Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 32
«k
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978
atvinna — atvinna — atvinna.— atvinna — atvinna — atvinna
Innskrift
Morgunblaöiö óskar aö ráöa setjara á
innskriftarborö strax. Góö vélritunar- og
íslenzkukunnátta er nauösynleg.
Um vaktavinnu er aö ræöa og framtíöar-
starf. Aldurstakmark 18 ár.
Upplýsingar veitir verkstjóri tæknideildar í
dag og á morgun milli kl. 1—6.
Framtíöarstarf
öskum eftir aö ráöa starfskraft frá 15. júní.
Upplýsingar veittar í dag, milli kl. 4 og 6.
City hótel
Ránargötu 4.
Starfsfólk
óskast
Viö óskum eftir aö ráöa eftirtaliö starfsfólk,
sem gæti hafiö störf eigi síöar en 1. ágúst
n.k.
a. Ritara meö góöa vélritunar- og ensku-
kunnáttu, einnig meöferö telex.
* Vinnutími er eftir hádegi. Meömæli æskileg.
b. Bókara meö staögóöa kunnáttu í
bókhaldi og almennu reikningshaldi. Hér er
um heilsdags starf aö ræöa. Meömæli
óskast.
c. Starf viö kaffiveitingar. Vinnutími er til
skiptis ákv. tími fyrir eöa eftir hádegi.
Nauösynlegt aö umsækjandi búi sem næst
Skeifunni.
Umsóknir sendist blaöinu fyrir 16. þ.m.
merkt: „00158 ES. — 8886“.
Fiskvinna
Okkur vantar nokkrar stúlkur í fiskvinnu nú,
þegar. Unniö eftir bónuskerfi. Mikil vinna.
Upplýsingar hjá verkstjórum í símum
98-1101, 2317, 98-1686.
ísfélag Vestmannaeyja h.f.
Vestmannaeyjum.
Atvinna —
Hafnarfjörður
Viljum ráöa járnsmiö eöa mann vanan
rafsuöu. Upplýsingar í síma 53755.
Skrifstofa norrænu ráöherranefndarinnar auglýsir
eftir
upplýsingafulltrúa
á sviði atvinnumarkaösmála.
Norræna vinnumarkaösnefndin (NAUT) er embættis-
mannanefnd á vegum skrifstofu norrænu ráðherra-
nefndarinnar, fjallar hún um markaðsmál atvinnuveg-
anna. Frá og með hausti 1978 hyggst NAUT í
tilraunaskyni hefja upplýsingamiðlun milli norrænna
vinnumarkaðsyfirvalda, og er tilraunatímabiliö tvö ár.
Eitt helsta verkefniö í þessari þjópustu, sem mun fyrst
og fremst byggjast á tengslum fulltrúans við tiltekna
samskiptafulltrúa í hverju landi, er að koma á fót
norrænni upplýsingamiðlun. Til þessa starfs verður
ráðinn upplýsingafulltrúi í 2 ár og ennfremur ritari í
hálft starf.
Verksviðið er aöallega fólgiö í söfnun, ritstjórn og
dreifingu upplýsinga um markaðsmál. Því er æskilegt
aö umsækjendur hafi reynslu við upplýsingaþjónustu
og skynbragð á vinnumarkaðsmálum.
Laun upplýsingafulltrúans verða eftir samningi.
Vinnustaöurinn verður í tengslum við skrifstofu
norræhu ráðherranefndarinnar. Búast má viö að
starfinu fylgi feröalög milli Norðurlandanna.
Umsóknir sendist fyrir 1. ágúst nk. til:
Nordisk arbeidsmarkedsutvalg
Nordisk Ministerráds sekretariat
Postboks 6753, St. Olavs plass
Oslo 1, Norge.
Nánari upplýsingar veitir Truls Frogner, fulltrúi, á
ofangreindu heimilisfangi, sími (02)11 10 52.
Járniðnaðarmenn
— vélstjórar
Óskum aö ráöa járniönaöarmenn og
vélstjóra viö viðhald og lagnir á háþrýsi-
vökvakerfum.
Vélaverkstæðiö Véltak h.f.,
Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði,
sími 50236 — heimasími 53505 — 31247.
Starfskraftur
óskast
til afgreiöslustarfa í Brauögeröarhúsi okkar
allan daginn. Hér er um aö ræöa ársstarf.
G. Ólafsson & Sandholt,
Laugavegi 36, sími 12868
Sveitarstjóri
Hólmavíkurhreppur óskar eftir aö ráöa
sveitarstjóra. Umsóknum sé skilaö til
hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps fyrir 25.
júní n.k.
Nánari upplýsingar veita Karl E. Loftsson
í síma 95-3128 og Auöur Guöjónsdóttir í
síma 95-3118.
Atvinnurekendur
í Reykjavfk
og nágrenni
28 ára fjölskyldumaður í föstu starfi í Reykjavík, óskar
eftir að taka að sér aukavinnu. Hefur verzlunarmennt-
un og reynslu í hvers konar skrifstofustörfum. T.d.
launabókhald fyrir smávaxin, en stórhuga iðnaðarfyr-
irtæki, gæti hentað báðum.
Með öll innlögð tilmæli farið sem trúnaðarmál. Merkt:
„Samviskusamur — 3459, Auglýsingadeild, Mbl.,
Reykjavík.
Tvö golfmót á
Hvaleyrarvelli
TVÖ golfmót fóru fram á golfvelli
Keilis í Hafnarfirði um síöustu helgi.
Á laugardag fór fram svokölluð
Wella-keppni. Er það 18 holu keppni
meö og án forgjafar fyrir kvenfólk.
Án forgjafar sigraöi Alda Sigur-
jónsdóttir GK, lék á 96 höggum. í
ööru sæti varö Sigrún Ragnarsdóttir
NK, lék á 98 höggum, og Inga
Magnúsdóttir GK varö í þriöja sæti.
Meö forgjöf sigraði Ágústa Dúa
Jónsdóttir GR lék á 83 höggum
nettó, Hanna Gabríelsdóttir GR varö
í ööru sæti.
Þá var einnig keppt í flokki
unglinga 16 ára og yngri. Leiknar
voru 36 holur með og án forgjafar.
Var þetta unglingakeppni Dunlop. í
flokki 14—16 ára sigraöi Siguröur
Sigurösson GS, lék á 170 höggum,
og í flokki 13 ára og yngri sigraði
Ásgeir Þórðarson NK á 170 höggum.
— Líbanskir
Framhald af bls. 1
tímabili takmarkaðrar sjálfstjórn-
ar sem Menachem Begin forsætis-
ráðherra hefur stungið upp á. Hin
spurningin er á þá leið hvernig
skuli veita Palestínumönnum á
vesturbakkanum og Gaza-svæðinu
aukið tjáningarfrelsi.
Arás hrundið.
Jafnframt hrundu ibúar land-
námsþorps á vesturbakkanum
árás fjögurra Palestínumanna í
nótt. Einn Palestínumannanna var
felldur en hinir virðast hafa
komizt undan til Jórdaníu.
Yfirmaður ísraelska herliðsins á
svæðinu, Moshe Levy hershöfð-
ingi, sagði að árásarmennirnir
hefðu greinilega ætlað að taka
gísla og krefjast þess að ísraels-
menn slepptu palestínskum
skæruliðum úr haldi.
Skæruliðarnir skildu eftir tvo
fána Fatah-samtakanna og þriðji
fáninn fannst á líki skæruliðans
sem féll. Hann var einnig með
fjórar handsprengjur á sér og í
blautum fötum sem benti til þess
að hann hefði skömmu áður farið
yfir ána Jórdan.
— Málaliðar
Framhald af bls. 1
verið staðfest.
Owen situr fund utanríkisráð-
herra Efnahagsbandalagsins í
Kaupmannahöfn þar sem rætt var
um ástandið í Zaire í dag vegna
ráðstefnu 11 þjóða er hefst í
Brussel á morgun um viðreisn
efnahagsmála landsins.
Utanríkisráðherra Egypta,
Boutros Ghali, lýsti I dag yfir
fullum stuðningi Egypta við Zaire
vegna erfiðleikanna í Shaba-hér-
aði er hann fór til Kinshasa til
viðræðna við stjórn Mobutu for-
seta. Hermenn frá Togo eru á leið
til Shaba þar sem fyrir eru 1.500
Marokkóhermenn og 45 hermenn
frá Gabon.
Egyptar eru fúsir að senda þung
stórskotavopn, önnur hergögn og
leiðbeinendur til Zaire.
— Konfúsíus
Framhald af bls. 46.
þá með augum nútíðarinnar.
Ting sagði að það hefði verið
fyrir tilstilli ekkju Maós, Chiang>
Ching, að kenningar Konfúsíusar
voru bannaðar í landinu. Hann
benti á að Maó hefði oft vitnað í
Konfúsíus og sagt fólki að fylgja
fyrirmælum hans um menntun
og þekkingu.
A árum hreinsananna varð
þess aldrei vart að Maó vitnaði í
Konfúsíus.
— Hæsta verð
Framhald af bls. 47.
stofnaður var af ríkri fjölskyldu í
New York, sem lengi hefur safnað
merkum bókareintökum.
Gutenbergbiblían er ein af
fágætustu bókum veraldar. Hún
var prentuð árið 1450 og var ein
fyrsta bókin sem faðir prentlistar-
innar, Johan Gutenberg, lét frá sér
fara.
Næsthæsta verð sem greitt
hefur verið fyrir bók var einnig
fyrir Gutenbergbilíu. Það var í
apríl s.l. þegar ríkissafnið Baden
Wurtemberg í Stuttgart keypti
hana af fornsölunni Christies í
New. York.
Astæðan fyrir því að þessi biblía
seldist á hærra verði, er að sögn
seljanda sú að hún var „fullkomið
eintak og í eldra bandi en önnur
eintök".
Biblíueintak þetta var keypt af
fornsölu Quaritch í London árið
1858 af írskum biskupi á uppboði
og fór hún fyrir 596 sterlingspund.
Fornbókasali í New York keypti
hana síðan af Quaritch-fyrirtæk-
inu á uppboði í London 1923 fyrir
Pforzheimerfjölskylduna og kaup-
verðið var þá 8.500 sterlingspund.
— Kammersveit
Framhald af bls. 29.
okkar og mótaði sínar línur vel og
af tilfinningu. Það er í sjálfu sér ekki
aðalatriðið að einhver sé öðrum
betri, heldur pað, að pessir tónleik-
ar eru staðfesting Þess, ásamt
tónleikum Þeirra Gísla Magnússon-
ar og Halldórs Haraldssonar, aö
íslenskir tónlistarmenn standa
mörgum erlendum tónlistarmönn-
um ekki að baki og vel mætti ætla
Þeim stærri hlut á Listahátíð en nú
hefur veriö gert, í stað Þess að eyöa
fé í erlend hversdagsfyrirbæri.
Jón Ásgeirsson
— Bridge
Framhald af bls. 34.
því nokkuð á óvart að í hálfleik
höfðu íslenzku strákarnir hvorki
meira né minna en 50 punkta
yfir, var staðan 60—10. I síðari
hálfleik náðu Norðmenn að
rétta örlítið sinn hlut en sigur
íslendinga var í höfn 17—3 og
var þetta fyrsti leikurinn sem
íslenzku liðin unnu.
Þá spiluðu Svíar gestaleik við
unga spilara. Svíarnir tóku
fljótlega forystu í leiknum og
juku hana jafnt og þétt og lauk
leiknum með stórsigri þeirra
20-0.
5. umferð
Aðeins var spilað í opna
flokknum í gærdag og spiluðu
Islendingar gegn Norðmönnum.
Annað og þriðja spil voru mjög
óhagstæð Islendingum og voru
gefnir út 20 punktar í þeim.
Staðan í hálfleik var 37—17
fyrir Norðmenn. í seinni hálf-
leik bættu Norðmenn 10 punkt-
um í sarp sinn og unnu leikinn
17-3.
Hinn leikurinn var milli Svía
og Finna. Var leikurinn ein-
stefna hjá Svíum og gerðu þeir
út um leikinn í fyrri hálfleik.
Var staðan 62—13 í hálfleik og
í seinni hálfleik juku þeir enn á
forskot sitt og urðu Finpar að
þola mínus 3 gegn 20.
I dag verða spilaðar tvær
umferðir og hefst fyrri umferðin
klukkan 13 en seinni umferðin
klukkan 20.
Eftirtaldar sveitir spila sam-
an:
Kl. 13.00
Opinn flokkur:
Finnland — ísland
Noregur — Danmörk
Svíþjóð situr hjá
Yngri flokkur:
Noregur — Svíþjóð
ísland situr hjá
KI. 20.00 7. umferð.
Opinn flokkur:
Danmörk — Finnland
ísland — Svíþjóð
Noregur situr hjá
Kvennaflokkur:
Finnland — ísland
Svíþjóð — Danmörk
Yngri flokkur:
Svíþjóð — ísland
Noregur — Gestasveit.