Morgunblaðið - 20.06.1978, Page 26

Morgunblaðið - 20.06.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 liðsins en tókst ekki þrátt fyrir góðar tilraunir að brjótast í gegn um hina sterku vörn Argentínu- tnanna. Hættulegustu tækifæri í leiknum voru er Argentínumaður- inn Bertoni brunaði upp hægri kantinn í síðari hálfleiknum og átti glæsilega sendingu á Ortiz sem skaut rétt framhjá markinu, og er Roberto átti svipað tækifæri fyrir Brasilíumenn en misnotaði það. Dómarinn bókaði fimm leik- menn í leiknum fyrir grófan leik. Úrslit í leiknum þykja sann- gjörn. Fyrirfram var búist við að Argentínumenn myndu leika betur en harka Brasilíumanna setti þá SLAKASTI LEIK- UR ÍTALÍU í HM STAÐAN í riðlunum eftir leikina STAÐAN í riðlinum eítir ieikina á sunnudaginnr Argentína — Brasilía Perú — Pólland Brasilía 2 1 Argentína 2 11 Pólland 2 1 0 Perú 2 0 0 0-0 0-1 1 0 3-0 3 2-0 3 1-2 2 0-4 0 á sunnudaginm Holland — V-Þýskaland Austurríki — Italía Ilolland Ítalía V-Þýskaland 2 0 2 0 Austurríki 2 0 0 2 2-2 0-1 2 110 7-3 3 21101-0 3 út af laginu. Úrslitin auka veru- lega möguleika Argentínumanna að komast í úrslit, þeir eiga eftir að leika gegn Perú á meðan Brasilía leikur gegn Pólverjum. Sællar minningar töpuðu Brasilíu- menn 1:0 fyrir Pólverjum í HM 1974. Lið Brasiliui Leao, Toninho. Oscar, Santos. Dirccu. Neto, Kdinho. Batista. Mendonca. Zico. Olivera (vm. Avansi). Lift Argentínui1 Fillol. Olguin. Galva, Passerella. Tarantini, Ardiles (vm. Villa) Gallego. Kempes. Bertoni. Luque. 'Ortiz. (vm. Alonso). Dómarii L Karoli Palotai Ungverjalandi. ÍTALÍA heldur enn í vonina um að komast í úrslitaleik HM keppninnar eftir að hafa sigrað Austurríki 1—0, á sunnudag í Buenos Aires. Leikur Ítalíu þótti sá slakasti til þessa í keppninni. Það var hinn snjalli framlínumaður Paolo Rossi, 21 árs gamall, sem skoraði fyrir Ítalíu strax á 14. mínútu leiksins. Var þetta þriðja mark Rossi í keppninni. Markið kom eftir góðan samleik hans við Causio. Rossi tókst að leika á Obermayer í austurrísku vörninni og skora örugglega framhjá Koncilia markverði. Eftir að markið hafði verið skorað dofnaði verulega yfir leik Italana og mikið var um þóf á miðjum vellinum. Virtist sem þeir væru ánægðir með eins marks sigur í leiknum. Austurríkismenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og sóttu í sig Veðrið og náðu góðum tökum á miðjunni er líða tók á leikinn en ekki tókst þeim þó að skapa sér hættuleg marktækifæri. Fékk Dino Zoff hinn frægi markvörður Italíu engin erfið skot á sig. I síðari hálfleiknum var tvisvar brotið illa á framlínuleikmönnum Austurríkismanna inni í vítateign- um en belgíski dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma. Eftir leikinn var Helmuth Senekowitsch mjög harðorður í garð dómarans og gagnrýndi hann mjög fyrir slaka dómgæslu. Itölsku framlínumennirnir ollu miklum vonbrigðum í Ieik þessum og stjarnan Bettega var tekin útaf á 71. mínútu leiksins, svo slakur þótti hann. Vörn ítalska liðsins stóð fyrir sínu að venju og gaf ekkert eftir. Leikur Austurríkis- manna var allur betri nú en á móti Hollandi, er þeir töpuðu 5—1. Meiri kjölfesta var í varnarleikn- um og mikil barátta í leikmönnum öllum. Lift Austurríkis, Koncilia. Sara, Obermayer, Pezzcy, Strasser, Krieger. Hickersberger. Proharsk, Schanner, Krankl. Kreuz, (vm Kurt Jara) Lift Ítalíu, Zotf. Gentile. Cabrini. Benetti. Bellujti. Seirea, Causio. Tardelli. Rossi. Zaccarelli, Bettega, (vm Cuccureddu) (vm Graziani). Sigurmark Itala gegn Austurríki. Paolo Rossi sendir knöttinn í netið þrátt fyrir nærveru Heinrich Strasser. (Símamynd AP) Paolo Rossi stekkur hæð sína í öllum herklæðum, eftir að hafa skorað eina mark leiksins gegn Austurríki. (Símamynd AP) Knattspyrnurisarnir í Suður-Ameríku Argen- tína og Brasilía gerðu jafntefli 0«0 í Rosario á sunnudagskvöldið 1 leik sínum í riðlakeppni HM. Leikvangurinn var yfirfullur af fólki og stemmningin á leiknum hreint ólýsanleg. Leik- urinn vár mjög skemmtilegur og opinn hjá báðum liðum, þó þóttu varnir beggja lið- anna standa sig frábær- lega. Leikurinn var mjög hraður og kom snilli Suður-Ameríku- Argentina78 manna í knattspyrnu* íþróttinni vel fram, stuttur samleikur og geysigóð knattmeðferð sat í fyrirrúmi. I fyrri hálfleik átti Mario Kempes tvö mjög góð skot af all löngu færi á mark Brasilíumanna en Leao varði vel. Brasilíumenn sóttu mjög í sig veðrið er líða tók á hálfleikinn og Dirceu átti góða tilraun á 16. mínútu en skaut yfir. Allflestar sóknarlotur beggja lið- anna strönduðu á sterkum varnar- leik og neyddust sóknarleik- mennirnir til að skjóta af löngum færum svo veruleg hætta skapað- ist ekki. Töluverð harka var í leiknum og rétt fyrir leikhlé sauð upp úr er Brasilíumaðurinn Gil gaf Kempes olnbogaskot í andlitið og lá hann óvígur eftir. Hleypti þetta mikilli ólgu í áhorfendur og leikmenn, var Gil bókaður af dómaranum. í síðari hálfleiknum færðist aukin harka í leikinn og áttu Brasilíumenn þar frumkvæöið og sáust oft mjög ljót og gróf brot af þeirra hálfu. Um miðjan síðari hálfleik kom Zico inn á hjá Brasilíumönnum og hleypti hann verulegu lífi í sóknaraðgerðir ■ rfHlWmm * . Wtttm ... ........................................... Mario Kempes (ljósklæddur) hleypur fagnandi frá pólska markinu eftir að hafa sent knöttinn í það. Síðar í leiknum skoraði hann aftur. A-riðill B-riðill frAbær varnarleikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.