Morgunblaðið - 20.06.1978, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.06.1978, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 + Sonur okkar, bróöir og faöir SIGURÐUR HREINN ÓLÁFSSON, Fannarfelli 10 andaöist 17. júní. Fyrir hönd aöstandenda, Margrét Ólafadóttir, Jóhann Vilhjilmmaon. Minning: Jean Valgarð Thoroddsen fyrrv. rafmagnsveitustjóri + Faöir okkar, MAGNÚS MAGNÚSSON, ritatjóri, er látinn. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Gerður Magnúsdóttir, Helgi B. Magnúaaon, María Magnúadóttir. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, JOHAN RÖNNING, foratjóri, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. júní kl. 10.30 f.h. Blóm afbeóin, en þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Slysavarnafélag íslands. Svava Rönning Áata Sylvía og Níla Hafateinn Zimsen og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, GÍSLI JÓNSSON, Fyrrv. bóndí aó Helgaatöóum, Mýrum, sem andaóist 14. þ.m., verötir jarösunginn frá Borgarneskirkju mióvikudaginn 21. júní kl. 14.00. Sólborg Sigmundsdóttir, Friójón Gíalason, Valgerður Gísladóttir, Bjarni Björnsson, Eyrún Gísladóttir. Einar Jónsson. + Útför fööur okkar og tengdafööur, ODDS ÓLAFSSONAR, sem lést hinn 13. júní S.I., veröur gerö miövikudaginn 21. júní kl. 13:30 frá Fossvogskirkju. Þorsteinn Oddsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Gísli Oddsson, Sigurbjörg Steindórsdóttir, Frióbjörg Oddsdóttir, Hjalti Skaftason, Jórunn Oddsdóttir, Einar Jónsaon. + Útför móöur okkar VIGDÍSAR EYJÓLFSDÓTTUR Nautaflötum, Ölfusi, fer fram n.k. föstudag kl. 2 frá Kotstrandakirkju. Börnin + Móöir okkar og tengdamóðir GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Digranesi, Ásvallagötu 27, verður jarðsungin Irá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. jum kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag íslands. Dagbjört Sigurðardóttir, Sigmundur Hanssn, Grétar Sigurðsson, Inga Sigmundsdótlir. Fæddur 27. júlí 1906 dáinn 10. júní 1978 Tímaskeið Valgarðs Thoroddsen var skyndilega á enda runnið aðfaranótt 10. júní s.l. Við þessa andlátsfregn vill félagið minnast hans með nokkr- um kveðjuorðum. Árið 1959 gerðist Valgarð for- maður félagsins og gegndi því starfi til ársins 1965. Þetta tímabil var mjög viðburðaríkt í sögu þess. Félagið fékk fyrstu heimsóknir erlends íþróttafólks, og var það nýtt og erilsamt verkefni, en auk þess mjög áhugavert og þroskandi fyrir starfsemina alla. Á þessum tíma var farið að þrengja verulega að félaginu hvað varðar aðstöðu til almennra íþróttaiðkana. Var þá hafist handa undir forystu Valgarðs að finna framtíðarstað fyrir félagið. Það tókst og varð félaginu ómetanlegt, þó að sá staður yrði ekki sá framtíðarstaður sem allir þekkja nú í Kaplakrika. Það hefur löngum verið talin mikil gæfa að eiga að félaga og vini góðan og gæfusaman mann. Það höfðum við F.H.-ingar átt í Valgarð Thoroddsen. Hlýleiki hans og áhugi fyrir framgangi félagsins var alltaf svo ferskur og hvetjandi. Þegar við nú kveðjum hinstu kveðju hinn þriðja af þeim ágætu mönnum er hafa verið formenn F.H. er óhjákvæmilegt að hugsa til þess hve framlag slíkra manna er verðmætt og verður aldrei full- þakkað. Betur væri ef margir gæfu kost á sér til slíkra ólaunaðra og oft kostnaðarsamra áhugastarfa fyrir ætkulýðinn. En það er ekki því að heilsa. Þeir munu alltaf vera fáir sem eiga nægilega mikið af ástúð og óeigingirni til þess að takast svona störf á hendur, sem oftar gefa af sér vanþakklæti en verðskuldað lof og þakklæti. Fimleikafélag Hafnarfjarðar vottar eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð og hlut- tekningu. Hlýhugur, virðing og þakklæti félagsins fylgir Valgarð yfir móð- una miklu til hins eilífa ljóss og friðar. Blessuð veri minning hans. Fimleikafélag Hafnarfjarðar. ,Við Valgarð Thoroddsen vorum æskuvinir. Og eg finn það nú, þegar hann er horfinn, að hann átti þátt í að móta mig með drengskap sínum, orðheldni og réttsýni í garð allra manna. Þetta þakka ég nú af hjarta. Æskuheimili Valgarðs var að Fríkirkjuvegi 3. Húsið stendur enn, milli gamla barnaskólans og fríkirkjunnar. Tákn menningar og menntunar annarsvegar, tákn trú- arinnar hinsvegar. Er það ekki þetta tvennt, sem hefir lyft manninum hæst, um aldir? Faðir hans, Sigurður Thoroddsen, var stærðfræðikennari við Mennta- skólann í Reykjavík. Hafði áður verið landsverkfræðingur. Mörg- um skólapiltum þótti hann nokkuð fjarlægur og strangur, við fyrstu kynni en fundu, held ég, flestir síðar að bak við bjó drenglund og hlýtt hjarta. Móðir Valgarðs, María fædd Claessen, fyllti húsið birtu og yl og einhverjum þeim kyrrlátum þokka sem aldrei verður lýst með orðum. Oft sátu einstæðingar í eldhúsi hennar eða sérstætt fólk sem fann skjól eða öryggi í nálægð hennar. Eg man sunnudag einn um vetur. Það var krökkt af skauta- fólki á tjörninni. Við Valgarð og einhverjir fleiri piltar vorum þarna í harðvítugum og ærslafull- um eltingaleik. — Þá lýstur Valgarði allt í einu saman við fullorðinn mann, sem einnig fór með hraða, — þannig að Valgarð fellur á hnakkann og missir meðvitund. Man ég enn hversu þetta fékk á mig, — þegar vinur minn var borinn heim af fullorðnum mönn- um, meðvitundarlaus. En hann kom brátt til sjálfs sín aftur, og varð ekkert meint af byltunni. Við lásum oft saman undir næsta dag heima hjá honum, í súðarherbergi uppi á lofti sem mig minnir að vissi að fríkirkjunni. Þetta var á fyrstu árum okkar í gagnfræðadeildinni. Við vorum ósköp ungir þá svo að stundum endaði sá lestur með því að við fórum að reyna með okkur kraft- ana. Tókumst á, — hvor sem bezt hann gat. Bárumst við þá stundum um herbergið og blésum drjúgum. En þetta var allt í góðu og styrkti aðeins og efldi einlæga vináttu okkar. Og þó að leiðir okkar skildu aö mestu eftir að hann var fluttur til Hafnarfjarðar, — og ég inn í Laugarnes, hvor okkar um sig kominn á sinn starfsvettvang, — bjó vináttan ávallt í hjörtum okkar og þakklætið fyrir það, sem við höfðum átt saman á bjartri æskutíð. Eg óska frú Maríe, elskaðri eiginkonu hans og börnum þeirra og fólki hans öllu blessunar um öll þeirra ókomin æviár. Garðar Svavarsson Þeir verða vafalaust margir sem rita minningargreinar um Valgarð Thoroddsen nú er hann er skyndi- lega horfinn sjónum, svo mikil- virkur, sem hann var í starfi og svo vinsæll í hópi allra þeirra, sem hann hafði náin samskipti við. Tvennt er það sem mér er efst í huga er ég lít til baka yfir alla þá áratugi sem ég mátti vináttu hans njóta. I barnaskóla vorum við bekkjar- bræður. Þá kom þegar í Ijós, hve miklum og góðum mannkostum + + Móöir okkar. Eiginmaöur minn og faöir okkar ÁGÚSTA S. PÁLSDÓTTIR, PÁLL PÁLSSON, Mévahlfð 37, Litlu-Heiði, Mýrdal veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 3 e.h. veröur jarösunginn frá Reyniskirkju miövikudaginn 21. júní kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna Margrél Tómasdóttir Guðrún Á. Símonar, og börn. Sigríður Símonardóttir. + + Hjartanlegustu þakkir til hinna fjölmörgu nær og fjær, sem auösýndu okkur samúö og ómetanlega vináttu vegna andláts og jaröarfarar eiginmanns míns, Innilegar þakkir færum viö þeim, sem heiöraö hafa minningu fööur, tengdafööur og afa, ÓSKARS H. AUÐUNSSONAR, HANNESAR G. PÁLSSONAR og sýnt okkur samúö og vinarhug vegna andláts hans. verkstjóra. Guö blessi ykkur öll. Sólborg Guðmundsdóttir, Sígríður Hannesdóttir, Meðalholti 9, börn, tengdabörn og barnabörn. börn, tengdabörn og barnabörn. hann var búinn. Dagfarsprýði hans var einstök. Hann var hlédrægur að eðlisfari og blandaði ekki geði við alla en þar sem hann knýtti vináttubönd urðu þau ekki aftur rofin. Þessir mannkostir, sem þegar komu í ljós hjá ungum dreng, urðu auðsæir og greinilegir' allt hans líf og því eru þær svo ótal margar minningarnar sem nú eru geymdar í þakklátum hugum. Hitt atriðið, sem mér er einnig ljúft að minnast, er það hve fágætur heimilisfaðir Valgarð Thoroddsen var. Samhent og einhuga voru þau hjónin Valgarð og Marie í einu og öllu og svo hlýr, hjálpsamur og umhyggjusamur var Valgarð börnum sínum á bernsku- og æskuárum þeirra að það verður öllum minnisstætt sem til þekktu. í hlutverki hins kær- leiksríka heimilisföður komu mannkostir hans best í ljós, hjartahlýjan, kærleiksþelið og hin fórnfúsa þjónusta. Fagur var ferill hans. Björt var braut hans. Garðar Þorsteinsson. I dag er kvaddur hinstu kveðju minn kæri vinur, starfsbróðir og rótarýfélagi Jean Valgarð Thor- oddsen verkfræðingur er lést þann 10. þ.m. aðeins 71 árs. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðast- liðin ár en með elju sinni og ákveðni ástundaði hann líkams- rækt sem hélt honum vel við og svo unglegum, að ekki hvarflaði að manni að hann yrði allur svo fyrirvaralaust. Valgarð tók sér göngu daglega og hvernig sem viðraði og það var ekkert rölt á honum. Hann gekk hratt og rösklega svo ekki var að sjá að hann gengi ekki heill til skógar. Valgarð Thoroddsen gegndi mörgum trúnaðarstörfum og yrði of langt mál að geta þeirra allra. Valgarð var rafveitustjóri Raf- veitu Hafnarfjarðar frá stofnun 1938 til 1961. Kynni okkar hófust er hann tók á móti mér sem eftirmanni sínum hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. Ekki hafði ég verið þar lengi er ég varð þess greinilega áskynja að Valgarð hafði verið einstaklega vinsæll yfirmaður og þeim mun lengur sem ég starfaði hjá rafveitunni varð mér þetta betur ljóst. Er ég svo kynntist Valgarð kom fljótt í ljós hve góður drengur hann var og þægilegur í allri umgengni. Enda þótt ég deildi oft nokkuð harkalega á það fyrirtæki, sem hann síðustu ár ævi sinnar veitti forstöðu, var Valgarð alltaf sami góði vinurinn og minnist ég þess alveg sérstaklega hve góða hæfileika hann hafði til að draga glögg mörk á milli starfs og vináttu. Valgarð Thoroddsen var einkar framsýnn maður og má þar m.a. nefna störf hans að nýtingu raforku til húshitunar. Framsýni Valgarðs lýsti sér þó sérstaklega í baráttu hans fyrir nýtingu háhita- svæðisins í Krísuvík. Hann barðist fyrir því strax eftir síðari heims- styrjöldina að byggt yrði þar jarðgufuraforkuver en því miður mætti hann ekki framsýni ráða- manna og nauðsynlegum skilningi og draumar hans um raforkuver í Krísuvík rættust því miður ekki. Hefði barátta Valgarðs mætt meiri skilningi hefðu íslendingar nú glímt við duttlungafull nátt- úruöflin við Kröflu með meiri reynslu að baki. Jafnhliða rafveitustjórastarfi sínu í Hafnarfirði var Valgarð slökkviliðsstjóri 1952 til 1961. Arin 1961—1964 gegndi hann starfi yfirverkfræðings Rafmagnsveitu Reykjavíkur, slökkviliðsstjóri í Reykjavík var hann 1964—1966 og rafmagnsveitustjóri ríkisins 1966 til 1976, er hann lét af störfum vegna aldurs. Ekki settist hann þá í helgan stein því hann var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.