Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978
31
Verðum í einu af
efstu sætunum
t
- segir Tómas Pálsson, fyríiiiði IBV
FYRIRLIÐI ÍBV er
hinn snaggaralegi
framlínumaður Tómas
Pálsson. Morgunblaðið
fékk Tómas til að spá
um leiki helgarinnar og
spjalla um lið
eyjamanna.
— Við æfum mjög vel og æf-
ingasókn er góð, ég á von á því að
lið okkar verði í einu af þremur
efstu sætunum í 1. deild sagði
Tómas. Við höfum verið að sækja
í okkur veðrið að undanförnu og
liðið nær betur saman nú en er
mótið byrjaði. — Eitt vantar þó,
það eru fleiri ungir menn á
æfingar. Sem stendur er aðeins
einn ungur leikmaður, Ómar Jóns-
son, sem gæti fengið tækifæri á að
leika með liðinu, og er það of lítið.
Okkur hefur gengið frekar illa
er við leikum á efri knattspyrnu-
vellinum í Laugardaí, ekki veit ég
skýringu á því. Þá er mikill munur
á að leika heima eða að heiman.
Áhorfendur hér í Vestmannaeyj-
um veita okkur mikinn stuðning
og hafa oft og iðulega hjálpað
okkur að sigra í leikjum hér.
Knattspyrnan í heild virðist mér
vera heldur slakari í sumar en hún
var í fyrrasumar, veðurguðirnir
hafa vissulega leikið stórt hlut-
verk í því, þar sem varla hefur
viðrað til að leika almennilega
knattspyrnu það sem af er. Að
lokum sagðist Tómas spá ÍBV, Val .
og Akranesi þrem efstu sætunum
í 1. deild, hann sagði ÍBV stefna
markvisst að því að sigra bæði
liðin er leikið yrði í
Vestmannaeyjum.
LEIKIK HELGARINNAR.
Laugardagur 17. júní
1. deild:
Laugardalsvöllur: Fram — Víkingur kl. 17.00.
Dómari: Arnar Einarsson.
Sunnudagur 18. júní
1. deild:
Akranesvöllur: ÍA — ÍBK, kl. 15.00. Dómari:
Valur Benediktsson.
Akureyrarvöllur: KA — ÍBV kl. 16.00.
Dómari: Óli Olsen.
Laugardalsvöllur: Þróttur — FH kl. 20.00.
Ðómari: Arnþór óskarsson.
2. deild.
Sandgerðisvöllur: Reynir — ÍBÍ kl. 14.00.
Laugardalsvöllur: Fylkir — Þróttur kl. 16.00.
3. deild:
Grindavíkurvöllur: Grindavík — Víðir kl.
14.00.
Hekluvöllur: Hekla - USVS kl. 16.00.
Háskólavöllur: Léttir — Stjarnan kl. 16.00.
Vallargerðisvöllur: ÍK — Njarðvík kl. 16.00.
Suðureyrarvöllur: Stefnir — Bolungarvík kl.
16.00.
Háskólavöllur: óðinn — Afturelding kl. 14.00.
Fellavöllur: Leiknir — Snæfell kl. 16.00.
ólafsvíkurvöllur: Víkingur — Skallagrímur
kl. 16.00.
Sleitustaðavöllur: Höfðstrendingar — Tinda-
stóll kl. 16.00.
Dalvíkurvöllur: Svarfdælir — KS kl. 16.00.
Laugalandsvöllur: Árroðinn — Magni kl.
14.00.
Álftabáruvöllur HSÞ — Reynir kl. 16.00.
Fáskrúðsfjarðarvöllur: Leiknir — Höttur kl.
16.00.
Mánudagur 19. júní
1. deild
Kópavogsvöllur: UBK — Valur kl. 20.00.
Dómari Eysteinn Guðmundsson.
3. deild
Selfossvöllur Selfoss — Þór kl. 20.00.
Vopnafjarðarvöllur: Einherji — Huginn kl.
20.00
Spá Tómasar
1. DEILD:
Fram — Víkingur 2:2
ÍA — ÍBK 2:0
KA — ÍBV 1:2
Þróttur — FH 1:1
UBK — Valur 1:3
2. DEILD:
Reynir — ÍBÍ 1:1
Fylkir — Þróttur 2:0
Heimsmet
í hástökki
HINN ungi sovéski hástökkvari VÍadimir
Yaschenko setti nýtt heimsmet í hástökki á móti,
sem fram fór í Tiblisi í Sovétríkunum í gærkvöldi.
Yaschenko stökk 2,34 metra og bætti eigið met
um einn sentimetra. Það met setti hann á móti
í Richmond í Virginiu í fyrra.
Þetta er ekki það hæsta sem þessi frábæri hástökkvari hefur stokkið.
Á Evrópumeistaramótinu innanhúss, sem haldið var í Mílanó í mars
í vetur, stökk hann 2,35 metra en árangur sem næst innan húss er ekki
viðurkenndur til jafns við árangur, sem næst á mótum utanhúss.
Völsungur vann
VÖLSUNGAR sigruöu Hauka mjög
óvænt ó Húsavík í 2. deild í
gærkvöldi 2:1.
Ingóllur Ingólfsson skoraði fyrra
mark liösins úr vítaspyrnu i 15.
mínútu seinni hálfleiks. Sigurður
Aðalsteinsson jafnaöi fyrir Hauka 15
mínútum síðar en sigurmark Vols-
„Urvalsdeild"
Á GRASVELLINUM í Kópavogi,
fer fram í dag einn leikur í
Úrvalsdeildinni í knattspyrnu,
eigast þar við lið UBK og KR og
hefst leikurinn kl. 16.00.
ungs skoraði Hafpór Helgason með
skalla 5 mínútum fyrir leikslok.
KR vann á
Eskifirði
KR-INGAR sigruðu Austra 1—0 í 2.
deild í knattspyrnu í gærkveldi á |
Eskífiröi. Markið var skorað í fyrri
hálfleik. Sá sem skoraði petta
mikilvæga mark var Sigurður
Indriðason með skalla.
Þjóðhátíðarmótið í dag A
ÞJÓOHÁTÍÐARMÓT Reykjavíkur í
frjálsum íþróttum hófst í gær á
Laugardalsvellinum og verður mótinu
fram haldið í dag 17. júní. Keppnin
hefst kl. 14.00 í dag og verður keppt
í eftirtöldum greinum:
100 m hl„ 400 m hl„ 4x100 m
boöhlaupi, kúluvarpi og langstökki
kvenna. I karlaflokki veröur keppt í
100 m hl„ 400 m hl. og 1500 m hl„
4x100 m boðhlaupi, stangarstökki,
langstökki, kúluvarpi og kringlukasti
karla. Þá verður keppt í 100 m hi.
meyja og sveina. Flest besta frjáls-
íþróttafólk landsins veröur meöal
þátttakenda og má búast viö góðum
árangri.
Þór vann
JT
Armann
ÞÓR sigraði Ármann 2:1 í 2. deild í
knattspyrnu á Akureyrarvelli í
gærkveldi. Staðan í leikhléi var 1—0
fyrir Ármann. Skoraði Þráinn
Asmundsson markið. í síðari hálf-
leik skoraði SigÞór Ómarsson tvö
mörk fyrir Þór.
íslandsmótið.
Tvær umferðir í íslandsmótinu fóru
fram í vikunni. Fátt gerðist þar stórra
viöburöa, ef undanskilið er mark
Jóns Þorbjörnssonar markvarðar ÍA
í leik ÍA og Víkings s.l. miðvikudag.
Mér er tll efs aö slíkt hafi áöur gerst
í 1. deildar kappleik. Staöa viö
toppinn og botninn er óbreytt en
hagur nýliöa K.A. vænkaðist viö sigur
í Keflavík og staöan því oröin allgóö
og allir heimaleikir eftir. Áhorfendum
fækkar stööugt og meöaltal fór niöur
fyrir fimm hundruö í 6. umferö. Alls
hafa nú veriö leiknir 28 leikir í 1. deild
og tala áhorfenda 19010. Skoruö
hafa verið 90 mörk eða 3.21 aö
meöaltali. Sjöunda umferö verður
leikin um helgina og á mánudaginn.
Mesta eftirvæntingu vekur leikur K.A.
og Vestmannaeyinga þ.e. fyrsti leikur
ársins á Akureyri í ár, sennilega í
Mallorkaveðri.
Keppni í 2 deild reynist jafnari en
spáð var í fyrstu og eftir fimm
umferðir er staöan opin í báöa enda.
Athygli vekur góö frammistaða nýliö-
anna Fylkis og Austra, einnig slök
frammistaða Reynis og Þróttar (Nes.)
Bíöa veröur með aö ræöa nánar um
horfur f 2. deild og sjá hverju fram
vindur næstu tvær umferöir. Keppni
í 3. deild er komin á fullt skriö, einnig
keppni í 1. deild kvenna og landsmót
yngri flokka er f fullum gangi. Eftlr
þróttmikiö starf s.l. ár í kvennaknatt-
spyrnu varö snöggur afturkippur og
aöelns fjögur félög sendu liö tii
þátttöku aö þessu sinni, tveimur
færri en í fyrra. Þetta er því miður
slæmt því kvennaknattspyrna nýtur
vaxandi fylgis víöa um heim og þykir
hin bezta íþrótt fyrir konur. Ég tel aö
athuga þurfi strax hvort ekki sé hægt
aö fjölga umferðum í ár uppí þrjár
leika t.d. þriöju umferö á hiutlausum
velli og bjarga þar meö vertíö kvenna
í ár og efla síöan starfiö fyrir næsta
ár. Reynt verður eftir því sem viö
verður komiö aö fylgjast meö þessu
öllu saman sem að framan greinir og
rabba nokkuð um það sem hæst ber
hverju sinni.
Þaö er margt sem dreifir huga
almennings á næstu dögum Heims-
Á að breyta skipu-
lagi í landsmótum?
meistarakeppnin í knattspyrnu hefur
aldrei veriö eins spennandi, Alþingis-
kosningar á næsta leiti og má því
búast viö að knattspyrnan líði
nokkuð fyrir allt þetta umstang á
meðan hæst stendur.
Skipulag og stjórnun knattspyrnu-
móta. Skipulag leikja f landsmótum
er í höndum Mótanefndar K.S.Í.
Mótanefnd er skipuö af stjórn K.S.Í.
og aörir hafa þar ekki hönd í bagga.
Mótanefnd ásamt landsliösnefnd eru
þær nefndir innan knattspyrnuhreyf-
ingarinnar sem oftast eru nefndar
þegar knattspyrnu ber á góma, og
því undir smásjánni og oft gagnrýnd-
ar hart ef þurfa þykir. Hinu má heldur
ekki gleyma aö meta og þakka þaö
starf sem vel er unniö. Starf
Mótanefndar er mjög yfirgripsmlkiö,
erfitt og tímafrekt og aö mestu unnlð
í sjálfboðavinnu. Ég hefi áöur rætt
skipulag landsmóta f yngri flokkum
og tel aö þar sé um ofskipulag aö
ræöa á kostnaö knattspyrnukennslu
og þjálfunar og mun ekki ræöa þaö
frekar nú. Aöalmál hverju sinni er
skipulag íslandsmótsins og Bikar-
keppni. Eftir margra ára starf aö
knattspyrnumálum tei ég mig þekkja
nokkuö vel til þessara mála og álít aö
ýmissa breytinga sé þörf. Um róttæk-
ar breytingar mun ég ekkl ræöa núna
t.d. breytt skipulag á deildum o.fl. en
mun rasða þaö síöar. Á síöustu árum
hefur stjórnun 1. deiidar- og Bikar-
keppni næstum veriö á eins manns
hendi, þ.e. formanns Mótanefndar
hveju sinni, sem skipaöur er af stjórn
K.S.Í. eins og aö framan greinir.
Margir bentu á s.l. ár að tfmabil
íslandsmótsins væri alltof stutt, og
voru þá hagsmunir K.S.Í. varöandi
landsliö settir á oddinn. Nær alveg
óbreytt tímasetning er svo aftur í ár.
Hér er þó ekki viö stjórn K.S.Í. eina
aö sakast.
Ég tel að stjórnendur knattspyrnu-
deilda, sem hlut eiga aö máli f 1. og
2. deild, hafi ekki sinnt þessum
málum sem skyldi, og nær látið
stjórnast úr fjarlægö. Forystumenn
knattspyrnufélaga eru að mínu mati
alltof atkvæöalitlir varðandl sameig-
inlega hagsmuni, fþróttalega og
fjárhagslega. Aðilar sem hlut eiga aö
máli hverju sinni ættu aö mynda meö
sér framkvæmdaráö og ráöa þar
með meira ferðinni varöandi fram-
kvæmd kappleikja. Ekki aö raöa
niður leikjum og dómurum, heldur aö
samræma ýmsa aöra þætti sem aö
framkvæmdum varðar. Mótanefnd
K.S.f. starfar eftir reglugerö um
knattspyrnumót og fer þar aö
sjálfsögöu aö lögum. Þaö sem helzt
verður gagnrýnt er aö mótanefndar-
menn eöa starfsmenn hennar eru alls
ekki í nógu góöu sambandi viö
félögin, þegar leikir fara fram og taka
þarf einhverjar ákvarðanir t.d. frest-
un leikja, seinkun leikja, vöndun á
dómurum eöa eitthvaö annað sem
komiö getur upp hverju sinni. Enn-
fremur er nefndin yfirleitt of sein aö
ákveöa hvenær nýir leiklr skuli fara
fram. Mun skýrari ákvæöi þurfa aö
vera hjá nefndinni um framkvæmd
ýmissa atvika er upp koma og ráða
þarf framúr, í samráöi við viðkom-
andi aðila á hverjum tíma. Annaö
sem framkvæmdaráö deilda þyrfti aö
samelnast um er að bæta eftirlit meö
aögöngumiöasölu (hvergi mun enn
kominn teljari viö inngangsdyr) og
sýnist mér oft víða losaraleg vinnu-
brögö þar á. í þriöja lagi: Gera veröur
„heimalið“ mun ábyrgara, varðandi
hegöun áhorfenda gagnvart leik-
mönnum, dómurum og línuvörðum.
Samræmast þarf um lágmarksað-
stööu fyrir áhorfendur hvaö varöar
hreinlætisaðstööu, o.fl. fyrir áhorf-
endur.
Oft á tíðum er illmögulegt aö fá
upplýsingar hverjir séu dómari og
línuverðir á leikjum jafnvel ekki sama
dag og leikiö er fyrr en rétt áður en
leikur hefst. Ef dómari ekki mætir
vita menn stundum ekkert hver átti
aö dæma. Tilviljun ræöur oft hverjir
fást til aö starfa. Leikskrár meö
upplýsingum um nöfn á leikmönnum
eru oftast í molum og nær marklaus-
ar þótt afhentar séu stundum á
knattspyrnurabb
EJFTIR ÁRNA NJÁLSSON
kappleikjum. Virðist hér aöallega
vera um aö ræöa auglýsingabækl-
inga til fjáröflunar. Taka þarf upp
ákveðnari reglur og fylgja þeim eftir
varðandi númer á leikmönnum og
fastsetja þau í leikskrá. Hver leik-
maöur á að hafa sama númer á
búningi sínum allt keppnistímabiliö
og skiptir ekki máli þótt tölur séu frá
1—25 ef um verulegar mannabreyt-
ingar er að ræöa, þá fyrst verður
mark takandi á upplýsingum um nöfn
leikmanna í leikskrá. Slíkt er siöferöi-
leg skylda við áhorfendur aö leik-
menn séu meö rétt númer á búningi
sínum í takt viö leikskrána. Taka
mætti þann hátt að tilnefna leikstjóra
á hvern leik sem tilkynnti í hátalara-
kerfi t.d. hverjir skoruöu mörkin á
hvaða mínútu, og aðrar upplýsinger
er liggja fyrir í leikhléi og segði frá
úrslitum leikja á öörum leikvöllum
þar sem leikið er á sama tíma.
Hversu margir áhorfendur séu á
viökomandi leik og hve margar
krónur hafi komiö í aðgangseyri og
sitthvað fleira mætti nefna.
Úrvalsdeildin
Nokkrir gamalkunnir og þekktir
knattspyrnumenn, sem hættir eru
keppni í deildum fyrir nokkru, hafa
ákveöiö að stofna knattspyrnu-
keppni, nokkurskonar „Old Boys“
keppni. í nágrannalöndum er keppni
sem þessi mjög vinsæl. Aðalreglur
eru aö menn veröa aö hafa náö 30
ára aldri, vera hættir aö keppa í
deildum og skipta má inná ettir
þörfum. í flestum stærri knatfspyrnu-
félögum og stærri bæjum hafa menn
mörg undanfarin ár æft reglulega
knattspyrnu í heilsubótarskyni, eink-
um á vetrum innanhúss. Keppni sú
sem lýst er hér að framan verður í
tveimur 5 liöa riðlum, allt 10
þátttökuliö, og eitt mun vera á
biðlista. Hér er um skemmtilegt
fyrirbrigði aö ræöa, sem veita mun
mörgum gleöi og ánægju á næstu
vikum og hvet ég því alla sem eru á
vappi nálægt knattspyrnuvöllum
næstu kvöld og helgar aö líta eftir
gömlum knattspyrnumönnum og
aðstoða ef þörf krefur.
Árni Njálsson.