Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, lagðí blómsveig að minnismerki Jóns Sigurössonar á Austurvelli með aðstoö tveggja nýstúdenta. Vel heppnuð hátíða- höld íRvík ál7. júní „ÉG ER mjög ánasgð með útkomu hátíðahaldanna á 17. júní í öllum meginatriðum,“ sagði Margrát S. Einarsdóttir formaöur Þjóð- hátíðarnefndar í samtali við Morgunblaöið. Hátíöahöldin í Reykjavík hófust um morguninn á því aö Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, lagöi blómsveig á leiöi Jóns Sigurössonar í kirkjugaröinum viö Suöurgötu. Síöan hófst hátíöar- dagskrá viö Austurvöll. Þar flutti Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra ávarp, forseti íslands, dr. Margrét S. Einarsdóttir, formaður Þjóöhátíðarnefndar, setur hátíð- ina við Austurvöll. Kristján Eldjárn lagði blómsveig frá íslenzku þjóöinni aö minnis- varöa Jóns Sigurðssonar, fjallkon- an, aö þessu sinni Edda Þórarins- dóttir leikkona, flutti ávarp og Lúörasveit Reykjavíkur lék ætt- jaröarlög. Aö því loknu var gengiö til messu í Dómkirkjunni. Dagskrá þjóöhátíöar síöar um daginn var fjölbreytt. Fyrst söfnuð- ust skrúögöngur saman víös vegar um bæinn og gengu aö Arnarhóli, en þar hófst síöan barnaskemmt- un. Meöal annars sungu norrænir barna- og unglingakórar á skemmtuninni, en (jeir höföu fyrr um morguninn skemmt öldruöum og sjúkum víöa um bæinn meö söng. Bifreiöaakstur setti svip sinn á hátíðahöldin eins og sl. ár meö framlagi Fornbílaklúbbs Reykja- víkur og Bindindisfélags öku- manna. í Laugardal voru háö sundmót og frjálsíþróttamót. Um kvöldið var á ný tekið upp á því aö halda fjölskylduhátíö á Arnarhóli. Var þar margt til skemmtunar, og brá Sjónvarpiö á þaó ráö aö sjónvarpa beint frá hátíöahöldunum. Um kvöldið var dansað á þremur stööum í borg- inni, viö Árbæjarskóla, Austurbæj- arskóla og Fellaskóla. Varö tals- verðar ölvunar vart viö Austurbæj- arskóla. Aö þessu sinni voru sérstök Ávarp fjallkonunnar flutti að pessu sinni Edda Þórarinsdóttir leikkona. hátíöahöld bæði í Árbæjar- og Breiöholtshverfi. Aöspurö kvað Margrét S. Einarsdóttir hafa komió í Ijós, aö vilji fólks væri mikill fyrir fjöl- skylduhátíð í miöbænum, skemmt- unin -nú heföi tekizt mjög vel og sérstaklega væri ástæöa til aö fagna hlut sjónvarpsins í þeirri skemmtun, sem heföi gert vel viö þá fjölmörgu sem ekki komu því viö að fara niður í miöbæ. Einnig sagðist Margrét álíta almenna ánægju íbúa Breiðholts- og Árbæj- arhverfis meö að hafa skemmtanir í eigin hverfi. Nýkjörinn forseti borgarstjórnar, Sigurjón Pétursson, lagði um morguninn blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ógjömingur að sjá til botns í fargjaldasúpunni jsegir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða „ÞESSI nýju fargjöld milli Bandaríkjanna og Skandinavíu, sem North-Western gerir tillögur um, eru mjög í sama anda og þau fargjöld sem nú gilda milli Ameríku og meginlands Evrópu. Þau fara áreiðanlega eitthvað niður fyrir okkar fargjöld, en þessi markaður eru svo óveruleg- ur hluti hjá okkur að ég held að þetta skipti litlu máli“, sagði Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða, er Mbl. spurði hann um viðhorf Flugleiða til tillagna North Western Airiines um ný fargjöld milli Skandinavíu og Ameriku og tilkynningar British Airways um lægri fargjöld milli Skandinavíu og Glasgow. Sigurður Helgason sagði að flugfargjöld milli Skandinavíu og Bretlands hefðu verið „sérstaklega há“ en hann kvaðst ekki þekkja nægilega vel til tilkynningar BA, til að geta á þessari stundu rætt hana sérstaklega. „En öll þessi fargjaldamál eru orðin slík súpa að það er nær ógjörningur að sjá til botns í þessu", sagði Sigurður. Stöðugt eru að koma fram ný og ný fargjöld, en þau eru þá bundin alls kvns skilyrðum, eins og til dæmis við 10—15% sætamagn, þannig að þau eru ekki eins algild og ætla mætti." Sagði Sigurður að hann reiknaði til dæmis með að fargjöld milli Skandinavíu og Bretlands væru einhvers konar slík skilyrðafar- gjöld og hvað North Western varðaði þá væru þeir búnir að vera í verkfalli í sjö vikur og eftir fregnum að dæma ekki útlit fyrir lausn fyrr en í ágúst í fyrsta lagi. Fljótshlíð: Þrumur og eldingar með hagléli Borgareyrum, 19. júní. HÉR GERÐI í dag þrumur og eldingar og kom haglél með og stóðu þessi ósköp í um hálftíma. Rafmagnslaust varð á nokkrum bæjum og eftir hrinuna var hvítt niður undir byggð í Fljótshlíðinni austan frá Tindafjöllum og vestur undir Þríhyrning. Markús. Greenpeace hélt fund um hvalveiðar Hvals Opinn fundur um hvalveióar við íslandsstrendur var haldinn aó Hótel Loftleióum síðastlióió föstudagskvöld og skiptust par Greenpeace-menn og fulltrúar frá Hval h.f. á skoóunum um pau mál. Milli 40 og 50 manns sóttu fundinn og var um helmingur peirra skipverjar af Rainbow Warrior, skipi Greenpeace-samtakanna. Fundurinn hófst á því aö Greenpeace-menn útskýróu hugtak- ið veiðikvóti og röktu í nokkrum orðum hvernig veiöikvóti er ákveö- inn. Sögöu þeir að þrátt fyrir veióikvóta hefói ekki verió hægt aö koma í veg fyrir útrýmingu nokkurra hvalategunda og aö öörum væri bráö hætta búin vegna of hárra kvóta. Nefndu þeir aö fyrirhöfnin viö aö veiða einn hval heföi aukizt til muna, þar sem hvölum heföi fækkaö nær undantekningalaust alls staöar í heiminum. Því næst viku þeir að langreyðar- stofninum viö ísland og sögöu að hann sem og aörir hvalastofnar í Noróur-Atlantshafi, minnkaði stöö- ugt. Máli sínu til stuðnings bentu þeir á að aldur kynþroska langreyöa heföi sífellt lækkaö. Væri nú svo komiö aö hann væri aö meðaltali aöeins sex ár, en var 11 ár áriö 1930. Að lokum útskýröu Green- peace-menn tilganginn meö för sinni hingaö og sögöu hann vera þann aö reyna að koma í veg fyrir frekara hvaladráp íslendinga. Sögöust þeir vera albúnir aö leggja úr höfn og freista þess aö koma í veg fyrir frekari hvalveióar hérlendis. „Viö viljum gjarnan llfa lengur, en ef við verðum að deyja fyrir málstaö okkar, erum við fúsir til þess," sögðu þeir. Þessu næst tóku til máls fulltrúar Hvals h.f., Kristján Loftsson og Bjarni Þórðarson. Lásu þeir fyrst upþ fréttatilkynningu sem dreift var til fundargesta. Kom m.a. fram í henni að forstöðumenn Hvals h.f. töldu sig alls ófæra um aö ræóa um hvalveiöar almennt, en hlns vegar lýstu þeir sig fúsa til aö ræöa um hvalveiöar við ísland. Þá kom einnig fram í fréttatilkynningunni aö vegna hins skamma undirbúningstíma, höföu þeir ekki haft tök á því að undirbúa sig sem skyldi. Röktu þeir því næst hvernig hvalveiöar Hvals h.f. hafa gengiö fyrir sig undanfarin 30 ár og sýndu þeir línurit þar sem hvalveiöi frá 1951 var færð inn. Kom á línuritinu fram aö meöalhvalveiöin þessi 30 ár hefur verið mjög svipuð og kom ekkert fram er bent gæti til þess aö hvalastofnarnir viö ísland væru í hættu. Til frekari áréttingar brugöu þeir upp töflu þar sem hvalveiðar íslendinga, Færeyinga og Norö- manna voru sýndar. Helztu ástæöu þess að hvalastofn- arnir viö Island væru jafn vel á sig komnar og raun bar vitni töldu þeir vera þá að Hvalur h.f. heföi ætíö notaö aöeins fjóra hvalbáta viö veiðarnar og ekki séó ástæóu til aó færa út kvíarnar þótt vel áraði. Fundinum lauk með því aö fundar- gestir báru fram fyrirspurnir og fjölluöu þær um margvísleg efni. Var reynt aö greiöa úr spurningunum eins vel og mögulegt var, en sumar þeirra þóttu nokkuð langsóttar. Frá fundinum aó Hótel Loftleióum. Talsmenn Greenpeace-samtakanna eru við borðið lengst til vinstri á sviðinu, en lengst til hægri eru Þeir Kristján Loftsson og Bjarni Þórðarson sem sátu fundínn fyrir hönd Hvals h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.