Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 Vísitölubætur borgarstarfsmanna: Er tal- anl04 ofhá? MORGUNBLAÐIÐ birti í fyrradag tölur yfir þá borgar- starfsmenn sem eru félagar í Starfsmannafélagi Reykjavík- ur og fá fullar vísitölubaetur hinn 1. júli' næstkomandi. Sagt var að talan væri 104 starfs- menn og hefur Sigurjón Pétursson, forseti borgar- stjórnar, talað um að hér sé um hlekkingar Morgunblaðsins að ræða. Hér er um fullyrðingu að ræða. sem ekki stenzt. þar sem likur benda til að talan 104 sé jafnvel of há. Hinn 1. apríl 1978 var fjöldi stöðugilda í 4. launaflokki borg- arstarfsmanna og lægri flokk- um 104. í þessari talningu var ekki tekið tillit til þeirra starfs- manna í þessum lægstu flokk- um, sem hækkað hafa upp í 5. launaflokk vegna þess að þeir hafa starfsaldur, sem er 15 ár eða meira. Allmikill fjöldi starfsmanna Reykjavíkurborgar hefur náð þessum starfsaldri og eru því komnir yfir það mark í launaflokkum starfsmanna borgarinnar, sem veitir fullar vísitölubætur. Einnig getur sú regla að menn hækki í launum og komist í hæsta starfsaldurs- þrep eftir að hafa náð 32ja ára aldri skekkt þetta dæmi og einnig valdið fækkun í röðum þeirra sem fá fullar vísitölubæt- ur. Það er því mjög varlegt að segja að 104 fái fullar vísitölu- bætur vegna tillagna borgar- stjórnarmeirihlutans. Nákvæm talning er ekki til, en þetta er sú tala sem hægt er og unnt er að standa á — a.m.k. sé þar ekki vantalinn fjöldi starfsmanna. Sú fullyrðing Morgunblaðsins að starfsmennirnir séu 104 ætti því ekki að vera vilhöll vinstri stjórninni í Reykjavík, þar sem öll rök hníga að því að þessi tala sé of há. Hún er hins vegar eina talan, sem unnt er að nefna því að fækkunin vegna áður- greindra ástæðna er ekki kunn. Veruleg aukníng umferðar- slysa það sem af er árinu UMFERÐARÓIIÖPP á íslandi urðu 2738 fyrstu fimm mánuði þessa árs og hafði þeim fjölgað um 401 ef miðað er við sömu mánuði í íyrra. Þetta kemur fram í skýrslum, sem Umferðarráð hefur tekið saman. Slysum með meiðslum hefur einnig fjölgað eða úr 135 í 176 eða um 41 og slasast hafa 85 fleiri en í fyrra eða 258 á móti 176. Hins vegar hafa dauðaslys verið mun færri en í fyrra, 5 biðu bana í umferðinni fyrstu 5 mánuði ársins en 12 sömu mánuði í fyrra. Maímánuður hefur hæstu slysa- tölu með meiðslum. Mest áberandi eru slys á tvíhjóla ökutækjum. 4 slösuðust á bifhjólum, 4 á léttum bifhjólum og 6 á reiðhjólum. Af þessum 8 sem slösuðust á bifhjól- um voru 3 án ökuréttinda. Alls slösuðust 33 farþegar í maí, en þess er að geta að 19 þeirra voru í almenningsvagni sem fór út af veginum innan við Akranes. 1 reiðmaður fór í veg fyrir bifreið og slasaðist. Af þeim 538 umferðaróhöppum sem urðu í maí voru 287 utan Reykjavíkur og af 54 slysum með meiðslum voru 37 utan Reykjavík- ur. Birgir Isl. Gunnarsson: Þar sem innræt- íngin Ef nefna ætti það, sem helzt einkennir sósíalista á velgengnis- tímum þeirra, þá er það hrokinn. Sagan sýnir að þegar vel hefur gengið hjá þeim, þegar þeir hafa haft byr í seglin, þá einkennist öll þeirra framkoma í orði og á borði af dæmalausum hroka. Úm leið og þeir sjá glitta í valdaað- stöðu upphefjast hverskyns yfir- lýsingar um, hvernig fara eigi með völdin og hvernig knésetja eigi andstæðinginn. Eitt af því, sem sósíalistar hafa á stundum tjáð sig mjög opinskátt um, er hvernig haga beri uppeldi barna, þannig að þeim sé þegar á unga aldri inrættur hinn „rétti" hugsunar- háttur. Dæmi um slík áhrif eru æði mörg frá fyrri vélgengnisár- um sósialista á Islandi. í ályktun 3ja þings S.U.J. 1930, sem þá var stjórnað af komm- únistum segir m.a.: „Innan skól- anna skal S.U.J. beitast fyrir því, að stofnaðir séu starfshópar ungra öreiga, sem mæti þar sem forlið og fulltrúar stéttar sinnar. í barnaskólum verður það að nota barnahreyfinguna sér til aðstoðar, í æðri skólum þá félaga, er það kann að eiga eða eignast þar“. Mörg fleiri ummæli í svipuðum dúr má rifja upp, þar sem áherzla er lögð á að kennarar í skólum ali börnin upp i sósíalist- iskum anda og reyna þannig að ala upp trygga fylgismenn. Því er þetta rifjað upp hér nú, að nú gengur yfir okkur eitt hrokaskeiðið. Úrslit sveitar- stjórnakosninganna hafa hleypt lausum ýmsum öflum innan Alþýðubandalagsins, sem nú draga óhikað fram gömlu kenn- ingarnar um það, hvernig sósíal- istar eigi að ná völdum og halda þeim. Ein slík ummæli skulu tilfærð hér. í Þjóðviljanum 9. júní birtist viðtal við formann æskulýðs- nefndar Alþýðubandalagsins, Arthúr Morthens. Hann ræðir m.a. um skólamál og blaðamað- urinn spyr:„Eru kennarasamtök- in pólitísk?" Svarið er svohljóð- andi: „Samkvæmt lögum eru þau ekki pólitísk en í eðli sínu hljóta þau að vera pólitísk, því að eins og ég nefndi áðan, þá er ekki hægt að ræða skólamál án fram pólitísks mats. Skólinn er með pólitískari fyrirbærum í þjóð- félaginu, því að þar fer innræt- ingin fram.“ Þá höfum við það. Gamla kenningin um innrætingu skóla- barna er nú óhikað dregin fram í dagsljósið, þó að nokkuð hafi verið hljótt um hana að undan- förnu. Sennilega hefur hún aldrei verið lögð á hilluna, heldur aðeins talið óheppilegt að flíka henni um of. Nú er byr í seglin og því óhætt að koma fram í dagsljósið. I þessu efni þurfa allir lands- menn að vera vel á verði. Það á ekki að líðast að tiltölulega fámennur hópur ofstækisfólks leggi undir sig skóla landsins í þeim tilgangi að innræta börnum og unglingum öfgastefnur í stjórnmálum. Nú þegar Alþýðu- bandalagið hefur tekið forystu í stjórn borgarinnar og sækir fast á stjórn landsins eru margir, sem spyrja: Er þetta það, sem koma skal? Viðurkenna verður, að við núverandi aðstæður er svarið óljóst, hitt er þó víst, að það er einungis með samstilltu átaki allra lýðræðissinna, að komið verði í veg fyrir að skólarnir verði gróðrarstía sósíalista. Það samstillta átak á ekki aðeins við- í kosningum, heldur einnig i daglegu starfi árið um kring. Foreldrar þurfa að fylgjast með skólastarfinu í samvinnu við hina mörgu lýðræðissinnuðu kennara og veita skólunum að- hald, og koma þannig í veg fyrir misnotkun skólanna. Forseti íslands heið- ursdoktor í Leeds HÁSKÓLINN í Leeds á Englandi hefur boðið forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn, að taka Þar við doktorsnafnbót í heiðursskyni og hefur forsetinn Þekkst Það boð. Doktorskjöri verður lýst við athöfn í háskólanum mánudaginn 19. júni og verða við sama tækifæri ýmsir aörir vísindamenn heiðraöir á sama hátt. Daginn eftir, þriöjudaginn 20. júní, hefur forseta verið boðið til York þar sem honum verður sýnt rannsóknar- svæðið þar sem verið er að grafa upp minjar frá þeim tíma þegar norrænir menn réðu fyrir Jórvík og héruðum þar umhverfis. Forsetahjónin fara utan á sunnu- dag 18. júní og koma heim 25. júní. XD SUS gefur út límmiða SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna hefur látið gera límmiða í tilefni af væntanlegum alþingis- kosningum. Ber annar þeirra áletrunina „Sjálfstæði gegn sósíal- isma“ og hinn “Ekki vinstri stjórn." Límmiðum þessum verður dreift út um land en í Reykjavík verða þeir afgreiddir á skrifstofu SUS í Valhöll við Bolholt. MA BJÓÐA ÞÉR ÞAÐ BESTA SEM TIL ER Helios íbúðir Nýjar og glæsilegar íbúðir. Þessar ibúðir eru staðsettar við Arenal ströndina, lengstu bað- ströndinni á Mallorca - nýjar og vandaðar íbúðir sem bjóða upp á öll þægindi s.s. setustof- ur, vinstúkur, sundlaug og stórt útivistarsvaeði, leikað- stöðu fyrir börn og fl. 2 þjónustuskrifstofur Sunnu, barnagæsla og leikskóli. Val um fjölda annarra gæða hótela s.s. Royal Magaluf, Royal Torrenova, Portonova, Guadelupe o.fl. Brottfarardagar: 11.-18. júní- 2„ 9.,-23.,-30. júlí. Hótel Londres Estoril í fyrsta sinn reglubundið leigu- flug beint til Portúgal. Við höfum valið glæsilegt hótel og íbúðir í eftirsóttustu bað- strandabæjumrm Estoril og Cascais í aðeins 30 km fjar- lægð frá Lissabon. íbúðirnar Vale Do Sol, Valbon og Hotel Londres. Fjölbreyttar skemmti- og skoð- unarferðir og íslenskir farar- stjórar á staðnum. Brottfarardagar: 29. júní - 20. júlí - 10, og 31. ágúst. - 21. sept - 13. okt. Playamar Lúxusíbúðir í sérflokki. Playamar íbúðirnar eru 21 stórhýsi með loftkældum lúx- usíbúðum, með stóru útivistar- svæði, görðum sundlaugum leiksvæðum, veitingastöðum, kjörbúðum o.fl., alveg við beztu baðströndina, skammt frá miðborg Torremolinos. Glæsilegar stofur með harð- viðarinnréttingum, fullkomn- um eldhúsum, böðum og einu eða tveimur svefnherbergjum. Leikskóli og bamaheimili fyrir Sunnugesti. Brottfarardagar: 16. - 22. júní - 7., 12., 28. júlí - 3., 4., 11., 18., 24., 25. ágúst-l.-8„ 13., KOKA, vinsælar íbúðir Sannkölluð sumarparadís. Aldrei kalt - aldrei ofsahiti. Vegna hagstæðra samninga á heilsársgrundvelli getum við nú boðið sumarferðir til Kan- aríeyja með dvöl á eftirsóttum íbúðarhótelum s.s. Koka, Cor- ona Roja, Corona Blanca og Sun Club. Brottfarardagar: 26. júní - 20. júlí - 10., 31. ágúst - 21. sept. ÓKEYPIS FYRIR BÖRNIN. GRBKKLAND Hotel Appolon Palace Þetta hótel hefur tæplega 300 herbergi, öll mjög vel og nýtískulega búin. Svalir eru á hverju herbergi, sem eru loft- kæld, og í öllum er baksviðs- tónlist, þar sem velja má milli þrenns konar tónlistar. Þá eru keilubrautir í húsa- kynnum hótelsins og fimleika- salur með gufubaðstofu. Veitingastofa hótelsins er opin allan sólarhringinn. Einnig hægt að dvelja á Hotel Oasis, Fenix o.fl. Brottfarardagar: 27. júní - 18. júlí - 1„ 8„ 15., 22., 29. ágúst- 5.-12., 19. sept. FERUSKRIfSTOMN SUNNA RANUSTRIII10 SiMI 29322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.