Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 23 Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup veitti viðtöku gjöfum Norðmanna, sem sr. Harald Hope afhenti á fundi prestastefnunnar í gær og renna eiga til Skáiholtsskóla og Hallgrímskirkju. Ljósm. Ól.K.M. Norðmenn gefa sam- tals 16 miUjónir króna til Skálholtsskóla og Hallgrimskirkju Á FUNDI Prestastefnu fslands í gær afhenti sr. Harald Hope frá Noregi tvær stórgjafir, aðra til Hallgrímskirkju og hina til Skálholtsskóla. Tók biskup íslands hr. Sigur- björn Einarsson við gjöfunum og bað sr. Hope að flytja Norðmönnum þakkir fyrir framlag þeirra, en gjafirnar námu 9 milljónum ísl. kr. til Skálholtsskóla og 7 millj. til Hallgrímskirkju. í upphafi fundar síðdegis í gær kvaddi sr. Harald Hope sér hljóðs og flutti biskupi kveðjur frá Thor With biskup í Björgvin og afhenti söfnunarfé er renna á til Hallgrímskirkju og nemur 7 millj. ísl. króna. Einnig afhenti sr. Harald Hope 9 millj. ísl. króna er fara eiga til Skálholtsskólaog sagði hann í ávarpi sínu að hann skammaðist sín fyrir að koma með svo lítið, að hann gæti bara ekki gert betur. Sagði hann að norska kirkjan vildi sýna örlítinn þakk- lætisvott með þessum framlög- um sínum. Biskup tók til máls og þakkaði sr. Harald Hope fyrir þessar gjafir og sagði að hann væri sá maður sem hann ætti mikið að þakka og hann hefði margsinnis gert sig orð- lausan með þeim hlýhug sem hann sýndi jafnan í verki til íslands og íslenzkrar kirkju. Gat hann þess einnig að jafnframt því að bera svo hag íslenzkra kirkjumála fyrir brjósti og standa ætti mikið að þakka og hann hefði margsinnis gert sig orðlausan með þeim hlýhug sem hann sýndi jafnan í verki til Islands og íslenzkrar kirkju. Gat hann þess einnig að jafnframt því að bera svo hag íslenzkra kirkjumála fyrir brjósti og standa fyrir söfnunum hefði hann fengizt við það í tómstund- um sínum að undanförnu að þýða Passíusálmana yfir á nýnorsku, sem að sínu viti hefði tekizt mjög vel og væri nákvæm þýðing. Bað biskup hann fyrir þakkir til Norðmanna fyrir þeirra framlag. Sr. Heimir Steinsson rektör Lýðháskólans í Skálholti og Hermann Þorsteinsson formað- ur byggingarnefndar Hallgríms- kirkju fluttu einnig ávörp og þökkuðu fyrir gjafirnar. í samtali við Mbl. sagði sr. •Harald Hope-að*áhugi-sinn-fyrir mtm^^^mm^m—mi^^mmmmm íslandi væri gamall, hann hefði fyrst komið hingað 1952 og væri nú hér í ellefta sinn. Á Skál- holtshátíð 1956 hefði vaknað með sér áhugi fyrir því að stuðla að endurreisn Skálholts, m.a. sem skólastaðar, og leitaði hann eftir stuðningi aðila á öllum Norðurlöndunum. Sagðist hann hafa getað útvegað ýmiss konar byggingarefni, t.d. steinflísar, þakefni, múrhúðunarefni og hefði það átt við bæði um Skálholt og Hallgrímskirkju. Sr. Heimir Steinsson og Þórarinn Þórarinsson formaður Skál- holtsskólafélagsins sögðu að ef ekki hefði notið við fjárstuðn- ings Norðmanna þegar bygging skólans stóð fyrir dyrum hefði hann ekki risið, framlagið hefði numið 9—10 milljónum ísl. króna og varð það til þess að framkvæmdir við skólabygging- una hófust. Sagði sr. Heimir að framlag þetta rynni til fram- kvæmda við stækkun á heima- vist skólans. Sr. Harald Hope er prestur í Finnás í Noregi, en það er gömul sókn á eyjunum Mostur, sem Þórólfur Mostrarskegg er kenndur við. Sagði Harald að þetta væri sókn Þangbrands biskups sem hefði verið sendur í refsingarskyni til Islands til að gerast þar kristniboði. Hefur hann verið prestur í um 40 ár. Prestastefnu Islands lýkur í dag og kl. 9.30 verður aðal- og afmælisfundur Prestafélags ís- lands. Prestastefnu verður síðan slitið með altarisgöngu kl. 17. Á dagskrá prestastefnu í gærmorgun var erindi Sigurðar Pálssonar námstjóra um kennslu kristinna fræða í grunnskólum og kynnti hann þar námskrá er gerð var 1976. Helztu breytingar sem hún gerir ráð fyrir eru m.a. að ítarlegar verði fjallað um kirkjuna sem stofnun og starf hennar í samtímanum, námsefnið verði tengt siðrænum viðfangsefnum, kirkjusaga verði kennd allt frá 4. námsári, helztu trúarbrögð heims kynnt og aukin almenn kennsla um Biblíuna. Kom fram í máli Sigurðar þegar er hafinn undirbúningur að útgáfu nýs námsefnis og haldin verða nám- skeið þar sem nýtt námsefni og nýir kennsluhættir verða kynnt- ir. Dagskrá prestastefnu að öðru leyti voru alhiennar umræður og önnur mál og í gærkvöld var afmælishóf Prestafélags ís- lands. - .......... • •• Veldi Dana við landhelg- isgæzlu á Norðurhöfum I stuttu máli „Finansbankinn" við Vesterbrogötu í Kaupmannahöfn. JFinansbankmn” rændur Moskvu. 21. júní. — AP. ECEVIT forsætisráðherra Tyrklands hóf viðræður við forsætisráðherra Sovétríkj- anna, Kosygin, og utanríkisráð- herrann Gromyko í Kreml á miðvikudag. Bolfast. 21. júní — AP. Einkaskeyti til Mbl. ÖNGÞVEITI ræður nú ríkjum í landhelgisgæzlu við Færeyjar og Grænland. Einkum mun ástandið vera slæmt við Færeyjar eftir að hin nýju landhelgismörk tóku gildi 1. janúar 1977. Síðan þá hafa Færeyingar samið við Sovétmenn, Norðmenn, Svía, Pólverja og Efnahagsbandalagslöndin. Munu engir tveir samningar þeirra við þessa aðiia vera sams konar, hvorki með tilliti til aflamagns né fiskitegunda. Þessi margbreytni hefur gert dönsku landhelgis- gæzlunni, sem gætir hagsmuna Færeyinga. mun erfiðara fyrir en ella. Til gæzlustarfa nota Danir, auk varðskips með þyrlu, flutn- ingavél frá danska hernum. Ekki mun hafa verið um nein landhelg- isbrot að ræða fram til þessa. Á fiskveiðisvæðum sækja Bretar nú að undir því yfirskyni að þeir séu að róa á mið Efnahagsbanda- lagsins. Þetta gerist á sama tíma og hafnar eru enn á ný samninga- viðræður meðal ráðherra banda- lagsins. Aukaveiði ýmissa aðila mun hafa aukizt að undanförnu. Þannig kemur margur þorskur í net Vestur-Þjóðverja þegar þeir kasta fyrir karfa og grálúðu þótt varðskipin dönsku reyni eftir beztu getu að reisa skorður við misferli þessu. Yfirmenn land- helgisgæzlunnar hafa gefið í skyn að eina leiðin til að mæta þessum nýju kröfum sé að mennta fleiri sjóliða til eftirlitsstarfa. Hnefaleikakappinn Muhammed Ali býður Brezhnev marskálki og forseta Sovétríkjanna að ganga á undan áður en þeir áttu tal saman síðastliðinn mánudag. Panno til liðs við Korchnoi? Bucnos Aires. 21. júní. AP. ARGENTÍSKI stórmeistarinn Oskar Panno lýsti því yfir á miðvikudag að hann liti á það sem heiður á fá að ganga til liðs við aðstoðarmenn áskorandans í vænt- anlegu heimsmeistaraeinvígi í skák, Viktors Korchnois. Panno gat þess hins vegar að nú kæmi til kasta Korchnois sjálfs að taka ákvörðun. Áskorandinn, sem tefla mun við Karpov um heimsmeist- aratignina á Filippseyjum í næsta mánuði, hafði gefið áður í skyn að hann hygðist bæta fleiri stórmeist- urum í sveit sína. Núverandi aðstoðarmenn hans eru Bretarnir Raymond Keene og Michael Stean. Oskar Panno er fyrrverandi heimsmeistari unglinga í skák og einn af fremstu skákmönnum Suður-Ameríku. Veður víða um heim Amsterdam 22 skýjað Apena 38 heiðskýrt Berlín 22 lóttskýjað BrUssel 26 heiðskírt Chicago 30 skýjeð Frankfurt 22 rigning Genf 22 léUskýjað Heisinki 19 lóttskýjað Jðh.borg 14 lóttskýjað Kaupmannah 19 lóttakýjað Lissabon 24 lóttskýjað London 23 skýjaö Los Angeles 30 heiðskírt Madrid 21 lóttskýjað Malaga 22 léttskýjað Miami 29 skýjað Moskva 12 skýjað New York 31 skýjað Osló 22 skýjað __ Palma, 23 lóttskýjað París 23 skýjað Reykjavík 7 skýjað Róm 23 heiðskírt Stokkhólmur 22 lóttskýjað Tel Avív 28 heiðskírt Tókýó 31 tóttskýjað Vancouver 21 lóttskýjað tvisvar 1 sömu vikunni FINANSBANKINN danski við Vesterbrogötu í Kaupmannahöfn var rændur tvisvar í síðustu viku. Á sunnudaginn var ruddist maður vopnaður einhleypu inn í bankann og hafði á brott með sér 22.000 krónur danskar eða um 320.000 kr. íslenzkar. Á miðvikudag í sömu viku hafði annar þjófur gengið út með um 160.000 kr. ísl. Þegar síðast spurðist hafði ekki tekizt að hafa uppi á þrjótnum síðari. ERLENT bana í Belfast snemma á miðvikudag er brezkir hermenn komu í veg fyrir að þeir sprengdu póstgeymslo í loft upp. Talið er að eitt fórnar- lambanna, hafi verið óbreyttur borgari er varð áhorfandi að átökunum. Hinir voru taldir hafa verið félagar í hinum ólöglega armi írska lýðveldis- hersins. Þetta gerðist 1973 — Geimfararnir í Skylab I koma aftur til jarðar eftir 28 daga í geimstöðinni; lengstu dvöl manna í geimnum. 1970 — Edward Heath verður forsætisráðherra Breta. 1941 — Þjóðverjar gera innrás í Sovétríkin. 1910 — Vopnahlé Frakka og Þjóðverja undirritað. 1911 — Georg V krýndur 1815 — Napoleon leggur niður völd í annað sinn. 1807 — Brezka herskipið nLeoj)ard“ stöðvar bandarisku freigátuna „Chesapeake", krefst framsals brezkra liðhlaupa ög næstum veldur stríði. 1543 - Hinrik VIII af Englandi setur Frökkunyúrslitakosti sem jafngilda stríðsyfirlýsingu. 1533 — Ferdinand af Austurríki og Suleiman Tyrkjasoldán und- irrita friðarsamning. Afmæli dagsins> H. Rider Hagg- ard brezkur rithöfundur (1856 — 1925) — Sir Julian Huxley brezkur vísindamaður (1887 — —) — Sir John Hunt brezkur fjaUgöngpmaður^(1910 - , Inhlenti m ráðherra segir Tryggva Gunr.srssyni upp bankastjórastöðunni við Lands- bankann 1909. — Hýðingardómi Sigurðar Breiðfjörð breytt 1840 Orð dagsinsi Það er þrennt sem skiptir máli í raeðu: hver flytur hana, hvernig hann flytur hana og hvað hann hefur að segja — og af þessu þrennu skiptir það síðastnefnda minnstu máli — John Morley, enskur stjórn-' málamaður (l,838 — 192.3),,,, ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.