Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 25 ttu skilið stig hliðar í leiknum, í fyrri hálfleik lék liöiö oft og tíðum allvel bæði í vörn og sókn, en í síðari háfleik voru þeir ólíkir sjálfum sér, þeir hafa kannski haldið leikinn vera þegar unninn, en þegar upp var staðið voru þeir heppnir að bæði stigin voru enn þá þeirra megin. Bestur hjá Val var markvörðurinn Sigurður Haraldsson, en aðrir leikmenn voru afar misjafnir. I fyrri hálfleik var ekki að sjá nokkra breytingu á leik FH frá því fyrr í mótinu, liðið lék oft laglega úti á vellinum, en vörnin var syfjuð og framlínan bitlaus. I síðari hálfleik virtist allt annað lið vera inni á vellinum. Janus lék stöðu miðvarðar í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var hann færður fram og þá breyttist allur leikur FH til hins betra. Auk Janusar voru þeir mjög góðir Leifur Helgason, Ólafur Danívalsson og Viðar Halldórsson, sem þó hefur oft leikið betur. En F'H-ingar eiga ekki að þurfa að kvíða sumrinu, nái þeir slíkum leik gegn lakari liðum en Val og það er nóg af þeim í deildinni. Þeir áttu hiklaust skilið annað stigið í þessum leik. í stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild 11. júní Valur — FH 2:1 (2:1) Dómari: Óli Ólsen Áminningar: Gula spjaldið skoðuðu Valsmennirnir Sævar Jónsson, Ingi Björn Albertsson og Guðmundur Þorbjörnsson og FH-ingurinn Viðar Halldórsson. Áhorfendur: 1046 ísiandsmðtlð 1. delld • Gísli Grétarsson IBK á þarna í höggi við Einar Þórhallsson UBK í leik liðanna í Kópavogi á sunnudaginn. Blikarnir áttu ekki skot á mark! A SUNNUDAGSKVÖLDID geröist pað á Kópavogsvellinum, sem skrifari pessara lína hélt að ekki gætí gerst, nefnilega pað að lið gæti leikiö knattspyrnu í heilar 90 mínútur án pess að skapa sér eitt einasta marktækifæri. En pað ótrúlega gerðist í Kópavoginum oetta kvöld, Breiðablik lék heilan leik án Þess að mark andstæðinganna kæmist í hættu. Hins vegar skoruðu Keflvíkingar tvö mörk og unnu mjóg verðskuldaðan sigur 2:0. Breiðabliksliöið hefur komið mest á óvart í 1. deildinni í ár og pað fyrir lélega leiki og Þessi leikur sló öll fyrri met í peim efnum. Er augsýnilegt að eitthvað róttækt verður að gera innan Breiðabliks ef fall á að verða umflúið. í Vals í leiknum gegn FH. Er hann að mestu óáreittur við iðju sína. Keflvíkingarnir voru mun betri aöilinn í leiknum alveg frá byrjun. Þeir börðust miklu betur og spiluöu miklu betri knattspyrnu en Breiða- bliksmennirnir og ósjaldan komst mark Blikanna í stórhættu. Á 17. mínútu kom fyrsta verulega mark- tækifærið þegar Rúnar Georgsson komst einn inn fyrir vörn Blikanna en skaut beint á Svein markvörð. Á 24. mínútu bætti Rúnar fyrir mistökin meö góðu marki. Friörik Ragnarsson braust þá í gegn hægra megin af miklu haröfylgi og sendi vel inn í teiginn. Sveinn markvörður hljóp út úr markinu og ætlaöi aö handsama boltann en gætti þess ekki að Rúnar getur verið snöggur í ferðum. Og það var Rúnar sem fyrr náöi til boltans og hann sneiddi hann laglega meö höföinu í mannlaust markið. Eitt tækifæri fengu Keflvíkingarnir í f.h. þegar Rúnar komst upp að enda- mörkum og gaf fyrir á Skúla Rósantsson sem skaut góöu skoti á markið en Sveinn varði vel. Keflvíkingarnir höföu sömu yfir- buröina í seinni hálfleik og þeir héldu áfram aö leika prýöilega knattspyrnu. Á 20. mínútu seinni hálfleiks munaði UBK:ÍBK 0:2 Texti: Sigryggur Sígtryggsson Mynd: Friðpjófur Helgason litlu að Friðriki Ragnarssyni tækist að skora en Sveinn sá viö honum og varöi í horn. Mínúta leið og þá urðu Blikunum á mistök í vörninni, Ólafur Júlíusson náöi boltanum og brunaöi upp hægra megin. Hann gaf fyrir markiö til Friöriks. sem var í sæmilegu færi en í staö þess aö skjóta sjálfur renndi hann boltanum út á Steinar Jóhannsson, sem kom á fullri ferö og skoraöi meö föstu lágskoti af vítapunkti, óverjandi skot. Keflvíkingarnir léku nú sinn bezta leik í sumar. Geysigóð barátta var í liðinu og knattspyrnan, sem liöiö lék, var góð. Þorsteinn markvörður var mjög öruggur og bakveröirnir Óskar og Guöjón, sem án efa eru minnsta bakvarðarpar landsins, voru knáir. í miöju varnarinnar voru þeir Gísli Grétarsson og Siguröur Björgvinsson sterkir, en Sigurður tók þá stöðu (f.h. þegar Gísli Torfason varð að víkja af velli yegna meiösla. í miöju vallarins átti Ólafur Júlíusson mjög góöan leik og í framlínunni átti Friðrik Ragnars- son sinn bezta leik í langan tíma. Átti hann þátt í báöum mörkum liösins. Um Breiöabloksliöiö þarf ekki að hafa mörg orö, þar var áhuginn alveg í lágmarki og frammistaöan eftir því. Sá eini sem eitthvaö kvaö aö var Einar Þórhallsson í vörninni. Kópavogsvöllur 11. júní, Islands- mótið 1. deild, Breiðablik — ÍBK 02 (0:1). MÖRK ÍBK: Rúnar Georgsson á 24. mínútu og Steinar Jóhannssoná 66. mínútu. ÁMINNING: Engin. ÁHORFENDUR: 389. Knattspyrnan fauk út í veður og vind NÚ HAFA farið fram þrír leikir uppi á Skipaskaga. en ennþá hefur ekki viðrað svo að boðlegt sé til knattspyrnu. Á laugardaginn fengu Skagamenn Framara í heimsókn og unnu nauman sigur. en leikmenn beggja liða eyddu þó meiri orku í að glíma við rokið. Var engu líkara. en leifar einhvers fellibyls sunnan úr höfum hefðu tekið sér bólfestu einmitt yfir Akránesi þessa dagstund. Leikur þessi var mikilvægur fyrir þær sakir. að aðeins eitt stig skildi á milli þessara liða við topp deildarinnar og er því enn grátlegra að hann skyldi fara fram við svo hrikalegar aðstæður. Skagamenn sóttu með veður- hæðina í bakið í fyrri hálfleik og kom ekki oft fyrir að Framarar kæmust fram yfir miðju. En þrátt fyrir stórsókn, <áttu Skagamejin sárafá góð færi, því að Framarar voru sem frumskógur í vítateign- um. Ef skoðuð er minnisbókin, kemur í ljós að hún er ekki með lengri bókum sem skrifaðar hafa verið. Á 10. mínútu átti Kristinn Björnsson þrumuskot rétt yfir mark Framara og síðan gerðist ekkert fyrr en á 33. mínútu, er öllum nema dómaranum virtist augljóst að Sigurbergur sló knött- inn meö hendinni innan vítateigs. En ekkert var dæmt. Tveimur mínútum síðar gleymdu áhbrfend- ur þó þessari yfirsjón dómarans, því að þá geystist Karl Þórðarson inn í vítateig Framara og skaut þrumuskoti á markið. Guðmundur Baldursson varði m.iög vel, en hélt ekki knettinum, sem hrökk fyrir tærnar á Matthíasi sem fylgt hafði vel eftir og skoraði hann það sem reyndist vera sigurmark leiksins. I síðari hálfleik bjuggust margir við því að leikurinn myndi snúast við og eins marks forysta myndi ekki nægja meisturunum til sigurs er þeir þyrftu að sækja gegn vestan rokinu. En sú varð ekki raunin, reyndar sóttu Framarar heldur meira en lengst af IA:Fram 1:0 Texti og mynd: Guömundur Guöjónsson einkenndist leikurinn af því, að 20 leikmenn voru að brölta á vallar- miðjunni og voru of uppteknir af að senda knöttinn til mótherja til þess að mega vera að því að byggja upp sóknir. Langtímum saman var knötturinn einnig uppi í skýjun- um, engum til gagns. I stuttu máli var leikurinn ekki eins og þeir gerast bestir, enda buðu aðstæður ekki upp á slíkt. En Framarar . hefðu átt að jafna á 18. mínútu, er Kristinn Jörundsson komst í gott færi og lyfti knettinum skemmti- lega yfir Jón Þorbjörnsson í markinu, en á síðustu stundu kom Jóhannes Guðjónsson fljúgandi og skallaði knöttinn af marklínunni. Sýndist flestum þarna vera um ævintýralega björgun að ræða. Á 35. mínútu átti Kristinn aftur skot á mark Skagamanna, en Jón varði örugglega og á sömu mínútunni komst Kristinn Björnsson einn inn fyrir vörn Framara, en hikaði allt of lengi og tækifærið rann út Það er best að segja sem minnst um þennan leik, það þýðir ekkert að ætla að dæma liðin þegar leikið er í slíku leiðindaveðri og þó að völlurinn hafi lagast mikið er hann onnþá afar slæmur yfirferð- ar. Enginn leikmaður náði að sigrast <á aðstæðunum og var leikurinn því í nieil'a lagi leiðinleg- ur á að horfa. í stuttu máli: Akranesvöllur 1. deild 10. júní ÍA — Fram 1:0 (1:0) Dómari: Kjartan Ólafsson. Áminningar: Kristinn Bjömsson ÍA 1 rit gula spjaldið. Ahorfendur: 708

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.