Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 FH-ingar ártt TVÖ MÖRK Inga Bjarnar Albertssonar í fyrri hálíleik tryggðu Valsmönnum tvö dýrmæt stig. sem halda þeim innan seilingar frá Skagamönnum í toppsætinu. En Valsmenn voru ekki nógu sannfærandi. Eftir að hafa ráðið mestu um gang leiksins í fyrri hálfleik. misstu þeir allt frumkvæði í síðari hálfleiknum og þá voru þeir heppnir að FIHngar gengu ekki á lagið af meiri grimmd. En leikurinn var skemmtilegur á að horfa langtímum saman og áttu bæði liðin þar hlut að máli, fallegar Ieikfléttur sáust og leikurinn var harður án þess þó að vera grófur. • Háloftaknattspyrna uppi við mark Þróttar í leik ÍBV og Þróttar. Tómas Pálsson skallar knöttinn að marki Þróttar. Fátt um fina drætti hjá ÍBV og Þrótti ÍBV OG Þróttur léku fyrri leik sinn í 1. deild á Laugardalsvellinum síðastliöinn laugardag. Lauk leiknum meö jafntefli 2-2. Staðan í leikhléi var einnig jöfn 1-1. Ekki voru veðurguðirnir knattspyrnumðnnunum hagstædir. Kalt var í veðri og mjög hvasst. Ekki er haagt aö segja að liðin hafi sýnt góða knattspymu, heldur var hún tilprifalítil. Var undarlegt hve leikmenn reyndu lítið að halda knettinum viö jörðina. Sí og æ voru reyndar langspyrnur fram völlinn og mikið um háar spyrnur sem tilviljun en réði hvar komu niður. Lið Þróttar lék undan mjög sterk- um suövestan vindi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það sköpuöu þeir sér ekki mörg umtaisverö marktækifæri og heldur var sóknarleikur þeirra ein- hæfur. Mikið var um langspyrnur fram völlinn, og varla skapaðist hætta nema ef knötturinn barst til Páls Ólafssonar, sem meö knatt- tækni sinni og hæfni skilaði boltanum alltaf vel frá sér. Hins vegar hættir þessum efnilega knattspyrnumanni til aö láta skapiö hlaupa meö sig í gönur og brjóta ódrengilega af sér. Reyndar átti þetta við um fleiri leikmenn á vellinum og er það leitt. í hita leiksins mega menn ekki gleyma því að spila af drengskap. Of oft sá maður leikmenn reyna að sparka í mótherja þó knötturinn væri nærri. Knattspyrnumenn ættu að hafa það hugfast að þetta bitnar ekki síður á íþróttinni heldur en þeim sjálfum. Og þó að dómarinn láti slík brot fara fram hjá sér, er það engum til hróss aö láta slíkt sjást til sín. En burt séð frá þessum brotum, sem sáust því miður alltof oft í leiknum hjá báðum liðum, þá sóttu Eyjamenn öllu meira í fyrri hálfleik þrátt fyrir vindinn. Á 20. mínútu leiksins átti Tómas Pálsson gott skot að marki en rétt framhjá, kom þetta eftir góðan samleik Eyjamanna. Þróttarar náðu pressu á mark ÍBV á 22. mín, enekki tókst þeim að skora þrátt fyrir aukaspyrnu rétt utan við vítateig og svo hornspyrnu sem var vel tekin. Hættuiegasta tækifæri Þróttara kom á 29. mín. fyrri hálfleiks er Páll Ölafsson náði knettinum lék upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið og Sverrir Brynjólfsson kom á fullri ferö, náði að skjóta en knötturinn hafnaði í þverslánni og hrökk út í vítateiginn. Áfram var pressað að marki IBV og litlu seinna skallaði Páll rétt yfir þverslá eftir fyrirgjöf. Á 34. mínútu áttu Þróttarar innkast við hliöarlínu á vallarhelmingi ÍBV og kastað var langt inn í vítateig og þar verður Friðfinnur fyrir því óhappi að knötturinn hrökk í hendina á honum og dæmd var vítaspyrna á Eyja- menn. Hrein og bein óheppni. Páll Ólafsson var ekki í vandræðum með að skora úr vítaspyrnunni. Það var svo á 40. mín sem Vestmannaeyingar náöu aö jafna leikinn. Dæmd var aukaspyrna á Þrótt fyrir utan vítateig. Karl Sveinsson spyrnti og sendi mjúka sendingu inn í vítateiginn þar sem Óskar Valtýsson var vel á verði, og náði aö kasta sér fram og skalla í markið. Þannig var staöan í leikhléi eitt mark gegn einu. í byrjun síðari hálfleiks sóttu Vest- mannaeyingar stíft og strax á 47. mínútu átti Sigurlás góöan skalla sem fór rétt yfir þverslána. Á 50. Þróttur:IBV Texti: Þórarinn Ragnarsson Mynd: Friöpjófur Helgason liðum gekk frekar illa að ná saman. Eyjamenn sóttu allstíft í lokin og reyndu allt hvaö þeir gátu að skora en það tókst ekki. Tómas Pálsson átti laglega hjólhestaspyrnu á markiö en rétt yfir þverslá og svo á lokamínútunni var hætta við mark Þróttar eftir að þvaga hafði myndast en þeim tókst að bjarga og hreinsa frá marki. Leikur þessi var frekar tilþrifalítill eins og áður er sagí. Enda aðstæður slæmar til að leika knattspyrnu. Þá var og of mikiö um gróf brot algerlega af óþörfu. Einn ágætur maður lét þau orð falla um leikinn að þetta minnti sig á smiðjukeppnina í gamla daga, bæði hvað knattspyrnu snerti og óþarfa hörku. í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 10. júní, 1. deild Þróttur—ÍBV 2-2 (1-1). Mörk Þróttar: 34. mín. Páll Ólafs- son úr vítaspyrnu. 56. mín. Halldór Arason. Mörk ÍBV: 40. mín. Óskar Valtýs- son. 50. mín. Örn Óskarsson úr vítaspyrnu. Gult spjald: Sigurlás Þorleifsson ÍBV. Áhorfendur: 270. Valsmenn voru mun sterkari í byrjun og FH-ingar náðu þá varla að senda knöttinn á samherja. Það voru því allar horfur á rótarbursti er Valsmenn náðu forystu eftir aðeins 13 mínútur. Jón Einarsson lék þá upp hægri kantinn og sendi knöttinn á kollinn á Inga Birni sem affíreiddi hann í netið. Þetta var snyrtilegt mark en FH-ingar hefðu vel getað reynt að trufla Inga í stað þess að fjlápa á hann eins og þeir gerðu. Sjö mínútum síðar kom fallegasta mark leiksins og það eina sem var dæmt af. Ingi Björn skallaði inn í eyðu þar sem Guðmundur Þorbjörnsson kom á fullri ferð og þrumaði knettinum í vinkilinn og inn. FH-ingar fóru nú að láta meira til sín taka og eftir hálftíma átti Leifur Helgason skot sem Sigurður varði, en afturkippurinn kom aðeins fimm mínútum síðar, þegar Logi Ólafs- son handlék knöttinn innan víta- teigs eftir hornspyrnu Alberts Guðmundssonar. Ingi Björn skor- aði úr vítinu. Næstu mínúturnar gerðu Valsmenn harða hríð að marki FH, Guðmundur skallaði af stuttu færi en Friðrik varði vel í horn og upp úr hornspyrnunni, skaut Guðmundur í þverslána. Siðasta orðið í fyrri hálfleik átti Albert Guðmundsson á 43. mínútu er þrumuskot hans af 30 metra færi straukst öfugu megin við markvinkilinn. Valsmenn náðu ekki að fylgja góðum leik sínum í fyrri hálfleik eftir í þeim seinni, þeir hafa e.t.v. saknað Harðar Hilmarssonar á miðjunni, en hann lék ekki með vegna meiðsla. Valsmenn voru þó fjörugri fyrstu mínúturnar, Frið- rik varði af stuttu færi frá Inga Birni og Albert átti tvö hörkuskot . rétt fram hjá marki FH-inga. En FH-ingar, drifnir áfram af stór- góðum leik þeirra Janusar, Ólafs Danívalssonar og Leifs Helgason- ar, fóru að sækja í sig veðrið og síðustu 20—25 mínúturnar héldu þeir uppi stórsókn að marki Vals. Á 74. mínútu lék Viðar Halldósson upp hægri vænginn og gaf vel fyrir markið þar sem Ólafur Danivals- son kom aðvífandi og skallaði glæsilega í netið. 10 mínútum áður hafði Sigurður Haraldsson varið glæsilega þrumuskot frá Andrési Kristjánssyni eftir aukaspyrnu. Síðustu mínúturnar biðu Vals- menn greinilejía þess eins, að dómarinn flautaði leikinn af og var þá ekki heil brú í leik þeirra. Það kom þó ekki að sök því að framlína FH var ekki nógu beitt til þess að refsa Valsmönnum. Valsliðið sýndi á sér tvær ólíkar ValuríH 2:1 Texti: Guðmundur Guðjónsson Mynd: FriöÞiófur Helgason ' Ingi Björn skorar fyrra mark Val mínútu leiksins fékk ÍBV innkast við endamörk. Rétt í sama muhd og kastað var inná flautaöi slakur dómari leiksins, Arnar Einarsson, og dæmdi vítaspyrnu á Þróttara. Voru allir mjög undrandi á þessum dómi sem kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þjálfari ÍBV Skinner gat ekki annað en brosað og hrist hötuðið, en Þorsteinn Friðþjófsson þjálfari Þróttar lét allt annað en fögur orð falla um dómarann. Undirritaður ræddi við dómarann eftir leikinn og þá sagði Arnar aö um bakhrindingu hefði verið að ræöa á einn leikmann ÍBV inn í vítateig. Hvað um það, þetta var strangur dómur. Örn Óskarsson skoraöi af öryggi úr vítinu. Ekki var nein uppgjöf í Þrótturum þrátt fyrir markiö og sóttu þeir töluvert á móti sterkum mótvindi. Á 50. mínútu leiksins átti Páll Ólafsson ágæta sendingu inn í vítateiginn, en þar var vörn ÍBV illa á verði og Halldór Arason var óvaldaður, það notfærði hann sér vel stökk hátt upp og skallaði af krafti í netið. Mjög laglega gert. Eftir þetta mark var töluvert þóf á vellinum og báðum ::::¦¦¦ '.....™ w i"€t Mr*; m íviynd þessi er úr leik ÍA og KA Gunnarsson sækja að Árna Svein laugardaginn. LO. :^:^:%S*^V:: fyrr í vor og sýnir hún þá Guðjón Harðarson (nr. 4) og Sigurbjörn ssyni. Skagamenn unnu þann leik eins og leikinn gegn Fram á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.