Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 „Barnfóstra lýðyeldisins,, kallaði Leone sjálfan sig GIOVANNI Leone. sem hefur sagt af sér embætti forseta Ítalíu. var faer samningamaður OK var oft tilkvaddur þegar stjórnarkreppu bar að höndum ok fenginn til þess að miðla málum ok stuðla að myndun nýrrar rfkisstjórnar. llann hafði iengi vel orð fyrir að vera heiðarlegur stjórnmálamaður sem er sjald- gæft á Ítalíu þar sem stjórn- málamenn eru yfirleitt bornir þeim sökum að þeir séu viðriðn- ir spillingu af ýmsu tagi en á síðari árum var hann bendlað- ur við ýmis hneykslismál og þessar ásakanir urðu að lokum til þess að hann hrökklaðist úr embætti. Orð það sem fór af Leone fyrir hæfileika til þess að miðla málum varð til þess að hann var valinn forsætisráðherra 1963 og aftur 1968, í bæði skiptin vegna þess að samkomulag náðist ekki um annan mann í embættið og allir aðilar gátu sætt sig á val hans sem málamiðlunarlausn. Þannig var hann í forsæti bráðabirgðastjórna meðan aðal- flokkarnir reyndu að jafna ágreining sinn. Leone komst einu sinni sjálf- ur svo að orði að hann væri „barnfóstra lýðveldisins" og átti við það að hann væri í forsæti bráöabirgðastjórnar og reyndi að stuðla að samkomulagi um myndun meirihlutastjórnar. Hann varð forseti í desember 1971 eftir lengstu stormasöm- ustu og tvísýnustu forsetakosn- ingar í sögu lýðveldisins. Hann dró sig út úr stjórnmálum þegar hann tók við forsetaembættinu því að forsetinn er fyrst og fremst tákn um einingu þjóðar- innar og hefur lítil völd. Leone var fyrst orðaður við fjármálahneyksli snemma árs 1976 þegar ljóstrað hafði verið upp í Washington um mútu- greiðslur flugvélafyrirtækisins Lockheed. Nafn hans var bendl- að í blöðum við tvo bræður sem seinna voru leiddir fyrir rétt fyrir meint hlutverk þeirra í Framhald á bls. 22 Listsýningar á Listahátíð: Tveinuu* lauk í gær — fimm enn opnar MEÐAN Listahátíð hefur staðið yfir í Reykjavík hafa á hennar vegum verið opnar sjö listsýning- ar í borginni. Nokkuð er mismun- andi hvena*r einstökum sýningum lýkur. Yfirlitssýning á málverk- um Errós á Kjarvalsstöðum verð- ur opin til 26. júní en þess má geta að alls hafa nú selst M af þeim 24 myndum. sem til sölu eru á sýningunni. en verð myndanna er frá 500 til 950 þúsund krónur. Auk þess eru einnig til sölu á sýningunni klippimyndir eftir Erró og hefur töluvert selst af þeim. Við lok Listahátíðar í gærkvöldi lauk tveimur sýningum en það voru höggmyndasýning Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík í Ásmundarsal við Freyjugötu og sýning á frönskum myndvefnaði í Bogasalnum. Á sunnudagskvöld, 18. júní, lýkur tveimur sýningum og er það sýning á verkum \ Kristjáns Davíðssonar í FIM-saln- um að Laugarnesvegi 112 og sýning Mattinen-hjónanna í kjall- ara Norræna hússins. Nokkur verk á sýningu Kristjáns eru til sölu og er eitthvað af þeim enn óselt. Verð myndanna hjá Kristjáni er á milli 100 og 430 þúsund krónur. Tölu- verð sala hefur verið í myndum Mattinen-hjónanna í Norræna húsinu en Helle-Vibeke Erichsen sýnir mest grafíkmyndir og er verð þeirra frá 13 til 30 þúsund krónur en Seppo Mattinen sýnir einkum olíuverk og er verð þeirra 330 til 610 þúsund krónur en engin olíumyndanna hefur enn selst. í bókasafni Norræna hússins hefur staðið yfir sýning á vatns- litamýndum eftir Vigdísi Kristjánsdóttur og var ætlunin að þeirri sýningu lyki um helgina en hefur nú verið framlengd til næstu helgar. Á sýningu Vigdísar voru 10 myndir til sölu og hafa þær allar selst en verð þeirra hefur verið um 100 þúsund krónur. Þá stendur yfir Listasafni íslands við Hring- jraut sýning á amerískum teikn- ngum og verður hún opin til 1. júlí i.k. HraÓbraut Grænn 2 EgilsstaÓir ^Bein slétt og breið í 4 km hæð yfir sjávarmáli. Útsýni ómótstæðilegt og Fokker Friendship flytur þig þægilega og örugglega á áfangastað á einni klukkustund. Fullkomin leiÓsögutæki vísa beina og örugga leiÓ FLUCFÉLAC ÍSLAJVDS INNANLANDSFLUG Tólf sæmdir fálka- orðunni Forseti íslands sæmir í dag eftirtalda íslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu: Ársæl Jónasson, forstjóra, ridd- arakrossi fyrir kafara- og björgun- arstörf. Benedikt Grímsson, fv. hrepp- stjóra Kirkjubóli, Strandasýslu, riddarakrossi fyrir félagsmála- störf á sviði landbúnaðar. Finn Guðmundsson dr. rer. nat., stórriddarakrossi fyrir náttúru- fræðistörf. Gunnar G. Ásgeirsson, stór- kaupmann, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum verslunar- manna. Guðröð Jónsson, kaupfélags- stjóra, Neskaupstað, riddarakrossi fyrir viðskipta- og félagsmála- störf. Frú Helgu Kristjánsdóttur, Hveragerði, riddarakrossi fyrir störf að heimilisiðnaðarmálum. Frú Jóhönnu Vigfúsdóttur, Hell- issandi, Snæfellsnesi, riddara- krossi fyrir störf að menningar- og félagsmálum. Jón Þórarinsson, tónskáld, ridd- arakrossi fyrir tónlistarstörf. Dr. Magnús Má Lárusson, fv. rektor Háskóla íslands, stórridd- arakrossi fyrir fræðistörf. Ófeig Ófeigsson, lækni, riddara- krossi fyrir rannsókna- og læknis- störf. Pétur Sigurðsson, alþingismann, riddarakrossi fyrir störf að mál- efnum aldraðra sjómanna. Frú Þóru Borg riddarakrossi fyrir leiklistarstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.