Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 17. JÚNÍ 1978 Norrænir rannsókn- arbókaverðir þinga arbókaverðir þinga SAMBAND norrænna rannsókn- arbókavarða (Nordisk vidon- skapeligt Bibliotekarforbund) þingar í Reykjavík dasana 18, —23. júní n.k. Hér er um að ræða samtök bókavarða við vís- indabókasöfn þ.e. þjóðbókasöfn. háskólabókasöfn og sérfræði- bókasöfn af ýmsu tagi. íslendingar gerðust aðilar að Sambandi norrænna rannsóknar- bókavarða 1966. Færeyingar og Grænlendingar eiga ekki aðild að samtökunum enn sem komið er. En að frumkvæði íslenzku undir- búningsnefndarinnar hefur lands- bókavörðunum í Færeyjum og Grænlandi verið boðið að sækja þingið, og kemur hinn síðarnefndi að nokkru levti í boði Norræna hússins. Munu þeir segja frá söfnum sínum á þinginu. A dagskrá ráðstefnunnar sem fer fram í Háskóla íslands verða þrjú aðalviðfangsefni. Rædd verður menntun og starfsundir- búningur þeirra, sem í rannsókn- arbókasöfnum vinna. Könnuð verður staða Norðurlandanna hvers um sig að þessu leyti, tilhögun menntunar borin saman og leitað leiða til nánari samræm- ingar og samstarfs. Það gerist nú æ algengara að bókasöfn, einkum hin stærri, létti sér reksturinn með tölvutækni. Á ráðstefnunni verður tölvubúnaður sem hjálpargagn í daglegri starf- semi vísindabókasafna ræddur. Að bví hlvtnr að koma fvrr en síðar. að bókasöfn hér á landi hagnýti sér þessa tækni. Þriðja aðalmálið á dagskrá ráðstefnunnar verða skipulagsmál rannsóknarbókasafna, stjórnsýsla og samstarfshættir. Metin verður og borin saman staða safnanna í hverju landi. Islendingar eru skammt á veg komnir í skipulags- málum vísindabókasafna en á allra síðustu árum hafa smám saman skapast skilyrði til þess að hugað sé nánar að þeim, og hefur. þá mjög verið litið til frændþjóð- anna á Norðurlöndum um fyrir- myndir. Starfsemi NORDINFO verður kynnt á þinginu. Þar er um að ræða rúmlega ársgamla stofnun, sem vinnur að málefnum rann- Sýningu Mynd- listarklúbbs- ins að ljúka Mikil aðsókn hefur verið á sýningu Myndlistarklúbbs Sel- tiarnarness í Valhúsaskóla, en hún sóknarbókasafna og upplýsinga- þjónustu á Norðurlöndum. Starfar hún á vegum stjórnvalda og nýtur opinberrar fjárveitingar til starf- seminnar. Samtök þau sem hér þinga voru stofnuð fyrir rúmlega þrjátíu árum, og hafa þau haldið þing sem þetta á fjögurra ára fresti að jafnaði. Þátttakendur í ráðstefn- unni verða um 130, þar af um 30 Islendingar. Félagsdeild bókavarða í íslenzk- um rannsóknarbókasöfnum sér um þinghaldið að þessu sinni. Formaður deildarinnar er Kristín Þorsteinsdóttir, bókavörður á Landspítalanum, en formaður undirbúningsnefndar er Einar Sigurðsson háskólabókavörður. var opnuð sjötta júní sl. Á milli átta hundruð og þúsund manns hafa skoðað sýninguna og 15 myndir hafa selst. Þetta kom fram í samtali Mbl. við einn meðlima klúbbsins, Grétar Guðjónsson, í gær. Þessari sýningu, sem er hin sjötta sem klúbburinn heldur, lýkur á sunnudagskvöld og hún er opin frá kl. tvö til tíu. Samkeppni um viðbyggingu við Hásselbyhöll ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til samkeppni meðal norrænna arki- tekta um viðbyggingu við Ilassel- by-höll í Stokkhólmi. Hássel- by-stofnunin hefur aðsetur sitt þar. en hún er menningarmiðstöð norrænu höfuðborganna. í viðbyggingunni eiga meðal annars að vera fundaherbergi, matsalur og gestaherbergi. 'Dóm- arar í keppninni verða fulltrúar frá höfuðborgum Norðurlanda og sænska arkitektafélaginu. Stokk- hólmur mun kosta keppnina en í verðlaun eru . 150.000 sænskar krónur (um. 8,4 millj. ísl. kr.) Samkeppnin hófst 15. júní s.l. og er opin norrænum ríkisborgurum »■ K//Vf /HfH/it L / Of OUOHANT SYSTEM MASKUl /N MI N VELEGNE T T/L HFLE FAM/L,EN Handsápa með deodorant, sem veitir tvöfalda vörn. Irish Spring er sem andblær frá írskum vordögum. Áhrifin haldast allan daginn með frískri ilmandi angan. Reynið sjálf hvernig Irish Spring sameinar áhrifaríka deo- dorant vörn og mýkt góðrar fjölskyldusápu. . hinum grænu og hvítu röndum eru tveir deodorantar. sem gera Irish Spring að áhrifa ríkri detxlorantsápu. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.