Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNI 1978 23 Minni aðsókn að dans- leikjum í Borgarfirði Borgarfirði 8. júní. EINS og venjulega er samkomu- húsunum hér í Borgarfirði úthlut- að ákveðnum helgum yfir sumarið af sýslumannsembættinu til að koma í veg fyrir, að dansleikir séu haldnir á mörgum stöðum í einu. Er bæði, að þá getur fjárhagslegur ávinningur verið takmarkaður og eins hitt, að ekki er unnt að hafa löggæzlu svo til hlítar sé á mörgum stöðum í einu. Hefur þetta fyrirkomulag reynst ágæt- lega, þar sem húsin hafa getað ráðið hljómsveitir með góðum fyrirvara. Rekstraraðilar húsanna eru í flestum tilvikum ungmenna- félög viðkomandi sveitar og er' ágóði af dansleikjahaldi helsti tekjupóstur hvert ár. Þess vegna vill það oft brenna við, að gróðasjónarmiðið er látið ráða vali á hljómsveitum og þá venjulegast að hljómsveitin sé sem ódýrust. Verða því hin svonefndu brenni- vínstríó oftast fyrir valinu og þannig stílað upp á ákveðna tónlist, sem ekki er frambærileg til þess að hlusta á. Það er því nöturleg staðreynd, að fólk skuli vera farið að fækka á dansleikjum miðað við árin 1960—1970. Þá voru topphljómsveitir fengnar að og ekki endilega horft í það hversu mikill gróðinn yrði, heldur að tónlistin væri í hávegum höfð, en það er annað en nú er gert. Og raunin er sú, að þegar góðar og vinsælar hljómsveitir eru fengnar koma mun fleiri, sem greiðir hærri hljómsveitarkostnað og vel það. Það væri betur, að húsráðendur tækju annað en brennivínstríó til að skemmta í Borgarfirðinum nú í sumar og kæmu þar með í veg fyrir — að nokkru leyti — dauða góðra hljómsveita, sem leika annað en tónlist fyrir misjafnlega góða unglinga. Og þar gætu forráðamenn ungmennafélaganna gengið fram fyrir skjöldu. Hér með fylgir listi yfir úthlut- un til samkomuhúsanna. Geta þeir, sem áhuga hafa, klippt þennan lista út úr Morgunblaðinu og geymt, ef þeir vilja fá sem mest út úr helgunum í sumar. Athuga ber, að verzlunarmannahelginni fær Ungmennasamband Borgar- fjarðar úthlutað. Enn er þó ekki vitað hvar dansleikir verða haldn- ir þá. Júlú 10. Lyngbrekka — 16. Brautar- tunga — 24. Hreðavatn. Júlíi 1. Logaland — 8. Hreðavatn — 15. Brautartunga — 22. Lyngbrekka — 29. Brún. Ágústi 12. Brún — 19. Brautartunga - 26. Valfell. Septemberi 2. Borgarnes — 9. Logaland — 16. Borgarnes — 23. Hreðavatn — 30. Borgarnes. Októberi 7. Lyngbrekka — 14. Valfell — 21. Borgarnes — 28. Brautartunga. Fleiri kílómetra fyrir fœrri krónur Hcekkað benzírtverð að undanfömu hefur verið áhyggjuefni flestra bifreiðaeigenda. Af þeim sökum, hefur athygli manna beinzt að minni og spameytnari bifreiðum. RENA UL T 4 ber af um spameytni, en tapar ekki kostum stcerri og eyðslufrekari bifreiða fyrir vikið. RENAULT 4 eyðir aðeins 5,5 lítrum á hverja 100 km. Það þarf aðeins að skipta um olíu við hverja 5.000 km. Vélarorkan er fullncegjandi og á langferð um slceman veg er ekki hcetta á að þessi franska listasmíð bregðist trausti yðar. Komið og leitið nánari upplýsinga. framhjóladrif framar öllu! RENAULT KRiSTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Veiöi hófst í Miöfjarðará þann níunda þessa mánaöar og voru á fimmtudaginn komnir 50 laxar á land. Er þaö nokkuö róleg byrjun þegar þess er gætt aö í fyrra var algert metveiöiár í ánni, er á land komu 2581 laxar aö meöalþyngd 7,7 pund. Laxinn er vænn eins og víöast hvar snemma sumars og telja veiöi- menn mikinn lax vera kominn á öll veiðisvæði árinnar, en þaö nær til fjögurra áa, Vesturár, Núpsár, Austurár og að lokum Miðfjarðarár eftir aö þær hafa allar runnið saman. Róleg byrjun í Laxá í Leir „Veiöin hófst í gær en fór nú frekar hægt af staö, þaö sást dálítið af laxi í Laxfossi og þar fyrir neöan, en lítiö þar fyrir utan. Laxar voru dregnir á land, en enginn mjög stór, þeir voru frá 9 upp í 12 pund, og flestir veiddir á maök sagöi Siguröur Sigurös- son í Stóra Lambhaga í spjalli viö Mbl. í gær. „Þetta er lakari byrjun en í fyrra og því veldur hugsanlega kuldinn sem veriö hefur í vor, en þaö viröist vera aö hlýna þessa dagana og auk þess er vaxandi straumur um helgina og stendur því vonandi allt til bóta" sagöi Sigurður einnig. Ef frá er talinn kuldinn í vor, hafa skilyrði til veiöa veriö ákjósanleg, mikiö og gott vatn í ánni og gott veiöiveður næstum hvern einasta dag. Þaö er byrjað meö 5 stöngum í Láxá, en þeim fjölgar meö komu útlendinganna í 6. Fjörugt í Þverá Þær upplýsingar fengum viö hjá Markúsi Stefánssyni, að um miðja vikuna voru kömnir 165 Framhald á bls. 18 Kalda borðið -kjörið í hádeginu Kræsingar kalda borðsins í Blómasal eru löngu víðkunn- ar. Óteljandi tegundir af kjöt- og sjávarréttum auk íslenskra þjóðarrétta. Tískusýningar í hádeginu á föstudögum. Bjóðið viðskiptavinum og kunningjum í kræsingar kalda borðsins. Verið velkomin, Hótel Loftleiðir. HÓTEL LQFTLEIÐIR OTIFUNDUR sjalfstæðismanna í Reykjavík á Lækjartorg fimmtudaginn 22. júní kl. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.