Morgunblaðið - 06.07.1978, Síða 20

Morgunblaðið - 06.07.1978, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 — Dagvistunar- gjöld hækka Framhald af bls. 36. maður Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ef félagsmálaráðuneytið samþykkti hækkunarbeiðnina, yrði heilsdags- gjald á dagheimilum 23 þús. kr. á mánuði, en það er nú 20 þús kr. og vist á leikskóla myndi hækka úr 10 þús. kr. í 11.500. Kvaðst Sveinn búast við hækkunarbeiðnin yrði samþykkt af ráðuneytinu, þar sem Akureyrarbær hefði fengið sam- svarandi hækkun þann 1. júní s.l. — 12-15 þúsund Framhald af bls. 36. einnig miklu fleiri en karlmenn og mjög mikið um að þær séu giftar Bandaríkjamönnum, og eru þá börn þeirra, sem fædd eru í hjónabandi, bandarískir borgarar, eins þótt þau hafi fæðzt hér heima. Rúmlega 300 konur með lögheimili ytra sam- kvæmt þjóðskrá eru skráðar sem giftar varnarliðsmönnum hvað sem síðar hefur orðið og 300-400 aðrar sem giftar öðrum Bandaríkjamönnum, sem sumir hverjir hafa þó verið varnarliðs- menn við hjúskaparstofnun. Upplýst er í Hagtíðindum að samkvæmt hjúskaparskýrslum, sem borizt hafa Hagstofunni, hafa tæplega 500 íslenzkar konur gifzt varnarliðsmönnum og „sérfræðingum" hjá varnar- liðinu á árabilinu 1954—76. Flestar voru þessar giftingar 1957 eöa rúmlega 40 en fæstar 1967 og 1975 eða 9 talsins hvort árið. Við þessar tölur bætast hjónavígslur utan Islands en upplýsingar um þæ,r eru ekki fyrir hendi. Islenzkar konur giftar varnarliðsmönnum með iögheimili hér á landi 1. desem- ber 1977 samkvæmt þjóðskrá voru 89 talsins. ★ Ilefur fækkað um 100 í Ástralíu í töflu, sem birt er í Hagtíð- fndum, um íslenzka ríkisborgara erlendis samkvæmt þjóðskrá 1965—77 kemur fram að í fyrra eru á skrá alls 9599 manns, og þar af í Evrópu alls 6788 manns. Flestir eru á Noröurlöndum eða 5773 sem skiptast þannig, að í Danmörku eru á skrá 1977, 123 í Færeyjum, 5 á Grænlandi, 934 í Noregi, 2709 í Svíþjóð og 25 í Finnlandi. I öðrum Evrópulöndum voru alls 1015 ísl. ríkisborgarar á skrá í fyrra, þar af 289 í Bretlandi, 50 í Frakklandi, 22 í Hollandi, 301 í Lúxemborg, 39 á Spáni, 48 í Sviss, 218 í Þýzka- landi og 48 í öðrum löndum. I Ameríku voru alls 2442 á skrá, þar af 2136 í Bandaríkjun- um, og 276 í Kanada en 30 í öðrum löndum þeirrar álfu. I Afríku var alls 61 Islendingur á skrá í fyrra, en 29 í Asíu og 195 í Eyjaálfu, þar af langflestir í Ástralíu, en voru flestir þar 1970 eða 293. í öðrum löndum, sem ekki eru tilgreind frekar, eru skráðir 75 íslenzkir ríkis- borgarar. Fram kemur að tölur í þessari töflu eru ekki fullkomnar, þar sem þarna vantar alla þá sem fluttust til útlanda 1952 eða fyrr og eru enn á iífi. Hins vegar má einnig gera ráð fyrir oftalningu vegna þess að undir hælinn er lagt hvort hingað berst vitn- eskja um andlát íslendings sem setzt hefur að erlendis. I töluna vantar trúlega allstóran hluta barna sem hafa fæðzt erlendis en hafa íslenzkt ríkisfang samkv. lögum en á móti kemur að talið er að allmikið vanti af upplýsingum um Islendinga sem breytt hafi um ríkisfang og öðlazt erlendan ríkisborgara- rétt. Að öllu þessu athuguðu er talið líklegt að heildartala Islendinga erlendis sé nú um 12—15 þúsund manns, eins og gat um í upphafi. — Hafnarstjórn Framhald af bls. 36. sótti í upphafi mjög hart að verða formaður hafnarstjórnar, en í málefnasamningi meirihlutaflokk- anna nýju gaf Alþýðubandalagið Alþýðuflokknum formennskuna í hafnarstjórn, og mun afráðið að Björgvin Guðmundsson verði for- maður stjórnarinnar. Bæði þessi ástæða svo og sú, að reglur heimila ekki formennsku í stjórn sem hafnarstjórn öðrum en mönnum sem eru borgarfulltrúar, varð til þess að sætzt var á að Guðmundur yrði áfram fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í hafnarstjórn en gegn því börðust Sigurjón Pétursson og Adda Bára Sigfúsdóttir mjög hart. Ástæðan fyrir þessum ágreiningi munu vera skiptar skoðanir Al- þýðubandalagsins um hafnarmál í Reykjavík og þess vegna hefur kosningu í hafnarstjórn verið frestað þar til í dag. — 6 skip Frámhald af bls. 2 mestu í 11 hölum. Kvað Þorsteinn kolmunnann hafa verið á 130—180 faðma dýpi. Stærsca halið sem þeir hefðu fengið, hefði verið á að gizka 300 tonn, en þeir hefðu ekki náð aflanum inn í það skiptið, þar sem trollið hefði sokkið og dælan slitnað úr því. Sagði Þorsteinn að þeir hefðu náð mest að innbyrða ca. 170 tonn í einu. — Tillögur Framhald af bls. 1 mannanna, sem eru um 1.1 milljón, að tíma þessum liðnum. Stungið er ennfremur upp á viðræðum Egypta, Jórdana, ísra- elsmanna og talsmanna Palestínu- manna. Á Bandaríkjastjórn að taka þátt í viðræðum um bráða- birgðastjórnina og ýmis smáatriði, er að henni lúta, um nákvæma tíntaáætlun fyrir ísraelsmenn til að draga sig til baka og gagn- kvæmar öryggisráðstafanir. Segir að þess verði ekki vænst að Israelsmenn hafi sig á brott fyrr en samstaða hafi náðst um öll þessi atriði. I tillögum Egypta er hvergi vikið að Frelsishreyfingu Pale- stínu, sem Israelsmenn hafa þver- tekið fyrir að eiga viðræður við og hvergi er bent á hverjir það eru sem ættu að vera málsvarar Palestínumanna. Engin vísbend- ing kemur fram um hvernig koma skuli til móts við palestínska flóttamenn eða hvernig bregðast skuli við flutningum þeirra. Sadat Egyptalandsforseti mun væntanlega eiga viðræður við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Shimon Peres, um næstu helgi um áformin. Egypskir embættismenn hafa ekki dregið neina dul á að einn tilgangur þessara nýju til- lagna er að reka fleyg milli Begins forsætisráðherra ísraels og and- stæðinga hans á þingi í þessum málefnum. Að lokinni för sinni til Mið-Austurlanda átti Walter Mondale í dag viðræður við Carter forseta og skýrði fyrir honum hinar nýju tillögur Egypta. Ekki var vitað um viðbrögð forsetans, en hins vegar segir í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneyt- inu að tillögurnar ættu að verða frjósamur jarðvegur frekari samn- inga landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs. Var í þessu tsilliti sérstaklega minnst á væntanlegan fund utanríkisráðherra ísraels og Egyptalands með Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á næstunni, enda þótt dagsetning þess fundar hafi ekki verið endan- lega ákveðin. Kurt Waldheim, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, lét hafa eftir sér á miðvikudag að hann væri „mjög tortrygginn" varðandi síðustu til- raunir „ákveðinna ríkisstjórna" til að hleypa lífi í friðarviðræðurnar í Mið-Austurlöndum. — Alþýðu- bandalag vill Framhald af bls. 36. nefnda vinnuhópnum eru af hálfu Alþýðuflokksins: Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason og frá Alþýðubandalaginu Lúðvík Jósepsson, Ragnar Arnalds og Eðvarð Sigurðsson. Hinn vinnu- hópinn skipa Sighvatur Björgvins- son, Finnur Torfi Stefánsson og Vilmundur Gylfason frá Alþýðu- flokki og Olafur Ragnar Grímsson, Kjartan Ólafsson og Svavar Gest- sson frá Alþýðubandalaginu. Við- ræður áttu að hefjast aftur klukkan 9 í dag og þingflokkar beggja aðila eiga að koma saman til funda klukkan 11. „Þessar viðræður í dag snérust um það að kanna afstöðu þessara flokka til þýðingarmikilla mála og þær voru mjög almenns eðlis", sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Þegar Mbl. spurði Lúðvík hvort hann mæti viðræðurnar sem jákvæðar svar- aði hann: „Þetta voru gagnlegar viðræður og eðlilegar en á þessu stigi er alls ekki unnt að draga neinar ályktanir af þeim“. Benedikt Gröndal formaður Al- þýðuflokksins sagði að þetta væru „könnunarviðræður milli tveggja flokka sem hafa vissan skyldleika en eru um sumt miklar andstæð- ur“. Þessar viðræður hefðu verið á breiðum grundvelli“. Spurningu Mbl. um það hvort hann teldi byrjunina jákvæða svaraði Benedikt: „Það er erfitt að meta það frá einhverjum vissum sjónar- hóli og raunar ótímabært að leggja nokkurt mat á þessar viðræður." — Fellibylur Framhald af bls. 1 vitni að öðrum fellibyljanna, sem urðu í tveimur sléttufylkjum í Bandaríkjunum aðfararnótt mið- vikudags. Að minnsta kosti sjö manns létu lífið og tugir manna særðust af völdum hans. Fellibyljirnir urðu á strjálbýlum svæðum í Norður-Dakóta og í norð-vesturhluta Minnesota. Sá fyrrnefndi kom einkum við sögu í þorpinu Elgin, þar sem búa um 800 íbúar. Að sögn yfirmanns bruna- liðsins þar, létust fjórir af völdum bylsins, 20 særðust, 60 heimili lögðust í rúst auk þess sem mikið tjón varð á mannvirkjum. Ekki voru liðnir nema fimm tímar frá því að hamfarir þessar urðu en annar bylur sópaði um smáþorp með nafninu Gary, rétt við landamæri fylkjanna í Minne^ sota. Þar létu þrír lífið og að sögn lögreglu urðu skólahús, fyrirtæki og heimili mjög hart úti. — Krefur Rússa Framhald af bls. 1 hjálparlaust. Kanadamenn munu nú vera að undirbúa annan meiriháttar leitarleið- angur, sem þeir kalla „morgun- roðaáætlunina". Kröfur Kanadamanna munu verða settar formlega fram á ráðstefnu, alþjóðasamtaka sem fjalla eiga um ábyrgð á skaða af völdum gervihnatta í heiminum, eftir tvo mánuði, en samtökum þessum var komið á stofn árið 1972 og hafa Sovétmenn verið aðilar að þeim frá byrjun. — Þrumugnýr Framhald af bls. 1 slotað um hádegi, skömmu eftir að hægri menn ákváðu að leyfa 200 hermönnum Sýrlendinga að fara Frjálsum ferða sinna. Herma áreiðanlegar heimildir að hægri mönnum hafi tekizt að króa gæzluliðana af í eyðilögðum hús- um nærri höfn borgarinnar. Þetta er fimmtu dagurinn í röð að átök eru með kristnum hægri mönnum og gæzlusveitum Sýrlendinga. Páll páfi sjötti skoraði í dag á stríðsaðila að semja aftur frið í Líbanon og lét í ljós von um að kvölum líbönsku þjóðarinnar linnti. Á meðan á bardögum stóð á þriðjudag flutti fyrrvarandi for- seti landsins og leiðtogi Frjáls- lynda þjóðarflokksins, Camille Chamoun, ávarp í útvarp þar sem hann allt að því lýsti stríði á hendur friðargæzlusveitum Ar- ababandalagsins í Líbanon og lét í ljósi að tími væri til kominn að binda enda á dvöl þeirra í landinu. — Svía varpað Framhald af bls. 1 Nilsson sagði að sovézk yfirvöld hefðu skírskotað til sérstakra ákvæða í lettneskum lögum, sem segðu til um hvernig bregðast ætti við njósnúm útlendinga. Af þessu mætti ráða að ekki væri litið á Niedre sem Letta lengur. Ferðahópurinn, sem Niedre ferðaðist með, mun hafa farið með bát frá Stokkhólmi til Lithauga- lands um Helsinki. Dvaldist hann á hóteli í Tallin eftir komuna þangað þann 7. júní. „Hann hvarf samdægurs," sagði Nilsson. „Einhver annar kom til að sækja farangur hans og vegabréf. Hópurinn sneri aftur til Svíþjóðar 12. júní án hans.“ *— Fellur Begin á trúarákafa? Framhald af bls. 1 breytingaflokkur, sem á fulltrúa í ríkisstjórninni, lýst því yfir að hann muni greiða atkvæði gegn tillögunni í þinginu í næstu viku. Einnig mun óánægja vera megn í hinum stjórnarflokkun- um. Þá hafa þúsundir skóla- stúlkna fylkt liði og gagnrýnt tillöguna harðlega. — Var fljótur... Framhald af bls. 2 þjálfun. Ég syndi mjög mikið á hverjum degi og hef því gott úthald, sem kom mér að góðu gagni í þessu erfiða móti.“ Auk Ingvars og Biyasis voru þeir Georghiu, Westerinen, Sans, Seirawan og Herbert með 7 V2 vinning. Frammistaða annarra íslend- inga varð sem hér segir í þessu móti: 6V2 vinningur: Margeir Péturs- son. 6 vinningar: Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson. 5V2 vinningur: Ásgeir Þ. Árna- son, Bragi Halldórsson, Benóný Benediktsson og Guðni Sigur- bjarnarson. 5 vinningar: Leifur Jósteinsson, Sævar Bjarnason, Jóhannes Gíslason og Jóhann Þórir Jóns- son. 4'/2 vinningur: Guðmundur Ágústsson. 4 vinningar: Þórir Ólafsson. — Rothögg Framhald af bls. 17. hæfast að stöðva áður en skulda- halinn er kominn en þá er að líta til bátanna og fólksins í landi, þannig að raunverulega vill enginn stöðva. Höfum enga varasjóði „Ég held að það geti ekki verið langt í lokun hjá neinum með 11% lækkun á útborguðu verði", sagði Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Norðurtanga h.f. Isafirði. „Við höfum enga varasjóði til að bera þetta uppi og ég get ekki ímyndað mer að það hafi neitt frystihús á íslandi, þannig að ég held að það haldi enginn lengi áfram að öllu óbreyttu". Situr allan daginn viö aö bjarga peningamálunum „Það var alveg rothöggið að fá þessa 11% lækkun á söluverðið ofan á 13% hækkun á hráefni en greiðslan úr verðjöfnunarsjóði var einmitt forsenda þeirrar hækkun- ar“, sagði Hermann Hansson kaupfélagsstjóri á Höfn í Horna- firði. „Það er því enginn rekstrar- grundvöllur í núverandi ástandi. Ég geri ráð fyrir stjórnarfundi fyrir helgina, því það er allt löngu tómt og fjarri því að við höfum eitthvart fé á lausu til að ganga að. Svo erum við með miklar birgðir og þeim fylgir þung vaxtabyrði. Maður situr allan daginn við að bjarga peningamálunum; ekki frá degi til dags heldur frá klukku- tíma til klukkutíma". Verulegt tap borðleggjandi „Það var stjórnarfundur í fyrir- tækinu í dag og þar ákveðið að reyna að þrauka eitthvað áfram í trausti þess að ríkisstjórn verði mynduð innan skamms og að það verði hennar fyrsta verk að leysa þessi mál“, sagði Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa h.f. „Framleiðsla fyrirtækisins á síðasta ári var að verðmæti um tveir milljarðar króna þannig að þessi 11% lækkun þýðir 220 milljónir á ári og auðvitað er þar með borðleggjandi verulegt tap.“ „Ég segi ekki að allir okkar lánamöguleikar séu nýttir til fulls“, sagði Gísli, er Mbl. spurði með hvaða ráðum þeir ætluðu „að þrauka eitthvað áfrarn". „Við getum því lifað eitthvað lengur á lánum en lengi verður það ekki“. — Ný aðferð Framhald af bls. 3. út frá geyminum. Að sögn Tryggva þá er hug- myndin að nota geyminn í Fiskiðjusamlaginu að mestu til geymslu á óslægðum fiski t.d. frá degi til dags eða frá föstudegi til mánudags. „Ef þetta kerfi reynist vel hjá okkur, munum við setja upp röð kæli- geyma, þannig að við getum geymt allan okkar fisk í þeim,“ sagði Tryggvi. „Það eru ýmsar horfur á að þetta kerfi eigi eftir að koma algjörlega í stað íss og þeir bjartsýnustu spá því að eftir 10 ár eða svo verði togararnir eingöngu búnir svona kæligeym- um, sem þýðir, að 1 maður gæti losað togarafarm á 10 tímum eða svo. Það er talið að hægt sé að geyma fiskinn óslægðan í geym- inum í allt að 13 daga án þess að hann verði fyrir skemmdum, enda er hægt að hafa kuldann í vatninu fyrir neðan frostmark. Tilgangur okkar með uppsetn- ingu þessa geymis er að koma í veg fyrir að fiskurinn geti skemmzt eftir að við kaupum hann. Og ennfremur er það vitað að fiskur sem liggur lengi í ís, rýrnar þannig að það nemur prósentum. Með þessari geymsluaðferð á það ekki að geta komið fyrir og 1% rýrnun hjá þessu fyrirtæki þýðir 50 millj. kr. á ári,“ sagði Tryggvi. Sex Norðmenn hafa unnið að uppsetningu tækjanna á Húsa- vík. r — Ahyggjur Framhald af bls. 5. þurfti lögreglan tvívegis að fara á björgunarbát og sækja ölvaða menn, sem höfðu lagt til sunds yfir Fossvog eftir bað í læknum og voru báðir aðframkomnir er þeir náðust. Þá kemur fram, að mjög mikið ónæði er á Hótel Lottleiöum af völdum fólks sem kemur úr læknum um nætur og ítrekaðar kvartanir hafa borizt frá hótelinu í því sambandi. Reyndar er Morgunblaöinu kunnugt um að næturverðir hótelsins hafi t.d. í eitt skipti þurft að bægja frá hótelinu að nóttu til kviknöktum manni sem baröi þar upp á með sígarettu í munnvikinu og bað um eld. Þá mun einnig vera farið að bera á því að erlendir ferðamenn í leit að næturævintýr- um leggi leið sína í lækinn og þyki mikið til um. Hins vegar segir í niðurlagi umsagnar lögreglustjóra um þenn- an baðstað að eins og málum sé nú háttað sé tilvist hans hættuleg um nætur vegna þess að fólk, er þangaö sæki, sé flest ölvað og engin föst gæzla sé á staönum. Lögreglustjóri segir því, aö ef aö hægt væri að stööva aörennsliö um nætur eöa beina því í lokað ræsi mundi mikilli hættu vera afstýrt. Ella sé nauðsynlegt að hafa öfluga gæzlu við lækinn, koma þar upp hreinlætisaðstöðu með bún- ingsklefum og annarri þjónustu ef ákjósanlegt þykir aö hafa þar baöstaö.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.