Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 Austur í Gunnarsholti, skammt frá Hellu, er flugvöll- ur. I byrjun sumars ár hvert birtist þar 35 ára gömul Douglas-flugvél til starfa. Hún hefur löngu lokið hlut- verki sínu við mannflutninga. Nú sækir hún áburð og fræ í Gunnarsholt, flýgur sfðan með farminn um allar sveitir og dreifir á örfoka land og beitijarðir. Þá berast drun- urnar í þeirri gömlu um nágrennið frá því snemma að morgni og alit til miðnættis. „Það varð gjörbreyting á afköstum Landgræðslunnar þegar hún fékk Douglasinn,44 sagði Stefán H. Sigfússon, fulltrúi, þegar Morgunblaðs- menn voru staddir í Gunnars- holti á dögunum. „Áður höfð- um við aðeins litlar vélar, og það var takmarkað hvað var hægt og hagkvæmt að fljúga með smáskammta langar leið- ir. Vélin fer með 40—50 tonn af áburði og fræi á dag, f jögur tonn í einu. Og af u.þ.b. 3000 tonnum, sem við dreifum á ári, sér hún um 2200, svo að aukningin við tilkomu hennar er um 2000 tonn á ári.44 Alþjóðaflugvöllurinn og mjólkurbíllinn drifin í starfið Vélin var í loftinu og grafarþögn lá yfir flugvellinum. Hann er á miklu flatlendi, og eina mannvirk- ið á staðnum er lítið flugstjórnar- hús. Við brautina beið heilt fjall af áburðarpokum. „Ég fullyrði að þetta er ódýrasti flugvöllur á landinu," sagði Stefán. „Völlurinn var í raun til reiðu, það þurfti bara að valta brautina. Enda hafa verið færð rök að því, að hér hafi upphaflega átt að reisa þann flugvöll sem nú er í Kefla- vík.“ í stað alþjóðaflugvallar og varnarliðs er nú þarna bækistöð fyrir þessa gömlu flugvél, þaðan sem hún sendist út og suður að græða landið. Þögnin var af og til rofin af boltasparki og hrópum í hleðslu- mönnunum fjórum. Stefán út- skýrði að allt væri tilbúið að taka á móti vélinni. „Um leið og Douglasinn er farinn, fylla strák- arnir tankinn á bílnum hér af áburði. Hann tekur fjögur tonn eins og flugvélin. Þegar vélin lendir, rennir bíllinn svo upp að henni og flytur áburðinn með færibandi í hana. Það tekur aðeins 5 mínútur." Þetta er mesti prýðisbíll. „Já. Við sníktum hann á sínum tima af Mjólkurbúi Flóamanna. Þetta er fyrrverandi mjólkurbíll, en við smíðuðum svo á hann þennan tank og færibandsútbúnað, og fyrir bragðið gengur hleðslan miklu betur fyrir sig. Og þetta hefur þótt virðulegt ellistarf fyrir fyrrverandi mjólkurbíl, að sjá nú um grundvöll mjólkurframleiðsl- unnar.“ Mjólkurbúið lagði til bílinn, Douglas-vélina fenguð þið hjá Flugfélaginu, — hafa fleiri verið svo gjafmildir við Landgræðsluna? „Já, þó að ekki hafi kannski verið um hreinar gjafir að ræða, þá hafa mjög margir, sem við eigum viðskipti við, sýnt fullan skilning. Til dæmis þegar okkur vantaði varahluti, þó að um helgi væri. Og vélinni fljúga flugmenn frá Flugfélagi Islands og Loftleið- um í sjálfboðavinnu. Þeir fljúga 2—3 daga hver, tveir í einu. Okkur hefur aldrei vantað menn á vélina." Eins og frímerki í eyðimörkinni Enn sást ekkert til vélarinnar ofan úr skýjunum, svo að Morgun- blaðsmenn eltu Stefán inn í flugstjórnarhúsið. Auk nauðsyn- legustu tækja lágu á borðunum opnar bækur með töflum og kortum yfir árangur flugsins. Þær voru greinilega í stöðugri notkun. „Við förum með langmest í friðaðar landgræðslugirðingar, eða tæp 60% af því sem við Þessa mynd tók ljósmyndarinn Mbl. á flugi yfir Árskógsjörð. Árangur landgræðslustarfsins sést glöggt á ljósu rákunum, en þær dreifa síðan úr sér sjálfar og eiga að mynda samfellt gróðurlendi. og á opna bók hvað er búið að gera og hvað ógert. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þegar maður ekur um sýnist það vera gífurlegt landflæmi, sem búið er að rækta upp, en svo þegar komið er í loftið sést að þetta er bara eins og frímerki í eyðimörkinni." „Hvernig er Íínuritið?“ Það fór heldur lítið fyrir tækja- búnaði í flugstjórnarhúsinu. Tal- stöð, loftvog og vindhraðamælir. „Við erum í stuttu máli með öll tæki sem eru á minni flugvöllum á landinu," sagði Stefán. „Svo höfum vil tvær flugbrautir, sú lengri er 1700 metrar og með þeim lengri á landinu. Mér liggur því við að segja að hér geti lent hvaða flugvél sem er. Þetta hefði vissu- lega verið kjörinn staður fyrir alþjóðaflugvöll." Stefán benti á línurit á veggn- um: „Hér sjáið þið merkilegan hlut. Á þessu línuriti sjáum við jafnan með eigin augum árangurinn af fluginu. Fyrst er dregin bein lína skáhalt upp, sem sýnir hve miklu við þurfum að dreifa á dag til þess að halda áætlun. Siðan merkjum við inn á línuritið árangur hvers dags. Þannig sjáum við svart á hvítu hvernig staðan er. Það hefur að sjálfsögðu mjög hvetjandi áhrif á alla. Það er meira að segja algengt að við fáum hér í talstöð- ina kall frá áætlunarflugvélum, þotum og öðrum sem eiga leið hér yfir. Þá er algengast að spurt sé bara: „Hvernig er línuritið?" Það er þá um að ræða stráka, sem hafa verið að fljúga fyrir okkur og fylgjast af áhuga með árangrin- um.“ dreifum,“ sagði Stefán. „Auk þess ! bjóðum við aðstoð við þá bændur, sem vilja t.d. bera á sameiginleg beitilönd. Og ef örfoka land liggur hjá beitilandi, gerum við sam- komulag við viðkomandi sveitarfé- lag um að beit verði takmörkuð á þeim stað á meðan verið er að rækta hann upp. Ég er á móti þeirri kenningu, að það eigi ekki að rækta beitilönd. Það hlýtur alltaf að borga sig hvað varðar upp- græðslu landsins, þó að það sé kannski ekki fjárhagslega hag- kvæmt fyrir viðkomandi bónda þá ! stundina." „Langmestur hluti þess sem við dreífum fer hér á Suðvesturundir- lendið og norður í Þingeyjarsýsl- ur,“ hélt Stefán áfram. „Stóra vélin verður hér til 1. júlí, þá fer hún norður á Húsavík, er notuð I þar í hálfan mánuð og kemur svo aftur hingað og flýgur til júlíloka, ef fjármagn leyfir. Við gætum dreift meiru, bæði hvað varðar tíma og notkun á vélinni." „Við erum þessa stundina með mann í því að ferðast um og kanna árangur af uppgræðslunni í girtu löndunum. Við fengum til þess mann, sem hafði kynnt sér nokkuð umhverfismál, því að á sumum stöðum, eins og t.d. í Þorlákshöfn og Vík í Mýrdal, er ekki bara um það að ræða að telja stráin. Þar getur það líka haft áhrif á allt bæjarlífið, hvort tekst að stöðva fokið." „Annars þurfið þið að koma með í loftið eina ferð til þess að átta ykkur á þessu. Þá sér maður eins Flugstjórinn Gunnar Arthúrsson. Stefán II. Sigfússon fulltrúi og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri við nef iandgræðsiuvélarinnar Páls Sveinssonar. Staldrað við í Gunnarshohi og farið í á- burðarfíug með Landgræðslu- mönnum „Við getum snúið vöm í öfluga sókn ef sama fjárveiting helzt"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.