, að beitt sé jöfnunarsjóðum og gengis- skráningu til að draga úr áhrifum erlendra verðbreyt- inga og aflasveiflna á íslenskt atvinnulíf. Jafn- framt verður að gæta strangs aðhalds í peningamálum og fjármálum og hófsemi í opin- berum framkvæmdum og rekstri. Síðast en ekki síst verður að stefna að samstöðu launþega, vinnuveitenda og ríkisvalds um raunsæi í launasamningum. Helstu stefnumál væru þessi: Helztu stefnumál 1) Sjóðir til jöfnunar sveiflna í verði og fram- leiðslu útflutningsafurða, verði efldir. Gengið sé rétt skráð á hverjum tíma og stefnt að vaxandi stöðugleika þess, eftir því sem minnkandi verðbólga leyfir. Hæfilegur gjaldeyrisvarasjóður sé myndaður af innlendum sparnaði. Stuðiað sé að auk- inni fjölbreytni atvinnulífs, betri nýtingu fiskstofna, efl- inga iðnaðar og aukinni notkun innlendra orkugjafa. 2) Stefnt sé að örvun frjáls sparnaðar með því að halda vöxtum í samræmi við stig verðbólgu. Útlánum banka og fjárfestingarlánasjóða sé haldið innan eðlilegra marka og þeim beint fyrst og fremst til þeirra verkefna, sem Hlöðver töfraði íram alskonar listir á jeppanum sínum. Ilcr stcndur jeppin á tveimur hjólum. með sandspymukeppni Úrslitaspyrnan milli Hlöðvers og Bencdikts. Myndin sýnir hversu lítill munurinn var á milli þeirra. Á sunnudaginn var haldin sandspyrnukeppni á vegum Kvartmíluklúbbsins að Ilrauni í Ölfusi. Á keppnina horfðu um 3000 manns og skemmtu sér konunglega í góðu veðri. Mjög var vandað til keppninnar og tókst hún í alla staði vel. Keppt var í þremur flokkum og sigraði Benedikt Eyjólfsson í jeppaflokki á 5,53 sek. Ók hann á Willys með 350 cu. Pontiac vél. í öðru sæti var Hlöðver Gunnarsson,. var hann einnig á Willys, en hann var með 327 cu. cevy vél. í þriðja sæti hafnaði Hermann Bridde, var hann með 350 cu. cevy vél. Keppnin milli Illöðvers og Bene- dikts var mjög hörð og má þar nefna að í úrslitaspyrnunni milli þeirra var munurinn aðeins einn hundraðasti úr sek. 1 fólksbílaflokki sigraði Finn- björn Kristjánsson á Volvo kryppu á 6,87 sek. Var hann með 350 cu. cevy vél í Volvoinum. í öðru sæti var Vilhelm Pétursson á Chevrolet Vega með 350 cu. cevy vél. Þriðji varð Matthías Sverrisson á Camaro 350 cu. vél. í mótorhjólaflokki sigraði Jón Magnússon á Suzuki 370, fór hann brautina á 6,14 sek. í öðru sæti varð Ragnar Baldursson á Suzuki 370. Páll Karlsson fylgdi síðan á eftir á Montesa 360. Kvartmiluklúbburinn á lof skilið fyrir mjög vel skipulagða keppni. Hefur hann nú sýnt og sannað að hægt er að halda keppni sem þessa hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.