Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 Sl. fimmtudag fóru tvö pör ásamt fararstjóra á Olympíumót- ið í bridge, sem að þessu sinni er haldið í New Orleans í Banda- ríkjunum. Mót þetta var síðast haldið á Kanaríeyjum 1974 og var það í fyrsta sinn sem íslendingar notfærðu sér réttinn til að senda spilara á mótið. Fór þá full flugvél af spilurum og áhangendum þeirra. Þeir sem fóru nú voru Jakob R. Möller, Jón Baldursson, Þórarinn Sigþórsson og ÓIi Már Guðmunds- son. Fararstjóri er Ólafur Lárus- son. Búizt er við að um 200 pör taki þátt í mótinu en það er svipaður fjöldi og á síðasta móti. Spiíað er með útsláttarfyrirkomulagi. Bridgefélagið Ásarnir Sumarspiramennskan hefst á mánudaginn kemur klukkan 20 stundvíslega. Keppnisstjóri verður Sverrir Ármannsson. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Spilað er í Félagsheimili Kópa- vogs, efri sal. Bridgedeild Breiðfirðinga- félagsins Fyrir nokkru lauk síðustu keppni vetrarins. Var það fimm kvölda tvímenningur og var spilað í tveimur 12 para riðlum. Úrslit urðu þessi: Magnús — Magnús 958 Anton — Sverrir 940 Brandur — Jón 900 Ása — Sigríður 886 Gísli — Þórarinn 885 Bridefélag kvennai Nú er lokið síðustu keppni þessa tímabils, sem var hraðsveita- keppni. Sveit HUGBORGAR HJARTARDÓTTUR sigraði með Brídge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON: yfirburðum og auk þess hafði sveitin forustu alla keppnina. Hlaut sveit Hugborgar 2.995 stig. Auk Hugborgar eru í sveitinni Vigdís Guðjónsdóttir, Halla Berg- þórsdóttir og Kristjana Stein- grímsdóttir. Næstar í röðinni urðu eftirtaldar sveitir: Bjarni Jónsson 2.839 st. Gunnþórunn Erlingsd. 2.821 st. Sigríður Ingibergsd. 2.795 st. Þóra B. Ólafsd. 2.788 st. Sigrún Pétursd.2.711 st. Guðrún Einarsd. 2.700 st. Meðalskori 2.700 stig. Fyrir nokkru var hér á ferð hópur spilara frá Nýja bridge- félaginu í Færeyjum á vegum Bridgedeildar Breiðfirðingafélags- ins. Var þetta 31 maður og þar af 26 spilarar. Fararstjóri var for- maður Nýja Bridgefélagsins Benny Samuelsson. Fyrsta kvöldið sem þeir voru hér hófst tveggja kvölda baro- meterkeppni sem spiluð var í tveimur riðlum. Alls spiluðu 56 pör. Næsta dag var farið upp í Borgarfjörð og m.a. komið við í Reykholti og Borgarnesi. Á þriðja degi var tekið til við Barometerkrppnina og urðu úrslit þessi: A-riðill: Sigrún — Sigrún 189 Magnús — Magnús 168 Sigurbjörn — Þórarinn 161 Óskar — Guðlaugur 82 B-riðill: Inga — Gunnþórunn 166 Svava — Þorvaldur 109 Sveinn — Sigríður 100 Guðríður — Ósk 99 Á fjórða degi var meðal annars skoðuð dælustöðin á Reykjum í boði borgarstjórnar. Þá um kvöldið var spiluð sveitakeppni við Færeyingana og vann Breiðfirðingafélagið á fimm borðum. Færeyingarnir á tveimur. Laugardaginn 10. júní var loka- hóf fyrir Færeyingana og .var það jafnframt árshátíð eða lokahátíð bridgedeildarinnar. Voru þar veitt verðlaun fyrir keppnir vetrarins eins og venja hefir verið á lokahófi þessu. Færeyingarnir fóru svo heim á sunnudag. Buðu þeir Breiðfirðing- um í heimsókn eftir tvö ár. Heimsókn Færeyinganna þótti takast mjög vel enda þótt ferð þeirra styttist um tvo daga vegna samgönguerfiðleika milli Færeyja og íslands. Þíóöhátíö Reykjavíkur DAGSKRAtN HEFST: kl. 09.55 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík. kl. 10.00 Sigurjón Pétursson. forseti borgar- stjórnar.leggur blómsveig frá Reykvík- ingum á leiði Jóns Sigurðssonar I kirkjugarðinum v/Suðurgötu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Stjórandi Brian Carlile. II. VIÐ AUSTURVÖLL: Lúðrasvelt Reykjavíkur leikur ættjarð- arlög á Austurvelli. kl. 10.40 Hátíðln sett: Margrét S. Einarsdóttir, formaður þjóðhátiðarnefndar. Karlakórinn Fóstbræður syngur: Yfir voru ættarlandi. Söngstjóri Jónas Ingimundarson. Forseti islands. dr. Kristján Eldjárn, leggur blómsveig frá islensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurössonar á Austurvelli. Karlakórinn Fóstbræður syngur þjóðsönginn. Ávarp forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar. Karlakórinn Fóstbræður syngur: ísland ögrum skorið. Ávarp Fjallkonunnar. Lúðrasveit Reykjavikur leikur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: Hinrik Bjarnason. kl. 11.15 Guðsþjónusta i Dómkirkjunni. prestur séra Þórir Stephensen. Einsöngvarakórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Einsöngvari: Ólöf Harðardóttir. III. SÖNGUR NORRÆNNA BARNA- OG UNGLINGAKÚRA: kl. 10.00 Við Hrafnistu kl. 10.00 Við Elliheimilið Grund. kl. 10.00 Við Landakotsspítalann. kl. 10.00 Við Borgarspítalann. kl. 10.00 Við Landsspítalann. kl. 10.45 ViðHátún. Kórarnir syngja norræn lög. IV. SKRÚÐGÖNGUR: kl. 14.45 Safnast saman á Hlemmtorgi, Mikla- torgi og við Sundlaug Vesturbæjar. Frá Hlemmtorgi verður gengið um Laugaveg, Bankastræti og Ingólfs- stræti á Arnarhól. Lúðrasveit verkalýðsins leikur, undir stjórn Ellerts Karlssonar. Frá Miklatorgi verður gengiö um Hringbraut, Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu á Arnarhól. Lúðrasveit Reykjavikur leikur, undir stjórn Brian Carlile. Frá Sundlaug Vesturbæjar verður gengið um Hofsvallagötu, Túngötu, Garðastræti, Vesturgötu og Hafnar- stræti á Arnarhól. Lúðrasveitin Svanurleikur, undirstjórn Sæbjörns Jónssonar. Skátar ganga undir fánum fyrir skrúð- göngunum og stjórna þeim. DAGSKRA V. BARNASKEMMTUN Á ARNARHÖLI: Lúðrasveit verkalýðsins leikur. kl. 15.30 Samfelld dagskrá. Stjórnandi: Klemens Jónsson Kynnir: Gísli Alfreðsson. Kórsöngur: Norrænir barna- og ungl- ingakórar syngja norræn lög. „Brunaliðið" skemmtir. Magnús Kjartansson, Ragnhildur Gísladóttir, Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Þórður Árnason, Þórhallur Sigurðs- son. Halli og Laddi bregða á leik. Leikþáttur: „Naglasúpan". Flytjendur: Guðrún Stephensen og Gísli Halldórsson. Leikþáttur: „Kalli kúla og Tralli". Flytjendur: Gísli Rúnar Jónsson og Július Brjánsson. Ruth Reginalds syngur við undirleik Brunaliðsins. „Brunaliðið" leikur. VI. BIFREIÐAAKSTUR: kl. 17.00 Akstur gamalla bifreiða. Félagar úr Fornbílaklúbbi íslands aka bifreiðum sínum umhverfis tjörnina og síðan að Melavelli. kl. 17.30 Akstursþrautakeppni á Melavelli í samvinnu viö Bindindisfélag öku- manna. VII. LAUGARDALSLAUG: kl. 17.00 Sundmót. VIII. LAUGARDALSVÖLLUR: kl. 14.00 17. júní mótið í frjálsum íþróttum IX. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN A ARNARHÓLI: Lúðrasveit Reykjavikur leikur. kl. 20.30 Samfelld dagskrá. Stjórnandi: Klemens Jónsson. Kynnir: Vigdís Finnbogadóttir. Einsöngvarakvartettinn syngur. Sigurður Björnsson, Magnús Jónsson, Kristinn Hallsson, Guðmundur Jóns- son. Úndirleikari Ölafur Vignir Albertsson. Þjóðdansar. Þjóðdansafélag Reykja- víkur. „Símtal frá Bergþórshvoli". Flytjandi: Rúrik Haraldsson. „Gamlar góðar lummur". Lummurnar skemmta. Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason, Linda Gísladóttir, Ragnhildur Gísla- dóttir, Valur Einarsson. „Vor gamla borg". Flytjendur: Sigfús Halldórsson og Guðmundur Guðjónsson. „Einleikur á saxafón". Flytjandi: Rúrik Haraldsson. Vísa og Fiol. Sænskir söngvarar og fiðluleikarar skemmta. „Nú verður mjög snöggt bað". Halli og Laddi skemmta. Lög úr þekktum óperettum. Flytjendur: Siellinde Kahmann og Sig- urður Björnsson. Undirleikari Carl Billich. X. HÁTÍÐAHÖLD I ARBÆJARHVERFI: kl. 13.30 Skrúðganga leggur af stað frá Árbæj- arsafni, eftir Rofabæ að Árbæjarskóla. Barna- og ungllngalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar. Fyrir göngunni fara skátar og íþrótta- fólk. kl. 14.00 Samfelld dagskrá við Árbæjarskóla. Kynnir: Ólafur Loftsson. Hátíðin sett: Halldóra Steinsdóttir for- maður Kvenfélags Árbæjarsóknar Háfíðarávarp: Séra Guömundur Þor- steinsson, sóknarprestur. Leikþáttur: „Kalli kúla og Tralli". Flytjendur: Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson. Kórsöngur: Norrænn barnakór syngur. Hallí og Laddi bregða á leik. Á vegum íþróttafélagsins: Pokahlaup, naglaboöhlaup og Tvivoli. Knattspyrnukeppni milli íþróttafélags- ins Fylkis og Skátafélagsins Árbúa. kl. 22.00 Kvöldskemmtun: Dansað við Árbæjarskóla. Hljómsveitin Tívolí leikur fyrir dansi. Skemtuninni lýkur kl. 01.00 e.m. XI. HÁTiÐAHÖLD I BREIÐHOLTSHVERFUM: kl. 13.15 Skrúðgöngur: Safnast saman á Arnarbakka við Eyja- bakka, gengið upp Fálkabakka, suður Vesturberg og að Fellaskóla. Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir göng- unni undir stjórn Sæbjörns Jónssonar. Safnast saman við Shellstöð viö Norð- urfell, gengið austur Suðurfell, norður og vestur Norðurfell og að Fellaskóla. Lúðrasveit verkalýðsins leikur fyrir göngunni undir stjórn Ellerts Karls- sonar. Skátar og íþróttafólk fara fyrir göngun- um. kl. 14.00 Samfelld dagskrá vlð Fellaskóla. Kynnir: Hákon Waage. Hátíðin sett: Sigurður Bjarnason, for- maður Framfarafélags Breiðholts III. Hátíðarávarp: Magnús L. Sveinsson. Leikþáttur: „Naglasúpan". Flytjendur: Guðrún Stephensen og Gísli Halldórsson. Kórsöngur: Norrænn barnakór syngur. Leikþáttur:,,Kalli kúla og Tralli". Flytjendur: Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson. Danssýning: Nemendur frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna táninga- dansa. Diskótek, plötusnúður Þór G. Þórar- insson. kl. 15.00 Við íþróttavölllnn í Breiðholti III: Skátaútilíf. kl. 15.15 iþróttavöllur i Breiðholti III: Iþróttahátið í umsjá Iþróttafélagsins Leiknis. kl. 22.00 Kvöldskemmtun: Dansað við Fellaskóla. Hljómsveitin Póker leikur fyrir dansi. Skemmtuninni lýkur kl. 01.00 e.m. XII. KVÖLDSKEMMTANIR: kl. 22.00 Ðansað verður á þrem stöðum í borg- innl til kl, 01.00 e.m. Við Árbæjarskóla leikur hljómsveitin Tivolí. Við Áusturbæjarskóla leikur hljómsveitin Brunaliðið. Við Fellaskóla leikur hljómsveitin Póker. Lystræning- inn gefur út Skáld-Rósu LYSTRÆNINGINN sf hefur sent fra sér bókina ..Skáld- Rósu“ og hefur bókin að geyma samnefnd Ieikrit eftir Birgi Sigurðsson. Er þetta fyrsta bókin, sem Lystræninginn sf gefur út eii féíagið stendur að útgáfu samncfnds tímarits. „Skáld-Rósa" er þriðja leik- rit Birgis Sigurðssonar. Hin tvö eru „Pétur og Rúna" (1973) og „Selurinn hefur manns- augu“ (1975). Öll þessi leikrit hafa vcrið sýnd hjá Leikfélagi Rcykjavíkur í Iðnó. „Með „Skáld-Rósu“ færist Birgir Sigurðsson meira í fang en með tveimur fyrri verkum sínum, því það getur varla talist á meðfæri annarra en þjálfaðra og þroskaðra höfunda að taka til leikrænnar krufningar persónur á borð við Vatnsenda-Rósu og Natan Ketilsson, sem löngu eru orðnar þjóðsagnapersónur á Islandi og standa þjóðinni ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum. Það er til marks um þroska og skáldgáfu höfundarins að hann kemst mætavel frá þeirri raun og skapar heilsteypt listaverk með skáldlegum tilþrifum og mörgum minnisverðum persón- um.“ „Skáld-Rósa“ er 132 blaðsíður, Gunnlaugur Stefán Gíslason hefur gert bókarkápu. AUGLÝSIMGATEIKMISTOFA MYIMDAMÓTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.