Morgunblaðið - 13.06.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.06.1978, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 25 FH-ingar áfttu skilið stig ÍBV OG Þróttur léku fyrri leik sinn í 1. deild á Laugardalsvellinum síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum með jafntefli 2-2. Staðan í leíkhléi var einnig jöfn 1-1. Ekki voru veöurguðirnir knattspyrnumönnunum hagstæðir. Kalt var í veðri og mjög hvasst. Ekki er hægt að segja að liðin hafi sýnt góða knattspyrnu, heldur var hún tilprifalítil. Var undarlegt hve leikmenn reyndu lítiö aö halda knettinum við jörðina. Sí og æ voru reyndar langspyrnur fram völlinn og mikið um háar spyrnur sem tilviljun en réði hvar komu niður. Lið Þróttar lék undan mjög sterk- um suðvestan vindi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það sköpuðu þeir sér ekki mörg umtalsverð marktækifæri og heldur var sóknarleikur þeirra ein- hæfur. Mikið var um langspyrnur fram völlinn, og varla skapaðlst hætta nema ef knötturinn barst til Páls Ólafssonar, sem með knatt- tækni sinni og hæfni skilaði boltanum alltaf vel frá sér. Hins vegar hættir þessum efnilega knattspyrnumanni til að láta skapiö hlaupa meö sig í gönur og brjóta ódrengilega af sér. Reyndar átti þetta við um fleiri leikmenn á vellinum og er það leitt. í hita leiksins mega menn ekki gleyma því að spila af drengskap. Of oft sá maður leikmenn reyna að sparka í mótherja þó knötturinn væri nærri. Knattspyrnumenn ættu að hafa það hugfast að þetta bitnar ekki síður á íþróttinni heldur en þeim sjálfum. Og þó að dómarinn láti slík brot fara fram hjá sér, er þaö engum til hróss aö láta slíkt sjást til sín. En burt séð frá þessum brotum, sem sáust því miður alltof oft í leiknum hjá báðum liðum, þá sóttu Eyjamenn öllu meira í fyrri hálfleik þrátt fyrir vindinn. Á 20. mínútu leiksins átti Tómas Pálsson gott skot aö marki en rétt framhjá, kom þetta eftir góðan samleik Eyjamanna. Þróttarar náðu pressu á mark ÍBV á 22. mín, en ekki tókst þeim að skora þrátt fyrir aukaspyrnu rétt utan við vítateig og svo hornspyrnu sem var vel tekin. Hættulegasta tækifæri Þróttara kom á 29. mín. fyrri hálfleiks er Páll Ölafsson náði knettinum lék upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið og Sverrir Brynjólfsson kom á fullri ferð, náði að skjóta en knötturinn hafnaði í þverslánni og hrökk út í vítateiginn. Áfram var pressað að marki IBV og litlu seinna skallaði Páll rétt yfir þverslá eftir fyrrgjöf. Á 34. mínútu áttu Þróttarar innkast við hliðarlínu á vallarhelmingi ÍBV og kastað var langt inn í vítateig og þar verður Friðfinnur fyrir því óhappi að knötturinn hrökk í hendina á honum og dæmd var vítaspyrna á Eyja- menn. Hrein og bein óheppni. Páll Ólafsson var ekki í vandræðum með að skora úr vítaspyrnunni. Það var svo á 40. mín sem Vestmannaeyingar náöu aö jafna leikinn. Dæmd var aukaspyrna á Þrótt fyrir utan vítateig. Karl Sveinsson spyrnti og sendi mjúka sendingu inn í vítateiginn þar sem Óskar Valtýsson var vel á verði, og náði að kasta sér fram og skalla í markið. Þannig var staöan í leikhléi eitt mark gegn einu. í byrjun síðari hálfleiks sóttu Vest- mannaeyingar stíft og strax á 47. mínútu átti Sigurlás góöan skalla sem fór rétt yfir þverslána. Á 50. ÞrótturilBV Texti: Þórarinn Ragnarsson Mynd: Friðpjófur Helgason mínútu leiksins fékk ÍBV innkast við endamörk. Rétt í sama mund og kastað var inná flautaði slakur dómari leiksins, Arnar Einarsson, og dæmdi vítaspyrnu á Þróttara. Voru allir mjög undrandi á þessum dómi sem kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þjálfari ÍBV Skinner gat ekki annað en brosað og hrist höfuðið, en Þorsteinn Friðþjófsson þjálfari Þróttar lét allt annað en fögur orð falla um dómarann. Undirritaður ræddi við dómarann eftir leikinn og þá sagöi Arnar að um bakhrindingu heföi verið að ræða á einn leikmann ÍBV inn í vítateig. Hvað um það, þetta var strangur dómur. Örn Óskarsson skoraöi af öryggi úr vítinu. Ekki var nein uppgjöf í Þrótturum þrátt fyrir markið og sóttu þeir töluvert á móti sterkum mótvindi. Á 50. mínútu leiksins átti Páll Ólafsson ágæta sendingu inn í vítateiginn, en þar var vörn ÍBV illa á verði og Halldór Arason var óvaldaöur, það notfærði hann sér vel stökk hátt upp og skallaði af krafti í netið. Mjög laglega gert. Eftir þetta mark var töluvert þóf á vellinum og báðum TVÖ MÖRK InKa Bjarnar Albertssonar í fyrri hálfleik tryKSÖu Valsmiinnum tvö dýrmat sti>í. sem halda þeim innan seilingar frá Skagamönnum í toppsætinu. En Valsmenn voru ekki nógu sannfærandi. Eftir að hafa ráðið mestu um gang leiksins í fyrri hálfleik. misstu þeir allt frumkvæði í síðari hálfleiknum og þá voru þeir heppnir að Fll ingar gengu ekki á lagið af meiri grimmd. En leikurinn var skemmtilegur á að horfa langtímum saman og áttu bæði liðin þar hlut að máli. fallegar leikflóttur sáust og leikurinn var harður án þess þó að vera grófur. • lláloftaknattspyrna uppi við mark Þróttar í leik ÍBV og Þróttar. Tómas Pálsson skallar knöttinn að marki Þróttar. Fáttum fína drætti hjá ÍBV og Þrótti liðum gekk frekar illa að ná saman. Eyjamenn sóttu allstíft í lokin og reyndu allt hvað þeir gátu að skora en það tókst ekki. Tómas Pálsson átti laglega hjólhestaspyrnu á markið en rétt yfir þverslá og svo á lokamínútunni var hætta við mark Þróttar eftir að þvaga hafði myndast en þeim tókst aö bjarga og hreinsa frá marki. Leikur þessi var frekar tilþrifalítill eins og áður er sagí. Enda aðstæður slæmar til að leika knattspyrnu. Þá var og of mikið um gróf brot algerlega af óþörfu. Einn ágætur maður lét þau orö falla um leikinn að þetta minnti sig á smiðjukeppnina í gamla daga, bæði hvað knattspyrnu snerti og óþarfa hörku. í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 10. júní, 1. deild Þróttur—ÍBV 2-2 (1-1). Mörk Þróttar: 34. mín. Páll Ólafs- son úr vítaspyrnu. 56. mín. Halldór Arason. Mörk ÍBV: 40. mín. Óskar Valtýs- son. 50. mín. Örn Óskarsson úr vítaspyrnu. Gult spjald: Sigurlás Þorleifsson ÍBV. Áhorfendur: 270. Valsmenn voru mun sterkari í byrjun og FH-ingar náðu þá varla að senda knöttinn á samherja. Það voru því allar horfur á rótarbursti er Valsmenn náðu forystu eftir aðeins 13 mínútur. Jón Einarsson lék þá upp hægri kantinn og sendi knöttinn á kollinn á Inga Birni sem afgreiddi hann í netið. Þetta var snyrtilegt mark en FH-ingar hefðu vel getað reynt að trufla Inga í stað þess að glápa á hann eins og þeir gerðu. Sjö mínútum síðar kom fallegasta mark leiksins og það eina sem var dæmt af. Ingi Björn skallaði inn í eyðu þar sem Guðmundur Þorbjörnsson kom á fullri ferð og þrumaði knettinum í vinkilinn og inn. FH-ingar fóru nú að láta meira til sín taka og eftir hálftíma átti Leifur Helgason skot sem Sigurður varði, en afturkippurinn kom aðeins fimm mínútum síðar, þegar Logi Ólafs- son handlék knöttinn innan víta- teigs eftir hornspyrnu Alberts Guðmundssonar. Ingi Björn skor- aði úr vítinu. Næstu mínúturnar gerðu Valsmenn harða hríð að marki FH, Guðmundur skallaði af stuttu færi en Friðrik varði vel í horn og upp úr hornspyrnunni, skaut Guðmundur í þverslána. Síðasta orðið í fyrri hálfleik átti Albert Guðmundsson á 43. mínútu er þrumuskot hans af 30 metra færi straukst öfugu megin við markvinkilinn. Valsmenn náðu ekki að fylgja góðum leik sínum í fyrri hálfieik eftir í þeim seinni, þeir hafa e.t.v. saknað Harðar Hilmarssonar á miðjunni, en hann lék ekki með vegna meiðsla. Valsmenn voru þó fjörugri fyrstu mínúturnar, Frið- rik varði af stuttu færi frá Inga Birni og Albert átti tvö hörkuskot rétt fram hjá marki FH-inga. En FH-ingar, drifnir áfram af stór- góðum leik þeirra Janusar, Ólafs Danívalssonar og Leifs Helgason- ar, fóru að sækja í sig veðrið og síðustu 20—25 mínúturnar héldu þeir uppi stórsókn að marki Vals. Á 74. mínútu lék Viðar Halldósson upp hægri vænginn og gaf vel fyrir markið þar sem Ólafur Danivals- son kom aðvífandi og skallaði glæsilega í netið. 10 mínútum áður hafði Sigurður Haraldsson varið glæsilega þrumuskot frá Andrési Kristjánssyni eftir aukaspyrnu. Síðustu mínúturnar biðu Vals- menn greinilega þess eins, að dómarinn flautaði leikinn af og var þá ekki heil brú í leik þeirra. Það kom þó ekki að sök því að framlína FH var ekki nógu beitt til þess að refsa Valsmönnum. Valsliðið svndi á sér tvær ólíkar ValurrFH 2:1 Texti: Guömundur Guöjónsson Mynd: Friðpjófur Helgason hliðar í leiknum, í fyrri hálfleik lék liðið oft og tíðum allvel bæði í vörn og sókn, en í síðari háfleik voru þeir ólíkir sjálfum sér, þeir hafa kannski haldið leikinn vera þegar unninn, en þegar upp var staðið voru þeir heppnir að bæði stigin voru enn þá þeirra megin. Bestur hjá Val var markvörðurinn Sigurður Haraldsson, en aðrir leikmenn voru afar misjafnir. í fyrri hálfleik var ekki að sjá nokkra breytingu á leik FH frá því fyrr í mótinu, liðið lék oft laglega úti á vellinum, en vörnin var syfjuð og framlínan bitlaus. I síðari hálfleik virtist allt annað lið vera inni á vellinum. Janus lék stöðu miðvarðar í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var hann færður fram og þá breyttist allur leikur FH til hins betra. Auk Janusar voru þeir mjög góðir Leifur Helgason, Ólafur Danívalsson og Viðar Halldórsson, sem þó hefur oft leikið betur. En FH-ingar eiga ekki að þurfa að kvíða sumrinu, nái þeir slíkum leik gegn lakari liðum en Val og það er nóg af þeim í deildinni. Þeir áttu hiklaust skilið annað stigið í þessum leik. Í stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild 11. júní Valur — FH 2:1 (2:1) Dómari: Óli Ólsen Áminningar: Gula spjaldið skoöuðu Valsmennirnir Sævar Jónsson, Ingi Björn Albertsson og Guðmundur Þorbjörnsson og FH-ingurinn Viðar Halldórsson. Áhorfendur: 1046 Isl lan idsmoii iðl l.l lelld ) • Gísli Grétarsson ÍBK á þarna í höggi við Einar Þórhallsson UBK í leik liðanna í Kópavogi á sunnudaginn. Blikarnir áttu ekki skot á mark! Á SUNNUDAGSKVÖLDIO gerðist paö á Kópavogsvellinum, sem skrifari Þessara lína hélt aö ekki gæti gerst, nefnilega pað að lið gæti leikið knattspyrnu í heilar 90 mínútur án pess að skapa sér eitt einasta marktækifæri. En pað ótrúlega gerðist í Kópavoginum petta kvöld, Breiðablik lék heilan leik án pess að mark andstæðinganna kæmist í hættu. Hins vegar skoruðu Keflvíkingar tvö mörk og unnu mjög verðskuldaöan sigur 2:0. Breiðabliksliöiö hefur komið mest á óvart í 1. deildinni í ár og pað fyrir lélega leiki og pessi leikur sló öll fyrri met í peim efnum. Er augsýnilegt að eitthvað róttækt verður að gera innan Breiðabliks ef fall á að verða umflúið. Ingi Björn skorar fyrra mark Vals í lciknum gcgn FH. Er hann að mestu óáreittur við iðju sína. Keflvíkingarnir voru mun betri aðilinn í leiknum alveg frá byrjun. Þeir börðust miklu betur og spiluðu miklu betri knattspyrnu en Breiöa- bliksmennirnir og ósjaldan komst mark Blikanna í stórhættu. Á 17. mínútu kom fyrsta verulega mark- tækifærið þegar Rúnar Georgsson komst einn inn fyrir vörn Blikanna en skaut beint á Svein markvörð. Á 24. mínútu bætti Rúnar fyrir mistökin með góðu marki. Friðrik Ragnarsson braust þá í gegn hægra megin af miklu harðfylgi og sendi vel inn í teiginn. Sveinn markvörður hljóp út úr markinu og ætlaöi aö handsama boltann en gætti þess ekki aö Rúnar getur verið snöggur í ferðum. Og það var Rúnar sem fyrr náði til boltans og hann sneiddi hann laglega meö höfðinu í mannlaust markið. Eitt tækifæri fengu Keflvíkingarnir í f.h. þegar Rúnar komst upp að enda- mörkum og gaf fyrir á Skúla Rósantsson sem skaut góöu skoti á markið en Sveinn varði vel. Keflvíkingarnir höföu sömu yfir- burðina í seinni hálfleik og þeir héldu áfram aö leika prýðilega knattspyrnu. Á 20. mínútu seinni hálfleiks munaði UBK:ÍBK 0:2 Texti: Sigryggur Sigtryggsson Mynd: Friöpjófur Helgason litlu að Friðriki Ragnarssyni tækist að skora en Sveinn sá við honum og varði í horn. Mínúta leiö og þá urðu Blikunum á mistök í vörninni, Ólafur Júlíusson náöi boltanum og brunaöi upp hægra megin. Hann gaf fyrir markið til Friðriks, sem var í sæmilegu færi en í staö þess aö skjóta sjálfur renndi hann boltanum út á Steinar Jóhannsson, sem kom á fullri ferð og skoraöi með föstu lágskoti af vítapunkti, óverjandi skot. Keflvíkingarnir léku nú sinn bezta leik í sumar. Geysigóð barátta var í liöinu og knattspyrnan, sem liöið lék, var góð. Þorsteinn markvörður var mjög öruggur og bakverðirnir Óskar og Guðjón, sem án efa eru minnsta bakvaröarpar landsins, voru knáir. í miöju varnarinnar voru þeir Gísli Grétarsson og Siguröur Björgvinsson sterkir, en Sigurður tók þá stööu í f.h. þegar Gísli Torfason varð að víkja af velli vegna meiösla. í miöju vallarins átti Ólafur Júlíusson mjög góðan leik og í framlínunni átti Friðrik Ragnars- son sinn bezta leik í langan tíma. Átti hann þátt í báðum mörkum liðsins. Um Breiðabloksliðið þarf ekki aö hafa mörg orð, þar var áhuginn alveg í lágmarki og frammistaðan eftir því. Sá eini sem eitthvaö kvaö aö var Einar Þórhallsson í vörninni. Kópavogsvöllur 11. júní, islands- mótió 1. deild, Breiðablik — ÍBK 0:2 (0:1). MÖRK ÍBK: Rúnar Georgsson á 24. mínútu og Steinar Jóhannssoná 66. mínútu. ÁMINNING: Engin. ÁHORFENDUR: 389. Knattspvrnan fauk út í - •' -J- NÚ IIAFA fariö fram þrír lcikir uppi á Skipaskaga. cn cnnþá hcfur ckki viðraö svo að hoöicgt sc til knattspyrnu. A laugardaginn fcngu Skagamcnn Framara í hcimsókn og unnu nauman sigur. cn lcikmenn bcggja liða cyddu þú mciri orku í aö glíma við rokið. Var cngu líkara. cn lcifar cinhvcrs fcllibyls sunnan úr höfum hcfðu tckið scr bólfcstu cinmitt yfir Akráncsi þessa dagstund. Lcikur þcssi var mikilvægur fyrir þær sakir. að aðeins citt stig skildi á milli þcssara liða við topp deildarinnar og cr því cnn grátlcgra að hann skyldi fara fram við svo hrikalegar aðsta'ður. 'T&i ■ • ivlynd þessi cr úr lcik ÍA og KA fyrr í vor og sýnir hún þá Guðjón Harðarson (nr. 4) og Sigurbjörn Gunnarsson sækja að Arna Svcinssyni. Skagamcnn unnu þann lcik cins og lcikinn gcgn Fram á laugardaginn. LO. Skagamenn sóttu mcð veður- hæðina í bakið í fyrri hálfleik og kom ekki oft f.vrir að Framarar kæmust fram yfir miðju. En þrátt fyrir stórsókn, áttu Skagamejin sárafá góð færi, því að Framarar voru sem frumskógur í vítateign- um. Ef skoðuð er minnisbókin, kemur í ljós að hún er ekki með lengri bókum sem skrifaðar hafa verið. Á 10. mínútu átti Kristinn Björnsson þrumuskot rétt yfir mark Framara og síðan gerðist ekkert fyrr en á 33. niínútu, er öllum nema dómaranum virtist augljóst að Sigurbergur sló knött- inn með hendinni innan vítateigs. En ekkert var dæmt. Tveimur mínútum síðar gle.vmdu áhbrfend- ur þó þessari .vfirsjón dómarans, því að þá geystist Karl Þórðarson inn í vítateig Framara og skaut þrumuskoti á markið. Guðmundur Baldursson varði mjög vel, en hélt ekki knettinum, sem hrökk fyrir tærnar á Matthíasi sem fylgt hafði vel eftir og skoraði hann það sem re.yndist vera sigurmark leiksins. I síðari hálfleik bjuggust margir við því að leikurinn myndi snúast við og eins marks forysta myndi ekki nægja meisturunum til sigurs er þeir þyrftu að sækja gegn vestan rokinu. En sú varð ekki raunin, reyndar sóttu Framarar heldur meira en lengst af Texti og mynd: Guðmundur Guðjónsson einkenndist leikurinn af því, að 20 leikmenn voru að brölta á vallar- miðjunni og voru of uppteknir af að senda knöttinn til mótherja til þess að mega vera að því að byggja upp sóknir. Langtímum saman var knötturinn einnig uppi í skýjun- um, engum til gagns. I stuttu máli var leikurinn ekki eins og þeir gerast bestir, enda buðu aðstæður ekki upp á slíkt. En Framarar . hefðu átt að jafna á 18. mínútu, er Kristinn Jörundsson komst í gott færi og lyfti knettinum skemmti- lega yfir Jón Þorbjörnsson í markinu, en á síðustu stundu kom Jóhannes Guðjónsson fljúgandi og skallaði knöttinn af marklínunni. Sýndist flestum þarna vera um ævintýralega björgun að ræða. Á 35. mínútu átti Kristinn aftur skot og vind á mark Skagamanna, en Jón varði örugglega og á sömu mínútunni komst Kristinn Björnsson einn inn fyrir vörn Framara, en hikaði allt of lengi og tækifærið rann út Það er best að segja sem minnst um þennan leik, það þýðir ekkert að ætla að dæma liðin þegar leikið er í slíku leiðindaveðri og þó að völlurinn hafi lagast mikið er hann ennþá afar slæmur yfirferð- ar. Enginn leikmaður náði að sigrast á aðstæðunum og var leikurinn því í meira lagi leiðinleg- ur á að horfa. í stuttu máli: Akranesvöllur 1. deild 10. júní ÍA — Fram 1:0 (1:0) Dómari: Kjartan Ólalsson. Áminningar: Kristinn Björnsson ÍA 1 rit gula spjaldið. Áhortendur: 708

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.