Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978
Hörð keppni um Norð-
urlandameistaratitilinn
Norðurlandamótið í bridge er
nú hálfnað. I opna flokknum
eru Svíar í efsta sæti með 69
stig. en Norðmenn ok Danir
fylsja fast á eítir með 67 og 64
stig. Þessar þrjár sveitir cru í
sérflokki af fimm sveitum sem
taka þátt í þessum flokki.
íslendinKar eru í fjórða sæti
með 28 stig en hafa ekki enn
unnið leik. Finnar eru í neðsta
sætinu með 24 stij?. en þeir
unnu íslendinga í fyrstu um-
ferðinni.
í kvennaflokki eru sænsku
konurnar nokkuð í sér flokki.
hafa unnið alla sína leiki. Hafa
þær fengið 46 stig en dönsku
konurnar eru í öðru sæti með
32 sti>í. í þriðja sæti eru
finnsku konurnar með 24 stig
og íslenzku konurnar reka
lestina með 18 stig. Úrslitaleik-
urinn í kvennaflokki verður
líkleKa spilaður í kvöld en þá
spila saman Svíþjóð og Dan-
mörk ok verða þær síðarnefndu
að vinna leikinn til að eiga
möguleika á sigri í mótinu.
í unKÍingaflokki eru spilaðar
þrjár umferðir oj? í fyrstu
umferð unnu Norðmenn báða
sína ieiki. en í annarri umferð
töpuðu þeir óvænt fyrir íslend-
injjum 3—17 stig ok jafnaði
það keppnina til muna. Norð-
menn eru með 51 stig, Svíar
með 48 stig og íslenzku pilt-
arnir með 29 stig.
I. umferð:
Opinn fiokkur:
Annar leikurinn var millí
Finna og íslendinga. Var' fyrri
hálfleikur mjög vel spilaður af
báðum sveitum og hafði islenzka
sveitin aðeins hlotið 9 punkta á
móti 19 stigum Finna þegar
hálfleiknum lauk. Segir það
nokkuð til um gang hálfleiksins.
í síðari hálfleik fór að verða
meiri handagangur í öskjunni
en sveiflurnar urðu þó meira
Finnum í hag. Lokatölur urðu
þær að Finnar unnu leikinn
nokkuð örugglega og fengu 17
stig gegn 3. Ekki var vitað mikið
um finnsku sveitina fyrir
keppnina, en lokatölur sýndu að
þeir höfðu áður tekið í spil.
Leikurinn, sem sýndur var á
sýningartöflu, var milli Dana og
Norðmanna. Danir voru álitnir
mjög sigurstranglegir fyrir leik-
inn. Hafa þeir spilað mikið að
úndanförnu og verið mjög sigur-
sælir. Það kom því nokkuð á
óvart að Norðmenn tóku fljót-
lega forystu í leiknum og Danir
höfðu aðeins fengið 9 punkta
eins og Islendingar þegar fyrri
hálfleik lauk en Norðmenn
höfðu fengið 40 punkta. Seinni
hálfleikur var svo í jafnvægi og
endaði leikurinn með sigri
Norðmanna 17—3.
Kvennaflokkur:
Annar leikurinn var milli
íslands og Finnlands og í
hálfleik höfðu íslenzku konurn-
ar örlitla forystu, en urðu að
láta í minni pokann í síðari
hálfleik og töpuðu leiknum
6-14.
Hinn leikurinn var milli
dönsku og sænsku kvennanna.
Sænsku konurnar unnu báða
hálfleikina og þar með leikinn.
Úrslit urðu Svíþjóð 18 — Dan-
mörk 2.
Unglingaflokkur:
Aðeins einn leikur er spilaður
í hverri umferð í unglingaflokki
og var fyrsti leikurinn milli
íslands og Noregs. Fyrri hálf-
leikurinn var einstefna Norð-
manna og var staðan í hálfleik
Frá Norðurlandamótinu í bridge í gær. Guðmundur Pétur^son og
Karl Sigurhjartarson spila hér gegn Per Breck og Reidar Lien írá
Noregi. Norðmenn unnu leikinn 17i3. en þeir eru í öðru sæti í opna
flokknum.
69—7 fyrir þá. I síðari hálfleik
gekk öllu betur en erfitt var að
vinna upp þennan mikla mis-
mun sem orðinn var og enda
þótt íslenzku strákarnir ynnu
síðari hálfleikinn þá tapaðist
leikurinn 20—0. I opna salnum
spiluðu Skúli Einarsson og
Sigurður Sverrisson seinni hálf-
leikinn og voru þeir mjög
farsælir gegn Stabell og Stabell
sem spiluðu síðari hálfleik
nánast eins illa og þeir höfðu
spiiað fyrri hálfleikinn vel.
Brldge
Umsjón ARNÓR
RAGNARSSON
2. umferð:
Opinn flokkuri
A sýningartöflunni var sýnd-
ur leikur Islendinga og Svía.
Islendingar tóku strax forystu í
leiknum og héldu henni þar til
í 10. spili að Hallén og Stenberg
sögðu og unnu alslemmu á mjög
punktalitlar hendur á meðan
landinn lét sér nægja 6 hjörtu.
En Adam var ekki lengi í
Paradís. Eftir mikla sagnhörku
kvittuðu Guðmundur og Karl
fyrir þetta spil strax í 13. spili.
Komust þeir í 6 hjörtu enda
þótt, eins og í fyrra spilinu, ekki
væri mikið um punkta. Svíar
„dobluðu“ en Guðmundur Pét-
uráson fylgdi sannfæringu sinni
vel eftir og „redoblaði". Hann
vann síðan sitt spil með yfirslag.
Leikurinn hélzt jafn nema hvað
landinn hafði ætíð forystu, en
svo fór að leikurinn endaði
10-10.
Hinn leikurinn í opna flokkn-
um var milli Finna og Dana.
Danir höfðu tapað fyrir Norð-
mönnum í fyrsta leiknum og
Finnar unnið Islendinga. Mátti
búast við skemmtilegri viður-
eign. Danir höfðu þó ætíð
frumkvæðið í fyrri hálfleik og
var staðan 54—19 fyrir þá í
hálfleik. Seinni hálfleikurinn
endaði svo með jafntefli, þannig
að Danir unnu með 17—3.
Kvennaflokkur:
Frí
Unglingaflokkuri
I þessum flokki mættust Svíar
og Norðmenn. Það virðist sem
norsku strákarnir séu yfir-
burðamenn í þessum flokki. í
hálfleik höfðu þeir 62 stig gegn
24, og minnti það óneitanleg á
stöðuna í leiknum við Island.
Það fór líka svo að Norðmenirn-
ir töpuðu seinni hálfleiknum, en
það gerðist einnig í leiknum við
Islendinga. Lokatölur urðu þær
að Noregur vann leikinn 16—4.
Opinn flokkur
Annar leikurinn var milli
Dana og Svía. Fyrri hálfleikur
var mjög vel spilaður af báðum
aðilum og var staðan í hálfleik
23—25 fyrir Svía. Seinni hálf-
leikur var einnig i jafnvægi en
Danir skoruðu þó öllu meira.
Endaði leikurinn 12—8 fyrir
Dani.
Hinn leikurinn var milli
Norðmanna og Finna. I hálfleik
höfðu Norðmenn fengið 54
punkta á móti 10. Seinni hálf-
leikurinn var algjör einstefna
hjá Norðmönnum og skoruðu
þeir 71 punkt á móti 3 og Finnar
urðu að þola mínus 5 stiga tap.
Fyrstu mínusstigin í mótinu.
Kvennaflokkur
Leikur dönsku kvennanna og
þeirra íslenzku var sýndur á
sýningartöflu. íslenzku konurn-
ar spiluðu vel í fyrri hálfleikn-
um og_í 15. spili varð mesta
sveiflan í fyrri hálfleiknum. Þá
spiluðu dönsku konurnar 3
grönd og urðu 5 niður á hættu
á meðan íslenzka parið spilaði 5
lauf sem var mjög viðkvæmt í
vörn fyrir dönsku konurnar,
enda fór svo að þær gáfu spilið
í vörn. I hálfleik var staðan
19—49 fyrir ísland.
Seinni hálfleikur var nánast
martröð fyrir íslenzku konurn-
ar. Halla og Kristjana áttu
slæman dag á meðan andstæð-
BRÍDGÉ
Umsjón: PáH Bergsson
Ungu mennirnir íslenzku eru
fremur óheppnir, að tvær
Norðurlandaþjóðanna skulu
ekki senda lið til þátttöku í
flokki þeirra á norræna bridge-
mótinu. Vegna mikils ferða-
kostnaðar senda hvorki Danir
né Finnar landslið sín í yngri
flokki og keppa því íslenzku
sveinarnir við tvö af sterkustu
unglingaliðum Evrópu. Enda
töpuðu þeir fyrstu tveim
leikjum sínum með miklum
mun. Keppnisreynsla Svianna
og Norðmannanna er mun
meiri. Þó eru íslendingarnir
alls engir skussar og unnu
þriðja leikinn.
Eftir annan tapleikinn sagði
einn þeirra, Skúli Einarsson, að
lærdómsríkt væri að taka þátt í
svona móti og þó slæmu spilin
væru mörg væru líka til góð.
Spilið hér að neðan sýnir vel
heppnaða baráttu um töluna þó
uppskeran væri ekki mikil. Það
var spilað í leik við Svía.
Norður gaf allir á hættu.
Norður
S. G10865
H. 762
T. 8
L. Á764
Vestur Austur
S. KD32 S. Á4
H. 95 H. DG108
T. KDG954 T. 10763
L. D L. 1082
Suður
S. 97
H. ÁK43
T. Á2
L. KG953
íslendingarnir náðu lokasögn-
inni í báðum herbergjum. I öðru
tilfellinu sátu Sigurður Sverris-
son og Skúli í norður-suður og
sagnirnar gengu þannig:
Noróur Austur Suóur Vestur
pass pass 2 L 2 T
2 S 3 T 3 II pass
I L aJlir pass.
Vestur spilaði út tígulkóng,
sem suður tók og spilaði spaða.
Vestur lét lágt og þar með var
vinningur tryggður. Austur
skipti í hjarta en allt kom fyrir
ekki. Sagnhafi gat- alltaf
trompað fjórða hjartað í borði.
130 til íslands.
Á hinu borðinu sátu Þorlákur
Jónsson og Haukur Ingason í
austur-vestur.
Nordur
pas«
3 L
pass
Austur Surtur Vcstur
pass 2 L 2 T
3 T 3 II 3 S3
I T allir pass
Fremur hart sótt en þeir
sluppu við doblið og Þorlákur
fékk sína níu slagi. 100 í tap en
í allt 30 græddir eða 1 impi.
ingar þeirra spiluðu mjög vel.
Þegar upp var staðið höfðu
dönsku konurnar 20 punkta
forskot eftir að hafa haft 30
punkta undir í hálfleik. Dönsku
konurnar unnu því leikinn
14-6.
Hinn kvennaleikurinn var
milli Svía og Finna. í hálfleik
var staðan 23—24 en í seinni
hálfleiknum spiluðu sænsku
konurnar öllu betur og lauk
leiknum með sigri þeirra 14—6.
Unglingaflokkur
Islenzku piltarnir spiluðu
gegn Svíum og í hálfleik var
leikurinn í jafnvægi 22—23 fyrir
Svía. Seinni hálfleikurinn var
nokkuð á sömu lund og hjá
konunum. Islenzku strákarnir
fengu 6 punkta á móti 63
punktum Svía. Má þar nefna að
íslenzku strákarnir misstu af
tveimur slemmum og tveimur
úttektarsögnum. Það varð því
ekki við neitt ráðið og tapaðist
leikurinn 20—0.
4. umferð
Opinn flokkur
Annar leikurinn var milli
Svía og Norðmanna. Svíar höfðu
ekki unnið leik en Norðmenn
báða sína leiki örugglega. I
hálfleik höfðu Svíar skorað 40
punkta á móti 29 Nórðmanna og
allt gat gerzt. Spilin í síðari
hálfleik gáfu ekki tilefni til
mikilla sveiflna en samt fór svo
að hálfleikurinn var nánast
einstefna fyrir Svíana sem
fengu 44 punkta á móti 10
punktum Norðmanna og unnu
Svíar leikinn með 19—1.
Leikur Islendinganna á móti
Dönum var sýndur á sýningar-
töflu. Eftir 13 spil var leikurinn
í jafnvægi en þá hrundi leikur-
inn hjá Islendingunum og höfðu
Danir 38 punkta forystu í
hálfleik. Svo mikinn mun er
erfitt að vinna upp á móti svo
sterkum spilurum sem Danir
eru. Spil 26 var mjög örlagaríkt
fyrir Islendingana. Jón Ás-
björnsson spilaði 3 grönd sem
var á flestum borðum lokasamn-
ingurinn. Spilið var viðkvæmt í
úrspili og Jón tapaði því og kom
það á óvart því Jón er orðlagður
fyrir nákvæmni í spilum sem
þessum. Þá tapaði Kristín Þórð-
ardóttir þvi einnig í kvenna-
flokknum en á flestum öðrum
borðum vannst spilið.
Lok leiksins urðu þau að
íslendingar fengu ekkert stig á
móti 20 stigum Dana.
Kvennaflokkur
Danmörk spilaði á móti Finn-
landi. Dönsku konurnar spiluðu
fyrri hálfleikinn mjög vel og
höfðu 32 punkta forskot í
hálfleik sem þær héldu til loka
leiksins og unnu þær leikinn
16—4.
Islenzku konurnar spiluðu
gegn þeim sænsku og í h^lfleik
var staðan 31—20 fyrir Svi{)jóð.
Seinni hálfleikur var nánast
endurtekning á þeim fyrri.
Islenzku konurnar fengu 22
punkta á móti 30 punktum
sænsku kvennanna og fengu
íslenzku konurnar 6 stig á móti
14. Var þetta í þriðja sinn sem
þær fá 6 stig í leikjum sínum og
vantar ætíð herzlumuninn til að
leikir þeirra vinnist.
Unglingaflokkur
íslendingarnir spiluðu gegn
Norðmönnum sem voru lang-
efstir í þessum flokki. Það kom
Framhald á bls. 32