Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLI 1978 Davíð Oddsson borgarfulltrúi: Forystumenn okkar verði meiri stjórnmálamenn og minni emb- ættismenn en þeir hafa verið Ég vil ( upphafi færa stjórn Heimdallar sérstakar þakkir fyr- ir frumkveði hennar að þvf að kalla okkur sjálfsteðismenn sam- an til skrafs og ráðagerða. Oft var þörf en nú er nauðsyn. — Sfðustu vikurnar hefur mikil umreða far- ið fram f flokknum, beði f stjórn- um og nefndum, en ekki sfður f fámennum umboðslausum klfk- um og kjaftasamkundum. Þótt öll þessi pukurumreða eigi vissu- lega rétt á sér, þá er varla um- deilanlegt, að nú þarfnast flokk- urinn einkum opinskárra um- reðna um innri mál og stjórn- málaþróunina f landinu, sem svo sannarlega hefur sveigzt inn á aðrar brautir en við sjálfsteðis- menn eigum að venjast, brautir, sem f okkar huga hljóta að vera villigötur og vegleysur. Niðurstaðan verður ekki mikluð né henni of lýst Það hefur flogið fyrir, að ein- stökum forystumönnum okkar þyki sumir flokksmanna sinna ýkja og yfirdrífa ófarir flokksins og gera úlfalda úr mýflugu. Þeir sömu fáist ekki til að ræða kosningaúrslitin af hægð og hlut- lægni. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að sú niðurstaða, sem blasir við eftir tvennar kosningar, verði ekki mikluð eða oflýst, skrattann þurfi ekki að mála á vegginn. Urslitin eru svo stórbrot- in af sjálfum sér, að það er ekki einu sinni á valdi þeirra kaffi- húsaspekinga, sem nú eru hvað mest fyrirlitnir, að þyrla upp moldviðri f kringum þau. Með þessum orðum hafna ég sem sagt ólánlegum tilburðum til að sýna með talnaleik, að fyrir- liggjandi fylgishrun sé lítið merkilegra eða meira en það sem áður hefur gerzt f þeim efnum. Og til að hafa allt á hreinu, er einnig rétt að gefa lítið fyrir frið- þægingartuldur um að við séum, þrátt fyrir allt, langstærsti flokk- ur þjóðarinnar. Einkum vegna þess, að slfkt tal er harla lítið innlegg eins og málum er komið, og sem kannski er verra, þá er fullyrðingin nú orðin á æði veik- um grunni reist. En hitt er annað, að þótt hver góður sjálfstæðismaður ali ugg og óróleika yfir úrslitunum er skylt að gæta þess að fylgja ekki eigin ósigri eftir, leggjast ekki á sveif með þeim sem óska okkur alls ills, með þvf að efna til sundurþykkju og bræðravfga, sem ekki sér fyrir endann á. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum f að lýsa þeirri stöðu, sem Sjálfstæðisflokkurinn er f og þar með umræðugrundvelli þessa fundar. Reykjavíkurborg er fall- in, — vígið, sem gjarnan var sagt um á fulltrúaráðsfundum, að væri tákn um styrk flokksins og ein af forsendum tiltrúar á honum um land allt. Fylgi flokksins meðal þjóðarinnar hefur aldrei f sögu hans staðið tæpar en nú, aðeins 4 árum eftir að hann vann sfna glæstustu sigra. Sigra, sem urðtr til þess, að foringjar okkar luku einatt ræðum sfnum við stórtæki- færi með því að minna á, að hreinn meirihluti á Alþingi væri næsta takmark, sem flokkurinn setti sér. Þeim, sem hugga harma sfna með þvf, að Sjálfstæðisflokk- urinn sé þrátt fyrir allt enn lang- stærsti flokkur þjóðarinnar, má benda á, að fyrir kosningarnar hafi Sjálfstæðisflokkurinn einn nfu þingmönnum fleira en þeir tveir flokkar, sem kenna sig við sósfalisma höfðu samanlagt. Nú hafa þessir tveir flokkar 8 þing- sætum fleira én Sjálfstæðisflokk- urinn. Svo snögg og hrikaleg hafa umskiptin orðið, að sósfalista- flokkarnir hafa styrkt stöðu sfna gagnvart Sjálfstæðisflokknum um 17 þingsæti f einum kosning- um. Við misstum frumkvæðið f kosningabar- áttunni f Reykjavfk Sjálfsagt má segja, að skaðlftið sé, þótt reynt sé að milda þær staðreyndir, sem storka sjálf- strausti okkar um þessar mundir og slegið sé nokkuð á þau við- brögð, sem hömlulausust eru. En allt slfk.t yfirklór fær annan og óheillavænlegri svip, ef það ber með sér, að engan lærdóm eigi að draga af þessum úrslitum og treysta eigi á að væntanleg afglöp andstæðinga okkar sjái um að snúa ósigri okkar upp f sigur. Þannig sé engum ætlað að bæta ráð sitt nema þeim fjölmörgu háttvirtu kjósendum sem létu óráðssfuflokkana glepja sig til fylgilags. Kannski er hægt að fallast á, að ekki sé nýlunda, að meðbyr og mótbyr hljóti ætfð að skiptast á f lffi öflugs stjornmálaflokks, sem hafi kjark til að axla ábyrgð á erfiðum tfmum, — og Sjálfstæðis- flokkurinn sé eftir sem áður fvið stærri en nokkur hinna flokk- anna. Þess vegna sé ekki ástæða til að gera veður, hvað þá stór- viðri vegna kosningaúrslitanna. En það sem ríður baggamuninn eru þær aðstæður, sem fyrir hendi eru nú, þegar fylgisflóttinn frá flokknum á sér stað. Eg fullyrti f blaðagrein strax eftir borgarstjórnarkosningarnar, að meirihlutinn f Reykjavfk hefði tapast vegna óvinsælda flokksins í rfkisstjórn. Ég tel, að seinni kosningarnar hafi tekið af allan vafa f þessum efnum og það hefði ekki aðeins verið mikill kosninga- sigur að halda borginni við þessar aðstæður, heldur kosningakrafta- verk. En þrátt fyrir þessa sannfær- ingu mfna er ég tilbúinn að viður- kenna, að kosningabarátta okkar sem skipum borgarstjómarflokk- inn hefði mátt vera snarpari og öðruvísi útfærð en gert var. Kosningabaráttan var háð með neikvæðum formerkjum, — við hrópuðum hástöfum f sffellu að við værum að tapa. Bæði hefur verið viðtekin venja að reka borg- arstjórnarkosningar með þessum hætti og eins vorum við sumpart knúnir til þess af andstæðingum okkar, sem héldu því að kjósend- um, að við værum öryggir með meirihlutann og því væri þeim óhætt að kjósa aðra að þessu sinni til að veita okkur meira aðhald. Þessi baráttuaðferð kom okkur f vörn og við misstum frumkvæðið í kosningabaráttunni. Eg held að mörgu ungu fólki hafi ekki fund- ist það eiga samleið með mönnum sem væru næstum búnir að tapa borginni í 50 ár eða lengur. En það var ekki einasta kosningabaráttan, sem aflaga fór með þessum hætti. Ég býst við, að vegna langs valdaskeiðs höfum við verið orðnir alltof uppteknir við að reka borgina og gleymt að viðhalda ferskri, lifandi borgar- málapólitfk, sem væri f nægilega miklu samræmi við sjálfstæðis- stefnuna. Við vorum orðnir fastir f viðjum vanans og hikuðum við að taka stefnuna til endurskoðun- ar. Þannig er óhætt að fullyrða að t.d. rekstur Bæjarútgerðarinnar, pólitfsk stefna f dagvistunarmál- um og fleira hafi ekki komið til raunpólitfsks mats f háa herrans tfð og öll orkan farið f að uppfylla eftir mætti kröfur þrýstihópanna. Stór hluti af baráttunni fyrir endurheimt borgarinnar hlýtur að felast f þvf að höggva á viðjar fortfðarinnar og fylla borgarmála- stefnuna nýjum krafti, er taki mið af sjálfstæðisstefnunni. Og er þá nauðsynlegt að borgarstjórnar- flokkurinn og forysta hans sjái ekki uppbygginguna f gegnum þröngar glufur tregðulögmálsins, sem einatt hefur staðið honum fyrir þrifum. Fólkið var reiðubúið en ffókkurinn dugði ekki En eins og ég sagði, þá tel ég stöðu flokksins i landsmálum hafa sett fótinn fyrir borgar- stjórnarmeirihlutann og er því rétt að vfkja að henni nokkuð nánar. Þegar menn hafa leitað skýr- inga á óförum flokksins f alþingis- kosningunum og hvers vegna ríkisstjórnin var orðin eins illa þokkuð, sem raun bar vitni, stað- næmast þeir gjarnan við fram- kvæmd efnahagsráðstafananna í febrúar og aftur í maí. Tæpast er lengur um það deilt, að ríkis- stjórnin hélt afar kiaufalega á þvf máli og komst f hrikalega vörn og fékk pólitískum verkalýðsloddur- um beitt vopn í hendur en stóð sjálf berskjölduð. En þótt allur sá málatilbúnaður hafi vissulega verið með eindæmum óhöndug- legur og ótraustvekjandi, þá held ég að ófaranna sé að leita miklu lengra aftur f tímann, nánar til- tekið til fyrstu vikna á valda- skeiði fráfarandi ríkisstjórnar. Stundum er sagt, að almenning- ur kjósi helzt að hlýða ekki á annað en fagurgala og sé ginn- keyptur fyrir þeim lýðskrumur- um, sem bjóða stórkostlegan ávinning öllum að kostnaðar- lausu. Þess vegna eigi stjórnend- ur sem á erfiðum tfmum boða böl, tár og svita, undir högg að sækja og fái óblfðar viðtökur og ósann- gjarnar hjá þjóðinni. Fullyrðing- ar sem þessi eiga iðulega rétt á sér. En til eru undantekningar. Stundum er öllum almenningi orðið ljóst, að boginn hafi verið spenntur um of, f óefni sé komið, og ekki verði komizt hjá stundar- fórnum til að forðast það sem verra er, efnahagslegt hrun með tilheyrandi atvinnuleysi og þeim hörmungum sem því fylgja. Ein slfk undantekning var fyrir hendi sumarið 1974. Það var hún sem færði Sjálfstæðisflokknum glæst- an sigur, það var hún sem skapaði forsendur þess, að gripið yrði til ráðstaf ana, sem dygðu. Fólkið var þá reiðubúið, en flokkurinn dugði ekki. Fólkið vissi, að vinstri stjórnin hafði komið verðbólg- unni upp f tugi prósenta á ör- skömmum tíma. Það var þá ekki orðið eins vant óðaverðbólgu eins og það er nú. Það vildi að skorið yrði að rótum meinsins, þótt það kostaði stundarsársauka. En þá brást Sjálfstæðisflokkurinn. Hann lét undir höfuð leggjast að koma málefnalega vel undirbúinn til stjórnarmyndunarviðræðna og af þeim málefnalegu vanefnum hefur flokkurinn sopið seyðið sfð- an. Mig langar f þessu sambandi að vitna til viðtals, sem nokkrir ungir menn áttu við einn af nú- verandi miðstjórnarmönnum Sjálfstæðisflokksins, Jónas Haralz bankastjóra. Viðtalið er tekið í ársbyrjun 1973 og það er hryggilegur vottur um tregðulög- málið, sem hefur heltekið okkar Davíð Oddsson borgarfulltrúi flytur framsöguræðu sfna á fundi Heimdallar i fyrrakvöld. Að loknum framsöguræðum föru fram hringborðsumræður sem f tóku þátt Birgir Isleifur Gunnarsson borgarfulitrúi, Ragnhildur Helgadóttir alþingis- maður, Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra, Albert Guðmundsson alþingismaður og Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra, og á eftir svöruðu þau fyrirspurnum fundarmanna. Umræðustjóri var Baldur Guðlaugsson framkvæmdastjóri. For- maður Heimdallar, Kjartan Gunnarsson, situr lengst til hægri. Ljósm. Mbi.: Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.