Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 17 ill yf irráð midanna — 200MÍLUR landhelginnar og því er mikilvaegt aö yfirvöld haldi vöku sinni og sjái til þess að Landhelgisgæzlan sé til þess búin hverju sinni að rækja sitt hlutverk eins og bezt er hægt. Gunnar H. Ólafsson, skipherra> „Fjórda þorska- stríöid er eftir og ef það vinnst ekki er öllum sigrum í land- helgismálinu kastað á glæ“ Þegar ég lít til baka eru það ekki hin snöggu umskipti, t.d. þegar samningarnir runnu út á síðasta ári, sem skera sig úr í huga mínum. Þá þegar hafði erlendum togurum fækkað svo jafnframt því sem íslenzkum togurum fjölgaði að meiri líkur voru á því að um íslenzka togara væri að ræða en erlenda þegar haldið var að togarahóp til athugunar. En sú breyting, sem orðin er síðan ég fyrst sigldi sem ungur stýrimaður til landhelgis- starfa á árunum 1952 til 1958, er vægast sagt ótrúleg. Þá seinnipart vetrarvertíðar, t.d. þegar siglt var um Selvogsbanka, blasti við ljósa- dýrð líkt og í stórborg væri. 50—100 togarar eða meira voru þar á veiðum og leita varð lúsaleit í hópnum til þess að finna íslenzka togara innan um öll þessi stóru erlendu veiðiskip sem jusu upp auðæfum íslands. Innan um togaraflotann kúrðu svo netabátarnir frá Vestmannaeyjum á afmörkuðum svæðum, 12—16 sjómíl- ur að lengd og lítill varðbátur eða varðskip sigldi þar fram og aftur og aftur og fram til þess að gæta þessa litla hólfs af fremsta megni. Flestir þessara togara voru brezkir en þar voru einnig Þjóðverjar, Belgar, Færeyingar, Frakkar, Portúgalir og guð má vita hvað. Meira að segja urðum við tvisvar varir við japanska togara sem hingað voru sendir til tilraunaveiða. Þar sem Japanir voru á þeim tíma með fiskiflota með 150 til 200 skipum hér sunnar á Atlants- hafinu, eftir því sem ég bezt veit, setur að mér hroll þegar ég hugsa til þess sem gerzt hefði ef við hefðum ekki verið sem óðast að færa út fiskveiðilandhelgina okkar á þessum árum. Svona eftirá finnst mér að ef til vill hafi útfærzlan í fjórar sjómílur, þar sem línan var dregin yfir firði og flóa í yztu annnes, verið stærsta stökkið og um leið fyrsti steinninn sem hratt af stað þeirri skriðu sem sópaði erlendum fiskiskipum burt af íslandsmiðum. Að vísu var framund- an 25 ára hörð og erfið barátta þar sem oft virtist vera við algert ofurefli að etja en það hafðist. Skemmtilegast er þó að þótt lands- menn rifust um allt og alla í sambandi við landhelgina sýndi það sig að þegar í harðbakkann sló á miðunum stóð öll þjóðin saman sem einn maður hvar í flokki sem menn annars stóðu. Ohjákvæmilega verður maður að fagna því að fjöldi manns stórslasaðist ekki eða beið bana á miðunum einkum og sér í lagi á síðustu mánuðum þriðja þorska- stríðsins. I dag er bjart um að litast á miðunum. Að vísu eru hér ennþá þrjár erlendar þjóðir. Frændur vorir Færeyingar sem einir þjóða eiga meira undir fiskveiðum en við Islendingar, nokkrir litlir togarar frá Belgíu í afmörkuðum hólfum, en Belgarnir dugðu okkur bezt þegar bæði Englendingar og Þjóðverjar höfðu lýst löndunarbanni á fersk- fiskinn okkar og nokkrir norskir Framhald á bls. 25. Sigurður Þ. Árnason, skipherrax „Þad má heita ótrúlegt ad vid skulum að mestu vera lausir við út- lendinga af miðum okkar“ Þegar horft er til baka og staða okkar í landhelgismálinu í dag er borin saman við þá stöðu sem var þegar ég hóf störf hjá landhelgis- gæzlunni árið 1947 áttar maður sig á því hve breytingin er gífurleg. Þá voru gæzlumenn að störfum á litlum og ganglausum skipum og áttu í höggi við gífurlegan fjölda erlendra veiðiskipa, sem stunduðu veiðar á öllu landgrunninu allt inn að þremur sjómílum frá ströndinni. Voru þá allir flóar og flestir firðir opnir fyrir þeim fyrir utan það sem þeir tóku ófrjálsri hendi. Ógerningur er í dag að gera sér hugmyndir um hve mikið hinir erlendu fiskimenn tóku hér af fiski og hve mikið þeir drápu, því oft var jafn miklu hent eins og hirt var. Undrast maður stórlega getu yfir- manna varðskipanna eftir að íslend- ingar tóku þessi mál í sínar hendur þegar hugleiddur er sá mikli ágang- ur erlendra fiskiskipa og smæð varðskipanna. í dag höfum við náð því ótrúlega takmarki að hafa yfirráð yfir 200 sjómílna fiskveiðilögsögu. Við getum verið þakklát fyrir að því takmarki var náð án slysfara því oft var teflt á tæpasta vað á meðan sú barátta var í algleymingi. Það má heita ótrúlegt að við skulum að mestu vera lausir við útlendinga af fiskimiðum okkar og vita aðeins af 6—10 erlendum togurum hér við land auk fárra línu- og handfæraskipa sem taka mjög takmarkaðan afla. Ég vona af alhug að við íslendingar berum gæfu til að finna leiðir til þess að efla fiskistofnana hér við land að nýju og þannig auka þann afla, sem við getum tekið af Islandsmiðum í náinni framtíð. aftur Á sama hátt og faðir hans, Guðmundur frá Miðdal, var fræg- ur ferðagarpur innan lands, fjalla-, jökla- og óbyggðafari og gerðist einnig víðförull erlendis — þá er Guðmundur Erró hnattfari „Globettrotter" og hefur að auki gert víðreist um land sitt. — Þetta forspjall tel ég nauð- synlegt til nánari skilnings á myndlistarmanninum „Erró“, en ég hef verið spurður margs um hann undanfarnar vikuí og hef orðið þess var að ekki átta sig allir á sýningu hans að Kjarvalsstöðum né átta sig á hvert hann stefnir. Þá er sýningin fyrir suma svo stór í broti, torskilin og „yfirþyrmandi" að hún ruglar þá í ríminu og vekur með þeim innri ókyrrð. Menn eru einfaldlega óvanir því að myndir hangi svo þétt sem hér og að skilrúm sem fyrir hendi eru skuli ekki hagnýtt betur og á annan veg. En þetta er eins og listamaðurinn lagði fyrir, allt er hér gert af ásettu ráði og með ákveðin hughrif í huga. Erró lætur ekki segja sér Myndllsl Á LISTAHÁTÍÐ eftir BRAGA ÁSGEIRSSON fyrir verkum þótt annað kunni að koma sér betur fyrir hann, — hann er samur við sig og um hann má segja líkt og marga „brekku- sækna“ landa hans hér áður fyrr — „hann kvikar ekki af leið, þó að kólga liggi á fjöllum og lægðir sæki að landi"... Já, sýningin að Kjarvalsstöðum er óvenjuleg hér og fjölbreytt, — mjög fjölbreytt að vissu marki en einnig einhæf um leið á vissu sviði. Það er jafn víst að til er einhæfni í fjölbreytni og fjölbreytni í einhæfni. Er ég þó ekki að bera á Erró einhæfni, heldur er hér um vissan orðaleik að ræða sem stundum er gripið til. — Þá er hér enganveginn um yfirlitssýningu í þrengstu merkingu að ræða, öllu frekar yfirlit yfir vinnubrögð listamannsins sl. 19 ár og eru Erro og Vilai Permchit Um sýningu Guðmundar ERRÓ nýrri verk í miklum meirihluta — þá vantar t.d. „scape“-myndröð listamannsins í samhengið en hún er e.t.v. sú nafntogaðasta er eftir hann liggur. En í sjálfu sér er það næstum kraftaverk að honum skyldi takast að safna saman öllum þessum myndum. Sj'álfsagt leitar fólk að skoðun- um listamannsins í myndunum — og þá einkum ádeilumyndunum og er þá rétt að taka það fram að þetta þurfa ekki að öllu jöfnu að vera skoðanir hans, stundum fær hann pantanir á myndum er túlki ákveðið svið skoðana — og að láta koma fram háð og ádeilu. Sjálfur segir Erró í fróðlegu viðtali við Aðalstein Ingólfsson í Dagblaðinu 5. og 6. júní sl.: „Það er kannski naer að kalla það viðbrögð fremur en ádeilu. Adeila felur í sér hvatningu eða ósk um breytingu. Bækur geta breytt heiminum en málverk varla. Þau eru máluð eftir að hlutirnir gerast. Minar myndir eru margar af leiðingar af beinum tilfinningalegum við- brögðum minum við einhverju sem gerist. Nú, svo verða sumar af mínum pólitísku myndum til fyrir tilstilli annarra sem panta slikar myndir. Myndin af „Topino Lebrun og Allende“ er þannig til komin. En að myndunum loknum er mér ráunar hjartanlega sama hvernig fólk túlkar þær. Mynd- inni er lokið og þá er hún eign heimsins. Ég veit oft ekki hvað ég hef sjálfur verið að segja í þeim og þá vil ég gjarnan fá vini mína sem eru bókmenntasinnaðir, til að spá í myndirnar. Menn eins og rithöfundurinn Robbe — Grillet og gagnrýnandann Alain Jouffroy.“ — Þessi- framsetning Erró er mjög athyglisverð og þýðingar- mikil fyrir fólk er vill komast til botns í myndum hans — annað mál er að menn þurfa ekki endilega að vera sammála. Ég álít t.d. að hér vanmeti Erró áhrifa- mátt málverksins sem frumlista- greinar, því ég tel víst að frum- herjar aldarinnar svo sem Kandinsky, Picasso, Matisse, Braque, Miro og Klee, ásamt mörgum öðrum, hafi átt ómældan þátt í mótun og víkkun skynsviðs fólks. Myndir þeirra ollu byltingu í víðtækum skilningi — allar aðrar greinar sjónlista fylgdu á eftir og ótal víxlverkanir innbyrðis og áhrif á aðrar listgreinar svo og hugsunarhátt og skynsvið fólks um leið. En svo er einnig til sá möguleiki að ég hafi misskilið framsetningu listamannsins eða að Aðalsteinn hafi ekki flutt nákvæmlega ummæli hans. — En öll umræða er það sem máli skiptir fyrir listamenn af gráðu Erró — og því fleiri lausnir því betra. Erró má vel við uná að vera umdeildur listamaður, — hafinn til skýjanna af ýmsum samtímis því að aðrir láta sér fátt um finnast. En þetta er óskadraumur flestra framsækinna listamanna, — þeir höfða ekki til fjöldans og er í flestum tilvikum sama um almennt álit — komi á annað borð fram einhverjir sem skynja hvert þeir stefna og meta það, — hitt fylgir í kjölfarið. Hér sem jafnan skiptir megin- máli að sýningin hreyfi við gest- um, og þá einkum ungum mynd- listarmönnum, og hafi áhrif á skoðanamyndun og rökræðu á listasviði. Það kemur sér vel að fólk skuli streyma á þessa sýningu þar sem alheimsvandamálin eru tekin fyrir og afgreidd á háðskan hátt, hiklaust án hræsni eða fordóma — ásamt því að fortíð og nútíð eru stokkuð upp. Ungir myndlistarmenn mega hér sann- færast um gildi vinnunnar og um leið mikilvægi þess, að kunna vel að fara með þau hjálpartæki er þeir hafa handa á milli hverju sinni. Þau áhrif er sýningin skilur eftir er það sem mestu máli skiptir, og það er von mín að slíkt verði öðru fremur á sviði vinnu- bragða — og að Erró fái að vera í friði með stíl sinn og sérstæða túlkun þótt í sjálfu sér hafi hann hér engan einkarétt. Að fjalla um sjálfa sýninguna í heild sinni er næsta vonlítið verk en í fáum orðum er það mat mitt að hér sé um óvenjulega sterka og fjölþætta sýningu að ræða en svo sem að líkum lætur um jafn viðamikla og róttæka sýningu þá fylgjast þar að bæði hæðir og lægðir. Erró hefur málað nokkrar Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.