Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 19
Geir Hallgrímsson á fundi á Sauðárkróki um 200-mflna sigurinn:
Yfir 80 erlendir togarar í land-
helgi þegar stjómin tók við —
fleiri en íslenzkir togarar nú
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og nokkrir
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjör
dæmi vestra til Alþingiskosninganna boðuðu til
framboðsfundar á Sauðárkróki s.l. laugardag. Sóttu
fundinn á annað hundrað manns. Aðalræðu fundarins
flutti forsætisráðherra og ásamt honum töluðu þeir
Pálmi Jónsson frá Akri, Eyjólfur Konráð Jónsson og Jón
Ásbergsson.
Hærri kaup-
máttur
I upphafi fundar var sr.
Gunnar Gíslason utnefndur
fundarstjóri og síðan tók Pálmi
Jónsson alþm. til máls en hann
skipar 1. sæti framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra. Sagði
hann að sú ríkisstjórn er sat á
undan núverandi ríkisstjórn,
vinstri stjórnin, hefði tekið við
blómlegu búi, en hefði komið
öllu á kaldan klaka, deilt út
gæðum og hrundið af stað
verðbólguhugsunarhætti. Eftir
góðærið 1973 hefði verið halli á
ríkisbúskapnum, atvinnuvegir
staðið höllum fæti og viðskipti
við útlönd einnig. Hundruð
milljóna hefðu vantað í rekstur
ýmissa ríkisstofnana t.d. pósts
og síma, og ýmsa framkvæmda-
sjóði. Þegar núverandi ríkis-
stjórn tók við hefðu verið sett
þessi markmið: 1) að færa út
landhelgina, 2) að koma á
eðlilegu ástandi í varnarmálum
skv. hugmyndum sjálfstæðis-
manna, 3) að vinna gegn verð-
bólgu, 4) að viðhalda fullri
atvinnu og atvinnuöryggi.
Pálmi Jónsson sagði að tekizt
hefði að sigla tveim fyrsttöldu
málaflokkunum í höfn, en erfið-
ara hefði verið að fást við
verðbólguna. Hún hefði komizt
upp í 53% á árinu 1974, en tekist
hefði að koma henni niður í 26%
árið 1977, en það hefði samt sem
áður verið minni árangur en
stefnt hefði verið að. Líklegt er,
sagði Pálmi, að hún verði
nálægt 40% í ár ef lög haldast
er sett voru um efnahagsráð-
stafanir, en ef önnur stefna
verður tekin upp eftir kosningar
er ekki að vita hversu mikil hún
getur orðið. Þá ræddi Pálmi um
áróður sem beinst hefði að
ríkisstjórninni fyrir kauprán, en
hið rétta væri að kaupmáttur
hefði ekki verið svo hár sem nú
um langt skeið og tekist hefði á
kjörtímabilinu að halda fullri
atvinnu og útrýma atvinnuleysi.
Blóð, sviti
og tár
Jón Asbergsson, sem skipar
þriðja sætiið á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi vestra, talaði næstur og
ræddi hann m.a úrslit sveitar-
stjórnarkosninganna. Taldi
hann að þeir fjölmiðlar sem
styddu ríkisstjórninahefðu átt
að hirða meira um að svara
gagnrýni á ríkisstjórnina, er
deilt var á hana m.a. fyrir
setningu laga um efnahagsráð-
stafanir og bráðabirgðalög, en
ræða eingöngu um borgar- og
bæjarmálefni. Þá sagði hann að
ráðast yrði gegn verðbólgu með
öllum mætti og menn yrðu að
gera sér grein fyrir því að það
gæti kostað blóð, svita og tár að
útrýma henni, verðbólgan væri
af hinu illa, sem bæri skilyrðis-
laust að vinna bug á.
Forganga
sjálfstæðismanna
Eyjólfur Konráð Jónsson al-
þingismaður skipar annað sæti
á lista Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandi vestra. Hann hóf
máls á landhelgismálinu og
minntist þess að ekki væru liðin
nema 5 ár frá því fyrst var rætt
í alvöru um að færa út landhelg-
ina í 200 mílur. Sagði hann að
sigur hefði fengist í þessu
mikilvæga máli fyrir forgöngu
sjálfstæðismanna, því þegar
þeir hefðu rætt um að færa'út
í fiskveiðilögsögu í 200 mílur
hefðu allir aðrir flokkar snúist
gegn því og talað um að ekki
lægi á því. En 200 mílur væri
nú staðreynd, sem allir þekktu
og hefði það einnig hjálpað í
þessari þróun að mikið var rætt
um þessi mál á alþjóðavett-
vangi. Um varnarmálin sagði
hægt væri að greiða ákveðið
verð fyrir hvert kíló af kjöti og
mjólk og ætti það að hafa minni
skriffinnsku í för með sér en ef
þetta væri gert árlega, það
kostaði vaxtaútreikning o.fl.
Samvinnustefnan er góð og gild,
sagði Eyjólfur, en það verður þá
að fara eftir henni í stað þess að
valsað er með fjármuni bænda
mánuðum saman, fyrst af SIS
og siðan kaupfélögunum og
byggðir upp hlutir sem eru ekki
til að styrkja hag bænda.
Meiri kaupmáttur en
nokkru sinni fyrr
Þessu næst talaði Geir Hall-
grímsson forsætisráðherra og
hóf hann máls á samgöngumál-
um, en það að hann hefði komið
seinna en hann ætlaði til
fundarins sýndi það að á Islandi
væri erfitt um samgöngur jafn-
vel um sumarmánuði og ekki
væri einhlítt að treysta á að
komast allra sinna ferða
hindrunarlaust. En ekkert okk-
ar vill samt búa annars staðar,
sagði forsætisráðherra, heldur
viljum við öll búa okkur þau
lífskjör hér að við megum vel
við una. Varpaði hann fram
þeirri spurningu hvort Island
væri láglaunasvæði og sagði að
þeir sem hefðu ferðast til
laun og öll kaupmáttaraukning
hvarf á örskömmum tíma. Nú-
verandi ríkisstjórn bjó við meiri
grunnkaupshækkun 1977 eða
27% og nákvæmari verðbóta-
vísitölu en efni voru til að
standa undir, áður en efnahags-
ráðstafanirnar voru gerðar, og
nú búum við við meiri kaupmátt
en nokkurn tíma áður, lífskjör
eru góð, ferðalög mjög almenn
og frelsi, enda sjálfsagt, þótt
sumir vilji líta það miður. Oft er
hnýtt í innflutning, en hingað er
ekki flutt annað en það sem fólk
vill kaupa og telur sig þurfa.
I upphafi setti ríkisstjórnin
sér þau markmið að halda fullri
atvinnu, minnka viðskiptahalla
og ráðast gegn verðbólgu. Við
höfum getað haldið fullri at-
vinnu nú þegar nágrannaþjóð-
irnar berjast við atvinnuleysi,
en það hefur kostað átak hér.
Miðað við þjóðarframleiðslö
hefur viðskiptahalli verið
11 — 12%, einnig 1975, en þó dró
úr þjóðarútgjöldum um 10%.
Það sem gerðist var að við-
skiptakjörin versnuðu um
20—30% en nú hefur þetta
snúist meira og meira til
jöfnuðar og er hallinn nú um 2%
miðað við þjóðarframleiðslu.
Meiri jöfnuði verður náð verði
lögin um efnahagsráðstafanir
úr ríkisútgjöldum sem næmi 4%
þjóðarframleiðslunnar en það
þýddi 16—20 milljarða í pening-
um. — Það er oft talað um að
það sé aðalsmerki stjórnmála-
manna að veita fjármagni til
hinna ýmsu málaflokka og
framkvæmda, en það þýðir lítið
ef slíkt dregur úr kaupmætti
hvers einasta heimilis í landinu,
sagði forsætisráðherra.
Þá minnti forsætisráðherra á
að ekkert hagkerfi þyldi
20—30% grunnkaupshækkun á
ári t.d. væri í Bretlandi há-
markskauphækkun 10% á ári og
samið hefði verið um 2—3%
hækkanir á ári í Noregi og
Svíþjóð og það yrði að hafa í
huga hversu verðmætar þær
krónur væru sem kauphækkun-
in næmi. Grundvöllur þess að
dregið yrði úr erlendum lántök-
um væri sparifjármyndun inn-
anlands og til að slík sparsemi
fengist yrði að launa sparifjár-
eigendum sparnað sinn og bið-
lund en þá fyrst, er verulegt
fjármagn væri fyrir hendi í
landinu, væri hægt að byggja
upp innanlands fyrir innlent fé.
Að síðustu ræddi Geir Hall-
grímsson landhelgismálið. Sagði
hann að þegar Eyjólfur Konráð
Jónsson hefði í sjónvarpsþætti
1973 haldið fram nauðsyn 200
mílna fiskveiðilögsögu hefði
hann ekki fengið undirtektir og
fulltrúar annarra flokka talað
um að ekkert lægi á henni, hún
kæmi fyrst eftir að 50 mílurnar
væru tryggðar. Benti forsætis-
ráðherra á, að ekki hefði verið
dregin svo lítil björg í bú úr því
svæði, sem væri milli 50 mílna
og 200 mílna og spurði hvernig
ástand fiskimiðanna væri nú
hefðu meira en 80 erlendir
togarar veitt í íslenskri fisk-
veiðilögsögu, eins og var innan
50 mílnanna þegar núvérandi
stjórn hóf störf sín í ágústlok
1974.
— Nú þegar möguleiki á
vinstri stjórn blasir við, sagöi
Geir Hallgrímsson skulum við
staldra við. Þegar fyrri vinstri
stjórnir hafa verið við völd
Geir Ilallgrímsson
Eyjólfur Konráð að þau hefðu
verið tryggð á kjörtímabilinu.
Þá ræddi hann um málefni
bænda, m.a. afurða- og rekstrar-
lánin og sagði að augu manna
hefðu opnast fyrir því að það
væru ekki eintómir hugsjóna-
menn, sem stjórnuðu málum
bænda og það hefði sýnt sig að
SÍS og kaupfélögin hefðu skilað
fjármunum seint og illa til
bænda. Hefðu Sjálfstæðisflokk-
ur, Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag sameinast um það í
allsherjarnefnd að nýr háttur
yrði tekinn upp varðandi af-
urðalán og niðurgreiðslur. Hálf
öld væri liðin síðan verkamenn
og sjómenn væru frjálsir að
þessu leyti, en bændur væru það
ekki, aðrir notuðu þeirra fjár-
muni í-stað þess að skila þeim
til þeirra strax. Væri vel hægt
að flýta fyrir því að bændum
væri greitt fyriivafurðir sínar,
Pálmi Jónsson
nágrannalanda vissu það að
kaup væri nokkru hærra t.d. á
Norðurlöndum en lægra í Bret-
landi. Þar sem við hefðum það
svo gott sem raun bæri vitni
væri ástæða til að hugleiða það
hvort æskilegt væri að ný
vinstri stjórn tæki við völdum,
hin þriðja á síðasta aldarfjórð-
ungi. Sú síðasta hefði skilið við
útgerð, iðnað, landbúnað og
stofnanir ríkisins í hallarekstri,
skuldasöfnun hefði farið vax-
andi erlendis og viðskipta-
jöfnuðurinn hefði verið í mikl-
um halla.
— Nú er talað um kaupráns-
flokka, sagði Geir, en við skulum
rifja upp annað varðandi við-
skilnað vinstri stjórnarinnar. Á
árinu 1974 var samið um 20%
grunnkaupshækkun. Ekki liðu
nema 2—3 mánuðir þar til
vinstri stjórnin bar upp tillög-
una um afnám verðlagsbóta á
Eyjólfur Konráð Jónsson
haldin og eru þau því nauðsyn-
leg, enda verða allir að leggja
nokkuð á sig. Erlendar skuldir
mega ekki verða hærri en nú
eru, þótt þær séu ekki ógnvekj-
,andi, og þætti það vart mikið
hjá þeim sem er að byrja búskap
og koma yfir sig þaki að verja
14—15% tekna sinna til vaxta-
og afborgana, eins og við íslend-
ingar erum að gera, við erum að
byggja upp fyrir framtíðina, búa
í haginn og tryggja okkar
lífskjör.
Um verðbólguna, sagði for-
sætisráðherra að baráttan við
hana hefði gengið miður, hún
hefði verið komin niður í um
26%, en farið mjög vaxandi eftir
kjarasamningana í fyrra. Eitt af
því sem hægt væri að beita til
að draga úr verðbólgu væri að
minnka útgjöld ríkisins, og
þyrfti átak til að gera það, en á
þessum árum hefði verið dregið
Jón Ásbergsson
hefur verið ákveðið að varnar-
liðið hyrfi á brott og hikandi
hafa verið yfirlýsingar varðandi
þátttöku okkar í varnarbanda-
lagi vestrænna þjóða. Hver þjóð
verður að huga að vörnum
sínum og öryggi og Island mun
án efa dragast inn í átök næstu
styrjaldar, komi til hennar, sem
ég vona þó að verði aldrei. Við
getum lagt okkar lið til að
andæfa útþenslustefnu aust-
rænna ríkja, því útþenslustefna
þýðir átök. Við hljótum að
leggja okkar skerf fram til þess
að koma í veg fyrir slík átök.
— Við höfum góða frambjóð-
endur í þessu kjördæmi, sagði
forsætisráðherra og teflum
fram sterkum lista og höfum og
sterka stefnuskrá. Vænti ég þess
að kjósendur veiti okkur stuðn-
ing sinn en með því skapast
grundvöllur fyrir bættum lífs-
Framhald á bls. 30.