Morgunblaðið - 01.07.1978, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.07.1978, Qupperneq 36
Saltfiskurinn 2,7 milljarða verðmæti? MORGUNBLAÐIÐ Icitaði í gær til aðila er standa að saltfiskútflutn- inifi til þess að spyrjast fyrir um það, hve mikið verðmæti 8 þúsund tonna af saltfiski, sem afskipa á til Portúgals, er í íslenzkum krónum. Ailir aðilar vörðust frétta um það og var ástæðan sú, að ekki hefur endanlega verið gengið frá öllum endum í samhandi við sölusamn- inga. Hins vegar ef fiett er upp í Hagtíðindum og tekið meðaltal Portúgalsafskipana í fyrra og verð hvers kílós síðan hækkað um hækk- un á meðalgengi milli ára kemur í ljós að hvert kg er um það bil á 340 krónur og ættu þá 8 þúsund tonn að vera um 2,7 milljarðar króna. Alvarlegt umferðar- slys í Borgarfirði ALVARLEGT umferðarslys varð á þjóðveginum við Dalsmynni í Borgarfirði í gærdag um klukk- an 15.30. I>ar á beina veginum rákust saman Willis-jeppi og Mazda-fólksbifreið. í jeppanum voru þrír piltar og hjón með tvö börn í fólksbílnum. Farþegi í Willis-jeppanum slasaðist illa á höfði og flutti þyrla frá varnar- liðinu hinn slasaða til Reykjavík- ur, þar sem hann var lagður inn á Borgarspítalann. Hjónin og börnin tvö slösuðust einnig og voru þau flutt með sjúkrabifreið í sjúkrahúsið á Akranesi. Ökumaður jeppans slapp ómeiddur úr þessu slysi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Borgarnesi, sem fór á staðinn, eru báðir bílarnir taldir gjörónýtir. Komið með hinn slasaða úr jeppanum til Reykjavíkur. Myndin er tekin, er hann var fluttur úr þyrlunni í sjúkrabfl. Danir senda heim íslenzka pilta sem voru með fíkniefni Ekki horfur á sumar- sölu á ísl. kartöflum ALLAR horfur eru á að kartöflu- bændur taki mun seinna upp i haust en í meðalári. Kartöflu- bændur í Eyjafirði gera vart ráð fyrir að þar hefjist upptaka fyrr en uppúr 10. september en frá þeim hafa oft komið á markað kartöflur um 20. ágúst. Að sögn kartöflubamda í Þykkvabasnum hefst kartöfluupptaka þar vart fyrr en í septembcr en stundum hafa kartöflur frá þeim komið á markað í byrjun ágúst. Þetta þýðir að ekki verður um neina sumarsölu á kartöfium að ræða en hins vegar sagði Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli f Eyjafirði, að útlit væri fyrir að uppskera í heiid gæti orðið sæmileg en Magnús Sigurlásson, Eyrarlandi í Þykkvabæ að þar um slóðir væri mjög bágt útlit fyrir kartöflusprettu. Magnús Sigurlásson í Þykkvabænum sagði að kartöflu- grös væru nú rétt að byrja að koma upp, því kuldinn í vor hefði gert það að verkum að spírurnar á kartöflunum, sem fyrst voru settar niður, visnuðu allar af og þær hefðu því þurft að byrja að spíra upp á nýtt. Kartöfluspretta í Þykkvabænum er að sögn Magnúsar alveg hálfum mánuði á eftir því sem venja er. — Það er síkólnandi tíð á Islandi og hitinn er alltaf broti úr stigi minni þetta árið en næsta ár á undan og svona er það búið að vera allar götur frá 1964. Ég er hræddur um að það fari • brátt að líða að því að kartöflurækt leggist niður sem atvinnuvegur hér á landi, sagði Magnús. Bergvin Jóhannsson, bóndi As- hól í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði sagði að þrátt fyrir að sprettan væri lítil enn þá væru bændur í næsta nágrenni við hann ekki vondaufir um að það rættist úr Framhald af bls. 36. TVEIMUR íslenzkum piltum, 18 og 24 ára, var fyrir skömmu vísað úr landi í Danmörku, þar sem fíkniefni fundust í fórum þeirra. Foru piltarnir sendir til Islands og við komuna hingað fundust einnig á þeim fíkniefni. Yfirvöld í Kaupmannahöfn, þar sem pilt arnir voru handteknir, taka mjög hart á fíkniefnabrotum og er þetta ekki eina dæmið um að Islendingar hafi verið sendir heim til íslands vegna meðhöndl- unar fikniefna. Það var lögreglan í Kaupmanna- höfn sem handtók piltana í hippanýlendunni Kristjaníu. Laugardalshiill fékk nýtt hlutverk í gærkviildi, þegar fjiilleikahús Gerry Cottle frá Englandi hélt þar fyrstu sýningu sína hér á landi. Myndin að ofan er af einum trúði fiokksins, en á bls. 12—13 er lýst undirhúningi fyrir sýningar í Laugardalshöll og ra-tt við fjiilleikafólkið. Á bls 3 birtast svo umsagnir nokkurra íslen/.kra ungmenna á sýningunni í gærkviildi. m Fundust 60 grömm af hassi í fórum annars þeirra en 90 grömm í fórum hins. Grunur lék á því að piltarnir hefðu haft undir höndum meira af hassi, sem þeir hefðu Framhald á bls. 20 Hættir að greiða fullar vísitölubætur STJÓRN Félagsstoínunar stúdenta hefur ákveðið að hætta að greiða fullar vísitölubætur á laun, svo sem stofnunin hefur gert undanfarna þrjá mánuði eða frá 1. marz. f stað þess ákvað stjórnin á fundi í fyrradag að greiða á sama hátt og Reykjavíkurborg vísitölubætur í áföngum. Jóhannes Scheving framkvæmda- stjóri Félagsstofnaninnar sagði að þessi ákvörðun þýddi ekki endilega að laun fólks lækkuðu heldur fengi það ekki eins mikla hækkun og aðrir. Annars sagði framkvæmdastjórinn að ekki væri útséð með fram- kvæmdaatriði þessa, þar sem starfs- fólk Félagsstofnunarinnar er í allmörgum stéttarfélögum og ekki nægir að taka launataxta Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar sem viðmiðun. Jóhannes kvað fyrri ákvörðunina — um að greiða fullar vísitölubætur á laun — hafa verið bráðabirgða- ákvörðun og stjórnin hafi ætlað sér að bíða eftir hinni almennu þróun í landinu. Nú væri hafið nýtt vísitölu- tímabil og inn í þetta spilaði einnig slæm fjárhagsaðstaða stofnunar- innar. Einnig væri Ijóst að stofnunin gæti ékki endalaust greitt óskertar vísitölubætur, þar sem kaupgjald hjá stofnuninni yrði þá innan skamms tíma komið úr öllum tengslum við annað kaupgjald í landinu. Þá sagði Jóhannes, að það væri takmark stofnunarinnar að veita stúdentum eins ódýra þjónustu og frekast væri kostur. Ákvörðunin frá 1. marz, hafi verið tekin eftir beiðni frá Stúdentaráði og umboðsaðilum stúdentanna sjálfra og samþykkt í stjórn á þeim tíma. Enn er allt óákveðið með stjórn- armyndun EINS OG fram kom í Morgun- blaðinu í gær sagði forseti íslands, herra Kristján Eldjárn í viðtali við Morgunblaðið að hann ætti ekki von á því að hann fæli einhverjum stjórnar- myndun alveg á næstunni. í samtölum, sem Morgunblaðið átti í gær við Geir Hallgrímsson og ólaf Jóhannesson, sögðust Framhaid á bls. 20 Mikill kolmunni á Digranesflaki SKUTTOGARINN Jón Kjartans- son, sem áður var Narfi, var í gær einskipa í „bullandi" kolmunna á Digranesflakinu, sem er nokkuð djúpt undan norðanverðum Aust- fjörðum. Síðast þegar fréttist var skipið búið að fá 700 tonn og fékk það 100 til 200 tonn á 3ja tíma hali. Samkvæmt upplýsingum Aðal- steins Jónssonar á Eskifirði var ekki vitað um neitt leitarskip á þessum slóðum í gær og engin önnur veiðiskip voru komin á þessi mið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.