Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 25 Matthías Á. Mathiesen, f jármálaráðherra: Þróun rikisfjár- mála i tið núver- andi ríkisstjómar Hlutur hins opinbera í þjónustu og framkvæmdum Hlutur hins opinbera i þjónustu og framkvæmdum hef- ur vaxið í vestrænum ríkjum á undanförnum áratugum — og það sums staðar hröðum skref- um. Þetta kemur fram í því að hlutfall opinberra útgjalda og tekna síhækkar miðað við þjóðarframleiðslu. Það er einkum tvennt sem valdið hefur auknum umsvifum hins opinbera. Annars vegar brýn nauðsyn þess að sinna ýmsum mikilvægum sameigin- legum þörfum þjóðfélagsins á sviðum menntamála, félags- og tryggingamála og samgöngu- mála. Hins vegar sú staðreynd að samfélagið hefur vegna hag- vaxtar getað staðið straum af þeim útgjöldum. Opinber umsvif hér á landi eru ekki eins mikil og í nágrannalöndum okkar en vax- andi andstöðu gætir gegn frek- ari útþenslu. Af hverju? Jú, hið opinbera er farið að sinna æ fleiri verkefnum sem það er alls ekki hæfara en aðrir um að leysa. Þeir sem greiða fyrir þjónustuna eru oft aðrir en þeir sem njóta hennar. Skattborgar- arnir vita stundum ekki eða finna hvað þeir greiða fyrir. Auk þess verður ekki hjá því komist að auka skattheimtu samfara útþenslu kerfisins. Við þetta bætist að hið opinbera er hvorki alsjáandi né óskeikult og mönnum virðist oft að þörfunum sé ekki sinnt eins og til er ætlast og framkvæmdir séu ekki nægilega arðbærar. Vegna þessara sjónarmiða hefur Sjálfstæðisflokkurinn einn allra flokka í landinu viljað fara að með mikilli gát í útþenslu hins opinbera. Sjálfstæðisflokkurinn vill beinlínis stefna að því að útgjöld lækki að tiltölu við verðmætasköpun. Nokkur árangur hefur náðst í því efni. Þannig voru útgjöld ríkisins 29,6 % af þjóðarframleiðslu 1974, 31,4 % 1975, 24,4 % 1976 og 27,2 % á síðasta ári. Engum vafa er undirorpið að árangur hefði orðið enn meiri ef núverandi ríkisstjórn hefði ekki erft mikl- ar fjárskuldbindingar gagnvart erlendum og innlendum aðilum frá fyrrverandi stjórn og hin ytri áföll þjóðarbúsins 1974—1975 ekki komið til. Aðhald í ríkisfjármálum og raunhæfari fjárlagagerð Ljóst er að verðbólgan hefur áhrif á tekjur og gjöld ríkis- sjoðs. Tekist hefur að færa niðurstöður útgjalda fjárlaga mun nær raunverulegum reikningstölum en áður. Þannig urðu gjöld ríkisreiknings 37,1 % umfram fjárlög 1974 en munur- inn var 10,2 % árið 1977. Það hefur að vísu ekki mikið farið fyrir því út á við hvað unnið hefur verið á undanförn- um árum að bættu aðhaldi og upplýsingastreymi í ríkisfjár- málum. Á árinu 1976 var í fyrsta sinn beitt heilsteyptum áætlunum um streymi útgjalda og tekna ríkissjóðs innan ársins. Gerð þessara áætlana hefur verið endurbætt og nær nú til all- flestra stofnana ríkisins og hefur leitt til minnkandi út- gjalda. Hafin hefur verið gerð fjár- lagaáætlana til lengri tíma en eins árs sem taka mið af þjóðhagslegu svigrúmi til neyslu og fjárfestinga. Vonir standa til að áætlunargerð af þessu tagi stuðli að betra samræmi í þróun einstakra málaflokka en verið hefur og verði þannig til að koma í veg fyrir ýfingar og missætti og stuðti að raunhæf- ari kröfugerð og meiri ein- drægni við gerð og afgreiðslu fjárlaga hverju sinni. Lánsfjáráætlun Ríkisstjórnin beitti sér fyrir gerð lánsfjáráætlunar fyrir árið 1976. Lánsfjáráætlun fyrir árið 1978 er því þriðja árlega heild- aráætlunin um lánastarfsemina í landinu sem ríkisstjórnin leggur fram. Áætlunin gerir ráð fyrir talsvert minna svigrúmi í peninga- og lánsfjármálum en verðlagshækkunin ein felur í sér. Þá er einnig að því stefnt að peningaaðgerðum verði beitt til að halda aftur af veltuaukning- unni í þjóðarbúskapnum og veiti þá viðleitninni til að hafa hemil á verðbólguvextinum meiri stuðning en ella. Nokkuð hefur skort á að lánskjör og ýmis atriði önnur, sem áhrif hafa á lánahreyfingar, hafi verið ákveðin með samræmdum hætti og jafnframt hafa möguleikar yfirvalda í peningamálum, til að fylgja áætlunum eftir, verið fremur takmarkaðir. Á þessu ári hefur hins vegar verið stigið stórt skref í samræmingu lánskjara og tekin upp virkari og sveigjanlegri vaxtastefna en fyrr. Lánsfjáráætlunin fyrir árið 1978 og raunar öll peninga- stjórn ætti því að vera mun styrkari en áður. Greiðsluhalli ríkis- sjóðs nær þurrkaður út Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum á árinu 1974 nam greiðsluhalli ríkissjóðs þremur og hálfum milljarði króna eða nær 9 % af tekjum. Þessum halla hafði nær tekist að eyða á árinu 1976. Nokkur greiðsluhalli varð síðan aftur á síðasta ári enda urðu gífurlegar launahækkanir á því ári og launagreiðslur eru fyrr á ferðinni en tekjuaukning ríkissjóðs í kjölfar þeirra skilar sér, ekki síst að því er varðar tekjuskatt. Ef litið er til áranna 1974—1977 hefur greiðsluaf- koma ríkissjóðs á þessu tímabili verið óhagstæð um 11,2 mill- jarða króna. Þar af 8,9 milljarða króna vegna áranna 1974 og 1975, eða um 80 % af þessari fjárhæð, en 2,3 milljarðar vegna áranna 1976 og 1977. Dregið verði úr sjálfvirkni Enda þótt þokast hafi í rétta átt, fer ekki hjá því að herða verður róðurinn á komandi Framhald á bls. 27 Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra: Hitaveiturnar eru stærsti þáttur orkumálanna Hitaveita Reykjavíkur jafnstór orkugjafi og allar stöðvar Landsvirkjunar Ekki er öllum enn ljóst hve hitaveitur eru veigamikinn þátt- ur í orkumálum landsins. Sem dæmi má nefna að Hitaveitu Reykjavíkur er yfir 400 megavött. Til samanburðar er allt virkjað vatnsafl Lands- virkjunar nú 400 megavött (þ.e. Sogsvirkjanir 90, Búrfell 210, Sigalda 100 megavött). Hita- veita Suðurnesja verður um 100 megavött fullgerð. Á árinu 1974 nutu um 45% landsmanna jarðvarma til hús- hitunar. Nú munu það vera um 60% landsmanna. Eins og horfir má gera ráð fyrir að innan fárra ára njóti 80—90% landsmanna hita- veitna. Aukin jarðhitaleit Á þessu kjörtímabili hefur verið Iögð sérstök áhersla á að leita að og virkja jarðvarma við helstu þéttbýlisstaði umhverfis landið. I þessu skyni voru fest kaup á 2 nýjum jarðborum. Markar annar þeirra, „Jötunn", tímamót í jarðhitaleit hérlendis þar eð hann nær allt niður í 3.6 km dýpi. Hinn borinn, „Nafri“, sem nær niður í 1.8 km, hefur reynst mjög handhægur og afkastamikill víða um land. Þessar framkvæmdir og jarð- hitaleit hafa leitt til þess að á nokkrum stöðum hefur nú fund- ist jarðhiti þar sem áður var talið vonlítið eða vonlaust að nýtanlegan jarðvarma væri að finna, t.d. á Vestfjörðum, Aust- urlandi og við Akureyri. Hitaveitu- framkvæmdir víða um land Unnið er við hitaveitufram- kvæmdir á eftirtöldum stöðum, eða þeim er nýlega lokið: Reykjanesi (Hitaveita Suðurnesja) Akureyri Siglufirði Blönduósi Suðureyri við Súgandafjörð Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu (stækkun Hitaveitu Reykjavíkur). í undirbúningi eru þessar hitaveituframkvæmdir: Hitaveita Borgarfjarðar — Akranes, Borgarnes, Hvanneyri, Egilsstaðir — Lagarfell, Þorlákshöfn. Stækkun og endurbætur eru fyrirhugaðar á þessum stöðum: Sauðárkróki Ólafsfirði Dalvík Hveragerði og Selfossi. Þá er verið að gera sérstaka athugun á hitaveitu fyrir Álfta- neshrepp, annað hvort með tengingu við Hitaveitu Reykja- víkur eða með borun. Staðir, þar sem verið er að rannsaka líkur á öflun jarð- varma til hitaveitna, eru m.a.: Hella — Hvolsvöllur, Eyrarbakki — Stokkseyri, Grundarfjörður, Stykkishólmur og ýmsir staðir á Vestfjörðum. Minnkandi inn- flutningur olíu Nýting jarðvarmans er mjög gjaldeyrissparandi. Svo dæmi sé tekið af Hitaveitu Suðurnesja þá mun stofnkostnaður hennar fullbúinnar verða milli 7 og 8 milljarðar en sú framkvæmd mun afla og spara í erlendum gjaldeyri yfir einn milljarð á ári, hvort tveggja miðað við gildandi verðlag. Þrjú síðustu ár hefur inn- flutningur olíu til húshitunar minnkað verulega. Jarðhitaleit haldið áfram Nokkrir þéttbýlisstaðir á landinu njóta ekki jarðhita- veitna og Ieit hefur ekki til þessa skorið úr um, hvort svo geti orðið í framtíðinni. Líkur eru mismunandi og nokkur ár getur tekið að ljúka rannsókn- um. Vegna þess hve húshitun með jarðvarma er þjóðhagslega hag- kvæm er mikilvægt að fundin sé sú lausn á húshitunarmálum þessara staða að nýting jarð- varma sé ekki útilokuð í fram- tíðinni. Þegar hugað er að hagkvæmri lausn á húshitunarþörf þessara staða með innlendum orkugjöf- um að verulegu leyti beinist athyglin að tveim kostum, heinni rafhitun og fjarvarmaveitum með vatns- dreifikerfum. Hin hæpnaraf- hitunarstefna Fyrir nokkrum árum var hafinn mikill áróður fyrir beinni rafhitun án athugunar á því hvar og hvenær sú leiö væri þjóðhagslega hagkvæm miðað við aðra kosti. Afleiðing þessarar stefnu var stóraukin eftirspurn eftir raf- orku til húshitunar víðsvegar um landið sem hefur reynst öflunar- og dreifikerfum raf- orku ofviða og haft í för með sér gífurlega orkusóun vegna flutn- ingstaps sem numið hefur í flestum tilvikum 25—30% af framleiddri orku, en það ætti, ef vel er á málum haldið að vera minna en 15%. En þessi stefna hefur einnig leitt til mikillar fjárfestingar í dísilrafstöðvum og til kaupa á rándýrri erlendri olíu til að sinna húshitunarþörfinni. Afleiðing þessarar stefnu í húshitunarmálum hefur komið glöggt í ljós í hallarekstri og skuldasöfnun Rafmagnsveitna ríkisins á umliðnum árum og er meginskýring á þeim vanda, sem þar er við að glíma. Það er alvarlegt, að með þessari rafhitunarstefnu hefur víöa verið gert erfiðara fyrir um nýtingu jarðvarmans. Um það höfum við nærta'k dæmi frá Akureyri, Suðurnesjum, Egils- stöðum, Þorlákshöfn og víðar þar sem talsverður hluti húsa er með þilofnahitun* Fjarvarmaveitur — merk nýjung í stað beinnar rafhitunar er nú talið, að húshitun í þéttbýli, þar sem ekki hefur enn fundist Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.