Morgunblaðið - 20.06.1978, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.06.1978, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Þökk sé þeim er minntust mín á níræðisaf- mæli mínu 14. júní s.l. meö heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveöjum. Guös blessun fylgi ykkur öllum. Sigurbjörg Jónína Einarsdóttir, Stigahlíð 20, Rvk. | húsnæöi i boöi Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. ; Til SÖIll þriggja herbergja íbúö í 12. byggingarflokki viö Bólstaöarhlíð. Félagsmenn skili um- sóknum sínum til skrifstofu félagsins aö Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 23. júní n.k. Félagsstjórnin. Af alhug þakka ég börnum mínum, tengdabörnum, systkinum mínum, frænd- fólki og vinum nær og fjær fyrir gjafir og heillaskeyti, á 80 ára afmæli sem var 11. júní s.l. Þaö var mér meira virði en ég fæ meö oröum lýst hjartahlýjan og vinsemdir sem mér mætti. Guö launi ykkur öllum þaö og blessi. Guðni Guöjónsson Keflavík — Suðurnes Til sölu notaö mótatimbur 1x6 og IV2X4. Upplýsingar í símum: 92-3320 og 92-2412. Gufuketill Til sölu er sænskur rafskautagufuketill. Vinnuþrýstingur 11 bar. Gufumagn 290 kg/tíma. Hámarksorkunotkun 225 kw. Meö gufukatlinum fylgir fæðivatnstankur. Þrýsti- jafnari 2—7 kg og gufutankur 3 kúbik- metra. Uppiýsingar veitir Gunnar Kjartáns- son, sími 99—1957 eftir kl. 4. e.h. húsnæöi óskast Fjögra herbergja íbúð óskast til leigu fyrir starfsmann á Land- spítalanum. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 29000 (484). Iðnaðarhúsnæði Um 200—300 fm. iðnaöarhúsnæði óskast til kaups eöa leigu. Lofthæö sé ca. 4 m. Upplýsingar á skrifstofu minni. Örn Höskuldsson hdl. Klapparstíg 27. S: 29033. Árnesingar Árnesingamót veröur haldið í Aratungu laugardaginn 24. júní n.k. og hefst meö borðhaldi kl. 19. Dansleikur hefst kl. 21 3n Kjarnar leika. Árnesingafélagiö í Reykjavík Ibúð í Kaupmannahöfn íslendingur búsettur í Danmörku vill selja 3ja herb. íbúö á mjög góöum staö. Má greiöast í íslenzkum peningum aö stofni til. Uppl. sendist Mbl. merkt: „íbúö — 7520“ sem fyrst. Akranes Söluturn til leigu. Tæki og lager fylgja. Tilboö meö upplýsingum leggist inn á afgreiöslu Mbl. fyrir 27. júní merkt: „Söluturn — 7563“. Fulltrúaráö Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Fulltrúaráðsfundur Lokafundur fulltrúaráösins fyrir kosningar veröur haldinn fimmtudag- inn 22. júní kl. 17:00 aö Hótel Borg. Stjórn Fulltrúaráósins. . Týr F.U.S. í Kópavogi auglýsir: AHir ungir stuðnings- menn Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi sem vilja aöstoöa viö undirbúning þingkosninganna eru boöaöir á fund kl. 6—7 í dag þriðjudag í sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæö. Tilkynning varðandi lánsumsóknir vegna hagræðingar í fiskiðnaði Nýr lánaflokkur hefur veriö stofnaöur í Fiskveiðasjóöi íslands, sem ber heitið „Lán til hagræöingar í fiskiðnaði“. í 3. grein reglugeröar um þennan nýja lánaflokk segir svo: „Úr þessum lánaflokki skulu veitt lán til hraðfrystihúsa, fiskimjölsverksmiðja og annarra fiskvinnslustööva til hagræðingar, svo sem véla- kaupa, endurnýjunar á vélum og vinnslurásum og annarra ráöstafana, sem horfa til hagræðingar að mati sjóösstjórnar“. Lán þessi skulu veitt til allt aö 5 ára og vera tryggð meö veði í atvinnuhúsnæði lántakenda ásamt vélum og búnaði. Umsóknir um lán úr þessum lánaflokki á árinu 1978 skulu berast til Fiskveiöasjóðs íslands fyrir 10. júlí n.k. Fiskveiðasjóður ísiands Sauðárkrókur — Skagafjörður Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins er í Sæborg Aöalgötu 8 Sauöárkróki, sími 95-5351. Opin daglega kl. 14—19 og 20—22. Stuöningsfólk er beðiö um aö hafa samband viö skrifstofuna. Sjálfstæóisfélögin Reykjaneskjördæmi Fundur í kosningastjórn miövikudaginn 21. júní kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu Ytri—Njarövík. Sjálfstæöisfólki í Njarövíkum er sérstaklega boöiö á fundinn. Formaöur Seltjarnarnes Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins er aö Tjarnarstíg 2. Sími 23341. Opiö frá kl. 17—21. Stuöningsmenn hafiö samband og veitiö upplýsingar um fjarvistir á kjördag. Kosningastjórn. Kópavogur Frambjóöendurnir Oddur Ólafsson, Sigur- geir Sigurösson, Axel Jónsson og Hannes H. Gissurarson veröa í Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæö, í dag kl. 6—7 til viðtals viö hverfisstjóra og aöra sem vilja vinna aö kosningaundirbúningi svo og annaö stuöningsfólk Sjálfstæöisflokksins. Mosfellssveit, Kjalarnesog Kjós Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins aö BJARKARHOLTI 4, Mosfellssveit er opin alla virka daga frá kl. 14:00 — 22:00, laugardaga og sunnudaga kl. 14:00 — 19:00, sími 66295. Frambjóðendurnir Oddur Ólafsson og Salóme Þorkelsdóttir veröa til viðtals frá kl. 17:00 — 19:00 daglega. Þess er vænst aö sem flestir hafi samband viö frambjóöendur. Vinsamlegast látiö vita um þá sem ekki veröa heima á kjördag 25. júní. Hverfisskrifstofur Sjálfstæðismanna í Reykjavík á vegum fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík og hverfafélaga Sjálfstæöismanna eru starfandi eftirtaldar hverfisskrif- stofur. Nes- og Melahverfi: Lýsi, Grandavegi 42, sími 25731 og 25736. Opiö frá 16—20. Sörlaskjóli 3, sími 10975, opið frá 18—22. Vestur- og Miðbæjarhverfi: Ingólfsstræti 1 A, sfmi 25635. Austurbæ og Norðurmýri: Hverfisgata 42, 3. hæö sími 19952. Hlíða- og Holtahverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 85730, 82900. Laugarneshverfi: Bjarg, v/Sundlaugaveg, simi 37121 og 85306. Langholt: Langholtsvegi 124, sími 34814. Háaleitishverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 28144 og 82900. Smáíbúða-, Bústaöa- og Fossvogshverfi: Langageröi 21, kjallari. Sími 36640. Árbæjar- og Seláshverfi: Hraunbær 102 B, (aö sunnanveröu) sími 75611. Bakka- og Stekkjahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, sími 74653. Fella- og Hólahverfi: Seljabraut 54, 2. hæð, sími 74311. Skóga- og Seljahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, sími 73220. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga, frá kl. 16—20 og laugardaga frá kl. 14—18. Stuöningsfólk D-listans, er hvatt til aö snúa sér til hverfisskrifstofanna, og gefa upplýsingar, sem aö gagni geta komiö í kosningunum. Svo sem upplýsingar um fólk, sem er eöa veröur fjarverandi á kjördag o.s.frv. — Varnar- liðið Framhald af bls. 39 að ná yfirráðum í Póllandi. Sú sajía er sot;ð þaðan að þefrar Moskvu-valdið kom endanlega að taka æðstu yfirráðin í sínar hendur þá hafi það byrjað á að leita uppi þá „Pólverja" sem hjálpuðu því mest við undirbúning komunnar. Þessa „Pólverja", hafi svo Moskvu-valdið tekið til sín með þeim' afleiðingum, að þeir muni ekki hafa sést síðan. Svo heldur sagan sú áfram að þegar Moskvu-valdið var spurt um hvers vegna það tæki menn þessa sem mest höfðu hjálpað þeim þá var svarið skírt og skorinort: „Þeir sviku föðurland sitt, þeir svíkja okkur ekki síður“. Varla myndi fara betur fyrir þeim „íslensku" undir sömu kringumstæðum. I greinaflokki Morgunblaðsins, Staksteinum — þann 9. júní 1978, 120 tbl. er spaklega og rökrétt ritað um varnarmál íslands og Atlantshafsbandalagsins. Þá grein ættu allir að lesa sem vilja vita nánar um hinar sögulegu stað- reyndir Atlantshafsbandalagsins. Hin mikla stjórnmálahetja Breta, Sir Winston Churchill, kom hingað til íslands eftir hernám Breta hér. Eina af ræðum sínum hér hélt hann af svölum Alþingis- hússins. Hann sagði og ítrekaði í ræðum sínum að ísland væri lykillinn að Norður-Atlantshaf- inu og að það væri ekki sama hver hefði þann lykil í hendi sinni. Sannindi þessi gilda enn í dag og um lausa framtíð og það i' miklu rikara mæli heldur en nokkru sinni áður. Allir sannir íslendingar ættu að vera einhuga í máli þessu hvaða flokki sem þeir annars telja sig tilheyra. Hér á ekkert að koma til greina annað en: Móður- og föðurlandsást sannra íslendinga eða: Illviljinn, með öðrum orðum sagt: Lífið eða. dauðinn. íslend- ingar munu vissulega velja lífið einhuga. Ilelgi Lárusson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.