Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 48
r %A&c&uffl*&ib • AUííLYSIMÍASÍMINN ER: ^te 22480 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 Upplýstu smygl á hassi fyrir rúma milljón TOLLGÆZLAN og fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík hafa nýlega upp- lýst smygl á 700 grömmum af hassi til landsins og þar af voru 300 grb'mm gerð upptæk. Söluverðmæti þessa magns er talið vera rúm ein milljón króna. Málavextir voru þeir, að sögn Kristins Ólafssonar tollgæzlu- stjóra, aö starfsmaður í vöru- geymslum Hafskips fór til Rotter- dam og keypti þar um 300 grömm af hassi. Hassið faldi hann í öskubakka með fæti og bjó um hann til flutnings til Islands og skráði pakkann á annað nafn en sitt eigið. Var pakkinn fluttur til landsins með skipi Hafskips. Þrátt fyrir að hassið væri vel falið tókst árvökulum tollvörðum að finna það. Var það tekið úr pakkanum og hann settur á sinn stað í vörugeymslunni. Síðan gerðist það að brotizt var inn í vörugeymsluna og pakkanum stol- Olíuinnflutn- ingsbannið ekkiframJengt „VIÐ HÖFUM engán áhuga á því að landið verði olíulaust í byrjun júlí og höfum ekki boðað fram- lenginu á olíuinnflutningsbann- inu. sem rennur út á fimmtudag- inri, en slíkt þarf að boða með sjb' daga fyrirvara," sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands í samtali við Mbl. í gærkvb'ldi. Guðmundur sagði að mjög hefði verið rýmkað til í útflutnings- banninu, þar scm sannanlega hefði verið um það að ræða að markaðir væru í alvarlegri hættu og nefndi til undanþágur til útflutnings á saltfiski til Spánar og ítalíu. á mjöli, söltuðum Framhald á bls. 30. ið. Við rannsókn beindust böndin að starfsmanninum og játaði hann brot sitt. Jafnframt viðurkenndi hann að hafa leikið þennan leik einu sinni áður. Fór hann þá til Rotterdam og keypti 400 grömm af hassi, sem hann faldi í sams konar öskubakka og sendi heim til íslands. Gat hann notað aðstöðu sína í vöruskemmunni og náð hassinu úr öskubakkanum áður en pakkinn var afhentur en það tókst honum ekki í seinna skiptið. Rainbow Warrior: Skipverjar hættir að svara í talstöðina SKIPVERJAR áRainbow Warrior, skipi Green- peace-samtakanna, eru nú hættir að svara köllum loftskeytastöðvarinnar í Gufunesi og er sama hver það er sem reynir að ná tali aí þeim. Var Morgun- blaðinu tjáð í gær, að Greenpeace-menn bæru því við, að rafmagn um borð í Rainbow Warrior væri af skornum skammti, og rafgeymar við tal- stöðvarnar lélegir. Þá var Morgunblaðinu tjáð í gær hjá Hval h.f., að veiðar íslenzku hvalbátanna gengju ágætlega, en í gærmorgun komu allir hvalbátarnir til hafnar með hvali, og var þá kominn 41 hvalur á land, 33 langreyður og 8 búrhvalir. Segja skipverjar á hvalbátnum, að þeir verði aldrei varir við Rainbow Warrior nema þegar þeir komi til lands með veiði og þegar þeir eru á útleið á ný á hvalamiðin. Ljósm. Mbl.: Friðþjófur. Viðræðunefndir meirhlutaflokkanna í borgarstjórn á fundi í gær í flokksherbergi Framsóknarflokksins í Alþingishúsinu. Frá vinstri: Adda Bára Sigfúsdóttir og Sigurjón Pétursson fulltrúar Alþýðubandalagsins, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Björgvin Guðmundsson fulltrúar Alþýðuflokksins og Eiríkur Tómasson og Kristján Benediktsson fulltrúar Framsóknarflokksins. Sigurjón Pétursson: Endanleg ákvörðun í vísitölumálinu hefur enn ekki verið tekin „Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt endan- lega í sambandi við vísitölu- málið," sagði Sigurjón Pétursson horgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Vísi- tölumálið verður að öllum líkindum kynnt á borgar- ráðsfundi á morgun og ég vil ekki ræða þetta mál frekar nú." Þegar Mbl. vísaði til ummæla, sem höfð voru eftir Lúðvík Jóseps- syni, formanni Alþýðu- bandalagsins, af framboðs- fundi á Austurlandi um helgina, þess efnis, að búið væri að ákveða að meirihlut- inn í borgarstjórn gengi að tilboði Verkamannasam- bandsins og yrði því útflutn- ingsbanni aflétt af Bæjarút- gerð Reykjavíkur, svaraði Sigurjón, að hann þekkti ekki til orðréttra ummæla Lúðvíks um þetta, en kvaðst búast við að Lúðvík hefði verið að vísa til stefnu Alþýðubandalagsins í Reykjavík fyrir og eft- ir borgarstjórnarkosningar. Tveir þingmenn Alþýóubandalags: Samstarf við S jálf- stæðisflokk útilokaó „Ákvörðunin í þessu máli verður tekin af réttum aðil- um, sem eru borgarráð og borgarstjórn," sagði Sigur jón. Sigurjón sagði að borgarmála- ráð Alþýðubandalagsins væri búið að samþykkja málefnasamning meirihlutans í borgarstjórn efnis- lega," en það er ekki búið að setja hann endanlega niður á papppír- inn." Sagði Sigurjón að málefna- samningurinn yrði kynntur á borgarstjórnarfundi á fimmtudag- inn og kvaðst að svo stöddu ekki vilja svara spurningum Mbl. um einstök efnisatriði málefna- samningsins. „Borgarmálaráð Framsóknar- flokksins og stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík hafa fjallað um efni málefnasamn- ingsins og samþykkt það fyrir sitt leyti og í kvöld er svo fundur í fulltrúaráðinu, þar sem fjallað verður um borgarmálin," sagði Kristján Benediktsson borgarfull- trúi Framsóknarflokksins í sam- Framhald á bls. 30. TVEIR af þingmbnnum Al- þýðubandalagsins, þeir Garðar Sigurðsson og Stef- án Jónsson, hafa gefið af- dráttarlausar yfirlýsingar um, að samstarf af hálfu Alþýðubandalagsins við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarmyndun komi ekki til greina. Stefán Jónsson sagði á framboðsfundi á ólafsfirði sl. laugardags- kvöld, að samstarf við Sjálf- stæðisfiokkinn kæmi ekki til greina af sinni hálfu. Þetta kom fram í svari við spurn- ingu á fundinum í Olafs- firði. Stefán Jónsson sagði, að afstaða sín til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn byggðist á því, að Sjálf- stæðisflokkurinn mundi aldrei fallast á að herinn færi úr landi og því kæmi samstarf við hann ekki til greina. í viðtali við dagblaðið Vísi í gær segir Garðar Sigurðs- son: „Það er ekkert launungarmál, að útilokað er fyrir Alþýðubandalagið að stjórna með Sjálfstæðis- flokknum. Ef Alþýðubanda- lagið ætti að mynda stjórn þá yrði það auðvitað að vera með öðrum flokkum og allir vita hverjir þeir eru." Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrir helgi sagði Halldór Ásgrímsson, þing- maður Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi, á framboðsfundi í síðustu viku, að Framsóknarflokkurinn væri tilbúinn að fara í vinstri stjórn og Andri ísaksson einn af frambjóðendum SFV sagði í blaðaviðtali, að flokkur hans stefndi að myndun vinstri stjórnar sömu flokka og 1971-1974. Setlagarannsóknir: Viðræður hefjast FULLTRÚAR annars banda- ríska fyrirtækisins sem sótt hefur um leyfi til setlagarann- sókna á landgrunninu eru væntanlegir til landsins í dag til viðræðna við fulltrúa iðnaðar- ráðuneytisins. Reiknað er með að viðræðum við fulltrúa beggja fyrirtækj- anna verði lokið á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.