Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 „Já, gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri” r — sagði Birgir Isl. Gunnarsson um þá afetöðu Guðrúnar Helga- dóttur að greiða atkvæði á móti í BSRB en með í borgarstjórn ÞANN 15. júní urðu þri«jíja klukkustunda harðar umra-ður á fundi honíarstjórnar vcttna fram kominnar tillöKU mcirihlutans f borj?arstjórn um ttildistiiku verð- hótaákva-ða t' áfiinnum. Tillaga vinstri stjórnarinnar BjiirKvin Guðmundsson (A) kvaddi sér fyrstur hljóðs ok gerði grein fyrir afstöðu meirihlutans. Hann sagði það hafa verið eitt af fyrstu verkefnum borgarfulltrúa meirihlutans að fjalla um vísitölu- baeturnar þ.e. með hvaða haetti mætti koma til móts við launþega. Þegar fulltrúar meirihlutans höfðu kynnt sér fjárhagsstöðu borgarinn- ar þá urðu þeir sammála um að greiða þetta í áföngum, sagði Björgvin. Heildarkostnaðaraukinn hjá borginni samkvæmt tillögunni væri 300 milljónir króna en ef greiða ætti vísitölubætur á hærri laun éins og þau lægri næmi upphæðin 770 milljónum króna. Gert væri ráð fyrir, að framkvæmd tillögunnar yrði frá og með 1. júlí 1978. Stórkostleg blekking vinstri meirihlutans Birgir íslcifur Gunnarsson (S) tók næst til máls. Hann'sagði því hafa verið haldið á loft, að það væri nánast illmennska sem réði því, að ríkisstjórnin gerði viðnámsað- gerðirnar í febrúar. Undir sönginn um kaupránið svokallaða hefði Alþýðuflokkurinn tekið að nokkru leyti en þó ekki eins og Alþýðu- bandalagið. I sigurvímu kosning- anna komu Alþýðubandalagsmenn fram og hrópuðu í Þjóðviljanum: „Kaupránið hefur fengið sinn dóm“. Að mati Þjóðviljans voru kjósendur Alþýðubandalagsins að dæma kaup- ránið og samkvæmt mati Sigurjóns Pétusrsonar að þakka Alþýðu- bandalaginu heilsteypta andstöðu við kaupskerðinguna. Þessir um- ræddu kjósendur Alþýðubandalags- ins hafa nú beðið í ofvæni, sagði Birgir Isleifur, eftir efndum á þeim loforðum, sem Alþýðubandalagið gaf og hvernig staðið yrði við öll hin stóru orð, sem féllu í kosningabar- áttunni. Birgir Isleifur sagði, að nú hefði vísitölutillaga vinstri manna litið dagsins ljós. Síðan sagði Birgir Isleifur: „Eg hef fylgst með kosn- ingum og stjórnmálum frá því ég var ungur drengur, en ég vil fullyrða að aldrei hafa jafnstór kosningaloforð verið svikin jafn rækilega á jafnstuttum tírna." Samanburður á loforðum Alþýðubandalagsins og tillögunni Birgir ísleifur sagði, að fyrir lægi útreiknað af embættismönnum borgarinnar að ef fullar vísitölu- bætur á laun yrðu greiddar frá 1. marz þá myndi það kosta borgina 1050 milljónir króna. Það lægi líka fyrir, að ef vísitölubæturnar yrðu greilddar frá 1. júní, þ.e.a.s. frá þeim tíma sem hinn nýi meirihluti tók við völdum þá myndi það kosta borgina 770 milljónir. Tillaga vinstri manna, sem hér lægi fyrir, gerði ráð fyrir, að kostnaðarauki vegna hennar yrði um 300 milljónir króna eða um 30% af því, sem vinstri menn segja, að launþegar hafi verið rændir eins og Alþýðu- bandalagið segir. Ekki gengið að kröfu Verkamanna sambandsins Birgir Isleifur sagði, að komið hefði fram í fjölmiðlum að með þessari tillögu væri verið að sam- þykkja kröfu Verkamannasam- bandsins. Þetta væri rangt, einung- is blekking við borgarbúa og þá sem þessu eigi að trúa. Krafa Verka- mannasambandsins hafi verið ótví- ræð um greiðslu vísitölubóta frá 1. marz. Fullyrðingar um að verið væri að ganga að kröfu Verka- mannasambandsins eru því vísvit- andi blekkingar einar af hálfu vinstri manna, sagði Birgir Isleifur. Þá væri ein blekkingin enn. Haldið hefði verið fram, að allir launþegar fái fullar vísitölubætur frá 1. jan 1979. Birgir ísleifur sagði þetta vera líka blekkingu því allir almennir kjarasamningar rynnu út 1. des n.k. Guðrún Helgadóttir talar tveim tungum Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að sama dag og borgarráðsfull- trúarnir þrír hefðu boðað til blaðamannafundar til að kynna vísitölutillöguna þá hefði borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, Guð- rún Helgadóttir, greitt atkvæði í stjórn BSRB með samþykkt sem segði, að vísitölubæturnar skuli ekki koma til baka í áföngum heldur allar. Hún hafi síðan látið bóka, að hún féllist á greiðslu í Bjiirgvin Guðmundsson. hinn nýkjörni formaður borgarráðs. í haksýn Alhcrt (íuðmundsson. borgarfulltrúi. tillögu um þetta fyrir u.þ.b. 1 'k ári í borgarstjórn og var þá fyrrverandi minnihluti á móti en hefur nú tekið þetta upp sem meirihluti). Hins vegar væri orðalag mjög óljóst í málefnasamningnum um hvernig umræddum útgjöldum skuli mætt. Á fyrsta fundi í borgarstjórn, þ.e. þessum, sé málefnasamningur vinstri stjórnarinnar í Reykjavík þverbrotinn. Slíkt séu ekki gæfuleg fyrstu spor og beri vott um, að ekki sé mikil eining í vinstri meiri- hlutanum. Bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Birgir ísleifur gerði síðan grein fyrir bókun frá sex af sjö borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þar segir: 1. Eitt aðalinntakið í kosninga- baráttu forystuflokks hins nýja meirihluta, Alþýðubandalagsins, var, að kjarasamningarnir skyldu í gildi og látið var í veðri vaka, að ekkert væri auðveldara en að greiða fullar vísitölubætur. Þessi tillaga felur í sér svik á þeim kosninga- loforðum. Hún gerir ráð fyrir að útgjöld borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar vegna greiðslu verð- lagsbóta aukist um 300 milljónir króna í stað 1050 milljóna króna, ef fullar verðlagsbætur yrðu greiddar frá 1. marz eða 770 milljónir ef fullar verðlagsbætur yrðu greiddar frá 1. júní. 2. Þessi tillaga felur ekki í sér að gengið sé að kröfum Verkamanna- sambandsins eins og tillögumenn hafa ranglega skýrt frá í fjölmiðl- um. Kröfur Verkamannasambands- Er það „tímaeyðsla” að tala við fulltrúa 47 % Reykvikmga? — spurði Ólafur B. Thors áföngum þar sem ekki náðist samkomulag innan hins nýja meiri- hluta um fullar greiðslur vísitölu- bóta. Já, gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, sagði Birgir ísleifur. það dygði ekki að hjala blíðlega við fólkið í BSRB, en koma síðan í boargarstjórn og greiða atkvæði á annan hátt. Birgir Isleifur sagði borgarbúa og laun- þega ekki láta bjóða sér slíka tvöfeldni til lengdar. Hvernig klofnaði meiri- hluti vinstri manna? Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að í bókun Guðrúnar hefði staðið, að ekki hefði náðst samkomulag strax. Hann spurði hver hefði staðið í vegi fyrir, að ekki náðist sam- komulag strax? Um þetta spyrðu borgarbúar og borgarstarfsmenn og Reykvíkingar og við því ættum við heimtingu á að fá svar. Kristján Benediktsson hefði lýst yfir, að ekki hefði staðið á sér í málinu. Björgvin Guðmundsson hefði hins vegar farið undan í flæmingi en æskilegt væri, að hann upplýsti sína stöðu. Birgir Isleifur skoraði á borgarfull- trúa meirihlutans að upplýsa strax hver hefði staðið gegn gildistöku verðbótaákvæðanna. Viðurkenning __________vandans____________ Birgir Isleifur sagði, að hinn nýi meirihluti hefði lýst yfir, að fjár- hagsstaða borgarsjóðs leyfði ekki greiðslu fullra vísitölubóta nú þegar. Það lægi ljóst fyrir, að efnahags- ráðstafanirnar hefðu verið gerðar vegna þess hve miklir erfiðleikar voru sjáanlegir í þjóðarbúinu. Nú hafi borgarfulltrúar hins nýja meirihluta viðurkennt, að verulegur vandi var á höndum. Þessu sjónar- njiði kvaðst Birgir Isleifur sam- mála, en það hefði verið stórmann- legra fyrir kosningar þegar verið var að hræða borgarbúa að greiða atkvæði um kröfuna „samningana í gildi" að segja þetta strax, því á þeim tíma sem liðinn væri frá kosningum hefði ekkert breytzt. Birgir Isleifur sagðist enga dul hafa dregið á það, að borgarsjóður myndi á seinni hluta ársins standa frammi fyrir verulegum vanda. Þetta hefðu allir borgarfulltrúar vitað og fullyrðingar nú um slæma fjárhagsstöðu borgarsjóðs væri einungis skálkaskjól til að þurfa ekki að standa við stóru orðin. Stórkostleg svik á kosningaloforðum Birgir ísleifur sagði því augljóst að forsendur væru hinar sömu nú og fyrir mánuði og gerðir vinstri meirihlutans væru einhver stór- kostlegustu kosningasvik sem um gæti í stjórnmálasögu landsins. Málefnasamningurinn brotinn á fyrsta fundi borgarstjórnar Birgir Isleifur sagði, að í mál- efnasamningnum segði,. að meiri háttar fjárútlát eða skuldbindingar um þau yrði aðeins samþykkt, að jafnframt væri ákveðin leið til að mæta útgjöldunum (Sjálfstfl. flutti ins eru, að fullar vísitölubætur skyldu greiddar frá 1. marz á laun, sem 1.6. voru 151.700.- en tillagan gerir ráð fyrir vísitölubótum á þau laun frá 1. júlí. 3. Það er ennfremur rangt sem tillögumenn halda fram, að ef samþykkt verður þessi tillaga geri það að verkum, að allir samningar verði í fullu gildi með nýrri fjárhagsáætlun, þ.e. um ára- mót. Þetta er blekking því að almennir kjarasamningar renna út 1. desember og þá verður að sjálfsögðu samið um verðbóta- ákvæði eins og annað og samþykkt borgarstjórnar nú breytir engu í þeim efnum. 4. Því er nú haldið fram, að ekki sé unnt að efna kosningaloforðið, þar sem fjárhags- staða borgarinnar leyfi ekki frekari greiðslur verðbóta. Þetta er einnig blekking, því að ekkert hefur komið fram eftir kosningar varðandi fjárhag borgarinnar, sem ekki lá ljóst fyrir í kosningabaráttunni. Afstaðan nú er því viðurkenning á þeim rökum, sem stuðningsmenn viðnámsaðgerða ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram. 5. Engar tillögur fylgja um það, hvernig afla eigi þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.