Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978
— Leone
Verkamenn fagna
— Kannanir
Framhald af bls. 32
Leyfi til setlagakannana fela
ekki í sér einkarétt og þeim fylgja
ekki vilyrði eða loforð um frekari
rannsóknaleyfi, segir í frétt
iðnaðarráðuneytisins.
— Skrefið
of skammt
Framhald af bls. 2
menn hins nýja meirihluta í
borgarstjórn borið því fyrir sig, að
þeir þyrftu að skoða betur fjár-
hagsstöðu borgarinnar en hefðu
ekki bundið þetta svo niður að
samningarnir verða ekki komnir
að fullu í gildi fyrr en um áramót.
Og það er alveg ljóst að fjölmargir
í hópi borgarstarfsmanna koma
ekki til með að njóta þessarar
breytingar nema að litlu leyti,“
sagði Jón að síðustu.
— Léttvín
Framhald af bls. 32
milljónir lítra af mysu frá
mjólkurbúunum í landinu og er
helmingur þess hjá Mjólkurbúi
Flóamanna. Aðeins örlítið brot
af þessari mysu er nýtt en hinu
er hent. í þessum 7 milljón
lítrum af mysu eru 42 tonn af
hreinni eggjahvítu og 270 tonn ,
af mjólkursykri og mikið magn
steinefna.
— Hafna tilögu
Framhald af bls. 32
hefja vinnu nema verkstjórarnir
víki úr stiirfum. þar sem vitum að
hægt er að fá vcrkstjóra strax.“
Tillaga starfsfólksins var borin
upp sem frávísunartillaga við
tillögu bæjarstjórnarinnar og var
hún samþykkt með 60 atkvæðum
gegn 25 en 14 sátu hjá og einn
seðill var auður. Sem fyrr sagði
gerði tillaga bæjarstjórnarinnar
ráð fyrir að starfsfólkið hæfi störf
strax en verkstjórunum tveimur
yrði sagt upp en þeir fengju
þriggja mánaða uppsagnarfrest
skv. ráðningarsamningi þeirra og
létu því ekki af störfum fyrr en 1.
október n.k. Nú er kominn rúmur
hálfur mánuður frá því að starfs-
fólk Fiskiðjuversins lagði niður
störf. I gær og fyrradag greiddu
verkalýðsfélögin í Hafnarfirði
tæpar 2 milljónir króna til starfs-
fólks Fiskiðjuversins, sem verið
hefur í verkfalli og sagði Guðríður
Elíasdóttir, formaður Verka-
kvennafélagsins Framtíðarinnar,
að enn væri dálítið fé eftir í sjóði
til þessara greiðslna og von væri
á meira fé eftir helgi.
Stefán Jónsson, forseti bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar, sagði að
um helgina yrði reynt að finna
lausn á þessu máli en málið væri
nú í höndum útgerðarráðs Hafnar-
fjarðar. Páll Jóhannsson, formað-
ur útgerðarráðsins vildi ekki tjá
sig um samþykkt starfsfólksins en
sagðist búast við að málið yrði
tekið fyrir á fundi í útgerðarráði,
sem væntanlega yrði haldinn strax
eftir helgi. Guðríður Elíasdóttir,
formaður Framtíðarinnar, sagðist
ekki vilja tjá sig um samþykkt
starfsfólksins í Fiskiðjuverinu en
Hallgrímur Pétursson, formaður
Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarfirði, sagði að þessi sam-
þykkt starfsfólksins hefði ekki
komið sér á óvart miðað við
hljóðið sem verið hefði í starfs-
fólkinu á fundi, sem haldinn hefði
verið með því sl. föstudag.
Framhald af bls. 14.
tveggja milljóna dollara greiðsl-
um Lockheeds til stjórnmála-
manna. fyrir kaup á 14 flugvél-
um. Á síðustu mánuðum hafa
komið fram ásakanir um að
Leone hafi svikið undan skatti
og gefið rangar upplýsingar um
smíði 39 herbergja lúxusvillu
skammt frá Róm.
Forsetinn dró sig stöðugt
meir út úr opinberu lífi og
neitaði öllum ásökunum. En
blöðin gerðu sér stöðugt meiri
mat úr máli hans og hæddust að
honum svo að staða hans var
sífellt erfiðari. Eitt síðasta
embættisverk hans var að mæta
við útför Aldo Moros fyrrver-
andi forsætisráðherra sem
hryðjuverkamenn Rauðu her-
deildanna myrtu.
Leone var fæddur 3. nóbember
1908 í Napoli og skopskyn hans
og málhreimur báru þess merki.
Að loknu háskólanámi kenndi
hann lögfræði í nokkrum
háskólum' árunum fyrir síðari
heimsstyrjöldina og í styrjöld-
inni var hann yfirmaður í
lagadeild hersins.
Stjórnmálaferill hans hófst
1945 þegar hann varð ritari
Napolideildar Kristilega
demókrataflokksins og seinna
átti hann þátt í að semja
stjórnarskrá lýðveldisins.
Minnstu munaði að hann yrði
forseti 1964 en dró sig í hlé eftir
15. atkvæðagreiðslu. Árið 1971
var hann kjörinn í 23. atkvæða-
greiðslu en forsetann kjósa
þingmenn beggja þingdeilda og
fyikisstjórna Italíu. Hann var
skipaður öldungadeildarmaður
til lífstíðar 1967 fyrir störf í
þágu þjóðarinnar og það er
sjaldgæft að mönnum sé sýndur
sá heiður á Ítalíu.
— Og tala sitt
með hvorri
Framhald af bls. 21
aði: „Öllu starfsfólki borgarinnar og
fyrirtækja hennar, sem í dag hefur
kr. 151.700.- í mánaðarlaun í
dagvinnu eða lægra, verði frá 1.
marz 1978 greiddar fullar verðbæt-
ur samkvæmt ákvæðum kjarasamn-
inga á öll vinnulaun. Starfsfólki
með h’ærri laun skulu greiddar
verðbætur jafnháar í krónutölu og
greiðast á ofangreind mörk“.
Gekk eins lang
og fært var
Kristján Benediktsson (F) sagði,
að Magnús L. Sveinsson hlyti að
vita, að það vantaði 400 milljónir til
að ljúka þeim verkum, sem ákveðin
voru í fjárhagsáætlun og meirihluta
þeirra er búið að bjóða út. Kristján
sagðist hafa gert sér grein fyrir, að
borginni væri þröngur stakkur
skorinn en gera yrði eitthvað í
vísitölumálinu. Þess vegna hefði
hann gengið eins langt og fært var.
Kristján Benediktsson sagði, að
Birgir Isleifur Gunnarsson ætti að
gleðjast yfir, að stóra aflið í
meirihlutanum hafi séð að sér í
tíma. Kristján sagðist hafa verið
ósammála um, að láta hækkunina
ganga alveg upp í toppinn. Það væri
ekki einum eða öðrum að kenna, að
ekki var gengið skemmra eða
lengra. Þá væri tillaga Magnúsar L.
Sveinssonar tilræði við Reykjavík.
Guðmundur Þ. Jónsson sagðist
fullviss, að \ierkamenn vildu fagna
fram kominni tillögu. Mjög athygl-
isvert hefði verið að heyra í
Magnúsi L. Sveinssyni, en tillaga
hans væri yfirborðatillaga.
Guðrún Helgadóttir.
tillaga MLS
er ekki bjóðanleg
Reykvíkingum
Guðrún Helgadóttir sagði, að hér
væri mikið búið að tala og þýðingar-
laust væri að halda því áfram. Hér
væru menn greinilega bara að t.ala
til að tala, það væri tómt mál að
halda þessu áfram. Það væri út í
bláinn að leita að sökudólg vegna
tillögu meirihlutans. Þá væri svo,
að tillaga Magnúsar L. Sveinssonar
væri ekki bjóðanleg Reykvíkingum.
Guðrún Helgadóttir sagðist hyggja
gott til samvinnu meirihlutans.
Umræður um tillögu Magnúsar L.
Sveinssonar væru tímaeyðsla og
enginn tæki mark á henni.
Ósamkomulagið
var í
Alþýðubandalaginu
Birgir ísleifur Gunnarsson
sagði, að Sigurjón Pétursson hefði
vitað fyrir kosningar hvað stóð í
vegi fyrir greiðslu fullra vísi-
tölubóta á laun. Afstaða Sigurjóns
Péturssonar væri ekki sæmandi
ábyrgum borgarfulltrúa. Birgir
Isleifur sagðist hafa spurt hvað
hefði staðið í vegi fyrir greiðslu
fullra vísitölubóta á laun af hálfu
meirihlutans. Eftir umræður þær
sem hér hefðu farið fram kæmi
glögglega í ljós, að ágreiningurinn
hefði verið innan Alþýðubandalags-
ins sjálfs. Alþýðubandalagið hefði
sjálft aldrei látið reyna á greiðslu
fullra vísitölubóta á laun. Þetta
væru því svik við gefin loforð.
Stjórnarandstaðan
ekki stórmannleg
Sigurjón Pétursson sagði, að
stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks-
ins ætlaði greinilega ekki að verða
stórmannleg næstu fjögur árin. Sú
niðurstaða sem komist hefði verið
að um greiðslu vísitölubóta hefði
verið í samræmi við getu borgarinn-
ar.
Afstaða Abl.
og vísitala
_______frá 1. marz__________
Magnús L. Sveinsson sagði at-
hyglisvert að heyra afstöðu for-
manns Landssambands iðnverka-
fólks til tillögunnar um greiðslu
fullra vísitölubóta frá 1. marz.
Hann hefði kallað tillöguna yfir-
borðstillögu. Heilindi borgarfull-
trúa Alþýðubandalagsins og for-
manns Landssambands iðnverka-
fólks, Guðmundar Þ. Jónssonar,
væru því ekki mikil í þessu máli. Þá
hefði Guðrún Helgadóttir kallað
tillögu sína grín, hennar heilindi í
málinu kæmu þar fram.
Vanvirðing við
minnihlutann
Ólafur B. Thors sagðist ekki ætla
að lengja þessar umræður, vilja þó
vekja athygli á fyrirlitningu vinstri
manna, sem fram kæmi í málflutn-
ingi þeirra gagnvart minnihlut-
anum, Sjálfstæðisflokknum. Ólafur
B. Thors spurði hvort Sigurjón
Pétursson áliti það sem nýkjörinn
forseti borgarstjórnar kallaði tíma-
eyðslu að ræða við minnihluta
borgarstjórnar og um tillögur hans
eins og legið hefði í orðum tveggja
borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins.
Ólafur B. Thors sagðist vona, að í
framtíðinni ætti hann ekki eftir að
heyra það úr ræðustól borgar-
stjórnar, að viðræður við minni-
hlutann og um tillögur hans væru
tímaeyðsla á fundartíma borgar-
stjórnar Reykjavíkur. Það væri nú
svo, að minnihluti Sjálfstæðis-
flokksins hefði á bak við sig 47%
greiddra atkvæða og þessi 47%
hlytu að hugsa margt þegar því
væri lýst yfir af hálfu borgarfull-
trúa Alþýð"bandalagsins, að um-
ræðurnar í borgarstjórn væru
tímaeyðsla.
Bókun Magnúsar
L, Sveinssonar
Tillaga Magnúsar L. Sveinssonar
fékk eitt atkvæði. Flutningsmaður
óskaði þá bókað: „Ég er efnislega
sammála 1.—5. lið í bókun annarra
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
en með vísun til tillögu minnar, sem
ekki hlaut stuðning hér á fundinum
um fullar verðbætur á lægstu laun
frá 1. marz sl., en það er í samræmi
við samning, sem borgarstjórn
samþykkti á sl. ári, mun ég greiða
atkvæði með tillögu meirihlutans
þó hún gangi ekki jafn langt og mín
tillaga til móts við ákvæði kjara-
samninga vegna lægst launaða
fólksins". Tillaga meirihlutans var
síðan samþykkt, sex af borgarfull-
trúum Sjálfstæðisflokksins sátu hjá
og vísuðu til bókunar sinnar, en
tillaga meirihlutans var samþykkt
með 9 atkvæðum borgarfulltrúa
meirihlutans og Magnúsar L.
Sveinssonar.
r
— Italía
Framhald af bls. 1
demókrötum og flokkum sem ekki
eru í tengslum við kirkjuna. Hins
vegar er talið að kristilegir
demókratar hafi hug á því að
halda embættinu sem Aldo Moro
var til skamms tíma líklegastur til
að skipa. Þeir kristilegir demó-
kratar, sem nú eru helzt nefndir í
þessu sambandi, eru Fanfani, sem
nú er handhafi forsetavalds,
Zaccagnini og Andreotti.
Kommúnistar eru stóra spurn-
ingamerkið, en á þeim getur lausn
málsins oltið. Telja ýmsir líklegt
að þeir muni styðja kristilega
demókrata gegn þvi að annað komi
í móti. Kommúnistar hafa tekið
upp hanzkann fyrir Leone og
málgagn þeirra, L’Unita, segir í
dag að afsögn Leones megi ekki
túlka sem uppgjöf hans í áróðurs-
herferð heldur hafi forsetinn hér
lagt sitt af mörkum í þágu
lýðræðis og stöðugleika í þjóðfé-
laginu.
Á grundvelli ásakana Róttæka
vinstri flokksins rannsakar yfir-
saksóknarinn í Róm nú hvort
ástæða sé til aðgerða af hálfu
dómsmálayfirvalda en Leone hef-
ur verið brigzlað um skattsvik,
aðild að Lockheed-hneykslismál-
um og vafasöm fasteignaviðskipti
en þrátt fyrir mikið málavafstur
vegna meintra mútugjafa Lock-
heed til ítalskra stjórnmálamanna
hefur Leone aldrei verið orðaður í
því sambandi fyrr en nú.
— Gallup
Framhald af bls. 1
inn hafa yfirburði með 48%, en
fylgi Verkamannaflokksins virt-
ist þá aðeins vera 41%.
Formaður Ihaldsflokksins,
Margaret Thatcher, hefur mjög
sótt í sig veðrið gagnvart Verka-
mannaflokknum og hefur ekki í
annan tíma verið illskeyttari í
árásum sínum á stjórnina en síðan
niðurstaða Gallups sýndi slíka
yfirburði flokks hennar. Hefur
Gallup kannað viðhorf íhalds-
manna til flokksleiðtogans og
kemur í ljós að persónulegar
vinsældir Thatchers hafa dvínað
þannig, að 49% þeirra íhalds-
manna, sem spurðir voru, eru
henni andvígir, en 38% eru
ánægðir.
Batnandi efnahagur Breta er
talinn ástæðan fyrir vaxandi gengi
Verkamannaflokksins, en veruleg-
ur árangur hefur náðst í barátt-
unni við verðbólguna, sem nú er
innan við 8% en var fyrir aðeins
hálfu ári 15%. Opinberar tölur
gefa til kynna að framleiðni fer nú
vaxandi í Bretlandi í fyrsta sinn á
átta árum og að undanförnu hefur
heldur dregið úr atvinnuleysi,
enda þótt enn sé yfir milljón
manna atvinnulaus í landinu.
Allt bendir til þess að þingkosn-
ingar fari fram í Bretlandi áður en
fjórir mánuðir eru liðnir, en þrjár
vikur eru síðan David Steel,
leiðtogi Frjálslynda flokksins, gaf
til kynna að óformlegum stuðningi
við stjórnina lyki í lok þingtímans
í september n.k. I atkvæðagreiðslu
um vantrauststillögu í þinginu í
fyrradag hélt stjórn Callaghans
naumlega velli, og munaði aðeins
fimm atkvæðum.
— Við komumst
ekki lengra
Framhald af bls. 2
I viðtali við Morgunblaðið hinn 14. júní
sl. sagði Kristján Benediktsson hins vegar:
„Hafi strandað á einhverjum, þá var
það ekki á okkur.“
A forsíðu Tímans 15. júní birtist viðtal
við Kristján Benediktsson um þetta mál.
Hann segir: „Mér koma þessi ummæli
Guðrúnar mjög á óvart. Ég lýsti því strax
yfir, þegar þetta mál bar á góma í
viðræðum okkar, að ákvarðanir í því
mundu ekki stranda á okkur
framsóknarmönnum. Við þetta höfum við
staðið. Hvort ágreiningur hefur orðið um
þetta mál innan Alþýðubandalagsins veit
ég að sjálfsögðu ekki. Sá ágreiningur kom
ekki fram á sameiginlegum fundum."
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í
fyrrakvöld skýrði Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins frá því, að
tillaga um fullar verðlagsbætur á laun
hefði aldrei komið fram á sameiginlegum
fundum meirihlutaflokkanna.
Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins, gaf þá skýringu á því,
að ekki væru greiddar fullar verðlagsbætur
á laun strax, að meirihlutaflokkarnir
fyndu ekki.milljarð í kassanum, sem þeir
teldu, að ætti að vera þar. Guðrún
Helgadóttir sagði á sama
borgarstjórnarfundi, að þeir peningar,
scm þyrfti til að borga fullar verðlagsbæt-
ur strax, væru „smápeningar í stóra
kassanum.“
— Staksteinar
Framhald af bls. 7
Því sambandi vitnaði
Sighvatur Björgvinsson
(A) til pingræöu Magnús-
ar Kjartanssonar, Þáv.
orkuráðherra, sem birt er
í 13. hefti Albingistíðinda
1973—1974, bls. 1876,
með Þessum orðum:“
Stóriöja
Alþýöubanda-
lagsins
nyröra
og eystra
„Háttvirtur Þingmaður
(Halldór Blöndal) minnt-
ist á, hvort Það vasri ekki
stefna ríkisstjórnarinnar
(vinstri stjórnarinnar) að
ekki skyldi rísa stór-
iðnaður á Norðurlandi —
ekki orkufrekur iðnaður.
Því fer mjög fjarri. Ég tei
Það ákaflega mikilvægt
atriði að meiriháttar fyrir-
tæki af slíku tagi, rísi
ekki aöeins hér á Suö-
vesturlandi heldur einnig
á Norðurlandi og Aust-
fjörðum, Þar sem
aöstæður eru vissulega
hentugar...“ — Þannig
hljóðaöi hin „íslenzka
atvinnustefna“ innan
stjórnar. Utan stjórnar er
annað hljóð úr strokkl
Já, AlÞýöubandalagið
hefur tungur tvær og
talar sitt með hvorri. Það
er dæmigerður henti-
stefnuflokkur. Þaö hefur
tileinkað sér allt Það á
boröi úr fari Albýöu-
flokks, sem Það deíldi
harðast á í orði. Tvöfeldni
Þess í öllum afgerandi
Þjóömálum er móögun
við dómgreind fólks og
kallar á viövörun, sem
flokksnefnan á meir en
skilið í komandi þing-
kosningum.
Deila má og á um
stefnur og leiðir. En lág-
markskrafa er, að ftokkar
séu sjálfum sér sam-
kvæmir, komi hreint til
dyra og séu heiöarlegir
gagnvart kjósendum.
Kjósendur eiga skýlaus-
an rétt á að fá aö vita,
hvað Þeir velja með at-
kvæði sínu, hvaö Þeir eru
að kjósa yfir sig. Þennan
rétt hunzar AlÞýðu-
bandalagið. Ógerningur
er að vita fyrirfram, hvort
andlitið verður sýnt eftir
kosningar. Þaö hunzaöi
og rétt fólks til almanna-
áhrifa á stefnumörkun og
framboð (prófkjör). Þess-
vegna á Það skilið ræki-
legan skell í komandi
AlÞingiskosningum. Slík-
ur skellur gæti verið
tímabært læknislyf."