Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JUNÍ 1978 Morgunblaðið óskar ..eftir blaðburðarf ólki Úthverfi Hólahverfi II Blikahólar, Sogavegur, Rauðagerði. Upplýsingar í síma 35408 Sjálfboðaliðar á kjördag D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboða- starfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúar listans í kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D-listanum lið með starfskröftum sínum á kjördag, 25. júní næstkomandi, hringi vinsamlegast í síma: 86216—82900. Skráning sjálfboðaliöa fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. _______________________________y 11-listinn Vöruflutningar Seyðisfjörður — Reykjavík — Seyðisfjörður Vörumóttaka í Reykjavík Vöruleiöir Gelgjutanga 9 — Sími 83700 Vörumóttaka á Seyöisfiröi Ríkisskip — afgreiðsla — Sími 97-2166 Ólafur Kjartansson Múlavegi 16 Seyöisfiröi — Sími 97-2411 Sími í Reykjavík 36827 Björn Bjarnason: í stuttri grein, sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. júní s.l., vakti ég einu sinni sem oftar athygli á því hve her- stöðvarandstæðingar leggja sig fram um það að ræða ekki kjarna málsins þegar þeir fjalla um hugðarefni sitt. Þeir fjalla yfir- leitt um allt annað en öryggis- hagsmuni íslands og varnarþörf. Áherslan er lögð á löngu liðna atburði og þá þætti, sem minnstu skipta varðandi aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu á liðandi stund. Vopnin sem þeir berjast með eru gömul og fúin enda málstaðurinn í samræmi við það. Sjaldan hefur það átt betur við en í tengslum við fámennu Keflavíkurgönguna, sem farin var 10. júni, að benda á þessa blekkingariðju. Besta staðfest- ingin fæst við að kynna sér ræðu aðalræðumannsins Magnúsar Kjartanssonar en hann talaði á Lækjartorgi. Ekki ber að van- meta sögulega reynslu, af henni má draga margan lærdóm. Hitt er einstaklega ámælisvert þegar menn misfara með sögulegar rannsóknir annarra og færa þær inn í blekkingarvef sem síðan er notaður til að hallmæla látnum forystumönnum sem hafa lagt sig fram um það allan sinn aldur að gera veg og virðingu þjóðarinnar sem mesta. Hér í blaðinu hefur verið sýnt fram á það hve ómaklega Magnús vó að minn- ingu tveggja fyrstu forseta Is- lands, þeirra Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar. Er greinilegt, að Magnús getur hvergi fundið stað fyrir þeirri fullyrðingu sinni að fyrstu forset- ar íslenska lýðveldisins hafi viljað „innlima" ísland í Banda- ríkin. Hér er því um hreina hugaróra hans að ræða eins og grein hans í Morgunblaðinu í gær ber gleggstan vott um. Hins vegar er ljóst að Sveinn Björns- son og Ásgeir Ásgeirsson gerðu sér grein fyrir nauðsyn þess að íslendingar tryggðu sjálfstæði sitt með varnarsamstarfi við Bandaríkin og hefur sú stefna hlotið fylgi þjóðarinnar og mót- ast í tímans rás. í ræðu sinni sagði Magnús Kjartansson eftir að hann hafði sakað forsetana tvo um það sem ekki verður líkt við annað en landráð: „Þegar bandarískri her- setu var logið upp á íslendinga öðru sinni 1951, var hún réttlætt af hernámsflokkunum þremur sem neyðarástand, er aðeins ætti að standa skamma hríð. Ég hef átt viðræður við tvo valdamestu mennina sem að þessum samn- ingum stóðu, Eystein Jónsson og Bjarna heitinn Benediktsson, og þeir hafa báðir í einkaviðræðum ítrekað, að þetta hafi verið raunveruleg afstaða þeirra. Bjarni Benediktsson sagði við mig: Þú mátt treysta því, Magnús, að herinn skal verða farinn frá íslandi áður en ég dey. Honum varð því miður skemmri lífdaga auðið en svo, að hann gæti komið þessari ætlan sinni í framkvæmd, og síðan hafa tekið við forustu í Sjálfstæðisflokknum lágkúrumenn með peninganef." Flestum verður líklega við eins og mér þegar þeir lesa þessi orð að þá rekur í rogastans. Ekki er ætlan mín að deila við Magnús Kjartansson um það sem hann telur sig muna af einkaviðræðum við föður minn. Hitt finnst mér furðulegra að nú skuli sá maður — sem í ritstjórastóli á Þjóð- viljanum stóð fyrir einhverjum þeim hatrömmustu árásum sem gerðar hafa verið að nokkrum íslenskum stjórnmálamanni, telja.sér sæma að honum látnum að nota sér nafn hans málstað Magnús Kjartans- son staðfestir blekk- ingarið ju herstöðvar- andstæðinga 1971 — Samið um að Bandarík- in skili Japan Okinawa. 1967 — Tilkynnt að Kínverjar hafi sprengt fyrstu vetnis- sprengj sína. 1958 — Tilkynnt að Imre Nagy hafi verið tekinn af lífi eftir leynileg réttarhöld í Ungverja- landi. 1953 — Uppreisn hefst gegn stjórn kommúnista í Áust- ur-Berlín. 1940 — Hernám Rússa í Eystrasaltslöndunum hefst. 1848 — ^indisehgráts bælir niður uppreisn Tékka í Prag. 1789 — Funtrúar þriðju stétt- arinnar á stéttaþinginu í Frakklandi taka sér nafnið þjóðþing og hefja samningu stjórnarskrár. 1775 — Bretar sigra Norður-Ameríkumenn við Bunker-hæð. 1701 — Karl XII leysir Riga undan hernámi Rússa og ræðst síðan inn í Kúrland og Pólland. 1698 — Erlendir málaliðar Péturs mikla dreifa Streltsi-líf- verðinum eftir uppreisn hans í Moskvu. 1696 — Jóhann Sobieski Pól- landskonungur deyr. Afmæli dagsinsi john Wesley enskur faðir meþódismans (1703-1791) - Charles Gounod franskt tónskáld (1818-1893) - Sir William Crookes brezkur vísindamaður (1832—1919) — Igor Stravinsk.v rússneskfætt tónskáíd (1882—1971) — I)ean Martin bandarískur söngvari-Ieikari (1917-). Innlenti ísland lýðveldi 1944 — F. Jón Sigurðsson 1811 — Háskóli íslands settur 1911 — Sveinn Björnsson kosinn for- seti 1944 — ríkisstjóri 1941 — Minnisvarði Jóns Sigurðssonar afhjúpaður 1911 — Háskóla- byggingin vígð 1940 — D. Jón Ólafsson frá Grunnavík 1779 — D. Björn sekreter Stephensen 1835. Orð dagsins. Það má þola allt í heiminum nema stöðuga velsæld — Johann Wolfgang von Goethe þýzkt skáld (1749-1832). OTIFUNDUR sjálfstæðismanna í Reykjavík á Lækjartorgi, fimmtudaginn 22. júní kl. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.