Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 29 Maraþontónleikar Fyrir undirritaðan voru pessir tónleikar nokkurs konar úttekt og jafnvægissýning á ýmsum páttum íslenzkra tónmenntar. Þarna komu saman Lúðrasveitir barna og unglinga og má vera að fólki pykí slík starfsemi ekki tilheyra íslenzkri tónmennt nema 17. júní. Það er pó staðreynd að úr peim hópi hafa komið margir mætir tónlistarmenn. Annar páttur í pessu jafnvægisspili voru barna- og unglingakórarnir frá Akranesi og Selfossi. Þar var á ferðinni sýnishorn úr einum fegursta pætti íslenskrar tónmenntar, enda var Sjónvarpið búið að yfirgefa salinn, pví menningarlegt uppelda barna er samkvæmt kokkabókum par ekki nein „sensasjón". Þriðji pátturinn sem nýtur meiri virðingar var söngmennt fullvaxna fólksins. Kór Söngskólans í Reykjavík og Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur voru fulltrúar tveggja pátta í kórmennt íslendinga, annars vegar menntunar og pjálfunar og hins vegar áhugamennsku og var eftirtektarvert hversu fallega pessir pættir féllu saman.Fjórði pátturinn, 50 ára afmæli Sambands íslenskra karlakóra, var með öðrum lit, eins konar pungamiðja í umfangi og fínheitum, en um leið slegin peim fölva er fylgir fallandi gengi. Fimmti pátturinn, pjóðdansasýning Þjóðdansafélagsins, var eins konar utanlegsfóstur og er auk pess sú athafnasemi, sem fólk almennt trúir ekki á. Þannig lauk svo pessum tónleikum með pví að unglingalúðrasveit Kópavogs blés hátíðina út. Eftir að hafa að mestu leyti setið á pessum tónleikum frá pví klukkan rúmlega eitt og par til er klukkan var langt gengin í ellefu, er Ijóst að petta form er stórgallaö. Má vera að pað skapi Listahátíðinni fríkvöld og íbúunum í menningarkjallaranum tækifæri til að dingla með. Listahátíð hefði getaö skipulagt pessa hóp? og fellt pá inn í hátíðina, aukið á hátíðabrigðin í heild, í stað pess að skáka peim á aðalskemmtidag vikunnar og ætlast til að áheyrendur meðtaki öll pessi ókjör í einum bita. I þáttur Lúdrasveitir æskufólks HORNABLÁSTUR er einn elzti Þáttur í samspilsmenningu ís- lendinga og rekur sögu sína aftur til Þjóðhátíðarinnar 1874, er islendingar heyrðu leikið á lúðra í fyrsta sinn. Nokkru seinna fara íslendingar aö herma eftir erlendum Þjóðum háttbundið sléttvalla göngulag, við undirleik hrynsterkrar lúðratónlistar. Þrátt fyrir Þaö, aö íslendingar lærðu aldrei að ganga í röðum eða í takt, varð lúörablástur einn af undir- stööuÞáttum ísl. tónmenntar og er í dag einn sá viðamesti. Það hefur Þó veriö Þessari starf- semi til Þyngsla, hversu tónlist- in hefur verið einlit og bundin við eina gerð hátíöarhalda. Meö breyttum aðferðum í hátíöa- haldi og auknum tónlistarum- svifum á öðrum sviðum, er nauösynlegt, til aö forðast einangrun, aö endurnýjun tón- listar tengist fleiri pátturn en útiskemmtunum og skrúð- göngum. Þær lúðrasveitir æskufólks sem létu til sin heyra voru allar af Suðurlandi nema ein frá Neskaupstað. Höfuöborgin átti tvo fulltrúa, Skólahljómsveit Árbæjar og Breiöholts, undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar og Unglinga- deild Lúðrasveitarinnar Svans, undir stjórn Sæbjörns Jóns- sonar. Úr Garðabæ var hljóm- sveit undir stjórn Björns R. Einarssonar, úr Mosfellssveit undir stjórn Birgis Sveinssonar og úr Kópavogi undir stjórn Björns Guðjónssonar. Skóla- lúðrasveit Neskaupstaðar er undir stjórn Haralds Guðmundssonar, sem í mörg ár var einn bezti blásari hér fyrir sunnan, bæði í dans- og lúöra- sveitum og einnig mikilvirkur sem banjó- og mandólínleikari. Það hefur ekki verið venja að ræða um flutning nemenda, en undirritaður telur Þó rétt aö fjalla lítillega um tónflutning ungmennanna í heild, en aöal- lega Þó hlut leiðbeinendanna, án Þess aö nefna nöfn, nema með einni undantekningu. Unglingasveit Kópavogs flutti tónverk eftir Leif Þórarinsson. Það sem einkum var áberandi viö flutning Þess var hvaö verkið virtist framandi og sýndi á mjög skarpan hátt Þau skil, sem eru milli Þeirrar tónlistar sem mest er notuö af lúðra- sveitum og öðrum tónmennta- hópum. Göngutónlist og skemmtitónlist er ágæt en Það hlýtur aö vera hægt aö brúa biíið sem óhjákvæmilega skap- ast milli slíkrar tónlistar og æðri tónlistar, ef annar Þáttur Þess er eingöngu iökaður. Þarna er uppeldislegi Þátturinn mikilvægur Þ.e. Þjálfun í með- ferð hljóðfæranna og mótun tilfinningalegrar afstööu til tón- listar, sem mjög auðvelt er að einangra. í heild má skipta lúðrasveitunum í tvo hópa, Þar sem lögð var áherzla á mjúka tónmyndun og dempaðan undirleik slaghljóðfæra og átaks spilamennsku, Þar sem styrkmörk hljóðfæranna vqru reynd til hins ýtrasta. Þar sem lögð var áhersla á veikan leik, kom fram margt mjög fallegt. Skörp skil í styrk eru hressandi en einlitur sterkur leikur veröur ákaflega preytandi til lengdar og fyrir hljóðfæraleikara útilok- að aö móta leik sinn, ef styrkkrafan fer yfir viss mörk. Að lokum má geta Þess að Unglingalúðrasveitirnar eru í Tónllst Ævintýri í Iðnó TONLEIKAR Manuelu Wiesler og Julían Dawson-Lyell erú stór- kostlegustu tónleikarnir á lista- hátíðinni í ár. Þaö, sem eftir er af henni, er þeirrar geröar aö ekki er hægt að bera þá saman við þessa tónleika. Á fyrri hluta tónleikanna fluttu þau verk eftir Frank Martin, Olivier Messiaen, Luciano Berio og André Jolivet. Flutningur þeirra var stórkostlegur í einu orði sagt. Þaö er ekki nóg með að meðferðar- hæfni hennar á hljóðfærinu sé stórkostleg, heldur er eins og verkið sé hennar smíð og túlkun og mótun hafi persónulega merk- ingu fyrir hana. Á seinni hluta tónleikanna var flutt tónlist eftir Pierre Boulez, Þorkel Sigurbjörns- son og Atla Heimi Sveinsson. Sónatína eftir Boulez er mikið verk og var mjög vel leikið en þó voru lokatónverkin alveg í sérflokki. Calais (1976) eftir Þorkel Sigur- björnsson hófst eins og eins konar undirbúningur undir að hefja leik á flautu, með blæstri. munnæfingum og liökunaræfingum fyrir fingurna. Smám saman varð verkið til, skemmtilegt og leikandi, sem var flutt af miklurn yndisþokka og kankvísi. Tónleikunum lauk með Xanties eftir Atla Heimi Sveinsson og nutu þau aöstoöar Þorsteins Gunnarssonar leikara. Verkið var flutt við kertaljós og var yfir flutningnum sannkallaöur ævin- týrablær. Tónninn og túlkun henn- ar er að ná þeim mörkum sem „virtúósar" stefna að og á næstu árum verður séð, hvað Manuelu Wiesler á eftir að verða úr miklum hæfileikum sínum. Julian Daw- son-Lyell er sérlega góður píanó- leikari og átti stóran þátt í stórkostlegu kvöldi. á Listahátíð eftir JÓN ÁSGEIRSSON heild orðnar svo góðar, að lúðrasveitir fullorðinna eru varla samkeppnisfærar við Þær og er pað ekki svo lítill árangur af u.Þ.b. tveggja áratuga starfi. II þáttur Akranes og Selfoss Á Akranesi og Seltossi er mikil gróska í tónlistarlífi, sem hlýtur að grundvallast á góðri og vel grundaðri kennslu í tónmennt. Kór Barnaskólans á Akranesi, undir stjórn Jóns Karls Einarssonar, söng sex lög, eitt eftir EyÞór Stefánsson, tvö eftir Bach, einn negrasálm og tvö ísl. Þjóðlög. Kór Gagn- fræöaskólans á Selfossi, undir stjórn Jóns Inga Sigurmunds- sonar, söng Þrjú ísl. Þjóðlög og Þjóðlög frá Rússlandi, Ameríku og Skotlandi. Undirleik annað- ist Björgvin Valdimarsson. Síð- ast sungu kórarnir saman tvö ísl. sálmalög og sitt hvert lagið eftir Bach og Emil Thoroddsen. Kórarnir hófu söhg sinn ofan í allan skarkala lúðrasveitanna og var auk Þess nokkuð ónæði af umgangi krakkanna, sem eru ef til vill ekki vön eða veriö kennt, að á tónleikum er hlustað en ekki verið með umstang ýmiss konar, eins og í hléi á Þrjú bíó. Söngur kóranna var mjög góður og samsöngur Þeirra ekki minni tíðindi en önnur samsöngs- atriöi á tónleikunum. Jón Karl Einarsson er nýtekinn við sín- um kór og eftir Því dæmt verður við Þessi skilyrði, er Jón mjög efnilegur Þjálfari, Það er Því von til Þess að Kór Barna- skólans á Akranesi, undir hans stjórn, geti orðið fyrirmyndar- kór. Jón Ingi Sigurmundsson er eldri og reyndari stjórnandi og hefur náð frábærum árangri. Kór Gagnfræðaskólans á Sel- fossi er einn af beztu unglinga- kórum landsins. Undirritaður vill leggja áherzlu á mikilvægi barnakóra yfirleitt í uppeldi og mótun í smekk. Mannfélagið má ekki vera einlitað af ein- hverri ákveöinni stefnu, ein- ræöi lúðrasveitartónlistar, söngtónlistar, danstónlistar eða klassískar tónlistar. Allt Þetta má samÞætta í eina lifandi og marglita heild mönn- um til gagns og gleði. III þáttur Trésmida og söngnema Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur og Kór Söngskól- ans í Reykjavík stóðu saman að mjög góðum samsöng. Kór Söngskólans undir stjórn Garð- ars Cortes söng eingöngu ísl. lög og er kórinn mjög góöur, ræöur yfir miklum styrk og blæmun, enda i raun og veru fyrsti íslenzki kórinn, sem hægt er að kalla gildan sem atvinnu- kór, ef miðað er við kunnáttu. Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur er yngsti áhuga- mannakórinn í höfuðborginni og hefur núverandi stjórnandi hans, Guðjón B. Jónsson, skap- aö honum sérstakan stíl og hefur söngfólkinu farið mikið fram undir leiðsögn hans. Efnisskrá samkórsins var al- Þjóðleg, aðeins eitt ísl. lag. Tvö síðustu lögin voru skemmtilega flutt, Það fyrra frá ísrael og seinna bandaríski baráttu- söngurinn John Brown, sem fluttur var með aðstoð Jósefs Magnússonar flautuleikara. Undirleik með Samkór Tré- smiðafélagsins og kórunum sameiginlega annaðist Agnes Löve píanóleikari. Sameiginlegi söngur kóranna var mjög góður og minnti á stórfenglegan söng blönduðu kóranna á afmælis- móti Landssambands bland- aðra kóra fyrir nokkrum vikum og var lýsandi dæmi um Þaö, að í söng eru allir félagar og vinna sameinaöir að einu göf- ugu markmiði, að syngja fal- lega sér og öðrum til gíeði. IV þáttur Karlakórar Samband íslenzkra karlakóra er 50 ára. Sú menning sem kenna má við karlakóra var ísl. tónlistarlífi mikil lyftistöng, en eins og svo margt í menningu, breytist vægi hlutanna eftir valkostum hverju sinni og styrk í frumsköpun. Áður fyrr voru karlakórar nær einu aðilarnir, sem íslenskir tónhöfundar gátu leitað til um flutning verka sinna og voru Þá stórveldi í mótun menningarinnar. Sam- hliða Þessu urðu beztu kórarnir eftirsóknarveröur félagsskap- ur. Sú stööhun, sem nú ein- kennir starfsemi peirra, er sumpart vegna Þess aö lögö hefur verið meiri áherzla á félagslegu hliöina en að fylgja Þeirri breytingu, sem hefur orðið á smekk fólks og aðstöðu til að afla nýrra verkefna. Frá Því að komast aldrei yfir allt efniö, sem á boðstólum var, er nú vöntun á verkefnum oröin tiltakanleg enda hafa tónhöf- undar um margar leiðir að velja. Karlakór er góöur félags- skapur en markmiðið hlýtur samt að vera bundið söng og Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með allri Þróun á Því sviði. Söngtækni hefur fleygt svo fram að blönduðu kórarnir hafa nú forystu um allan meiriháttar söng, en karlakórarnir sitja fastir í stirönuðu félagsformi sínu og gömlum viðfangsefnum. Þaö er í rauninni aöeins einn karlakór, sem býr svo aö endursköpun efnis er tiltæk og Það er Karlakór Reykjavíkur. Páll P. Pálsson hefur samið töluvert af skemmtilegri tónlist. Á efnis- skrá kórsins var lag eftir Pál, við kvæöi Jónasar Guölaugs- sonar, Þjóðskáldið, Þar sem reynt er að ná fram kárinum kvæöisins með alls konar sniðugum tóntiltektum. Karla- kór Selfoss flutti og eina Framhald á bls. 31 Jón Þórarinsson Síðustu tónleikar Norræna húss- ins á Listahátíð 1978 lauk með nokkurs konar yfirlitstónleikum á verkum Jóns Þórannssonar. Hann er tvímælalaust einn mikilvægasti brautryðjandi nútímatónlistar á íslandi og reyndar furöulegt hve stórt stökk er milli peirrar tónlistar, sem hann er vaxinn upp í og tónverka hans eftir dvölina í Amer- íku, hjá hinum fræga Hmdemith. Það má segja að Það séu ekki mörg ár síðan sum tónverk hans voru almennt viðurkennd en nokkur Þeirra hafa orðið mönnum svo töm, að slikar vinsældir eru hreint einsdæmi. Af Þeim verkum sem undirritaður hafði mesta ánægju af voru Sónata fyrir píanó, sem Gísli Magnússon lék mjog vel, lagaflokk- ur um ástina og dauðann, sem Rut Magnússon söng með undirleik Jónasar Ingimundarssonar, Klarin- ett sónata, sem Sigurður I. Snorra- son lék með undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur og tveir Þættir úr Kvartett, sem Strokkvartett Kaup- mannahafnar lék mjög vel. Fyrri Þáttur kvartettsins er sér- staklega athyglisverður og er rétt aö vekja athygli höfundar á Þvi, að hann skuldar áheyrendum áfram- haldiö. Af frumdrögunum má ætla fast- lega, að sem lengra verk væri Það Þokkaleg eign fyrir fátæka Þióð á Þessu sviði. Sönglög Jóns, að frátöldum Vögguljóðinu og Fuglin- um í fjörunni, eru fremur lítið Þekkt og voru nokkur frumflutt á Þessum tónleikum eða Þrír íslenzkir man- söngvar, sem Kristinn Hallsson söng. Ólöf K. Harðardóttir söng prjú skemmtileg lög viö kvæði eftir Stein Steinarr, en hún hljóp í skarðið fyrir Sigurð Björnsson og tónleikunum lauk með giæsilegum söng hennar. Tónleikarnir í heild voru mjög skemmtilegir og vel sóttir, eins og aðrir íslenzkir tónleikar á pessari Listahátíð. Vonandi verður Það föst venja að helga einu íslenzku tónskáldi eitt kvöld á hverri Listahátíð og vel viðeigandi að hefja fyrstu tónleik- ana á helsta brautryðjanda nútíma tónsköpunar á islandi. Kammersveit Reykjavíkur Kammersveit Reykjavíkur flutti Þrjú verk eftir Johann Sebastían Bach. Fyrsta verkiö á efnisskránni var Þriðji Brandenburgarkonsert- inn, siðan Konsert í d-moll fyrir fiölu, óbó og kammersveit og enduðu tónleikarnir svo á Branden- borgarkonsert nr. 5. i Þeim konsert eru einleikshlutverkin fyrir flautu, fiðlu og sembal. Báðir Branden- burgar-konsertarnir eru svo vel Þekktar tónsmíðar, að hlustendur gætu jafnvel sungið með og hafa verk bessi Þó nokkrum sinnum verið flutt á tónleikum hér. Það sem gefur Þessum tónleikum sérstakt gildi, er hversu vel tónleikarnir tókust og ef hljóðfæraleikarar okkar gætu sinnt flutningi slíkra verka Þyrfti ekki að flytja inn erlenda kammertónlistarmenn. Ein- leikarar í fimmta konsertinum voru Jón H. Sigurbjörnsson á flautu, Rut Ingólfsdóttir á fiðlu og Helga Ingólfsdóttir sem lék frábærlega vel hina erfiðu rödd sembalsins. Jón og Rut áttu og mjög góöan samleik og var flautan tónmýkri hjá Jóni en oft áður. Rut Ingólfsdóttir er irábær fiðluleikari. Hún kék einnig samleik með Kristjani Þ. Stephensen í d-moll konsertínum og var samleik- ur Þeirra mjög góður, Kristján er einn af beztu hljóðfæraleikurum Framhald á bls. 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.