Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 47 Pólveijar gerðu alh nema að sigra ÞAO VAR mikið í húfi fyrir bæði liðin, Brasilíu og Pólland, er Þau mættust í Mendoza í gærkvöldi, sigur gæti þýtt sæti í úrslitaleiknum gegn Hollendingum. En Það voru Brasilíumenn sem skoruðu mörkin þrátt fyrir að Pólverjar ættu allan leikinn og réðu lögum og lofum á vallarmiðjunni. Brasilíumenn sigruðu 3—1 og var Það Roberto sem skoraði tvívegis á fimm mínútum í síðari hálfleik. Áhorfendur voru flestir á bandi Pólverja og þaö ríkti þögn í herbúð- um þeirra er Brasilíumenn náðu forystunni á 12. mínútu. Það var bakvörðurinn Nelinho sem skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Markið var skorað gegn gangi leiksins, Boniek, Deyna og Nawalka réðu vallarmiðjunni og Lato og Szarmach gerðu usla í vörn Brasilíumanna. Brasilíumenn börðust hin vegar grimmilega og voru varnar- mennirnir Oscar og Amaral mjög góðir. En á síðustu mínútu fyrri hálfleiks skoruðu Pólverjar markið sem þeir áttu sannarlega skilið. Deyna og Boniek léku þá vörn Brasilíumanna grátt og Lato renndi knettinum í netiö af stuttu færi, 1 — 1 og leikhlé. Brasilíumenn áttu eitt dauðafæri í fyrri hálfleik ef frá er talið markið, er Roberto brenndi af í kjölfar aukaspyrnu. Pólverjar tóku upp þráðinn í síðari hálfleik og sóttu allt hvaö af tók og eftir aðeins fjórar mínútur voru þeir nærri því aö skora er þeir Lato og Szarmach splundruðu vörn Brasilíu- manna og Deyna skaut góðu skoti naumlega fram hjá. Brasilíumenn vissu vart hvaöan á sig stóð veðrið og næstu mínúturnar voru tveir þeirra bókaðir fyrir ruddaleik og kjafthátt, það voru þeir Mendonca og Cerezo. Pólverjar léku á alls oddi og geröu í rauninni allt nema að skora og aðeins í örfá skipti mátti sjá eitthvað að gagni til framherja Brasilíumanna. Á 55. mínútu kom Boniek knettinum í netið en var dæmdur rangstæður. Síðan kom reiðarslagið á 57. og 62. mínútu er Roberto skoraði tvívegis fyrir Brasilíumenn úr skyndiupphlaupum. Fyrra markið kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum, er Mendonca var að þvælast með knöttinn langt fyrir utan vítateig Pólverja en skyndilega sendi hann mikinn þrumufleyg aö markinu sem skall í stönginni og þaöan hrökk hann fyrir tærnar á Roberto sem þurfti ekki annað en að pota í knöttinn. Og 5 mínútum síðar skoraði hann á ný og kom markið eftir fádæma gauragang við mark Pólverja, Dirceu sendi knöttinn fyrir markið, Mendonca skaut í aöra stöngina, knötturinn hrökk út til Gil sem þrumaði viðstöðulaust í þver- slána, þaðan hrökk hann til Dirceu sem sendi hann í hina stöngina og loks var það Roberto sem sendi boltann óþæga í netið og gerði þar með vonir Pólverja að engu. Þegar flautan gall spratt Claudio Coutinho á fætur og þrýsti Roberto að sér enda þýddu úrslitin að Argentína varð að vinna Perú minnst 4—0 til þess að skjóta Brasilíumönnum aftur fyrir sig og leika til úrslita gegn Hollandi. En ósanngjarn var sigurinn. LiA Brasilíui Leao, Santos, Oscar. Bernardi. Amaral, Nelinho, Batista, Cerezo, (Rivelino). Dirceu, Gil. Roberto, Zico (Mendonca). Lið Póllands, Kukla. Maculewich. Gor«on. Zmuda. Szymanujvski. Boniek, Nawalka. Deyna, Kasperczak (Lubanski), Lato, Szarmach. Dómari, Juan Silva«no frá Chile. A-riðil 1 B-riðil 1 Lokastaðan í a-riöli Holland 3 2 1 0 9—4 5 Ítatía 3 111 2—2 3 V-Þýzkaland 3 0 2 1 4—5 2 Austurríki 3 1 0 2 4—8 2 Lokastaðan í B-riðli Argentína 3 2 1 0 8—0 5 Brasílía 3 2 1 0 6—1 5 Pólland 3 1 0 2 2—5 2 Perú 3 0 0 3 0—10 0 • Stjörnuleikmaður Argentínu, Mario Kempes, lengst til hægri, skorar annað mark Argentínu í leiknum gegn Perú í gærkvöldi og leggur Þar með grunninn að stórsigri Argentínumanna. Ramon Quiroga markvörður er hjálparlaus. Þegar hér var komið sögu höfðu Argentínumenn misnotaö mörg dauðafæri og voru Þeir orðnir mjög taugaóstyrkir en mark Kempes braut tsinn. Símamynd AP. ursiitum ÞJÓÐARGLEÐI ríkti í Argentínu í nótt eftir að Argentínumenn höfðu sigr- að Perú 6«0 og þar með tryggt sér rétt til þess að leika við Hollendinga í úr- slitum Heimsmeistara- keppninnar í Argentínu á sunnudaginn kemur. Holl- endingar unnu ftali 2.1 í gær og tryggðu sér þar með úrslitasæti og í gærkvöldi unnu Brasilíumenn Pólverja 3.1. Þar með var ljóst, að Argentínumenn urðu að vinna Perú í síðasta leiknum með fjögurra marka mun. Og það tókst við gífurlegan fögnuð áhorfenda í Rosario og landa þeirra um alla Argentínu. Argentína vann 6.0 og komst í úrslitin. Lögregluyfirvöld undirbúa nú af kappi ráðstafanir vegna úrslitaleiksins á sunnudaginn en málsmet- andi menn í Argentínu bú- ast við því að þjóðin muni gjörsamlega sleppa sér af fögnuði ef Argentína verður heimsmeistari. Hinn marksækni Mario Kempes skoraði fyrsta markið á 20. mínútu og síðan rak hvert færið annað, en ekki skoruðu Argentínumenn aft- ur fyrr en á 42. mínútu, en þá skoraði bakvörðurinn Tarantini. Tvö mörk á tveimur mínútum í byrjun síðari hálfleiks lögðu lið Perú algerlega í rúst. Kempes skoraði á 50. mínútu og Luque bætti því fjórða við mínútu síðar. Og enn hélt markaregnið áfram, Rene Houseman kom inn á sem varamaður á 66. mínútu og skoraði með sinni fyrstu spyrnu fimmta markið og á 73. mínútu skoruðu þeir enn og var það Luque sem bætti við sínu öðru marki. Örugg- ur stórsigur í höfn, 6—0 og úrslitaleikur á næstunni. Heppnissigur lAí toppleik í Eyjum AKURNESINGAR bættu tveimur stigum í safn sitt er liðið vann mikinn heppnissigur yfir ÍBV í gærkvöldi. Eyjamenn sýndu í leiknum stórgóða knattspyrnu og sóttu mun meira en Skagamenn þeir bókstaflega gáfu íslandsmeisturunum þrjú mörk og töpuðu leiknum 2.3. Veöurskilyröi til knattspyrnuiökana voru loksins viöunandi í Eyjum í gærkvöldi og Eyjafólk fjölmennti á völlinn enda hafa leikir þessara liöa á undanförnum árum verið fjörugir og boöiö upp á góöa knattspyrnu. Leikurinn í gærkvöldi hófst strax meö miklum hraða og baráttu beggja liða og strax á 7. mínútu kom fyrsta mark leiksins og hvílíkt reiöarslag fyrir heimamenn. Laus bolti kom skopp- andi inn í teig ÍBV, þar var Þóröur Hallgrímsson einn og yfirgefinn og hugöist hreinsa frá en boltinn skoppaði á ójöfnu og spyrna Þóröar misheppnaðist algerlega. Pétur Pét- ursson var ekki seinn að nota þetta IBV - IA 2:3 Texti: Hermann KR. Jónsson óvænta tækifæri og hann skoraöi meö góöu skoti, 1:0 fyrir ÍA. Eyjamenn létu þetta áfall ekkert á sig fá og sóttu nú ákaft og uppskáru gott mark á 14. mínútu. Dæmd var aukaspyrna á ÍA úti á kantinum, um Sjá einnig íþróttir á bls. 36 37 metra frá marki. Örn Óskarsson tók spyrnuna og skaut firnarföstu skoti á markið, boltinn small af afli í bringu Jóns Þorbjörnssonar og þeyttist þaöan út í teiginn til Karls Sveinssonar, sem skoraöi meö föstu skoti 1:1. Áfram var sótt á báöa bóga og hraöinn var gífurlega mikill og góö tilþrif hjá báöum liöum. Á 17. mínútu var dæmd aukaspyrna á ÍBV á vítateigshorninu. Gefið var fyrir og þar stökk Pétur Pétursson upp og skallaöi óáreittur í netið. Þrír varnar- menn ÍBV voru umhverfis Pétur en hreyföu sig ekki og Ársæll Sveinsson „fraus“ í markinu. 2:1 fyrir ÍA. Viö þetta mótlæti æstust Eyja- menn um allan helming og tóku leikinn smám saman í sínar hendur. Áttu þeir m.a. tvö dauðafæri en í bæði skiptin varöi Jón Þorbjörnsson af hreinni snilld, fyrst þrumuskot frá Valþóri Sigþórssyni af markteig og síöan átíka þrumuskot Sigurlásar af vítapunkti. Skagamenn gengu því til hálfleiks með 2:1 forystu í leiknum. í seinni hálfleik réö ÍBV lögum og lofum á vellinum. Liðið lék frábæra knatt- spyrnu, stutt spil mann frá manni og góöar skiptingar út á kantana. Átti vörn ÍA í vök aö verjast og pressan á hana var mjög mikil. Skagamenn • Matthías Hallgrimsson skoraði eitt mark í Eyjum og er nú markhæstur í 1. deild með 10 mörk. ollu miklum vonbrigöum, þeirra skiptun var greinilega aö halda fengnum hlut hvaö sem þaö kostaöi og notuöu þeir hvert tækifæriö sem gafst til þess aö tefja og léku mjög gróft. Mikið var um útafspyrnur eða þá að knettinum var spyrnt fram völlinn og framherjarnir knáu og hættulegu látnir hlaupa og berjast um boltana. En á 61. mínútu kom enn gjafa- mark frá Eyjamönnum. Matthías Hallgrímsson var að dútla með boltann úti á kanti og skaut fremur lausu skoti aö marki IBV. Arsæll Sveinsson haföi boltann allan tímann í sigti en á óskiljanlegan hátt missti hann boltann undir sig og Matthías haföi skoraö sitt 10. mark í deildinni. En Eyjamenn sóttu nú af enn meiri krafti en áöur og Skagamenn vöröust af enn meiri hörku. Voru tveir Skagamanna bókaöir í leiknum og einn Eyjamaöur. Sigurlás skaut yfir tómt markið af markteig. Á 87. mínútu kom svo loks mark hjá Eyjamönnum. Örn gaf vel fyrir markiö og Karl Sveinsson kastaöi sér flötum og skallaöi stórglæsilega í markiö. ÍBV haföi minnkað muninn en um seinan. Á síöustu mínútu leiksins átti svo Pétur Pétursson skot í þverslá og á sömu mínútunni skaut Karl Sveins- son hárfínt framhjá ÍA-markinu. Svona fór um sjóferð þá. Skaga- menn flugu heim meö stigin tvö en. Eyjamenn sátu eftir með sárt ennið og spuröu sjálfa sig hvað þeir þyrftu eiginlega til þess aö vinna leik sem þennan. í STUTTC MÁLI, Vcstmannacyjavollur 1. dcild, 21. júní, ÍBV - ÍA 2,3 (1,2). MÖRK ÍBV. Karl Sveinsson á 17. u« 87. mínútu. MÖRK ÍAi Pétur Pétursson á 7. og 14. mínútu og Matthías Hallgrímsson á 61. mínútu. ÁMINNINGARi Árni Sveinsson ÍA, Guðjón Þórðarson ÍA og Valþór Sigþórsson ÍBV fengu gult spjald. ÁHORFENDUR. 474. STIGAHÆSTIR. ÍBV. Örn Óskarsson 3, hórður Ilallgríms- son 3. óskar Valtýsson 3, Sigurlás I>orleifs- son 3, Tómas Pálsson 3 og Karl Sveinsson 4. ÍA. Jón Þorbjörnsson 3, Jóhannes Guðjóns- son 3, Jón Gunnlaugsson 3. Jón Áskelsson 3, Karl Þórðarson 1 og Pétur Pétursson 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.