Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JUNI 1978
7
Alþýöubanda-
lagiö sízt
undanskiliö
Eftirfarandi forystu-
grein er úr Norðanfara
(skrifuö áöur en Alpýðu-
bandalagíð sveik „stóra
kosningaloforðið“ í borg-
arstjórn Reykjavíkur):
„AlÞýðubandalagíö
hefur nokkra sérstöðu á
vettvangi íslenzkra Þjóð-
mála. Sérstaðan felst
fyrst og fremst í himin-
hrópandi tvöfeldni, sem
flokkurinn hefur orðið
ber að í öllum afgerandi
málaflokkum: tvöfeldni,
sem höfðar til einfeldni ef
grannt er gáö — eða í
bezta falli til mannlegrar
gleymsku.
Þessi sögulega tvö-
feldni hefur leitt Það af
sér að AIÞýöubandalagið
er önnum kafið við Það
Þessa dagana að fela
slóð sína frá vinstri-
stjórnarárum: yfirlýsing-
ar, samÞykktir og gjöröir.
Hér á eftir verða rakin
nokkur dæmi Þessari
staðhæfingu til rökstuön-
ings.
Þungamiðjan í kosn-
ingaáróðri AlÞýðubanda-
lagsins felst í slagorðun-
um: „Kosningar eru
kjarabarátta“. Þá er
gjarnan höfðað til efna-
hagsráðstafana núv.
ríkisstjórnar, frá Því fyrr á
Þessu ári, sem m.a. fólu
í sér nokkra skerðingu á
verðbótaákvæöum kjara-
samninga. Albýöubanda-
lagiö treystir Því nú að
gleymt sé aö Það stóð aö
Því — í vinstri stjórn —
að rjúfa tengsl vísitölu og
verölags, eftir að hafa
lækkað gengi íslenzkrar
krónu tvívegis og hækk-
aö söluskatt og verö-
jöfnunargjald á raforku í
kaupbæti. Sannleikurinn
er sá aö í 26 skipti á
rúmlega 20 árum, eða vel
einu sinni á ári að meðal-
tali, hafa íslenzk stjórn-
völd oröiö að grípa til
efnahagsráðstafana, sem
með einum eða öörum
hætti hafa skert gildandi
kjarasamninga. Allir
stjórnmálaflokkar hafa
staðið að hliðstæðum
ráðstöfunum og peim,
sem núv. ríkisstjórn greip
til, til að tryggja rekstrar-
stöðu útflutningsgreina
Þjóðarbúsins, AlÞýðu-
bandalagið sízt undan-
skilið. Það er Því margur
„kaupránsflokkurinn", ef
nýtt er lánsorð úr Þjóö-
viljanum, skoðað í Ijósi
reynslunnar.“
Atlantshafs-
bandalag
og Óslóar-
samkomulag
„AIÞýöubandalagið
blæs sig út, utan ríkis-
stjórnar, sem andstæð-
ingur aðildar að Atlants-
hafsbandalaginu og
varnarsamnings við
Bandaríkin. Engu að síð-
ur sat Það sem fastast í
tveimur vinstri stjórnum
innan Nató og ramma
varnarsamningsins. Þeg-
ar vel liggur á flokksnefn-
unni telur hún sig jafnvel
höfund og útflytjanda
„Evrópukommúnismans",
sem skilur sig frá öðrum
kommúnisma með Þeim
hætti, að viöurkenna
nauðsyn aðildar
V-Evrópuríkja að Atlants-
hafsbandalaginu.
AlÞýðubandalagið
deildi hart á Oslóarsam-
komulagið, sem batt
enda á v-Þýzka og brezka
veiðisókn á íslandsmið-
um og tryggði okkur
óumdeild yfirráð yfir
fiskimiðum okkar, innan
200 mílna fiskveiðilög-
sögu. Þaö líkti Þeim
samningi, sem innsiglaöi
endanlegan íslenzkan
sigur í landhelgisátökum,
við föðurlandssvik. —
Ráðherrar og Þingmenn
AlÞýðubandalagsins
sambykktu hinsvegar
einum rómi, árið 1973,
veiðisamning viö Breta,
sem heimiiaöi á annaö
hundrað brezkum togur-
um veiðar til 2ja ára
innan 50 mílna mark-
anna, án Þess aö sá
samningur fæli í sér
nokkra viðurkenningu á
íslenzkum rétti eða
tryggingu fyrir Því, hvað
við tæki að honum lokn-
um. Þá fannst ekki oröiö
föðurlandssvik í Þjóð-
viljanum, sem Þó er rit-
stjórum hans laust á
tungu og létt í penna.“
Kauprán,
Krafla og
járnblendi
„Næst „kaupránskenn-
ingunni" kemur Það fyrir-
bæri í kosningaáróðri
AlÞýðubandalagsíns sem
kallað hefur verið „ís-
lenzk atvinnustefna".
Henni er gjarnan slegið
upp sem andstæðu Þess,
sem kommúnistar kalla
„stóriðjustefnu“ og segj-
ast andvígir. Man nú
enginn að Magnús
Kjartansson, Þáverandi
orkuráðherra AlÞýöu-
bandalagsins, tengdi
saman stórvirkjun viö
Sigöldu og orkufrekan
iðnað, Þ-e. járnblendi-
verksmiðju í Hvalfirði? Er
Þaö gleymt að Þessi sami
ráðherra hóf viðræður við
bandaríska stórfyrirtækið
Union Carbide um sam-
eign Þessarar sömu verk-
smiðju? Union Carbide
skákaði sér að vísu út úr
fyrirtækinu, eftir að til
Þess hafði verið stofnað,
en í Þess stað kom
norskur meðeigandi. En
upphafið var hjá orkuráð-
herra AlÞýðubandalags-
ins. Það er söguleg stað-
reynd.
Það var og orkuráð-
herra AlÞýöubandalags-
ins sem mælti fyrir frum-
varpi til laga um Kröflu-
virkjun, er Alpingi sam-
Þykkti samhljóða. Sam-
tímis lagði hann drög að
byggðalínu frá stórvirkj-
unum syðra til Norður-
lands. ! umræðum á Al-
Þingi um Kröfluvirkjun,
rétt fyrir Þinglausnir,
kom fram sú spurning,
hvort norðurlína og
Kröfluvirkjun, ef hvoru
tveggja væri til staðar
með fulla framleiðslu og
flutningsgetu, hefði ekki
leitt til verulegrar um-
framorku í fjórðungnum. í
Framhald á bls. 22
NORMNFKRI
MALGAGN sjAlfstæðisflokksins
I NORÐURLANDSKJÖRDÆMl
VESTRA
x-D
Næstu ferðir til
Benidorm
19. júní uppseld
26. júní örfá sæti laus
10. júlí biðlisti
17. júlí biðlisti
31. júlí nokkur sæti laus
7. ágúst biðlisti
14. ágúst biölisti
21. ágúst nokkur sæti laus
28. ágúst nokkur sæti laus
4. sept. nokkur sæti laus
11. sept. nokkur sæti laus
18. sept. nokkur sæti laus
25. sept. nokkur sæti laus.
Vegna mjög mikillar eftir-
spurnar er nauösynlegt að
panta sem fyrst.
Ferðamiðstöðin hf.
Aöalstræti 9, Reykjavík símar 11255 — 12940
CITROÉN
eigendur
1. júlí fer mótorstillingarmaður okkar í sumarfrí. Ef þér pantið
tíma strax fáið þér bílinn yðar mótorstilltan og yfirfarinn áður
en þér farið í sumarferðalagið.
Bílaverkstæðið Bretti,
Smiöjuvegi 32. Sími: 75155.
Veiðileyfi í Hvolsá
Nokkrar stangir á veiöisvæöi Hvolsár og
Staöarhólsár, Saurbæ, Dalasýslu, veröa seldar á
mánudag og þriöjudag. Upplýsingar í síma
83644.
ÚTGARÐUR
í Glæsibæ
Veislumatur,
hvaða nafni sem
hann nefnist:
Kaldir eða heita réttir,
Kalt borð, Kabarett,
Síldarréttir, Smurt brauð,
Snittur o.fl.
Sendum íheimahús
ÚTGARÐUR
í Glæsibæ
86220
mest seldi bíllinn...
Síðastliðið ár og það sem er af
þessu ári, er LADA mest seldi
bíllinn. Það er vegna þess að
hann er á mjög hagstæðu
verði, og ekki síst, að hann er
hannaður fyrir vegi sem okkar.
Nú eru allir LADA bílar með
höfuðpúðum, viðvörunarljós-
um ofl. ofl.
BIFREIDAR & LANDBUNADARVELAR
SUÐURLANDSBRAUT 14, SlMI 38600