Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978
Setlagarannsóknirnar:
Kannanir fyrir nordan
land í ágúst-september
Frekari viðrædur um rannsóknir umhverfis landið
NIÐURSTÖÐUR viðræðna um
könnun á landgrunninu með
tilliti til setlaga er kynnu að
innihalda olíu urðu þær að gert
er ráð fyrir að fyrirtækið West-
ern Geophysical framkvæmi
athugun fyrir norðan Iand í
ágúst-september n.k. Davíð
Einarsson, varaforseti hins fyrir-
tækisins, sem sótti um leyfi til
setlagarannsókna, Geophysical
Service Inc., tjáði Mbl. í gær að
niðurstaðna viðræðna þess fyrir-
tækis við iðnaðarráðuneytið væri
að vænta á næstu vikum, en
fyrirtækið hefur áhuga á víð-
tækri könnun umhverfis landið.
Sagði Davíð, að ef af yrði, myndu
rannsóknirnar hefjast í október
n.k. og lýkur J)eim sennilega á
þessu ári.
í frétt frá iðnaðarráðuneytinu
segir að kannanir þær, sem hér er
um að ræða, séu frumkannanir
fólgnar í jarðeðlisfræðilegum
mælingum og að ekki verði um
neinar boranir að ræða.
Um borð í rannsóknaskipi verð-
ur íslenskur vísindamaður sem
fulltrúi stjórnvalda til að fylgjast
með rannsóknunum og siðar úr-
vinnslu gagna.
Eintak af öllum niðurstöðum
verður afhent íslenskum stjórn-
völdum 3—6 mánuðum eftir að
könnun lýkur.
Umræddar rannsóknir verða
unnar íslenska ríkinu að
kostnaðarlausu, en fyrirtækinu
verður heimilt að selja öðrum
aðilum niðurstöður könnunarinn-
ar í allt að 3—5 ár.
Framhald á bis. 22
ísafjörður:
Meirihluti
sjálfstæð-
ismanna
og óháðra
Meirihlutasamstarf hefur tekizt
með sjálfstæðismönnum og óháð-
um á ísafirði, en sjálfstæðismenn
hafa 4 bæjarfulltrúa og óháöir 1.
Guðmundur H. Ingólfsson var kjör-
inn forseti bæjarstjórnar í gær-
kvöldi, Jón Ólafur Þórðarson fyrsti
varaforseti og Sturla Halldórsson
annar varaforseti. Bolli Kjartansson
var endurráðinn bæjarstjóri.
Fyrri bæjarstjórnarmeirihluti á
ísafirði var skipaður 4 bæjarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins og 3 fulltrúum
jafnaöarmanna og óháðra. Minnihlut-
ann þá skipuöu einn fulltrúi Fram-
sóknarflokksins og einn fulltrúi
Alþýöubandalagsins.
í núverandi minnihluta eru tveir
fulltrúar Alþýðuflokksins og fulltrúar
Framsóknarflokks og Alþýðubanda-
lags.
“ Reyna að bola Guð-
mundi J. úr hafnarstjórn
Björgvin Guðmundsson gerði kröfu til formennsku í hafnar
vildi fá
í kjölfarið fylgdi tiiraun af hálfu
Sigurjóns Péturssonar og Öddu
Báru Sigfúsdóttur til þess að
bola honum út úr hafnarstjórn.
Munu þau í þessari viðleitni vísa
tilreglna,sem Alþýðubandalagið
hafi sett um, að sömu menn
mættu ekki gegna trúnaðar-
störfum á vegum flokksins
nema visst árabil og því beri
Guðmundi J. Guðmundssyni að
láta af störfum í hafnarstjórn.
Guðmundur J. hefur brugðizt
harkalega við þessari tilraun til
þess að bola honum út 'úr
hafnarstjórn og mun hann hafa
aflað sér stuðnings þeirra Guð-
rúnar Helgadóttur og Guð-
mundar Þ. Jónssonar, sem bæði
eru borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins. F.kki liggur ljóst
stjórn, sem Guðmundur J.
fyrir hver afstaða Þórs Vigfús-
sonar, fimmta borgarfulltrúa
Alþýðubandalagsins, er, en af-
staða hans getur ráðið úrslitum
um það, hvort Guðmundur J.
fær að sitja áfram í hafnar-
stjórn eða hvort honum verður
vikið í burtu.
Vegna þessara átaka innan
Alþýðubandalagsins var kjöri
hafnarstjórnar frestað á borg-
arstjórnarfundi í fyrradag.
SÍKurjón Pétursson ok Adda Bára
SÍKfúsdóttir reyna að bola fíuðmundi J.
úr borgarstjórn.
HEIFTÚÐUG átök fara
nú fram innan Alþýðu-
bandalagsins um skipan
hafnarstjórnar Reykja-
yíkur og gera þau Sigur-
jón Pétursson og Adda
Bára Sigfúsdóttir tilraun
til þess að bola Guðmundi
J. Guðmundssyni, for-
manni Verkamannasam-
bands íslands, úr
hafnar,stjórn.
l'ndanfari þessara átaka var,
að Guömundur J. Guðmundsson
gerði sér vonir um að verða
formaður hafnarstjórnar, þar
seni hann hafi átt þar sæti um
langt árabil. Þá kom til sögunn-
ar Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins,
og gerði kröfu til þess að verða
formaður hafnarstjórnar. Eftir
nokkurt þóf féllust Alþýðu-
bandalagsmenn á það. Guð-
mundur J. Guðmundsson brást
reiður við þessari niðurstöðu en
fíuðmundur J. Vildi
verða formaður.
WSHmmm **
Björgvin krafðist
formennsku og
fékk.
Starfsfólk BÚH:
Hafnar tillögu
bæjarstjórnar
Hefjum ekki vinnu nema verkstjórarnir víki
STARFSFÓLK í Fiskiðjuveri
Ba'jarútgerðar Ilafnarfjarðar
hafnaði á fundi sínum í gær
tilliigu bæjarstjórnar Ilafnar-
fjarðar um að hefja störf á ný og
áð verkstjórar Fiskiðjúversins
yrðu látnir víkja en fengju
þriggja mánaða uppsagnarfrest.
Samþykkti starfsfólkið tillögu
þar sem því er fagnað að.bæjar-
stjórnarmeirihlutinn „hafi loks-
ins tekið rögg á sig og samþykkt
að segja upp verkstjórunum í
Fiskiðjuverinu en sá böggull
fylgir skammrifi að aúlast er til
Heitt vatn úr
nýrri holu að
Ytri-Tjömum
Akureyri 16. maí
VIÐ BORUN að Ytri-Tjörnum fyrir
Hitaveitu Akureyrar fengust í dag
7 sekúndulítrar á 900 metra dýpi, en
ætlunin er að bora þessa holu allt
að 1600 metra djúpa.
Nú fást úr tveimur holum að
Ytri-Tjörnum 36—37 sekúndulítrar
af heitu vatni.
Sv.P.
Næsta blað á
þriðjudaginn
Mbl. kemur næst út á
þriðjudag, þar sem sunnu-
dagsblað kemur ekki út
vegna 17. júní.
að við vinnum undir þeirra stjórn
í rúma þrjá mánuöi. Það er
hlutur. sem við getum ckki sætt
okkur við. því munum við ekki
Framhald á bls. 22
Léttvín búin
til úr ísl.
gkyrmysu?
Á VEGIJM Rannsóknastofnun-
ar landhúnaðarins hefur að
undanförnu verið unnið að
tiiraunum með íhlöndun í
mysu með framleiðslu á svala-
drykkjum í huga. Að sögn
Ilannesar Hafsteinssonar,
verkfra'ðings. sem unnið hefur
að þessum tiiraunum. loía þær
góðu en ekki væri þó sýnt
hvcnær drykkir af þessu tagi
kæmu á markað en helst væri
hugmyndin að blanda appel-
sínusafa. ananassafa og tómat-
safa í mysuþykkni. „Við höf-
um einnig hug á því að gera
tilraunir með vínframleiðslu
úr mysunni og þá léttvín en
við höfum ekki cnn aflað
nægra upplýsinga til að geta
hafið þær tilraunir af fullum
krafti,“ sagði Hannes.
Sem fyrr sagði er ætlunin að
blanda úr mysunni svaladrykki
en ekki eru þeir þó blandaðir úr
hreinni skyrmysu heldur er
búið til svokallað mysuþykkni,
sem úr hefur verið síað 25% af
mysunni og hlutfall sykurs og
mjólkursýru breytt, þannig að
mysuþykknið verður ekki eins
súrt og venjuleg mysa.
Árlega falla nú til um 7
Framhald á bls. 22
Auglýst eftir
borgarstjóra
Á FUNDI borgarráðs í gær
var ákveðið með 3 atkvæð-
um fulltrúa vinstri meiri-
hlutans að auglýsa stöðu
borgarstjóra í Reykjavík
lausa til umsóknar og er
umsóknarfrestur til 20.
júlí. Umsóknir eiga að
sendast forseta borgar
stjórnar.