Morgunblaðið - 01.07.1978, Page 18

Morgunblaðið - 01.07.1978, Page 18
18 . MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrói Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar Áskriftargjald 2000.00 í lausasölu hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. kr. ó ménuöi innanlands. 100 kr. eintakió. Athyglisvert viðtal birtist í Þjóðviljanum hinn 9. júní sl. Þar er rætt við formann æskulýðs- nefndar Alþýðubandalags- ins og hann m.a. spurður, hvort kennarasamtökin séu pólitísk. Svar hans var svohljóðandi: „Samkvæmt lögum eru þau ekki pólitísk, en í eðli sínu hljóta þau að vera pólitísk, því að eins og ég nefndi áðan þá er ekki hægt að ræða skólamál án pólitísks mats. Skólinn er með pólitískari fyrirbærum í þjóðfélaginu, því að þar fer innrætingin fram.“ Hér er hispurslaust talað um það, sem þeim Alþýðu- bandalagsmönnum býr í brjósti. Þeir líta á skólana sem „pólitískt fyrirbæri“ og þar á „innrætingin" að fara fram. Því miður bendir allt til þess, að þeir hafi ekki látið sitja við orðin tóm. Stöðugt berast fregnir af því, að einstakir kennarar, sem sjálfir eru vinstrisinn- aðir í stjórnmálum, misnoti aðstöðu sína til þess að innræta nemendum eigin lífsviðhorf og stjórnmála- skoðanir. Þær námsgreinar sem eru einna bezt til þess fallnar að nota í þessu skyni eru þjóðfélagsfræði, nútímasaga og nútímabók- menntir. Undir því yfir- skyni að verið sé að upplýsa nemendur um stjórnmála- stefnur, sögulega viðburði nútímans eða bókmenntir er innrætingin stunduð. Athyglisvert var í greinum, sem nokkrir vinstri sinnað- ir kennarar rituðu í Morgunblaðið fyrir einu ári til þess að mótmæla staðhæfingum blaðsins um þessi efni, að allir afhjúp- uðu þeir sjálfa sig og hugsanagang sinn í þessu sambandi. Greinar sem skrifaðar voru til þess að mótmæla staðhæfingum Morgunblaðsins um póli- tíska misnotkun aðstöðu í skólum landsins urðu staðfesting á því, að svo væri. Birgir ísl. Gunnarsson ritaði grein í Morgunblaðið í tilefni af hinum tilvitnuðu orðum formanns æskulýðs- nefndar Alþýðubandalags- ins og sagði m.a.: „I þessu efni þurfa allir landsmenn að vera vel á verði. Það á ekki að líðast að tiltölulega fámennur hópur ofstækis- fólks leggi undir sig skóla landsins í þeim tilgangi að innræta börnum og unglingum öfgastefnur í stjórnmálum. Nú þegar Alþýðubandalagið hefur tekið forystu í stjórn borgarinnar og sækir fast á stjórn landsins eru margir, sem spyrja: Er þetta það sem koma skal? Viðurkenna verður, að við núverandi aðstæður er svarið óljóst, hitt er þó víst, að það er einungis með samstilltu átaki allra lýðræðissinna, að komið verði í veg fyrir, að skólarnir verði gróðrar- stía sósíalista ... Foreldrar þurfa að fylgjast með skóla- starfinu í samvinnu við hina mörgu lýðræðissinn- uðu kennara og veita skólunum aðhald og koma þannig i veg fyrir mis- notkun skólanna." Þessi aðvörunarorð Birgis ísl. Gunnarssonar hafa vak- ið athygli margra. Enginn vafi er á því, að skólarnir eru á hættulegri braut að þessu leyti. Yfirstjórn skól- anna hefur ekki veitt ein- stökum kennurum, sem hér eiga hlut að máli, nægilegt aðhald. Þeir hafa komizt upp með að reka beinan og óbeinan áróður í kennslu- stundum gagnvart nemend- um sínum. Þess eru jafnvel dæmi, að kennari hafi í kennslustund rekið áróður gegn forystumanni í stjórn- málum. Fyrsta skrefið hlýtur að vera það, að yfirstjórn skólanna taki kennslu og námsefni í þeim námsgrein- um, sem hér hafa verið nefndar, til gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt er nauðsynlegt að efla sam- tök foreldra við skóla landsins, ekki sízt fram- haldsskóla, þannig að þeir tiltöiulega fáu kennarar, sem hér eiga hlut að máli, fái nauðsynlegt aðhald frá foreldrum, sem að sjálf- sögðu kæra sig ekki um að senda börn sín í skóla, þar sem markviss pólitísk inn- ræting fer fram. Þessir foreldrar eru að auki þeir skattgreiðendur, sem borga þessum kennurum laun. Að öðru leyti þarf, eins og vikið var að í Morgun- blaðinu í gær, að taka allt skólakerfið upp til endur- skoðunar, leggja raunsætt mat á það, hvað vel hefur gefizt í þeim breytingum, sem framkvæmdar hafa verið síðustu 10 árin og hvað hefur mistekizt. Ástandið í menntamálum er eitt stærsta viðfangsefnið, sem bíður á vettvahgi íslenzkra þjóðmála á næstu misserum. Hér er mál á ferðinni, sem menn þurfa ekki að skiptast í flokka um. Það er mál allrar þjóðar- innar, að skólakerfið verði áhrifaríkt og útskrifi vel menntaða og upplýsta nemendur. Það er mál allra lýðræðissinna, hvar í flokki sem þeir standa, að taka höndum saman nú þegar og stöðva þá misnotkun í skól- um landsins, sem bersýni- lega fer fram á vegum kommúnista, að stöðva þá innrætingu, sem þeir hafa stundað þar um skeið með miklum árangri. V erkefni fyrir foreldr a Birgir ísl. Gunnarssons Byggðakosningar þingkosningar Þá er þessi kosninga- hrina Iiðin hjá. Á tæpum mánuði hafa verið háðar tvennar kosningar hér á landi og vorið því öðru fremur einkennzt af kosn- ingabaráttu og áróðri. Þetta er nú í annað sinn, sem svo stutt er á milli sveitarstjórnarkosninga og þingkosninga. Þegar þing var rofið 1974 og vinstri stjórnin fór frá, var skammt til sveitar- stjórnarkosninga og liðu því aðeins fáar vikur á milli kosninga. Þar með var mörkuð sú braut, sem við nú höfum gengið, þ.e. að þessar tvennar kosn- ingar verði á sama ári og það mun því aðeins breyt- ast að þing verði rofið fyrir lok kjörtímabils. Enginn vafi er á því, að það er óheppilegt fyrir- komulag að hafa svo skammt á milli sveitar- stjórnarkosninga og þing- kosninga. Sjálfstæði sveitarfélaganna er einn af hornsteinurh hins lýð- ræðislega þjóðskipulags. í kosningum til sveitar- stjórna er verið að kjósa stjórnir bæja og hreppa. Á hverjum stað eru ákveðin staðbundin vandamál, sem fólkið í byggðarlaginu þekkir bezt af eigin raun og því er æskilegt að geta haldið umræðu og baráttu í sveitarstjórnarkosníngum sem mest að þessum vandamálum. Þegar svo skammt er á milli þing- kosninga og sveitar- stjórnarkosninga og nú er, þá blandast hin al- menna þjóðmálabarátta svo mjög inn í umræðuna, að margir gera sér þess ekki fulla grein að þarna séu skil á milli. í vetur urðu nokkrar umræður á Alþingi um það, að kjósa skyldi sama dag til þings og sveitar- stjórna. Sú hugmynd var rökstudd með sparnaði, sem það hefði í för með sér. Dæmi um slíkt fyrir- komulag Köfum við frá Svíþjóð. Fyrir nokkrum árum breyttu Svíar sínu kosningafyrirkomulagi. Kjörtímabil þings og sveitarstjórna var stytt í þrjú ár og sami kjördagur hafður. Af viðtölum við sveitarstjórnarmenn í Svíþjóð kemur í ljós, að þeir telja ekki góða reynslu af þessu fyrir- komulagi. Eg hef rætt þetta við marga sveitar- stjórnarmenn þar í landi og þeirra skoðun er yfir- leitt sú, að baráttan til þingsins skyggi alveg á kosningabaráttuna til sveitarstjórnanna. Þá berjist menn um Fálldin eða Palme, en ekki um það, hvernig einstakar sveitarstjórnir hafi staðið sig. Ég held að það sé rétt að hafa þetta dæmi frá Svíþjóð vel í huga. Sjálf- stæði sveitarfélaganna á að vernda. Það er einn þáttur í dreifingu valds- ins í þjóðfélaginu, sem við sjálfstæðismenn leegjum mikla áherzlu á. Af því leiðir m.a., að byggða- kosningar eiga að vera sem sjálfstæðastar. Nú- verandi fyrirkomulag er slæmt frá þessu sjónar- miði. Á þessu kjörtímabili á að vinna að því að slíta meira í sundur þingkosn- ingar og byggðakosning- ar. Það verður að vísu ekki gert nema með þing- rofi, að óbreyttum lögum, en það er mikil spurning, hvort ekki eigi að stefna að því strax með myndun næstu ríkisstjórnar. Að öðrum kosti er hætta á því, að þróunin verði sú, að í framtíðinni verði samskonar valdahlutföll í sveitarstjórnum og á Al- þingi á hverjum tíma. Það er ekki gott fyrir sjálf- stæði sveitarfélaganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.