Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 Erna Ragnarsdóttir: Sjálfetæóisflokkurinn er eimflokkurínn sem raun- verutega styður launafólk en ekki sá sem gefur táJvonir um haest laun Reynt er að koma því orði á Sjálfstæðisflokkinn að hann sé kaupránsflokkur og hann vilji búa til stéttamismun, — auð- menn og smælingja. Því er haldið vandlega leyndu að ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar hefur haldið betra og traustara sambandi við verka- lýðshreyfinguna en áður hefur þekkst og við hvert þrep samn- ingaviðræðna um kaup og kjör hefur spurningin: „Hvað fá verkamenn? Hver er hlutur hinna lægstlaunuðu?", verið mest brennandi. Síðasta afrek nýrrar borgarstjórnar í Reykja- vík hefur nú sýnt að svokölluð stjórn „fólksins" megnar ekki að gera kraftaverk frekar en aðrir. Kristján Thorlacius krefst fullra vísitölubóta á laun á sama tíma og þjóðartekjur hafa ekki hækkað meira en sem svarar 10%. Það sér hver maður að svo mikil Iaunahækkun umfram aukningu í verðmætasköpun þjónar engum öðrum tilgangi en að æsa verðbólgubálið. Er sá Erna Ragnarsdóttir. flokkur sem gefur mestar tál- vonir um hæst laun besti málsvari launafólks? Auðvitað er það hrein firra. Sá flokkur sem í raun bætir hag launþega er sá flokkur sem stuðlar að auknum hagvexti, verðmæta- sköpun og treystir íslenskt atvinnulíf og gerir það á þann hátt að mögulegt er að borga raunverulega hærri laun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þorað að beita sjálfan sig og okkur hin lögum sem knýja til nauðsynlegra aðhaldsaðgerða svo að komast megi í gegnum erfiðasta hjalla bardagans við verðbólguna og um leið aístýrt atvinnuleysi. Við sáum af töflum sem birtust í Morgunblaðinu í fyrra- dag, að bráðabirgðalögin frá í maí hafa að fullu bætt laun hinna lægstlaunuðu í samræmi við umsamda taxta Iðju. Við vísum til föðurhúsanna „fjárglæfra og braskaralýðs"- nafnbótinni. Því hverjir eru „braskaralýður" ef ekki þeir sem vísvitandi, með of háum útgjöld- um, kynda undir verðbólgunni, skapa hættu á atvinnuleysi og niðurskurði verklegra fram- kvæmda? Hverjir eru meiri fjárglæframenn en þeir sem lofa gulli og grænum skógum en svíkja svo ioforðin á fyrstu dögum eftir kosningar? Magnús Torfi Ólafsson: Landhelgismálið ein af þremur ástæðum til neitunar Alþýðuflokks „ÞAÐ liggur fyrir í bréfi undir rituðu af Gylfa Þ. Gíslasyni sjálfum að Alþýðuflokkurinn neitaði að taka þátt í viðræðum um stjórnarmyndun og ein af þremur röksemdum, sem í bréf- inu eru nefndar, er að Alþýðu- flokkurinn telji starfsaðferðir, sem hinir þrír flokkarnir hugð- ust hafa við útfærslu landhclg- innar, varhugaverðar. Ef í þessu felst ekki að Alþýðuflokkurinn hafi á þessu stigi neitað þátttöku í stjórnarmyndunarviðræðum vegna stefnu okkar hinna í landhelgismálinu þá veit ég ekki hvað felst í því,“ sagði Magnús Torfi Ólafsson formaður SFV er Mbl. hafði tal af honum í gær í framhaldi af þeim ummælum Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins að úrslitakostir Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtakanna f landhelgismálinu hafi verið algjört aukaatriði til neitunar Alþýðuflokksins á aðild að vinstri stjórninni 1971. „Þetta bréf, sem Gylfi undirrit- aði fyrir hönd flokkstjórnar Al- þýðuflokksins, verður ekki með neinu móti skiiið öðru vísi en svo að þarna sögðu Alþýðuflokkurinn og Gylfi nei og ein af þremur röksemdum fyrir því svari var að Alþýðuflokkurinn vildi ekki fallast á áform hinna flokkanna þriggja í sambandi við útfærslu landhelg- innar,“ sagði Magnús Torfi Olafs- son. Gætu tekið straum af Stokkhólmi Stokkhólmi — 20. júní, AP. UM SJÖHUNDRUÐ lyklum að háspennustöðvum í Stokkhólmi og nágrenni hefur verið stolið og samkvæmt heimildum rafveituyf- irvalda gætu þjófarnir auðveldlega komizt inn í hvaða spennustöð í höfuðborginni sem er og tekið rafmagn af á mjög stórum svæð- um. Lyklarnir hurfu um síðustu helgi er brotizt var inn í skrifstofu rafmagnsveitna í suðurhluta Stokkhólms. Vísir leiðréttir skoðanakönnunina FYLGISHLUTFALL Sjálfstæðis- flokksins á landinu f heild f skoðanakönnun Vísis er 32,3%, en í gær birtir blaðið niðurstöður úr skoðanakönnun sinni um fylgi stjórnmálaflokkanna sem féllu niður er blaðið greindi frá niðurstöðum skoðanakannanar- innar í fyrradag. í frétt Mbl. í gær var fylgi flokkanna tekið úr töflu um hlutfallslegt fylgi flokkanna hjá þeim, sem tóku afstöðu í svörum „Sterk málefnaleg staða Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandsk jördæmi’ ’ Rætt við Guðmund Karlsson fram- kvæmdastjóra í Vestmannaeyjum sem skipar 2. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins til Alþingis Morgunblaðið hafði samband við Guðmund Karlsson framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar h.f. í Vestmannaeyjum, en Guðmundur skipar 2. sæti á lista sjálfstæðismanna til Alþingis. Innti Morgunblaðið eftir umsögn Guðmundar um stöðu fiskvinnslunnar og áliti á horfum í alþingiskosning- unum. „Staða frystihúsanna í E.vjum er ennþá erfið fjárhagslega eins og hjá öllum frystihúsum og fisk- vinnslustöðvum sunnan og suð- vestanlands,“ sagði Guðmundur, „vertíðin í vetur var heldur léleg og skilaði næst minnsta afla sem komið hefur á vertíð síðustu 10 ár, en talsvert af þessum afla barst á land á stuttum tíma í april þannig að vertíðarsveiflu gætti verulega. Við höfum í Eyjum gert verulegt átak til þess að jafna hráefnis- streymi til vinnslu með kaupum á þremur skuttogurum á s.l. ári, en því miður féll einn togarinn út úr dæminu nú í sumar og fram á haustið vegna eldsvoða á Akur- eyri. Afli skuttogaranna hefur jafnað atvinnuna í Eyjum og gert vinnsluna tryggari og reksturinn um leið. Guðmundur Karlsson Þegar friðum 200 mílnanna fer að segja til sín í auknum afla, eins og við verðum að vona að verði innan tíðar, þá verðum við að átta okkur á hvernig við byggjum upp flotann. Væntanlega verður þar um blandáðan skipaflota að ræða, bæði stór og smá skip og þá verður að tryggja meira verkefni yfir dauða tímann eins og við köllum, haustið og framan af vetri, en aukin síldveiði mun einnig skapa verulega atvínnu að haustinu. Það er engin spurning að á rekstrarstöðu fiskvinnslunnar verður aö koma veruleg breyting til batnaðar. Eins og ástandið er nú verður ekki lengi haldið áfram.“ „Hvernig metur þú stöðuna í sambandi við kosningarnar um helgina?" „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sterka stöðu í Vestmannaeyj- um og líklega eru Vestmannaeyjar með sterkustu vígjum hans í dag og ég sé ekki annað miðað viö hina sterku málefnalegu stöðu Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjör- dæmi að við munum halda okkar hlut óskertum." sínum. Vísir segir í gær að hins vegar hafi fallið niður framhald þeirrar töflu, þar sem meðalfylgi flokkanna var reiknað út sam- kvæmt fjölda kjósenda í hinum einstöku kjördæmum. Síðan segir í Vísi: „Nokkur mismunur er á þessum tveim tölum þar sem úrtakið var ekki hlutfallslega það sama í öllum kjördæmum. Þannig var úrtakið í Reykjavík 0,5% kjósenda kjördæmisins, í Reykjanes-, Suð- urlands- og Norðurlandskjördæmi eystra var hlutfallið 1%, í Austur- landskjördæmi 1,3%, Norður- landskjördæmi vestra 1,6%, Vest- urlandskjördæmi 1,2% og í Vest- fjarðakjördæmi voru 1,6% kjós- enda með í úrtakinu. Hér á eftir fer þessi tafla, en hún segir til um fylgishlutfall flokkanna á landinu í heild á þeim tíma sem skoðanakönnunin fór fram. Alþýðufl. 25,9% Framsóknarfl. 12,0% Sjálfstæðisfl. 32,3% Samtökin 2,1% Alþýðubandalag 24,2% Óháðir Vestfj. 1.0% Óháðir Suðurl. 0.1% Stjórnmálafl. 0,8% Óháðir Reykjanesi 0,6% Auðir seðlar 1,0% Samtals 100,0%“ Verzlanir lokaðar á laugardögum Kaupmannasamtök ís- lands og Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur hafa aug- lýst lokun verzlana á laugar- dögum í sumar eins og undanfarin sumur, en sam- kvæmt kjarasamningum þessara aðila skulu verzlanir vera lokaðar 10 laugardaga yfir sumarmánuðina frá 20. júní til ágústloka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.