Morgunblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 49 verkmenntun verður að fá að þróast við hlið bóklegra fræða, lista og andlegrar verðmæta- sköpunar. Verkmenntun er líka menning, skapar líka þjóðfélaginu varanlega arf- leið.“ kennslu við hlið bóklegra fræða. Þessar verknámsdeildir eru orðnar 6, og eru undirbún- ingur undir alls 28 iðngreinar. Hver deild fyrir sig er fjölþætt stofnun, fjölbreytilegri að störfum til, en áður þekktist, kannski í öllum iðnskólanum áður, og flestar bjóða fram möguleika til áframhaldandi skólanáms, — án námssamn- inga — við hlið hins hefð- bundna meistaranáms. Það hefir mikil vinna verið lögð í skipulagsmál þessara verk- námsdeilda og þær þróast og breytast eftir því sem hægt er að fylgjast með kröfum tím- ans, og fjármunir leyfa. Þrátt fyrir útibú í Ármúlaskóla skortir enn mikið á að húsnæði og annað sé í samræmi við þarfir og til þess að vera samstiga nágrönnum okkar. — Ég vil nefna samræmdan verknámsskóla fyrir bygginga- greinarnar, s.s. múrun, pípu- lagnir, málaraiðn, veggfóðrun, ýmsa þætti í húsasmíði og innréttingasmíði, auk verk- námsaðstöðu fyrir nokkrar fámennari greinar. — Við erum mjög langt frá því að hafa sambærilegar náms- og vinnubækur til að kenna eftir, eins og nágrannar okkar, við búum við véla- og tækjaskort á mörgum sviðum, höfum ekki einu sinni ramma-námsskrár í suraum greinum, sem þó er undirstaða þess að hægt sé að semja námsgögn. Okkur skortir mjög húsnæði og þenslumöguleika, því þótt sjálfur nemendahópur hvers árgangs aukist ekki hröðum skrefum eykst kenn- ara-tímafjöldinn jafnt og þétt og tækin sem nota skal þurfa líka húsrými. Ég hefi ekki spurt; hefir þjóðfélagið efni á að standa undir öllum þessum kostnaði, því iðn- og tæknifræðsla er miklu dýrari en kennsla í almennum bóklegum fræðum, en ég spyr hins vegar; Höfum við efni á að dragast afturúr? — Getum við í þessum efnum hætt „að dansa með“, er okkur fær sú leið að draga okkur út úr og stunda eingöngu hugræn störf? Er það forsvaranlegt horfa á iðn- og tæknifræðslu standa í stað meðan síaukin aðsókn er í menntaskóla- og langskólanám? Nei, einn kost- ur aðeins er fyrir hendi, lærum að lifa í nútímanum, tækni- og „Á þróunina í skólastarfinu hin síðari ár má leggja einn góðan mælikvarða. — Fyrir 5 árum' voru kennaratímar á skólaárinu um 64 þúsund en voru í vetur 113 þúsund að Vörðuskóla meðtöldum eða 76.6% aukning á 5 árum, 15V2% á ári.“ Félagslíf í skólanum var betra og fjölþættara en áður. í þessu sambandi sagði skóla- stjóri: „Nemendur tóku í sínar hendur á s.l. hausti rekstur mötuneytis síns og eftir því sem ég best veit hefir það gengið vel. Íþróttalíf var með þeim hætti að minnir á gömlu góðu dagana þegar nemendur unnu marga verðlaunagripi í íþróttakeppnum skólanna og standa þeir óbrotgjarnir og bera vitni. Nú í vetur unnu nemendur Iðnskólans hand- knattleikskeppni Reykjavíkur- skólanna. Vil ég færa nemend- um þeim, sem staðið hafa að þessum tveim þáttum, svo og annarskonar félagslífi í skól- anum, einlægar þakkir fyrir.“ Að lokum kvaddi skólastjóri brautskráða nemendur og ósk- aði þeim góðs gengis í störfum. Frá skólastarfinu. Reyklausir bekkir heiðraðir Eftirfarandi fréttatilkynn- ing hefur borizt Morgunblað- inu frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur: Um miðjan maí kom út áttunda blaðið af Takmarki sem krabbameinsfélögin gefa út með styrk frá Samstarfs- nefnd um reykingavarnir og dreift er til nemenda í 5., 6., 7. og 8. bekk grunnskóla um land allt. Takmark hefur frá upphafi verið helgað baráttunni gegn reykingum og birt margvíslegt efni þar að lútandi. í blaðinu er nú viðtal við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráð- herra sem sýnt hefur mikinn áhuga á reykingavarnastarf- inu í skólunum og veitt því stuðning. Einnig er viðtal við Jón Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins í körfuknattleik, af því tilefni að liðið tók þátt í Norðurlandamótinu í vor undir kjörorðinu Við reykjum ekki. Þá er skýrt frá því að áttatíu og sex bekkjardeildir í 6. bekk og ofar í grunnskólum landsins hafa á nýliðnu skólaári hlotið viðurkenningu frá Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur sem „reyklausir bekkir“ að fenginni staðfestri yfirlýsingu nemend- anna um að enginn í bekknum reyki. Er þetta fyrsta skóiaárið sem reyklausir bekkir fá slíka viðurkenningu en næsta vetur verður sami háttur hafður á. Ymislegt fleira efni er í blaðinu, m.a. er sagt frá því að nokkrir piltar í Hagaskóla tóku þátt í kröfugöngunni 1. maí í Reykjavík og báru þar spjöld með vígorðum gegn reykingum. Á þeim stöðum, þar sem maí-blaðið náði ekki til nem- endanna fyrir skólaslit, verður það afhent í skólunum í haust, en hægt er að fá blaðið hjá Krabbameinsfélagi Reykjavík- ur, Suðurgötu 24 og Samstarfs- nefnd um reykingavarnir, Lág- múla 9. Það skal tekið fram að kaupendur að Fréttabréfi um heilbrigðismál fá Takmark jafnan sent með Fréttabréfinu. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • -SlMAR: 17152*17355

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.