Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 Utgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar Áskriftargjald 2000.00 í lausasölu hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. kr. á mánuði innanlands. 100 kr. eintakiö. r A brattann að sækja Þegar úrslit voru kunn í borgar- og sveitarstjórna- kosningum lét Geir Hallgrímsson forsætisráðherra svo um mælt í viðtali við Morgunblaðið að Sjálfstæðisflokkurinn ætti á brattann að sækja í kösningum á þessu vori. Það kom í ljós í sveitarstjórnakosningunum og öllum er ljóst að svo er einnig í þingkosningunum, sem fram fara á sunnudaginn kemur. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur fyrir fjór- um árum er vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur axlað þær byrðar sem þeim kosningasigri fylgdu síðan. Ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins hef- ur siglt mótbyr alla tíð síðan af þeirri einföldu ástæðu, að við- skilnaður vinstri stjórnarinnar var slíkur að því varð ekki kippt í lag á einu kjörtímabili. Framundan eru enn mikil vandamál í efnahags- og atvinnu- málum. Þeir flokkar, sem nú lofa öllum öllu, verða ekki færir um að leysa þann vanda með því að uppfylla loforðin. Enda er komið í ljós í borgarstjórn Reykjavíkur að þeir svíkja gefin fyrirheit. Fjöldi kjósenda er mestur í Reykjavík og í Reykjaneskjör- dæmi. Ljóst er að Sjálfstæðis- flokkurinn þarf á stuðningi allra þeirra að halda, sem fylgja grundvallarstefnu hans að mál- um til þess að halda sínum hlut í þessum kosningum. Þeir, sem kunna að vera óánægðir með sitthvað í störfum Sjálfstæðis- flokksins síðustu fjögur ár, þurfa að hugsa sig vel um áður en þeir kasta atkvæði sínu á aðra flokka. Slíkt atkvæði, sem t.d. fellur á Alþýðuflokk eða er skilað auðu, að ekki sé talað um ef kjósandinn situr heima, stuðlar að vinstri stjórn, varnarlausu landi, svikn- um loforðum og bitlingastríði eins og dæmin sanna í borgar- stjórn Reykjavíkur. En mjótt er á munum í fleiri kjördæmum en Reykjavík. Austurlandskjördæmi IAusturlandskjördæmi er nú fast sótt að Sverri Hermanns- syni, eina þingmanni Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu. Alþýðu- bandalagið stefnir að því að fá tvo þingmenn kjördæmakosna. Alþýðuflokkurinn vinnur að kjör- dæmakosningu frambjóðanda síns og Framsóknarflokkurinn vinnur að því að tryggja endur- kjör þriggja þingmanna sinna í kjördæminu. } þessari baráttu biðla ekki sízt Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur til þeirra kjósenda sem hafa fylgt Sjálf- stæðisflokknum að málum. Sverrir Hermannsson gjör- þekkir íslenzkt atvinnulíf og hagsmunamál launþega. Hann þekkir rætur íslenzks þjóðlífs. Hann hefur unnið mikið starf í þágu Austfirðinga og þekkir af eigin raun vandamál landsbyggð- arinnar. Sverrir Hermannsson þarf nú á stuðningi allra þeirra að halda, sem samleið eiga með Sjálfstæðismönnum í lífsskoðun. Framsóknarmenn reyna nú að koma því inn hjá kjósendum að Sverrir Hermannsson sé öruggur um kosningu og því sé ástæða fyrir kjósendur að tryggja kosn- ingu Halldórs Ásgrímssonar. En Halldór er nýbúinn að lýsa yfir þeim vilja flokks síns að hann eignist aðild að vinstri stjórn og nú hafa framsóknarmenn mynd- að vinstri stjórn á Hornafirði. Hver sá, sem vill firra þjóðina nýju vinstri stjórnar ævintýri, kastar ekki atkvæði sínu á Framsóknarflokkinn frekar en t.a.m. Alþýðuflokkinn. Það vita kjósendur Sjálfstæðisflokksins fyrir austan sem annars staðar — og þá ekki sízt í A-Skaftafells- sýslu. Norðurland vestra INorðurlandskjördæmi vestra á Sjálfstæðisflokkurinn einnig á brattann að sækja eins og í öðrum kjördæmum landsins í þessum kosningum. Alþýðuflokk- urinn stefnir nú stíft að því að fá kjördæmakosinn þingmann í Norðurlandi vestra. Þess vegna er 2. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu alls ekki viss um kosningu nema allir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins leggist á eitt í þessum kosningum. Eyjólfur Konráð Jónsson, sem skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæm- inu, hefur unnið geysimikið að framgangi og uppbyggingu at- vinnufyrirtækja í kjördæminu, kki sízt með þátttöku álmenn- ?s. Eyjólfur Konráð hefur lagt im tillögur í málefnum bænda •m vakið hafa athygli um land illt. Það eru tillögur um greiðslu afurðalána, útflutningsbóta og niðurgreiðslna beint til bænda. Þessar tillögur mættu í fyrstu mótspyrnu. Nú hefur Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttar- sambands bænda sagt að tillögur Eyjólfs Konráðs séu til gaum- gæfilegrar athugunar og jafnvel Olafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að þær beri að skoða vandlega. Ef tillögur Eyjólfs Konráðs yrðu samþykktar mundi það þýða einhverja mestu bylt- ingu í málefnum bænda áratug- um saman. Eyjólfur Konráð Jónsson er ekki öruggur um endurkjör sem 2. maður á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra nema allir þeir, sem fylgja grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins að málum, veiti honum stuðning enda þótt þeir kunni að vera óánægðir með eitt og annað í störfum Sjálf- stæðisflokksins síðustu ár. * Birgir Isl. Gunnarsson: Um „málefna- samninginn” Eftir að úrslit borgarstjórn- arkosninganna lágu fyrir, lýsti hinn nýi meirihluti því yfir, að nauðsyn bæri til að gera málefnasamning og síðan spurðist að hann yrði kynntur á fundi borgarstjórnar þann 15. júní. Mikil leynd hvíldi yfir undirbúningi þessa samnings og þess var vandlega gætt, að ekkert spyrðist út um efni hans fyrr en á sjálfum fundinum og andstætt venju fékk minnihlut- inn ekkert tækifæri til að sjá samninginn fyrr en um leið og hann var lesinn upp og var það auðsjáanlega gert til að forðast umræðu um hann. Ekki varð það til að draga úr eftirvænt- ingu, að síðasti málefnasamn- ingur vinstri manna, þegar vinstri stjórnin var mynduð 1971, var að þeirra áliti svo merkilegt plagg að forystumað- ur þeirrar stjórnar hvatti landsmenn til að geyma samn- inginn undir koddanum sínum og lesa kvölds og morgna. Svo rann hin stóra stund upp. Strax vakti það athygli, að ekki var talað um málefnasamning eins og áður heldur samstarfs- samning. Þegar samningurinn er lesinn kemur og í ljós að hann fjallar í rauninni ekki um nein málefni. í stuttu máli sagt: Samningurinn er mjög efnisrýr enda segir berum orðum að flokkarnir gefi ekki á þessu stigi yfirlýsingar um fram- kvæmdir í einstökum mála- flokkum á kjörtímabilinu. Um hvað fjallar þá samningurinn? Að iringangi loknum koma fjórir tölusettir kaflar. Fyrsti kaflinn fjallar um sjálfsagða hluti, eins og það, að hinn nýi meirihluti ætli að „standa saman um gerð fjárhagsáætl- ana og framkvæmd þeirra." Hér er um svo sjálfsagða skyldu meirihluta að ræða að óþarfi hefði verið að taka slíkt fram. Þá segir að hinn nýi meirihluti muni „léggja áherzlu á vandaða gerð fjárhagsáætl- unar og í sambandi við hana áætlun um framkvæmdir fyrir eitt ár í senn auk rammaáætl- unar um framkvæmdir til nokkurra ára.“ Þetta hefur verið gert í borgarstjórn um langa hríð og því aðeins stað- festing á vinnubrögðum sem hafa tíðkazt. Annar kaflinn skiptist í 5 tölusetta liði. Fyrsti liðurinn er um úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar en í raun liggur sú úttekt þegar fyrir þar sem bókhald borgarstofnana er svo glöggt að þar má í sjónhend- ingu sjá stöðu hinna ýmsu stofnana borgarinnar. Annar liðurinn er um innheimtukerfið og sá þriðji um að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að „kanna starfshætti og skipulag hjá borginni". Mjög er nauð- synlegt að kanna kostnað við slíkt áður en ráðizt verður í allsherjarúttekt en ef einungis á að kanna afmarkaða þætti þá er það ekki annað en gert hefur verið á vegum hagsýslustjóra borgarinnar. Það embætti hef- ur oft fengið utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á einstökum þáttum og gera tillögur til úrbóta, sbr. vinnu- flokka Hitaveitunnar sem mjög komu á dagskrá í kosningabar- áttunni. Fjórði liður fjallar um eflingu Innkaupastofnunar en ljóst er að hagkvæmni þess þarf að kanna mun betur áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Fimmti töluliðurinn er á þá leið að skuldbindingar um meiri háttar fjárútlát, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætl- un, verði því aðeins samþykktar að jafnframt sé ákveðin leið til að mæta þeim útgjöldum. Nú er þessi yfirlýsing góðra gjalda verð, ekki sízt þegar haft er í huga að þessir sömu flokkar höfðu það fyrir sið þegar þeir voru í andstöðu að flytja stöðugt tillögur um ýmisskonar framkvæmdir og útgjöld án þess að nokkuð væri um það hugsað hvernig afla ætti fjár. Öðru vísi mér áður brá. Það dregur þó úr mikilvægi þessa ákvæðis að strax á fyrsta fundinum þverbraut hinn nýi meirihluti þessa reglu. Hann samþykkti útgjöld (auknar verðbætur) sem kostuðu um 300 millj. kr. umfram fjárhags- áætlun án þess að ákveða hvernig þeim ætti að mæta. Um það voru aðeins höfð almenn orð um niðurskurð ótiltekinna framkvæmda. Þessi fyrsta ákvörðun spáði því ekki góðu um efndir á samningnum. Þriðji kafli samningsins fjallar um veizlur og móttökur og stöðu borgarstjóra. Þá er þar ákvæði um 7 manna fram- kvæmdaráð en ég hef þegar lýst andstöðu minni við þá hug- mynd. Framkvæmdaráðið er algjörlega óþörf stofnun og til þess eins fallin að flækja stjórnkerfi borgarinnar og gera það dýrara. Þá er gert ráð fyrir því að stjórnarnefnd veitu- stofnana verði framkvæmda- stjórn þeirra stofnana en hing- að til hefur borgarráð gegnt því hlutverki en stjórnarnefndin verið til ráðuneytis í borgar- ráði. Hygg ég að hið nýja fyrirkomulag verði ekki til bóta. Þá er í þessum kafla ákvæði um að setja reglur er tryggi borgarbúum sem jafnastan rétt um úthlutun lóða. Hingað til hefur verið reynt að sýna sanngirni og hlutlægni við lóðaúthlutanir. Þegar lóða- skortur er, reynist erfitt að gera svo öllum líki en til marks um það hvernig til hefur tekizt hingað til má benda á að ágreiningur um lóðaúthlutanir var mjög sjaldgæfur í borgar- ráði á s.l. kjörtímabili. Frá árinu 1975 var aðeins 3svar sinnum greitt atkvæði gegn tillögum lóðanefndar og nokkr- um sinnum sátu minnihluta- menn hjá. Enginn fæst til að trúa því að þannig hefðu þeir farið að ef óréttlætið hefði verið jafn mikið og þeir nú gefa í skyn. í þessum kafla eru og ákvæði um ráðningu starfsfólks, þ.e. að viðkomandi nefndir og ráð eigi að samþykkja ráðningu á nýju starfsfólki. Enginn vafi er á því að hér eiga nefndirnar að fara með pólitískt eftirlitshlutverk, þ.e. að tryggja réttan „lit“ nýrra starfsmanna. Hingað til hafa viðkomandi forstöðumenn borið ábyrgð á ráðningu starfs- manna en borgarráð fjallaði um fastráðningar meðan þær tíðkuðust. Eg vil fullyrða að við ráðningu var ekkert tillit tekið til pólitískra skoðana enda borgarstarfsmenn þverskurður af pólitískum skoðunum borg- arsamfélagsins. Nú á að breyta ti%. Nú eiga pólitískir eftirlits- menn að fjalla um allar ráðn- ingar — smáar sem stórar. — Að lokum er fram tekið í þessum kafla að setja eigi embættismönnum erindisbréf. Tillögur að erindisbréfum liggi þegar fyrir borgarráði. Fjórði og síðasti kafli samn- ingsins fjallar um samvinnu og samráð við borgarbúa og sam- starf við nágrannabyggðir — og er í rauninni ekkert um þann kafla að segja. Allir hljóta að vera sammála um nauðsyn sem beztrar samvinnu við borgar- búa svo og nágranna okkar þó að e.t.v. kunni að vera ágrein- ingur um leiðir að því marki en á það verður að reyna þegar nákvæmar tillögur um fyrir- komulag sjá dagsins ljós! Eg hef nú í stuttu máli greint frá helztu atriðum hins nýja samstarfssamnings og sett á blað nokkrar persónulegar hug-. leiðingar um hann. Hann sýnir að ennþá hafa meirihlutaflokk- arnir lítið fjallað um málefnin en því meir um þaö, hvernig raðað skuli á jötuna. Þar er afgangurinn svo mikill að allt bendir til að hinn nýi meiri- hluti verði að stækka jötuna að mun til að koma sæmilegri ró á þá sem hvað harðast berjast um plássin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.