Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978
21
fjár, sem á vantar til að fram-
kvæma tillögurnar annað en óljósar
hugmyndir um niðurskurð fram-
kvæmda.
Með tilliti til þess, sem að framan
greinir, svika við kjósendur, og að
ekki er enn ljóst hvernig fjárhag
borgarsjóðs reiðir af á árinu, teljum
við rétt að hinn nýi meirihluti beri
einn ábyrgð á þeirri ákvörðun og
munum sitja hjá við atkvæða-
greiðslu um málið.
Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins að undanskildum Magnúsi
L. Sveinssyni skrifuðu undir þessa
bókun.
Þýðingarlítið
að talá við skilnings-
laust fólk, segir
Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir (Abl) sagði,
að fyrrverandi borgarstjóri hafi
miklað fyrir sér sigur Alþýðu-
bandalagsins í kosningunum, það
stjórni ekki Reykjavíkurborg eitt.
Hún sagðist sammála því nú sem
fyrr, að kjarasamningar eigi að
standa. Varðandi greinina í mál-
efnasamningnum um skuldbinding-
ar vegna fjárútláta og þessa tillögu
þá væri svo, að samkvæmt tillög-
unni væri ekki um meiri háttar
fjárútlát að ræða. Fyrrverandi
borgarsjjóri hefði gert samninga í
vetur og hefði væntanlega gert ráð
fyrir, að þeir stæðu. Þess vegna
þyrfti ekki að mæta þessum út-
gjöldum á nokkurn hátt.
Guðrún Helgadóttiri
ekki náðist samkomu-
lag í meirihlutanum
um fulla vísitölu
í gildi
Guðrún Helgadóttir sagði síðan:
„Eg skal upplýsa Birgi Isleif
Gunnarsson og félaga hans um
tvöfeldni mína. Ef ég hefði verið hér
einráð og átt að taka við þessari
borg ein, hefði ég sett vísitöluna í
gildi. Útgjaldaaukningunni hefði ég
svo reynt að bjarga einhverp
veginn." Guðrún sagði síðan: „Segir
það sig ekki sjálft, að úr því það er
ekki boðskapur okkar hér í dag að
setja vísitöluna í gildi þá náðist
ekki samkomulag um það.“ Svona
væri nú málið ofboðslega einfalt.
Segi ekki hver
ágreiningurinn var
Guðrún Helgadóttir sagði, að ekki
þyrfti mikla ályktunargáfu til að
finna út, að það var ágreiningur um
vísitölumálið innan meirihluta
borgarstjórnar, en henni dytti bara
ekki í hug að segja í hverju hann
liggur, en sín afstaða væri aldeilis
óbreytt því hún hefði viljað setja
vísitöluna strax í gildi.
Guðrún Helgadóttiri
Fjárhagsstaða
borgarinnar er
engin afsökun fyrir
gildistöku vísitöl-
unnar f áföngum
„Fjárhagsstaða borgarinnar er
engin afsökun fyrir áfangahækkun
vísitölunnar. Hún sagðist ekki vilja
vera á móti hækkuninni núna og
býsna margir Reykvíkingar myndu
finna kjarabótina.
Þetta eru smá-
peningar — segir GH
Guðrún Helgadóttir sagði það
bara smápeninga, ef full vísitala
hefði tekið gildi fyrir borgarsjóð.
Hún sagði, að þar sem sinn vilji
hefði ekki náð fram að ganga þá
Loforðin
borin af sér
Frá íundi borgarstjórnar í fyrrakvöld.
gæti hún ekki betur gert en fallast
á, að byrjað yrði á að greiða í
áföngum.
Og út frá þessum rökum væri
ekki um neina tvöfeldni að ræða hjá
sér.
Sigurjón Pétursson (Abl) tók
næst til máls. Hann sagði, að þó
kjaramálin hefðu haft áhrif á úrslit
kosninganna þá hefðu þau ekki haft
úrslitaáhrif heldur stjórn íhaldsins
á borginni á liðnum árum. Sigurjón
sagði það ekki rétt, að með þessu
væri verið að brjóta málefnasamn-
inginn.
Hvar er
milljarðurinn?
Sigurjón Pétursson sagði, að ekki
fyndist milljarður og þess vegna
væri leiðin samkvæmt tillögunni
eðlilegust. Með henni væri fallist á
kröfu Verkamannasambandsins frá
1. júlí. Sigurjón sagði, að sér væri
ljóst hve heitt þetta mál væri.
Kjósendur fengju annað tækifæri
til að dæma hvort Alþýðubandalag-
ið standi við orðin eða ekki. Enn á
ný verði lögð áherzla á orðin —
„burt með kaupránslögin“.
Sundurþykki
vinstri manna
Davíð Oddsson (S) tók næst til
máls. Hann sagði, að hér hefðu
menn upplifað sögulega stund í lífi
hins nýja vinstri meirihluta borgar-
stjórnar. Þessi stund væri söguleg
vegna þess, að meirihlutinn væri
sjálfum sér sundurþykkur. Davíð
sagði, að Guðrún Helgadóttir vildi
greinilega, að það kæmi fram, að
samstarfsaðilarnir hafi bilað. Guð-
rún Helgadóttir hafi sagt, að um
hreina smáaura væri að ræða en
Sigurjón Pétursson segði hins
vegar, að það vantaði aurana.
Ásökun Sigurjóns
Péturssonar
á eigin hendur
Davíð sagði, að þegar Sigurjón
segði ekki vera hægt að greiða
fullar vísitölubætur vegna þess það
vantaði milljarð þá væri borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins að gera
sér stórkostlega ásökun á eigin
hendur. Sigurjón Pétursson vissi
fullvel, að fyrir kosningar hafði
hann jafn góða aðstöðu og allir
aðrir borgarfulltrúar til að fá að
vita nákvæmlega hvernig fjárhag
borgarinnar væri varið. Þá hefðu
þessir borgarfulltrúar hins vegar
sagt, að það væri hægt að greiða
fullar verðlagsbætur á laun, og það
yrði gert ef flokkarnir, sem þeir
kölluðu kaupránsflokka, færu frá.
Vinstri menn
svelgja í sig
fullyrðingar sínar
Nú hins vegar sætu þessir menn
og svelgdu í sig fullyrðingar sínar
og horfa í augu kjósenda um leið og
þeir biðja þá um að trúa því, að
núna séu orðin ekki lygi það sem
þeir segja í næstu kosningum.
Davíð sagði, að þessi milljarður hafi
ekki horfið á hálfum mánuði það
vissi Sigurjón Pétursson vel.
Borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins
skólaður hjá KGB
Þá væru hér fulltrúar úr röðum
verkalýðsmanna, sem hefðu staðið
framarlega í kjarabaráttunni og
fullyrt fyrir kosningar, að hægt
væri að greiða þessi laun. En
umræddur borgarfulltrúi og verka-
lýðsforingi Guðmundur Þ. Jónsson
sé skólaður í verkalýðsskóla í
Sovétríkjunum, sem rekinn sé af
sovézku leyniþjónustunni, KGB.
Davíð sagði það því ekkert undar-
legt þó umræddur borgarfulltrúi sé
tilbúinn að taka við því, sem honum
er skammtað úr hnefa valdhafanna
þegar henta þykir því slíkt væri svo
sannarlega gert í verkalýðsfélögun-
um í Sovétríkjunum.
Pólitískur
harmleikur
Davíð Oddsson sagði þetta mjög
sögulega stund vegna þess, að
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa lýst því yfir að þeir vildu
gefa þessum nýja meirihluta tóm til
að fóta sig áður en þeir færu að taka
upp harða stjórnarandstöðu.
En að vinstri meirihlutinn skyldi
sjálfur á fyrsta fundi ganga svo
hver á annan, það gekk lengra en
þeir hefðu spáð. Hér væri þvi fyrsti
þáttur af pólitískum harmleik.
Auðveldar kröfuna um
fullar vfsitölubætur
Guðmundur Þ. Jónsson (Abl) tók
næst til máls, hann sagði, að
samþykkt tillögu borgarstjórnar-
meirihlutans myndi auðvelda laun-
þegasamtökunum að fá fram fullar
vísitölubætur á laun. Það ætti að
vera meginatriði að standa við
gerða samninga. Hann sagði það
rangt að greiða vísitölubæturnar í
% vegna munar á launum í lægri og
efri flokkum. Við hefðum vitað vel
um kjaraskerðingaráform ríkis-
stjórnarinnar. Kosningar væru
ávallt kjarabarátta og fall íhaldsins
væri m.a. hegning fyrir kaupránið.
Lofaði aldrei
vísitölubótum á
hæstu laun, segir
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson tók
næstur til máls. Hann sagði, að
Birgir Isleifur Gunnarsson hefði nú
á þessum borgarstjórnarfundi sýnt
á sér nýja hlið. Aður hefði hann
talað til borgarfulltrúa í föðurleg-
um tón en nú sé hann hvassyrtur.
Björgvin sagðist vísa á bug fullyrð-
ingum um, að hann ætli sér að beita
sér fyrir greiðslu vísitölubóta á
hæstu laun. Björgvin kvaðst vilja
upplýsa, að á sér hefði ekki staðið
við framsetningu tillögunnar. Hann
sagðist telja tillöguna skynsamlega
lausn.
Tilgangur tillögu
vinstri manna
blekking fram
yfir kosningar —
segir Elín Pálmadóttir
Elín Pálmadóttir (S) sagði nú
allt kapp lagt á að blekkja almenn-
ing með hjálp svokallaðra verka-
lýðsleiðtoga. Tilgangurinn sé að
blekkja almenning fram yfir kosn-
ingar. Þáttur verkalýðsleiðtoganna
sé í þessu máli nokkuð skondinn
þegar horft sé aftur í tímann til
ársins 1974. Þá hefðu kommúnista-
foringjarnir i verkalýðshreyfing-
unni ekki hrópað „kauprán" þegar
félagarnir Magnús Kjartansson og
Lúðvík Jósepsson gátu óátalið lagt
fram tillögur um kauplækkum,
afnám umsamdra hækkana, frestun
á vísitöluhækkunum og gengislækk-
un. Þá hefði verið í lagi, að ekkert
samráð var haft við verkalýðshreyf-
inguna og verkalýðsleiðtogarnir
hafi beygt sig undir allt og sagt:
„auðvitað minn herra, þetta er
nauðsynlegt — við skiljum það“. En
nú væri árið 1978 og þá héti aðgerð,
sem hvergi nærri gengi eins langt
og sú sem gerð var 1974, svívirða og
kauprán. Elín sagði að rætt væri
um niðurskurð, en hvar? Mjög
óljóst orðalag væri um það en bíða
skyldi og sjá til.
Magnús L. Sveinsson (S) sagði,
að vinstri meirihlutinn kepptist nú
við að bera af sér loforðin frá því
fyrir kosningar. Fullyrðingar nú-
verandi meirihluta, sem fram komu
fyrir kosningar voru fram settar
með þá hugmynd, að ekki þyrfti að
efna loforðin. Það væri ekki nóg að
lofa, peninga þyrfti til að efna þau.
Vekja bæri athygli á tillögum
Alþýðubandalagsins í efnahagsmál-
um sem frammi lægju núna. Þar
segði m.a., að gerða kjarasamninga
beri skilyrðislaust að virða. Þetta
kæmi m.a. fram í bók, sem dreift
yrði á vegum Alþýðubandalagsins á
næstunni. Það væri ekki húið að
dreifa bókinni til almennings en
samt væri byrjað á að svíkja
loforðin í bókinni.
Alþýðubandalagið
gleypir
kosningaloforðin sín
Magnús L. Sveinsson sagði, að í
stefnuskrá Alþýðubandalagsins í
Reykjavík frá því fyrir kosningar
hafi sagt: „Reykjavíkurborg ber að
standa við gerða samninga og
greiða starfsfólki sínu fullar vísi-
tölubætur á öll laun“. í tillögu
vinstri meirihlutans kemur glögg-
lega fram, að það á ekki að standa
við þetta loforð. Alþýðubandalagið
hafi hvatt fólk til að kjósa x-G til
þess að greidd yrði full vísitala á öll
laun, en nú þegar Alþýðubandalagið
væri komið í valdaaðstöðu til að
geta staðið við loforðin væri það
ekki fyrr komið til valda en það
sviki þessi loforð.
Áfangagreiðslu
verðlagsbóta
verður aldrei náð
Magnús L. Sveinsson sagði, að
rætt væri að greiða verðlagsbætur
í áföngum, en sannleikurinn væri,
að því takmarki yrði aldrei náð.
Ætlunin væri að sleppa því tima-
bili, sem mestu máli skipti fyrir
lægst launaða fólkið þ.e. tímabilið
frá 1. marz til 1. júlí. Meirihlutinn
ætli sér greinilega nú eftir allt talið
um ránsfenginn og þjófnaðinn að
skila ekki nema hluta af ránsfengn-
um. Vinstri menn í borgarstjórn
ætli sér að sitja á ránsfengnum.
Afstaða Guðmundar
Þ. Jónssonar
Magnús sagði ekki verða hjá því
komist að geta þáttar Guðmundar
Þ. Jónssonar. Verkamannasamband
Islands geri kröfur um að fá vísitölu
að fullu í gildi strax, en Guðmundur
Þ. Jónsson sé reiðubúinn að sam-
þykkja áfangagreiðslu vísitölu frá
1. júlí. Þetta er undarleg afstaða,
sagði Magnús. Þá væri það Guðrún
Helgadóttir, sem talaði tungum
tveim eins og fram hefði komið.
Ef nauðsyn var
átti skerðingin að
koma á hærri launin
Magnús L. Sveinsson sagðist ekki
hafa farið dult með sína afstöðu í
þessu máli jafnt fyrir sem eftir
kosningar. Ef nauðsyn hefði verið á
að skerða laun hefði sú skerðing átt
að koma á hærfi launin en ekki þau
lægri. Hann sagði fram komna
tillögu meirihlutans ganga í rétta
átt, en kvaðst mjög óánægður með,
að verðlagsvísitala sé ekki greidd á
lægstu laun frá 1. marz.
Breytingar-
tillaga MLS
Magnús L. Sveinsson lagði síðan
fram breytingartillögu sem hljóð-
Framhald á bls. 22
Vinstri menn svelgja í sig fullyrð-
ingar sínar — Sagði Davíð Oddsson