Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978
MTFINU Vi
/
-S-í
Skil ekki hvernig á því stendur
að hundurinn grefur ekki
beinin í garðinum eins og aðrir
hundar?
Er ekki vissara að draga úr fóðurskammtinum?
Fyrir 20 árum bar ég mína
brúði hcr inn — og nú ...
„Ég vildi að bróðir
minn væri svona brúnn”
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Þegar spilið hér að neðan kom
á sýningartjaldið í seinni leik
Noregs og Svíþjóðar í opna flokkn-
um á norræna bridgemótinu urðu
áhorfendur dálítið hissa á sögnum
liðsmanna beggja þjóðanna.
Sennilega verða lesendur það
einnig.
Suður gaf, allir á hættu.
Norður
S. 109532
H. 102
T. 6543
L. 94
Vestur Austur
S. D S. ÁKG864
H. G65 H. KD83
T. ÁKG82 T. 7
L. A1072
L. K6
Suður
S. 7
H. Á974
T. D109
L. DG853
Sjá mátti að sex spaðar voru
ekki óeðlilegur samningur, sem
var hugsanlegt að ynnist tæki
suður ekki á hjartaásinn strax.
En í lokaða herberginu höfðu
Norðmennirnir Breck og Lien sagt
og unnið grandslemmu.
Vostur Austur
1 tÍKull 1 Krand
2 hjiirtu 2 spaðar
2 Krönd 3 hjörtu
3 spartar I Krönd
5 hjiirtu 6 t?rönd
pass
Sagnirnar þarfnast skýringa.
Opnunin sýndi minnst þrílit og
12—16 punkta. 1 grand var game-
krafa og lofaði sexlit. 2 hjörtu
sýndu góða opnun, 15—16p, fimm-
lit í tígli, þrjú hjörtu og einspil í
öðrum hvorum svarta litnum. Þá
kom fram hver sexliturinn var og
síðan að einspil vesturs var í
spaða. 3 hjörtu var eðlileg sögn og
3 spaðar, að einspilið var háspil.
Og þá var nóg komið. Austur fór
í ásaspurningu og sagði slemmuna.
Suður spilaði út spaða og varð
seinna varnarlaus þegar finna
þurfti afköst í þrjá spaðaslagi.
Unnið spil.
Á tjaldinu heppnuðust sagnir
Svíanna ekki jafnvel. Vestur
opnaði á tveim tíglum, sem lofaði
góðri opnun og minnst fimmlit.
Svar austurs var 2 hjörtu (bið-
sögn) og þegar vestur sagði frá
lauflit að auki varð austur hrædd-
ur um slæma samlegu og sagði
þrjíj^grönd. Hann fékk ellefu slagi
og tapaði hressiiega á spilinu.
Maðurinn minn seldi óvart tuskurnar, sem hann
þurrkar af penslunum sínum með, fyrir 50.000
krónur!
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi bréf frá Viggó Odds-
syni í Jóhannesarborg og vill hann
koma á framfæri leiðréttingu við
grein sem birt var í Morgunblað-
inu þann 31. maí s.l. og fjallaði um
konu sem búsett var í Cape Town
í S. Afríku. Konan fékk nýrnapest
og dökknaði húð hennar svo mikið
að fólk hélt að hún væri kynblend-
ingur. Fyrir bragðið varð konan að
sögn fyrir margvíslegum óþægind-
um og leiðindum, m.a. var henni
meinað að ferðast í strætisvagni.
• Strætisvagnar
og freknukrem
Ég hef komið til Cape Town
oftar en einu sinni, fyrst fyrir 12
árum. Á meðan verið var að skipta
um olíu á bíl mínum fór ég í
strætisvagni niður í bæinn. Á móti
mér sat biksvartur negri og síðar
kom inn í vagninn stórskorin kona
af hottentotta ættum. Það voru
margir hvítir og litaðir í þessum
sem öðrum almenningsfarartækj-
um. Að Morgunblaðskonunni, Ritu
Hoefling, hafi verið neitað um
strætisvagnaferð er því furðusaga
sem ég vísa til föðurhúsanna.
• Upplitaðir
svertingjar
Síðast í dag sá ég svarta
afgreiðslustúlku í kjörbúð en hún
hafði upplitað húð sína svo að hún
var nær því eins hvít og hvítt fólk.
Af hverju dökkleita Morgunblaðs-
konan notaði ekki freknukrem eins
og svertingjarnir er önnur óráðin
gáta. Svona er hægt að búa til
hatursgreinar um ókunnug lönd og
þjóðir en það er leitt að Morgun-
blaðið skuli birta slíkan þvætting
þótt það sé sennilega ekki í
slæmum tilgangi gert.
• „Ætti að fara
til íslands“
Þetta minnir mig á blaðaskrif
í Rhodesíu þar sem einhver var að
kvarta undan því að Indverjar
væru að sækja inn í íbúðahverfi
þar sem hvítir hefðu lengi búið
einir. Afleiðingin yrði sú að
hreinlæti hrakaði og fasteignaverð
lækkaði. Bréfritaranum var svar-
að mjög reiðilega og ráðlagt að
flytja til íslands þar sem engir
Indverjar og svertingjar væru eða
til S. Afríku þar sem hvítir byggju
í eigin hverfum. Kynþáttavanda-
málin í Englandi og Bandaríkjun-
um magnast með hverju ári, New
York er að fyllast af blökkulýð
sem lifir á styrkjum og borgin er
aftur að verða gjaldþrota og
glæpaöldurnar rísa hærra og
hærra.
Óleysanlegt
vandamál
Sem betur fer eru íslendingar
næstum lausir við kynþáttavanda-
mál og geta því með góðri
samvizku „fordæmt" þær þjóðir
sem eru að baslast við óleysanleg
vandamál. Skynsamlegast væri að
vera hlutlaus í þessum málum
gagnvart ókunnugum þjóðum.
Þetta minnir mig á þegar ég fór
fyrst til útlanda með skipi. Ung
stúlka sá kynblending við uppskip-
un og sagði: „Je-minn, ég vildi að
bróðir minn væri svona brúnn".
Einn sjómaður heyrði þetta og
sagði: „Skammastu þín stelpa,
sérðu ekki að þetta er múlatti?"
Þetta var hennar fyrsta lexía i
kynþáttamálum.
Viggó Oddsson
Jóhannesarborg.
• Því mega ABBA
aðdáendur ekki
vera í friði?
„Við viljum mótmæla hér
skrifum Ragnhildar nokkurrar
Blöndal sem skrifaði í Velvakanda
þann 8. júní s.l. Hvað heldur þessi
Ragnhildur Blöndal að hún sé
eiginlega? í bréfinu úthúðar hún
hljómsveitinni ABBA og segist
mæla fyrir hönd meirihluta ungl-
inra á landinu, en vi erum nú
hræddar un að svo sé ekki. Okkur
þykir það vafasamt að hún viti
hvernig tónlistarsmekkur meiri-
hluta unglinga á landinu er. Það er
alveg greinilegt að Ragnhildur
hefur aldrei gefið sér tíma til að
„hlusta" á ABBA og heldur hún að
hún hafi áhrifavald til þess að
breyta tónlistarsmekk hálfrar
þjóðarinnar ef henni sýnist svo?
Hvaða sönnun efur Ragnhildur
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaya eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaðí
70
— Ofan á stóra skápnum.
— Var það þaðan sem hann
tók seðlana sem hann lét þig
haía?
— Já. en ég vissi það fyrir.
Monique hafði sagt mér það.
— Og þú varst ekki í Rue
d'Angouleme á mánudaginn?
— Nei. Það ætti að vera
auðvelt að ganga úr skugga um
það. Konan í húsinu hlýtur að
geta staðfest það. Ég átti að
koma klukkan íimm á þriðju-
daginn.
— Jlvenær var fyrirhugað
að þið færuð?
— Það fer skip eftir þrjár
vikur. Svo að við hiifum nógan
tima til að útvega okkur
vegabréfsáritun. Ég hef líka
sótt um vegabréf.
— Ég hélt þú þyrftir að hafa
undirskrift foreldra fyrir því
að fá vegabréf fyrst þú ert ekki
myndugur?
— Ég líkti eftir skrift f'óður
míns.
Smáþögn. Svo spurði Jorisse.
— Má ég reykja?
Maigret kinkaði kolli. Það
furðulega var að nú eftir kaffið
langaði hann í koníakstár en
hann þorði ekki að fara og ná
sér í.
— Þér kölluðuð mig götu-
strák.
— Já. hvað finnst þér sjá%f-
um þú vera?
— Mér finnst ég hefði ekki
getað hegðað mér á annan veg.
— Myndir þú vera stoitur af
því að þinn eigin sonur færi
svona að?
— Ég ætla að ala son minn
öðruvísi upp. Hann verður ekki
neyddur til að ...
Aftur truflaði síminn þá.
— Eruð það þér?
Maigret hrukkaði ennið. þeg-
ar hann heyrði riidd Neveaus.
Hann hafði ekki látið hann fá
neitt verkefni.
- Ég er með peningana.
— Ilvað segir þú?
Hann horfði á Jorisse og
greip fram í fyrir Neveau.
— Andartak. Ég fer í annan
síma.
Hann gekk inn á skrifstof-
una við hliðina og sendi full-
trúa sinn til vonar og vara til
að fylgjast með Jorisse.
— AHt í lagi. Láttu það
koma., Hvar ertu?
— Á Quai de Valmy. Á bar.
— Hvað ertu að gera þar?
- Eruð þér reiðir?
— Wttu mig heyra!
— Ég hélt það væri rétt af
mér. Nú hefur Jef búið með
Franeoise í tíu ár og eítir því
sem mér skilst þykir honum
vænna um hana en hann lætur.
Þess vegna langaði mig tila
líta inn til hennar.
— Hvers vegna?
— Mér fannst skrítið hann
skyldi skilja hana eftir
peningalausa og var svo hepp- ,
inn að hitta á hana heima. Þau
búa í lítilli tveggja herbergja
íbúð og með örlitlu eldhúsi sem
er varla stærra en klæðaskáp-
ur. Inni í svefnherberginu er
rimlarúm. Veggirnir eru hvít-
kalkaðir, en allt er mjög hreint
og þrifalcgt.
Maigret beið önugur eítir
framhaldinu. Hann felldi sig
ekki við uf mikið frumkvæði
hjá öðrum. að minnsta kosti
ekki hjá mönnum sem voru
ekki í hans deild.
— Sagðir þú henni að Jef
hefði verið handtekinn?
— Já, var það rangt af mér?
— Afram.
— Hún brást þannig við að
ég sannfærðist um að hún vlssi
ekkert um hvað hann hefðist
að. Hún hélt fyrst hann hefði
vcrið gripinn þegar hann var
að stela veskjum eða einhverju
slíku. Það virðist hafa komið
fyrir öðru hverju.
Það hafði verið sérgrein Jefs
þegar hann skemmti á mörkuð-
um og iðulega hafði hann verið
gómaður fyrir vasaþjófnað.
— Þrátt fyrir mótmæli henn-
ar fór ég að skoða ihúðina.
Loks datt mér í hug að skrúfa
messingskúlurnar af rimla-