Morgunblaðið - 16.06.1978, Side 10

Morgunblaðið - 16.06.1978, Side 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Ný frimerki 21. þ.m. Póst- og símamálastofnunin hefur fyrir nokkru sent út tilkynningu um næstu frí- merkjaútgáfu sína. Eru það tvö frímerki, sem koma út næsta miðvikudag af því tilefni, að á þessu ári eru liðin 50 ár, síðan reglubundhar innanlandsflug- ferðir hófust með farþega og póst frá Reykjavík til nokkurra stærstu staða á landinu. Hófust þessar ferðir 4. júní, og var þá farið til Akureyrar með við- komu á ísafirði og Siglufirði. Nokkrum dögum síðar hófust einnig ferðir tii Stykkishólms og Vestmannaeyja. Til þessara ferða voru teknar á leigu tvær sjóflugvélar frá Deutsche Luft- hansa, og stýrðu þeim þýzkir flugmenn. Fyrstu íslenzku flug- mennirnir tóku svo við á árun- um 1930 og 1931, en það ár varð hið síðasta í þessari annarri tilraun til að koma á flugsam- göngum á Islandi. Fyrsta til- raunin var gerð árið 1919, og þess var minnzt árið 1959 með útgáfu tveggja frímerkja, svo sem menn muna. Þegar flugferðir hófust árið 1928, var gerður samningur milli Flugfélags íslands og íslenzku póststjórnarinnar um póstflutninga. Skyldi hið nýja flugfélag taka allt að 50 kg af pósti fimm daga í viku. Fyrir sendingar, sem sendar voru loftleiðis, var tekið auk venju- legs burðargjalds viðbótargjald, 10 aurar, undir almennt bréf. Var þess vegna gefið út sérstakt flugfrímerki árið 1928, hið fyrsta á íslandi. Til þess var notað 10 aura frímerki úr seríu Kristjáns X., sem út hafði komið árið 1920. Var það yfirprentað með mynd af flugvél, svo sem sjá má með þessum línum. Árið í ga‘r voru í Rcykjavíkurhöfn tvær skútur með undin segl. iinnur frá Noregi og hin frá írlandi. en það er að verða nokkuð vinsæl íþrótt að sigla á skútum yfir Atlantshafið frá meginlandi Evrópu. Blaða- manni var boðið um horð í norsku skútuna „Bonny". en skipverjar eru tveir. Asbjörn Aaström eigandi hennar og Arnodd Söe líffræðinemi. báðir frá bamurn Steinkjer í Þránd- heimsfirði. Þeir lögðu upp frá Noregi 20. maí og sigldu til Shetlandseyja, til Færeyja og þaðan til VeSt- mannaeyja og stigu þar á land á föstudag. „Þvílíkt veður sem við fengum á leiðinni frá Fær- eyjum. Við villtumst af leið, en gátum leiðrétt stefnuna við suð-austurhorn landsins og sigldum síðan í þoku og slag- \ iðri þar til klettarnir í Vest- eftir var 50 aura verðgildi úr svonefndri Tveggja kónga út- gáfu frá 1907 yfirprentað á sama hátt og notað á flugpóst. Að þessu sinni gefur Póst- og símamálastofnunin út frímerki, sem sýna þróun síðustu fimmtíu ára í flugsögu íslendinga innanlands. A öðru frímerkj- anna, sem er að verðgildi 100 krónur, er mynd af þeirri flugvélategund, Fokker Friend- ship, sem nú er notuð á flugleið- um hér á landi. Á lægra verðgildinu, 60 krónum, er hins vegar mynd af þeirri gerð, sem notuð var fyrir hálfri öld, Junkers. Enn fremur er á því merki mynd af dr. Alexander Jóhannessyni prófessor, en hann var mikill áhugamaður um flugferðir og einn af stofnendum Fiugfélags Islands og fyrsti formaður þess og framkvæmd- arstjóri til ársins 1931. Voru einmitt fyrir tilstilli hans hafn- ar reglubundnir póst- og far- þegaflutningar á Islandi. Er því verðskuldað og vel við hæfi, að mynd Alexanders prófessors skuli birt á frímerki með þessum fyrstu farkostum í lofti innanlands. Annars var hann kennari í málfræði við Háskóla Islands um langt skeið, og þar kynntist ég honum fyrst. Áuk þess var hann frumkvöðull í byggingarmálum Háskóla ís- lands, enda þrívegis rektor skólans. Að dr. Alexander Jóhannessyni sópaði, hvar sem hann fór, og aldrei ríkti logn- molla í kringum hann. Hann lézt árið 1965, 77 ára að aldri. Þessi nýju frímerki eru prent- uð með svonefndri sólprentun- araðferð í Sviss eins og mörg önnur íslenzk frímerki síðustu 20 árin. Teikningu þeirra gerði Þröstur Magnússon. Þau eru sögð marglit, en ekki hef ég enn litið þau augum. Eg hef hins vegar svo oft áður lýst þeirri skoðun minni, að þessi prentun henti alls ekki þessari gerð frímerkja eða mótífi, ef mér leyfist að nota það orð, að ég á ekki von á neinu sérstöku í mannaeyjum birtust í 10 mílna fjarlægð." Þannig lýsti Aaström komunni að landinu en landsýn höfðu þeir enga. Ætlun þeirra félaga var sú að sigla í kringum landið en nú hefur þeim snúist hugur og ætla þeir sömu siglingaleið til baka til heimalandsins. Aaström sem stundar verzlunarrekstur hefur í fjölda ára eytt frístundum sínum í siglingar og hefur lengi haft í hyggju að reyna ferð til íslands á skútu. Undirbúningur- inn að ferðinni var mikill. Þeir höfðu m.a. samband við fólk sem hingað hefur siglt en það hafa um tíu manns gert undanfarin ár. Að sögn þeirra var undirbún- ingurinn nokkuð vandasamur, skútan grandskoðuð, kort gerð, ferðaáætlanir vandlega undir- búnar og staðhættir og kannaðir rækilega. Allir varahlutir eru til þessu sambandi. Þá held ég, að íslenzka Póst- og símamála- stofnunin ætti stöku sinnum að leita annað um gerð merkja sinna en til auglýsingateiknara. Hygg ég, að margir frímerkja- safnarar séu hér sama sinnis og ég. Frímerkjaupp- boð Hlekks sf. 13. maí sl. í þætti í apríl sl. var nokkuð greint frá uppboði því, sem hið nýja uppboðsfyrirtæki, Hlekknr sf., hafði auglýst á Hótel Loft- leiðum 13. maí. Uppboðið fór fram á boðuðum tíma og fór í alla staði vel úr hendi. Ekki var það samt eins fjölsótt og sum uppboð Félags frímerkjasafnara hafa verið. Er ekki ósennilegt, að laugardagur fyrir hvítasunnu hafi dregið eitthvað úr, því að búast má við, að margur safnar- inn hafi lagt leið sína úr borginni um þá helgi, sem og aðrir borgarbúar. Ekki hafði þetta samt áhrif á boðin, því að þau voru mörg mjög „lífleg“ og trúlega sum langt að komin. Ekki neita ég því, að ég hefði kosið ýmislegt á annan veg í framkvæmd þessa uppboðs og þá helzt það, að gert hefði verið hlé á, svo að menn hefðu getað teygt úr sér og fengið sér hressingu um leið. Þannig hefur þetta verið á uppboðum F.F. og mælzt vel fyrir. Hins vegar gekk uppboðshaldarinn, Hálfdan Helgason, svo rösklega til verks, að hann lauk við að bjóða upp rúm 300 númer á tveimur klukkustundum. Gafst þess vegna tæplega tóm til að gera hlé á. Ég hef samt ástæðu til að ætla, að hlé verði gert í miðju næsta uppboðs Hlekks sf. í október nk., og því munu áreið- anlega flestir gestir fagna. Annað er það, sem ég hefði viljað hafa öðruvísi en gert var á uppboðinu. Það er, að upp- boðshaldari hefði haldið uppi efni því, sem hann bauð hverju sinni. Vel má vera, að hér ráði einkum vanafesta hjá mér, því að þessi háttur hefur verið hafður á öllum uppboðum F.F. og eins á þeim fjölmörgu bóka- uppboðum, sem ég hef sótt um árabil. Hinu neita ég ekki, að slíkt tefur framkvæmd uppboðs- ins og dregur það á langinn. Er reiðu um borð í skútunni, ef eitthvað kynni að fara úrskeiðis en þeir hafa aflað sér þekkingar til viðgerða ef til kæmi. Björg- unar- og sjúkraútbúnaður er fulikominn, radar, djúpmælir og fl., og allar upplýsingar og staðarákvarðanir hafa þeir rækilega fært í bækur. I ferðinni vakti hvor um sig í sex tíma í einu, en þegar gengið er til hvílu á rúmsjó, gera þeir allar nauðsynlegar varúðarráð- stafanir eins og það að hafa björgunarvesti og línu í seiling- arfjarlægð frá rúminu. „Ef maður fellur útbyrðis á rúmsjó, er hann þar með næsta vonlaus um björgun ef veður er slæmt. Ég tek siglingarnar fram yfir það að eiga bíl, enda er það ólýsanleg tilfinning að vera einn á siglingu á sjó. Áhætta og erfiðleikar er .að segja má hluti af þeirri ánægju að sigla og ferðin hingað hefur verið óborg- ekki ólíklegt, að einmitt þetta atriði hafi ráðið einhverju um þá breytingu, sem þér var gerð á. En munar svo miklu um einn klukkutíma eða svo, að það borgi sig að víkja hér frá gamalli hefð okkar? Að þessu mæltu vil ég fara nokkrum orðum um sjálft upp- boðið, en það markar vissulega tímamót meðal íslenzkra frí- merkjasafnara, bæði til góðs og einnig til hins lakara, ef svo má að orði komast. Á ég þá einkum við það, að nú verðum við hér heima að keppa við stærri markað en áður. Má þá búast við auknu kapphlaupi um ákveðna hluti og þá ekki sízt, þegar erlendir safnarar bætast í hóp- inn og geta leyft sér að bjóða betur í sumt, þar eð þeir sleppa við 20% söluskattinn margum- talaða — og illræmda, sem innlendir safnarar verða ævin- lega að taka tillit til. Ég lét í ljós það hugboð mitt, er ég sagði frá þessu væntanlega fyrsta uppboði Hlekks sf., að áhugi erlendra safnara kynni að verða meiri en Hlekks-menn gerðu ráð fyrir. Þetta hugboð mitt reyndist rétt, því að mér er Frimerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON nú sagt, að rúmlega 80% af byrjunarboðum hafi komið fram skriflega og þá sennilega bróðurparturinn erlendis frá. Mátti þegar í upphafi merkja mikinn áhuga á margs konar efni, því að byrjunar- eða upphafsboðin, sem uppboðsgest- ir urðu að glíma við, reyndust mun hærri en í skránni stóð. Tilkynnti uppboðshaldari, að hvert boð hæfist á lægsta skriflega boði, sem borizt hefði. Hér var þá kominn fram greini- legur árangur af því, hversu snemma uppboðsskráin komst á markað — eða um tveimur mánuðum fyrir uppboðsdag. Á þann hátt barst hún svo tíman- lega í hendur safnara úti um land og eins erlendis, bæði austan hafs og vestan, að þeir gátu rannsakað hana gaumgæfi- lega og síðan sent boð sín. Hér getur uppboðsnefnd F. F. því dregið mikinn lærdóm af, þegar hún ákveður uppboð félagsins og býr uppboðsskrána út. Einmitt það atriði, að skráin komist til safnara með nokkrum fyrirvara, örvar þátttöku í uppboðunum — anleg“ sagði Aaström. Þeir eru hæstánægðir með ferðina, en eitt kom þó upp sem hefði getaö skyggt á, þar sem í Vestmanna- eyjum var gerð tilraun til að brjótast inn í Skútuna í höfn- inni. Annar þeirra var staddur í bátnum og vaknaði. og samkeppnina um leið. En um leið verða líka þeir, sem leggja efni inn til uppboðs, að gera það svo snemma, að útkoma skrár- innar tefjist ekki vegna seinlæt- is þeirra. Hér er auðsær þeirra eigin hagur um leið. Þar sem niðurstöðutölur upp- boðsins 13. maí sl. eru þegar fyrir hendi og voru það raunar nokkrum dögum eftir uppboðið, er ástæðulaust að greina mjög nákvæmlega frá þessum niður- stöðum hér. En sjálfsagt er að vekja athygli á nokkrum atrið- um, þar sem þau gefa vísbend- ingu um, hvert stefnir í þessum efnum. Ég gerði það mér til glöggvun- ar og öðrum e.t.v. til einhvers fróðleiks um leið að skrá, hvar byrjað var hverju sinni. Kom í ljós, að upphafsboð breyttist í 180 boðum af 316 alls. Var lágmarksboð fyrirtækisins sam- tals kr. 1.300.700, en eftir að skriflegu boðin höfðu borizt 1.670.800 — eða um 370 þúsund króna mismunur til hækkunar. Við þetta urðu uppboðsgestir svo að glíma á stundum, ef þeir vildu ekki missa af. En hver varð svo sú krónutala, sem fékkst fyrir þessi boð, er þau höfðu verið slegin kaupendum? Hún varð 1.836.900 krónur — eða 536.200 krónum hærri en fyrirtækið hafði áætlað í upp- hafi og 168.100 krónum hærri en byrjað var á af uppboðshaldara. Af þeim 316 númerum, sem upp voru boðin, gengu 20 aftur inn, en 296 voru slegin og gengu nokkurn veginn til helminga til viðstaddra og þeirra, sem buðu skriflega í. Virtust mér 149 boð fara úr salnum, en 147 verða eftir, ef svo má orða það. Ekki fullyrði ég, að þessar tölur séu hárnákvæmar, en a.m.k. svo nærri lagi, að þær sýna ljóslega, hvert stefnir um verðlagningu frímerkjaefnis al- mennt. Er ekki ósennilegt, að þessi góði árangur hafi örvað marga til að koma frímerkjaefni á næsta uppboð fyrirtækisins, sem verður 7. okt. nk. Hef ég hlerað, að þegar hafi borizt meira efni en að kemst þá. Uppboðsskrá mun koma út, áður en langt um líður, og verður vissulega fróðlegt að kynna sér efni hennar. Enn er eftir einn þáttur, en þar sem kosningahelgi er eftir viku, hef ég ákveðið að fresta útkomu hans þar til um næstu mánaðamót. Er ætlunin að ræða þá eitthvað um þing L. í. F. og segja frá Hafnex 78. Tóku þá þjófarnir til fótanna en höfðu þá unnið nokkrar skemmdir. Það er vonandi að veðurguðirnir verði þeim hlið- hollir á heimleiðinni, en um ferðina hafa Norðmennirnir tekið að sér að skrifa greinar í norsk blöð. Norðmennirnir á skútunni „Bonny". Asbjiirn Aaström og Arnodd Siie. „Þoka og slagviðri, en óborganleg ferð” - norsk skúta í höfninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.