Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLl 1978 3 ólafur: Allt veltur á nýrri rfkisstjórn Sigurgeir: Afstaðan til sjávarútvegs verður að breytast. Armann: sama Mér er alveg Guðrfður Guðmundsdóttir og Sofffa Ólafsdóttir vonuðu að lokunin stæði ekki lengi. V er ður fry stihúsunum suður með sió lokað? UM ÞESSAR mundir er mikið rætt um yfirvof- andi lokun hraðfrystihús- anna á Suðurnesjum, en nokkrum hefur þegar verið lokað. Morgun- blaðsmenn fóru I þrjú frystihús í gær og heyrðu hljóðið í starfsfólki Sandgerði: „Þetta verður aldrei löng lokun“ Sigurgeir Halldórsson starfar hjá Miðnesi hf f Sandgerði nú f sumar, en ætlar í Fiskvinnslu- skólann f haust. Hann sagði að annað er hér að fá. Ég veit ekki hvað verður um fólkið héðan." „Ætli gömlu góðu aðferðirn- ar leysi ekki vandann," sagði Ármann Baldursson, „og það verði gengisfelling. Lokunin verður aldrei löng og það verð- ur opnað aftur. Lokun yfir sum- artfmann skiptir ekki svo miklu máli. Mér er alveg sama þó þeir loki.“ Ármann sagðist vera fjöl- skyldumaður og hafa unnið hjá Miðnesi hf f fjögur ár. Gerðar: „Allt óráðið enn“ Nú þegar hefur einu frysti- húsanna f Gerðum, Kothús hf verið lokað. Sofffa Ólafsdóttir gera. Liklega veit enginn hvað það verður, eða hvenær hún verður mynduð." Jens Sævar Guðbergsson, frystihúseigandi, var i kaffi þegar við hittum hann. „Hér eru allir klefar fullir af fiski. Ég reikna með að við vinnum eitthvað fram í næstu viku. Ekki hendum við fiskinum. Þá er nú skárra að halda áfram að vinna það sem við höfum en að láta það eyðileggjast.“ Starfsfólkið sagði að í Gerð- um byggju um 800 manns og þar af ynnu um 250 manns við sjávarútveg. í plássinu eru 5 frystihús. Keflavfk: „Krakkar komast ekki á atvinnuleysisstyrk“ 1 Hraðfrystihúsi Ólafs Lárus- sonar í Keflavfk vinnur Sveins- ína Tómasdóttir. „Ef hér verður lokað tekur atvinnuleys- ið við. Það er ekki hægt að neita því, að það verður erfitt. Ég vona bara að þetta vari ekki lengi.“ Sonur eigandans Ólafur Ólafsson, er þarna verkstjóri. Hann sagði að það væri ekki hægt að reka frystihúsin með þvf fyrirkomulagi sem rtú er á hlutunum. „Hér er endalaust beðið.eftir lánum, sem þeir draga við okk- ur von úr viti. Það er rétt hægt að borga fólkinu út, en ekkert er hægt að endurnýja. Allt er að komast í niðurníðslu fyrir vanefni. Ég býst við, að við lokum í næstu viku og verðum i frfi fram yfir verzlunarmanna- helgi. Við vinnum það sem við höfum. En þetta eru að verða stöðug vandræði. Það er aug- ljóst að vandræðin hérna eru orðin mikil, því aldrei fyrr hefur náðst samstaða allra frystihúsanna á Suðurnesjum um lokun. Jóhanna og Linda Björk komast ekki á atvinnuleysis-* styrk Sveinsfna: Atvinnuleysi getur orðið erfitt ólafur: Fyrsta sinn sem samstaða næst á Suður nesjum um lokun ástandið núna legðist illa f alla sem starfa í fiski. „Annars eru Ifnurnar óljósar enn þá. Hér eigum við fisk til vinnslu að minnsta kosti fram á þriðjudag. Ekki loka þeir meðan húsin eru full af hráefni. Það verður að vinna þetta fyrst." „En ég er á þeirri skoðun, að vandi frystihúsanna verði ekki leystur fyrr en afstaðan hér á landi til sjávarútvegs breytist. Hér er litið á fiskvinnu með fyrirlitningu. Það vill enginn óhreinka sig. Það sem fiskvinn- una vantar í dag er frískt og duglegt fólk, sem er tilbúið að vinna." , Uppi á annarri hæð stóð Jenný Gestsdóttir og flakaði fisk af kappi. „Okkur hefur ekkert verið sagt ákveðið um þetta enn þá. Ef þeir ákveða að loka getur það orðið erfitt fyrir marga. Hér starfa margir sem enga fyrirvinnu hafa og ekkert sagði að fólkið sem starfaði þar hefði dreifst viða og aðeins einn þaðan komið til starfa hjá Isstöðinni hf. „Engum hefur verið sagt upp hérna enn sem komið er. Þó veit ég ekki hvað verður unnið hér lengi. Það veit enginn. Þetta kemur inn f sumarfrfin, svo fólk finnur kannski ekki eins mikið fyrir þessu. En við vonum að það verði ekki langur tími sem lokað verður. Þetta er ekki gott fyrir þá sem lifa ein- göngu af fiskvinnunni. Allt er svo óráðið enn, að það veit eiginlega enginn neitt." „Ætli ég taki ekki bara sumarfrfið mitt, ef það verður þá nokkuð stoppað,“ sagði Ólafur Torfason, sem hefur unnið hjá ísstöðinni f 5 ár. „Eg held að það verði aldrei neitt langt stopp. Hér stendur á pen- ingum. Allt veltur á því hvað nýja rfkisstjórnin ákveður að -»* f Jenný flakaði af miklum móð. Ljósm. Kristinn Jens Sævar Guðbergsson, eigandi tsstöðvarinnar hf. f Gerðum Það gerist ekkert í þessum málum fyrr en ný ríkisstjórn verður mynduð. Matthfas Bjarnason tók við sér, þegar þeir á Vestfjörðum voru komn- ir i vanda. Ráðstafanirnar sem hann gerði hjálpa okkur hérna fyrir sunnan ekki neitt. Við er- um með allt annað hráefni en þeir fyrir vestan, norðan og austan. Hérna hjá okkur eru 10 manns með atvinnuleysistrygg- ingu. Hitt eru allt krakkar sem ekki komast f neitt annað. Ekk- ert nema gatan biður þeirra." Að lokum tókum við tvær ungar stúlkur tali. Jóhanna Baldvinsdóttir sagðist bara vera þarna i sumar og ef þeir lokuðu færi hún heim og pass- aði börnin sín tvö. Linda Björk Halldórsdóttir sagðist hins veg- ar búast við að fara á Súganda- fjörð þar sem frystihúsin verða lfklega opin áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.