Morgunblaðið - 17.06.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 17.06.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 11 þessa kröfu fram, var framtíðin. Við gerðum þetta af heilum hug til þess að lyfta þessu í stað. Ég hef aldrei getað skilið móttökur yfir- lýsingarinnar meðal ráðamanna, einkum æðsta manns sjávarút- vegsmála þá, sem ég hafði þó álitið mikinn baráttumann. Þessi krafa var sett fram af heilum hug og ekki í neinum pólitískum tilgangi frá þeirra hendi sem ég hafði samband við. ■ Við vildum aðeins íslandi allt, en þetta fór þó vel þrátt fyrir þessar undarlegu móttökur og nú lít ég björtum augum til framtíð- arinnar. Ég tel að skynsamlegri nýtingu fiskstofnanna eigi að vera unnt að ná þeim upp á ný, svo að þeir verði gjöfulir íslenzkri þjóð sem fyrr.“ Undirritaðir skora á Alþingi Islendinga og rikisstjórn að lysa nú þegar yfir, að Islendingar muni krefjast 200 milna fiskveiðilögsögu á væntanlegri hafréttar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, — og skipi sér þar með á bekk með þeim þjóðum, sem hafa lýst yfir 200 milum Reykjsvik, i iáli 197] Þessi mynd af síóu úr Morfíunblaóinu 27. júlí 1973 er af nöfnum 50 menning- anna, sem fyrstir komu fram meó stefnuna um 200 niílna fiskveióilög- söííu til handa Íslendinfíum. Brezka freigátan Leander gerir tilraun til ásiglingar á varðskipið Þór í síðasta þorskastríði. __________________________ / útfærslan muni hafa í för með sér ■ miklar hreytingar fyrir sjávarút- WmWKF veg landsmanna og þjóðina í heild. Þá vil ég í þessu sambandi þakka þeim mönnum sem stóðu fyrir því að þjóðin hlaut þá miklu gæfu sem IWifali ZZ útfærslan er.“ Hreggviður Jónsson: Ætluðum okkur að hefja málið yfir dægurþras Hreggviður Jónsson sagði: „Þegar áskorun okkar 50 menn- inganna birtist, voru viðbrögð manna á ýmsa lund. Við höfðura hugsað okkur að hefja þetta mál yfir dægurþras stjórnmálanna enda vorum við, sem að þessari áskorun stóðu, utan hringiðu þeirra. Askorunin var því borin fram með það eitt í huga að styrkja þáverandi ríkisstjórn og Alþingi til að knýja fram á alþjóðavettvangi 200 mílur sem aðalreglu og jafnframt að tryggja yfirráð okkar íslendinga yfir auðlindum hafsins í kringum landið. Það olli mér því vonbrigðum að undirtektir báru glöggan vott um stjórnmálalega þröngsýni eða sáralitla framsýni. Þrátt fyrir að öllum þingflokkum og flokksbrot- um á þingi væri gert jafnt undir höfði var Sjálfstæðisflokkurinn Ingvar Vilhjálmsson: r Utfærslan var mikil gæfa fyrir Is- lendinga Ingvar Vilhjálmsson útgerðar- maður sagði: „Sókn Islendinga í þessu hags- munamáli þeirra endaði eins og bezt varð á kosið; þjóðin hefur ekki fengið betri úrlausn sinna mála en einmitt í þessu máli. Það er mikils virði fyrir okkur sem þjóð að við skyldum ná því marki að færa fiskveiðilögsöguna í 200 mílur. Ég er þess fullviss að eini þingflokkurinn sem tók málið upp og setti það á oddinn. Hins vegar gladdi það mig að fjöldi frjálshuga og víðsýnna manna tók undir áskorunina af heilum hug, sérstaklega voru sjómenn og ýmsir þeir sem störfuðu við sjávarútveg fljótir að taka undir með okkur. I dag þegar áskorun okkar 50-menninganna hefur náð fram að ganga er hafið yfir allan vafa að hún var borin fram á réttum tíma og hefur valdið þáttaskilum í hafréttarmálum okkar. Ég held ennfremur að staða okkar á alþjóðavettvangi sanni svo að ekki verði um villzt að útfærsla okkar í 200 mílur var á síðasta snúningi. Þetta gerir það að verkum að áskorun okkar hefur sannað rétt- mæti sitt og með útfærslunni í 200 mílur er endanlegur yfirráðarétt- ur okkar á landgrunninu tr.vggður, sjálfstæði okkar á hafinu um- hverfis landið viðurkennt, um það eru allir er til þekkja sammála.“ Fyrsti 17. júní með full yfirráð miðanna — 200 mílur „Undirritaðir skora á Al- þingi íslendinga og ríkisstjórn að lýsa nú þegar yfir, að íslendingar muni krefjast 200 mflna fiskveiðilögsögu á vænt- anlegri hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna — og skipi sér þar með á bekk með þeim þjóðum, sem hafa lýst yfir 200 mflum.“ Þannig hljóðaði áskorun 50 íslendinga, sem í júh'mánuði 1973 eða fyrir hart- nær 5 árum hófu baráttuna fyrir því, að íslendingar létu til skarar skriða í lokasókn að því marki að fá full yfirráð yfir miðunum umhverfis landið. Þótt það kunni að hljóma undarlega í dag, þá tók ríkis- stjórn íslands illa í málaleitan þessara 50 fslendinga, sem eins og Hilmar Jónsson, fyrrver- andi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. segir í einu af viðtölum, sem hér fylgja á eftir, að aðeins hefði gengið gott eitt til. Þeir hafi aðeins borið framtíðarheill þjóðarinnar fyr- ir brjósti. Þáverandi stjórnvöld landsins lýstu því hins vegar yfir að 50 mflurnar væru verkefni dagsins — eins og þeir orðuðu það. En Sjálfstæðis- flokkurinn tók málið upp sem baráttumál sitt og fylgdi því eftir. Hann vann kosningasig- ur í kosningunum 1974 og úrtölumenn biðu lægri hlut. Reglugerðin um útfærslu fiskveiðilögsögunnar var und- irrituð af Matthíasi Bjarna- syni. sjávarútvegsráðherra 15. júlí 1975 og þriðja „þorska- stríðið“ hófst 15. október. er útfærslan tók gildi. Því lauk með samkomulaginu í Osló og hrópaði þá Þjóðviljinni „Geir og Einar leiddir sem lömb til slátrunar í Osló“ og „Reynt að kúga íslendinga til samninga við Bretana“. í dag er 17. júní pg þetta ár eru 60 ár frá því er ísiand varð fullvalda ríki. Þctta er jafn- framt fyrsti þjóðhátíðardagur inn eftir að Islendingar öðluð- ust „hrein mið“ ef svo má að orði komast, en Þjóðverjar yfirgáfu miðin 29. nóvember 1977. Ilér veiða nú aðeins örfá erlend veiðiskip og aðeins með heimild frá Islendingum til veiða. Það iná því með sanni segja að íslendingar hafi nú unnið sinn lokasigur í fullveld- is- og sjálfstæðismálum þótt benda megi á að það er oft meiri ábyrgð að gæta fenginna réttinda en afla þeirra. Slík sjónarmið koma einnig fram í viðtölunum við nokkra af skip- herrum Landhelgisgæzlunnar sem hlaðinu tókst að ná til og nokkurra þeirra 50 manna sem hófu sóknina til 200 mflna fiskveiðilögsögu fyrir 5 árum. Morgunblaðið hefur spurt nokkra þeirra 50 manna, sem undirrituðu áskorunina frá júlímánuði 1973. tveggja spurninga. Hin fyrri er. Hvað viltu segja um við- brögðin við áskorun ykkar á sínum tíma? Og hin síðari: Ilvað viltu segja um viðhorf- in í landhelgismálinu í dag? Svör þeirra, sem leitað var til fara hér á eftir:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.