Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 5 Fjórir norrænir listamenn á Kjarvalsstöðum: „Verkið er byggt á skynj- un minni á Snorra-Eddu” SAMSÝNING fjögurra ungra listamanna frá Norðurlöndum hofst á Kjarvalsstöðum í dag. Þeir sem sýna eru Ólafur Lárusson, íslandi, Björn Nörgaard. Danmörku, Anders Aaberg, Svíþjóð og Viggo Andersen frá Noregi. Sýning þessi cr hingaö komin fyrir tilstilli Sonja Ilenie og Niels Onstad stafnsins í Noregi og Norræna menningarmálasjóðs- ins. Hefur hún ferðazt víða um Norðurlönd. Upphaflega voru þessir fjórir listamenn valdir á hinn þekkta æsku-Biennal í París árið 1977, en þangað er jafnan boðið þeim listamönnum sem ekki hafa náð 35 ára aldri og þykja standa framarlega innan nýlista. Eru það gagnrýnendur sem ráða valinu en ekki opinberar nefndir í hverju landi. Að loknu Æsku-Biennal ákvað Sonja Henies og Niels Onstad safnið að vekja sérstaka -.athygli á fulltrúum Norðurland- anna með þessari sýningu á nokkrum verka þeirra. Sýningin hefur tekið nokkrum breyting- um frá landi til lands. Daninn Björn Nörgaard ákvað t.d. að byggja upp nýtt verk hér á staðnum og er Snorra-Edda að hans sögn kveikjan að því. Norðmaðurinn Viggo Andersen hefur og breytt og endurskoðað verkið sem hann sýnir. Myndir Ólafs Lárussonar og tréskúlptúr Svíans Anders Aaberg eru hins vegar óbreytt. Um verk sitt segir Daninn Björn Nörgaard: „Ég vinn með margar stakar hugmyndir í einu og er engin þeirra annarri Bezt væri ef áhorfandinn notaði einungis eigin skilningarvit og væri ekki að lesa þetta. Þó get ég sagt • og fullyrt að fjórir meginþræðir liggja að baki þessu verki. — 1) Allt efnið eru eins konar frumefni 2) Raun- sæishugmyndin, þ.e. notkun á hlutum úr daglega lífinu sófa- settinu, lampa, sjónvarpi og fleira. 3) Formhugsunin, þ.e. notkun á þróunarforminu og lagningu gifsveggjarins. — 4) Frásögnin, verkið er byggt á skynjun minni á Snorra-Eddu. Henni tilheyra t.d. hlutirnir sem standa á hraungrýtinu, bollinn, pottablómið og litli sauðurinn. Snorra-Eddu las ég fyrst í skóla, en árið 1971 tók ég þátt í tilraun til að stofna samyrkjubú og kommúnu á eyju við strendur Danmerkur. Þar las ég aftur Islendingasögurnar og Eddu og þær eru yfirfullar af sögum af fólki sem er einmitt að skapa sér þjóðfélag og eigin lifsmáta. Snorra-Edda er einnig mjög myndrík bók, þar er öllu lýst á stuttan og laggóðan hátt. Þess konar myndríki hef ég einnig reynt að stofna að í þessu verki". Um verk hans segir Aðal- steinn Ingólfsson, „Nægir að segja að verk hans grundvallist Framhald á bls. 21 • Björn Nörgaard við listaverk sitt. sem hann hefur sett upp eftir hugmyndum sem hann hefur fengið úr Snorra-Eddu. • Sænska verkið á sýningunni. Hryssa kastaði tveimur f olöldum FYRIR skcmmstu kastaði hryssa ein á bænum Balaskarði í Austur-Húnavatnssýslu tveimur folöldum. Folöldin voru tveir rauðir hestar og lifðu báðir en móðir þcirra er 14 vetra dökkjörp og bcr nefnið Þota. Að sögn Þorkels Bjarnasonar, hrossaræktar- ráðunauts er það mjög sjaldgæft að f þeim tilvikum, sem hryssur kasta tveimur folöldum að þá lifi bæði. Þorkell sagðist muna eftir örfáum tilvikum þar sem bæði folöldin hefðu lifað en óhætt væri þó að fullyrða að slíkt væri mjög sjaldgæft. Ljósm.i M.A. Lögreglan syng- ur á Lækjartorgi NORSKI lögreglukórinn kom hingað til lands í gærmorgun. I förinni eru um 30 norskir lögreglu- menn og eiginkonur þeirra. Hóp- urinn mun dvelja hér til þriðju- dagskvölds og skoða landið. Ef veður leyfir ætlar kórinn að syngja nokkur lög á Lækjartorgi klukkan 15 í dag. íslenzki lögreglu- kórinn mun taka lagið með hinum norsku starfsbræðrum sínum og verða þá sungin norræn lög, sem kórarnir hafa áður sungið saman á kóramótum. Sveinn Þormóðsson tók þessa mynd af orska kórnum á æfingu í gærmorgun. ðin CUCB& CtMAXRO MEÐ BUNDIÐ FYRIR AUGU OG HETTU YFIR HÖFÐI Gengur annar bróðirinn eftir örmjórri línu með hinn standandi á herðum sér hátt yfir höfðum áhorfanda án nokkurs öryggisútbúnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.