Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 130. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaösins. Þúsundir hafa flúið Saloniki Saliiniki - 21. júní - AP. NOKKRIR jarðskjálftakipp- ir fundust enn í Norð- ur-Grikklandi í dag og þús- undir hafa flúið frá Saloniki eftir mikinn jarðskjálfta í gær er olli miklu tjóni í Harma óskýr svör ísraels Washinifton 21. júní. Kcuter. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið sagði í dag að það harmaði að ísraelsmenn hefðu ekki gefið nógu skýr svör við fyrirspumum Bandarikjamanna um framtíð vesturbakka Jórdans og Gaza-svæðisins. Þetta eru fyrstu viðbrögð Bandaríkjamanna við ákvörðun ísraelsstjórnar á sunnudag er jafngilti því að hún frestaði í fimm ár ákvörðun um framtíð vestur- bakkans og Gaza-svæðisins. Bandaríkin vildu fá bindandi svar frá ísraelsmönnum um stöðu Framhald á bls. 27 borginni og varð til þess að að minnsta kosti 14 biðu bana og 150 slösuðust. Neyðarástandi hef ur verið lýst yfir í Saloniki og hjúkrunargögn og tjö'ld flutt þangað flugleiðis. Jarð- skjálftinn olli alvarlegu tjóni í gömlum borgarhverf- um en nýrri hverfi sluppu tiltölulega vel. Jarðskjálftinn, sem mæld- ist 6.5 stig á Richterskvarða, átti upptök sín í Volvi-vatni um 50 km austur af Saloniki og var kröftugastur nokk- Framhald á bls. 26. Vörubíll hvarf með málverkum Marsoillos - 21. júní. Hcutcr. AP. VÖRUBIFREIÐ með 13 mál- verkum eftir gamla meistara og franska impressionista að verðmæti um 780 milljónir íslenzkra króna var stolið í nótt að sögn lögreglunnar í Marseilles. Bflstjórinn fór úr vörubfln- um til þess að spyrja til vegar í kaffihúsi í Marseilles. Þegar hann kom út nokkrum mínút- um síðar var bfllinn horfinn. Málverkin höfðu verið á sýningu í Suður-Kóreu og Pek- ing og átti að skila þeim til ýmissa safna. Meðal málverkanna var „Andlitsmynd af Madelaine Bernard" eftir Gaugin. Það hefur verið metið á rúmar 520 milljónir íslenzkra króna. Carter vill auka réttindi í Suður-Ameríku Washington — 21. júní — Rcuter. CARTER forseti sagði í dag á áttunda þingi Samtaka Ameríku- ríkja (OAS) að Bandaríkin mundu fylgja af alefli þeirri stefnu að stuðla að mannréttind- um og þjóðfélagslegu og efna- hagslegu réttlæti í Rómönsku Ameríku. Hann varaði við því að lönd, þar sem brot gegn mannréttindum viðgengjust, gætu ekki komizt hjá því að taka afleiðingunum. Carter talaði um einræðisríki í Rómönsku Ameríku án þess að nefna nokkurt þeirra á nafn og kvaðst gera sér grein fyrir því að leiðin frá einræðislegri stjórn til lýðræðislegrar stjórnar væri erfið. Framhald á bls. 27 Málverkið „Branchini Madonna" eftir fimmtándu aldar málarann Giovanni De Faolo var í gær slegið hjá Sotheby's í London á hálfa milljón punda eða um það bil 240 milljónir íslenzkra króna sem er hæsta verð sem fengizt hefur fyrir listaverk í sögunni. Kaupandi var Norton Simonstofnunin í Kaliforníu og málverkið er úr safni Robert von Hirsch sem hefur verið sett á uppboð. Vinstra megin á myndinni er Peter Wilson uppboðshaldari. Gyðingaleiðtogar dæmdir í Moskvu Moskvu-21. júní-AP KUNNASTA baráttufólk Gyðinga í Moskvu, Vladimir Slepak og Ida Nudel, voru í dag dæmd í útlegð til af skekktra hluta Sovétríkj- anna fyrir að mótmæla því að stjórnvöld hafa neitað að leyfa þeim að flytjast úr landi. Slepak var dæmdur í fimm ára útlegð og frú Nudel í fjögurra ára útlegð. Þau voru dæmd fyrir skrflslæti þar sem þau veif- uðu spjöldum út um glugga íbúða sinna 4. jíiuí til þess að mótmæla því að þau hafa árum saman beðið eftir leyfi til að flytjast úr landi. NATO óttast árásir á hernaðarmannvirki Briisxol — 21. júní — Rcuter. TALSMAÐUR NATO skýrði frá því í dag að fyrirskipaður hefði verið lágmarksviðbúnað- ur nokkurra deilda í mikilvæg- um hernaðarmannvirkjum á svæðinu frá Danmörku til Suður-býzkalands vegna ábendinga um að borgar- hryðjuverkamenn hyggi á að- gerðir. Talsmaðurinn neitaði að veita frekari upplýsingar en sagði að svipaður viðbúnaður hefði verið fyrirskipaður í Austurríki um helgina. Svisslendingar segjast hafa aukið viðbúnað vegna ábendinga frá vestur-þýzku lög- reglunni og nokkrum Evrópu- löndum um að hryðjuverka- menn áformi árás á vopnabúr einhvers staðar í Evrópu. Blaðið La Libre Belge sagði í dag að belgískar hersveitir í Belgíu og Vestur-Þýzkalandi hefðu verið varaðar við hættu á yfirvofandi árás hryðjuverka- mannanna. Blaðið segir að annað hvort sé um að ræða áform um vopnarán eða tilraun til að ræna embætiismanni. Slepak í átta ár og frú Nudel í sjö ár. Vinum og ættingjum var meinað að vera við réttarhöldin í fyrsta skipti svo vitað sé. Athygli vekur að þau hefðu getað fengið þyngri dóma þar sem hámarksrefsing er fimm ára nauð- ungarvinna. Slepak fékk skeyti með stuðningsyfirlýsingu frá Jimmy Carter þegar hann keppti að forsetakjöri 1976 og það var eitt fyrsta skrefið í mannréttingabar- áttu bandaríska forsetans. Réttarhöldin voru lokuð og í lok réttarhaldanna yfir Slepak var sprautað úr brunaslöngu á frétta- menn sem töluðu við vini hans fyrir utan dómshúsið. Vinum hinna ákærðu var sagt að koma aftur á morgun, sennilega til að fá upplýsingar um hvert þau verða send. Slepak og Nudel hafa tíu daga frest til að áfrýja dómnum. Kona andófsmannsins Alexand- er Ginzburg, sem hefur setið í fangelsi síðan í febrúar 1977, skýrði jafnframt frá því að henni hefði verið sagt að eftir væri að sýna honum lokaákæruna á hend- ur honum áður en hann kæmi fyrir rétt en hann væri bersýnilega veikur. Hún kvaðst hafa fengið upplýsingar um að læknar skoðuðu hann tvisvar á dag og að hann væri „mjög tekinn." Ginzburg mun þjást af lungnaveiki, magasári og fleiri sjúkdómum. María kona Slepaks var hand- tekin fyrir sömu sakir og eigin- maður hennar en er í sjúkrahúsi með magasár og réttarhöldum gegn henni hefur verið frestað. Mágur Slepaks Zinovy Rash- kovsky segist hafa fengið upplýs- ingar um að hann hafi verið „rólegur, hress en stilltur" í réttarhöldunum. Hann neitaði að þiggja aðstoð lögfræðings og varði mál sitt sjálfur. Framhald á bls. 26. Lögregla yfirbugar ræningja Stokkhólmi - 21. júní - Routor - AP. Vopnaður maður. sem tók 18 ára stúlku í gíslingu f banka í Stokkhólmi 1 dag. gafst upp þegar lögreglumenn réðust með táragasi inn í herbergi þar sem hann hafði búið um sig og sleppti gíslinum sem sakaði ekki. Maðurinn hélt stúlkunni í gíslingu í þrjá og hálfan tíma í herbergi á fimmtu hæð Skandi- naviska Enskilda bankans og krafðist þess í símtölum við lögregluna að fá að tala við Thorbjörn Fálldin forsætisráð- herra. Bankaræninginn flúði upp á loft þegar lögreglan kom honum að óvörum er hann reyndi að ræna bankann, sem er gegnt þinghúsinu, og kom í veg fyrir ránið. Allt fólk var flutt úr byggingunni skömmu eftir bankaránstilraunina, byggingin var umkringd og rúmlega 50 lögreglumenn komu á vettvang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.