Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 VÖLIINDARHÚS VINSTRI STJÓRNA Vinstri stjórn... Þessir frambjóöendur hafa lýst áhuga flokka sinna á vinstri stjórn aö kosningum loknum: A framboösfundi í Austurlandskjördæmi lýsti Halldór Ásgrímsson yfir Því, aö Framsóknarflokk- urínn væri tilbúinn í nýja vinstri stjórn að kosning- um loknum. Á framboðsfundi á Ólafs- firöi lýsti Stefán Jónsson yfir Því, aö stjórnarsam- starf vió Sjálfstæðisflokk- inn kæmí ekki til greina. i viötali vió dagblaðið Vísi, sagói Garöar Sigurðs- son, alÞm. m.a.: „Þaó er ekkert launungarmál, aö útilokað er fyrir AlÞýóu- bandalagíð að stjórna með Sjálfstæðisflokknum. Ef AlÞýðubandalagiö ætti að mynda stjórn Þá yrði Þaö auðvitað aö vera með öör- um flokkum og allir vita hverjír Þeir eru.“ A framboðsfundi á Hólmavík lýsti Steingrímur Hermannsson, ritari Fram- sóknarflokksins, yfir Því, að hann teldi nauðsynlegt að mynda vinstri stjórn aö kosningum loknum. í viötali við Vísi sagði Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans aö hann teldi úrslit bæjarstjórnarkosn- inga jafngilda kröfu fólks um vinstri stjórn og verða ætti við Þeirri kröfu. AlÞýöuflokkurinn átti að- ild að vinstri stjórninni 1956—1958 og hefur engar yfirlýsingar gefiö fyrir Þessar kosningar um aö Þátttaka í vinstri stjórn komi ekki til greina af hans hálfu. þýðir vamarlaust land Eínar Ágústsson, utanríkisráðherra, hefur lýst Því yfir í kosningabaráttunni, að • Framsóknarflokkurinn vilji vinna að brottför varnarliðsins • Það færi á skemmri tíma en fjórum árum, ef vinstri stjórn tæki við • stefna hans í utanríkismálum síöustu ár hafi verið „liður í að losa herinn". Ólafur Jóhannesson sagði í viðtali við Morgunblaðið hinn 7. júní sl., að Framsóknarflokkurinn vildi, að varnarliðið hyrfi af landi brott „Þegar fært Þykir“. Ragnar Arnalds, formaður Þing- flokks AlÞýðubandalags, sagði í viðtali viö Morgunblaöið hinn 7. júní, að flokkurinn hans vildi, að varnarliðið færi á brott og ísland segði sig úr Atlantshafsbandalag- inu. Svavar Gestsson efsti maður á lista AlÞýðubandalags í Reykja- vík, sagði í viðtali við Þjóðviljann hinn 17. júní sl., að hann teldi engar líkur á Því, að AlÞýðu- bandaiagið mundi taka Þátt í ríkisstjórn án Þcss að setja brottför varnarliðsins á oddinn. ... kjaraskerðingu... Vinstri stjórnin, sem sat aö völdum 1971—1974, beitti sér fyrir ýmsum aðgerðum í efnahagsmálum vorið 1974. Áður en pær voru ákveðnar komu einstakir ráðherrar fram með ýmsar tillögur um úrræði. Meðal ráðherra í vinstri stjórninni voru beir Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson. Tillögur Lúövíks og Magnúsar voru þessar: • Kaup yrði lækkað. Allar kaup- hækkanir umfram 20% teknar af. • Vísitöluhækkun 1. sept. yröi frestað til 1. des. • Gengi ísl. krónunnar yrði lækkaö. • Þeir hreyfðu engum andmæl- um við tillögu um að afnema frjálsan samningsrétt verka- lýðsfélaganna með Því að engir kjarasamningar væru gildir, nema Þeir heföu hlotið samÞykki stjórnvalda. 12 sinnum Vinstri stjórnin 1971—1974 stóð 12 sinn- um að skerðingu eða tilraun til aö skeröa gildandi kjarasamninga. Forseti ASÍ sagöi í marz 1973, að Þá pegar hefði vinstri stjórn gert 8 til- raunir til að skerða gild- andi kjarasamninga. 7,5 vísitölu- 3* stig æ* tekin af launþegum Vinstri stjórnin . 1971—1974 tók 7,5 vísitölustig af launÞegum um mánaðamótin maí—júní 1974 með bráðabirgðalögum. Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartans- son stóðu aö peirri lagasetningu. 19% rýrnun á kjörum sjómanna Vorið 1974 setti vinstri stjórnin bráðabirgöalög um, að fiskverð1 skyldi vera óbreytt, sem Þýddi 19% rýrnun á kjörum sjómanna miöað við kjör landverkafólka. Ráðherrar AlÞýöubandalagsins stóöu að Þeirri lagasetningu. 12% rýrnun kaupmáttar Síðustu 3 mánuöi valdatíma vinstri stjórn- ar vorið 1974 rýrnaði kaupmáttur launpega um 12%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.