Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. JULl 1978 31 / heimsókn ísumar- dvalarheimilinu fyrir fatlaða í Reykjadal fyrir fjórum árum, hittum við fyrir fallega og ákaflega hýra litla stúlku, og smellt- um af henni mynd ífanginu á henni Andreu Þórðardótt- ur, sem veitir heimilinu forstöðu. Öðru vísi hefði myndatakan varla verið framkvæmanleg, þvílitla stúlkan, sem þá var fjög- urra ára, er fjölfötluð, — lömuð ogflogaveik. Þá var talið að hún væri með hrörnunarsjúkdóm. En það hefur rætzt úr fyrir litlu stúlkunni. Með þvíað taka framförum ístað þess að hrörna, sannar hún sjálf að sú sjúkdómsgreining hafi ekki við rök að styðjast. En framfarirnar eru hægar og sígandi, og unnar af mikilli þrautseigju og ástúð fjöl- ' skyldu litlu telpunnar — og yelviljaðri aðstoð allra í kring um hana, opinberra aðila sem annarra. Sú saga er þess virði að segja hana. Þvínáðum við snöggvast tali af móður telpunnar, Svanhvíti Pálsdóttur, þegar hún var á ferðinni um Reykjavík til að koma henni íReykjadal og báðum hana að segja okkur hvernig gengi. En fjölskyldan býr í Stykkishólmi. Guðrún ósk er falleg og glaðleg, þó fötlunin geri henni erfitt að tjá sig. Fyrst ræddum við um fötlun Guðrúnar Óskar, sem stafar af heilasköddun. — Strax á fyrsta sólarhring tók að bera á krampa. Og síðar áttuðum okkur á því eftir því sem mánuðirnir liðu, að hún gat ekki gert það sama og önnur börn, þó hún stækkaði eðlilega, útskýrði móðir hennar. Fyrst og fremst stóð á hreyfiþroskanum og svo kom ekki málið. Fötlunin var það mikil, að hún gat ekki stjórnað tungunni fremur en öðrum vöðvum. Hver voru viðbrögðin? — Hálfs sólarhrings gamla var farið með hana suður til rann- sóknar. Svo komumst við í samband við Félag lamaðra og fatlaðra og ég fór í hverjum mánuði með hana suður í æfingar. Þær lærði ég, svo ég gæti gert þær sjálf með henni. En það dugði skammt. — Við þekktum engan með svipuð vandamál. Heima í Stykkishólmi var ekkert barn í sömu sporum og enginn til að ræða málið við, heldur Svanhvít áfram. Þetta breyttist mikið, þegar stofnað var Foreldrafélag fjölfatlaðra, sem nú heitir Samband barna með sérþarfir. Og á Helga Finnsdóttir miklar þakkir skildar fyrir braut- ryðjandastarf og dugnað við það. Þá kynntist maður mörg- um, sem áttu við svipaðan vanda að stríða. Þá fékk Guðrún Ósk að vera í tvo vetur í þjálfun í Kjarvals- húsi. Hún var á fósturheimili í Reykjavík en í skólanum frá morgni og fram eftir degi. Fólk tekur slík börn í fóstur á vegum menntamálaráðuneytisins. — Við lentum í bæði skiptin á ákaflega góðu fólki. Fjölskyld- urnar urðu tvær, vegna þess að fyrri fjölskyldan flutti.í burtu, segir Svanhvít. En Guðrún var heima í jólafríi og páskafríi og um sumarið. Ekki var hægt að hugsa sér betra í þessari stöðu. En fyrir barnið sjálft er það aldrei eins og að geta verið heima hjá sér, en fá samt þessa nauðsynlegu þjálfun. Þar kemur til persónusambandið við for- eldra og systkini, sem í þessu tilfelli eru sex. Guðrún Ósk er 8 árum yngri en næsta barn. Og Mikilvægast að fá að vera heima, en samt hljóta þjálfun og kennslu, segir Svanhvít Pálsdóttir. tvær kennslustundir á dag í barnaskólanum og það hefur tekizt einstakiega vel. En Guð- rún getur verið í skólanum í hjólastól. Er hún í einkakennslu hjá Ingveldi aðra kennslustund- ina, en hina hafði hún hana með nokkrum börnum eða jafnvel í almennri kennslustund. Skóla- krakkarnir fylgdust náið með henni og höfðu mikinn áhuga á þvíað henni gengi vel. Enginn var nokkru sinni ónotalegur við hana. Skólastjórinn, Lúðvík Halldórsson, segir að það hafi mjög góð áhrif á krakkana að hafa hana. Hún geti að því leyti orðið til góðs. — Eftir hádegi fær Guðrún Ósk að vera í leikskólanum í Stykkishólmi, og þar er sama sagan, ekkert nema góðvild og áhugi á að henni vegni vel. Þar var ráðin sérstök stúlka til að vera með hana, Guðrún Gunnar- sdóttir, sem verið hefur á meta stöðuna, og fór yfir æfingarnar með þessu fólki. Ætli önnur börn með svipaðar þarfir fái slíka þjónustu? — Ég veit ekki til að svo sé, segir Svanhvít. Víðast fá börn úti á landsbyggðinni enga eða mjög takmarkaða þjónustu heima. Ég skil ákaflega vel þá, sem enga aðstoð hafa og mæta jafnvel andstöðu á sínum heimastað. Þetta er mikið erfiði og óskap- legt álag, bæði líkamlegt og andlegt, þrátt fyrir alla þessa hjálp. 1 mínu tilfelli hefi ég fengið þá hjálp sem möguleg er. — Það sem meira er, bætir hún við, er að fólkið heima í Stykkishólmi hefur áhuga og fylgist með Guðrúnu, lætur okkur ekki bara afskiptalaus. Hlutleysi getur líka verið sárt. Ef enginn spyr og allir láta sem barnið sé ekki til. En hjá okkur fylgist fólk með henni, fullorðn- ir og unglingar. Og krakkarnir Og þakka það því, að hún fékk að vera heima í vetur með systkinum sínum, jafnframt því sem hún fékk þjálfuh innan um önnur börn og skipulega, og reglulega kennslu. Því andleg og líkamleg þjálfun verður að haldast í hendur. Það gefur lang beztan árangur. — Meðan börnin eru í fram- för, getur svo margt komið á óvart, segir Svanhvít eins og við sjálfa sig. Enginn veit hvað í þeim býr. Maður er svo lengi að átta sig á því, hve mikið þau skilja, þegar þau geta ekki tjáð sig. Guðrún hlær, þegar sagðar eru grínsögur, horfir á sjónvarp og á sín uppáhaldslög. Það fer ekkert fram hjá henni. Hún virðist skilja það sem talað er, og gerir það sem hún getur, ef henni er sagt eitthvað. Það er miklu oftar hægt að kenna þessum börnum en fólk áttar sig á. Núna hefur t.d. verið byrjað að kenna dreng einum táknmál og til stendur að sérkennarinn byrji að kenna Guðrúnu Ósk það. Því reynslan sýnir að oft er betra að þau noti táknmálið til að tjá sig, ef þau geta lært það. Þá slaka þau á og það örvar aftur málið. Talið berst að sumardvölinni í Reykjadal og Svanhvít lofar hana ekki síður. Hún segir að þegar Guðrún Ósk fór fyrir fjórum árum í fyrsta skipti í Reykjadal, hafi hún alltaf verið kvefuð og með pestir. En varla hefur borið á þvi síðan. Andrea Þórðardóttir kenndi henni að fara með hana eins og önnur hraust börn, en að vernda hana ekki of mikið. Og Svanhvít leggur áherzlu á það hve sumar- dvölin sé góð, bæði fyrir börnin og foreldrana. — Maður er aígerlega bundinn með slíkt barn heima. Engan er hægt að biðja að líta eftir því, ef Allirheima íStykkishólmi fulgjastmeð Guðrúnu Ósk það er ómetanlegt að hafa systkinin, eins og ástatt er. Sl. haust var svo komið að því að Guðrún Ósk gat ekki lengur verið á Kjarvalsstöðum, sem í rauninni er greiningarstöð. Og talið var, að hún mundi taka meiri framförum með því að vera með fjölskyldu sinni, að því er Svanhvít segir: — Þá var haft samband við Snorra Þorsteins- son, fræðslustjóra Vesturiands, sem er sérstaklega jákvæður í þessum málum og vill gangast fyrir því að þessi börn fá líka sitt, eins og önnur börn. Hann hafði samband við skólayfir- völd. Allir tóku mjög vel í þetta og vildu koma því svodfyrir að Guðrún Ósk fengi þjálfun og skólagöngu heima í Stykkis- hólmi. Við vorum svo heppin, að í Stykkishólmi er mjög góður sérkennari, Ingveldur Sigurðar- dóttir. Hún var látin taka hana barnaheimilinu, er mjög dugleg við börn og á mörg börn sjálf. Hún þjálfar hana líkamlega og er með hana. Leikskólinn er í sjúkrahúsinu og Fransiscusar- systur hafa reynzt alveg ein- stakar, viljað allt fyrir hana gera. — Guðrúnu Ósk hefur farið mikið fram í vetur. Hún bætti við sig orðum, er komin upp í 20 orð. Þetta hefði ekki tekizt, ef því væri ekki fylgt eftir af starfsfólki Kjarvalshúss. Sál- fræðingurinn, forstöðukonan og sjúkraþjálfarinn komu vestur og ræddu við sérkennara, skóla- stjóra, systurnar og konuna, sem er með hana. Hún fór líka suður, til að læra meðferðina á henni. Og ég fór sjálf með Guðrúnu þangað í sama skyni. Seinni hluta vetrar kom svo sjúkraþjálfarinn aftur til að í skólanum vilja allir hjálpa til, hafa hana með sér í hjólastóln- um og láta hana vega o.s.frv. Þau spyrja mikið. Skrýtið að þeim virðist mest kappsmál að hún geti gengið. Spyrja ekki hvort hún muni geta talað. Hverjar eru þá horfurnar? Svanhvít hikar áður en hún svarar, að horfur verði miklu betri, ef hún þurfi ekki á svo miklum krampalyfjum að halda. Lyfjagjöfin hefur verið minnk- uð, og samt hefur dregið mjög úr krampaköstunum. — Guðrún er farin að geta gengið svolítið, ef maður styður hana, en hún hefur ekkert jafnvægi, segir hún. Henni hefur farið óskap- lega mikið fram þegar á heild- ina er litið, þó maður sjái engin stór stökk nema litið sé aftur í tímann. Mér finnst henni hafa farið bæði andlega og líkamlega fram á mörgum sviðum í vetur. systkinin eru ekki heima, því fólk er hrætt við að það kunni að fá krampa eða eitthvað komi fyrir. Og það er erfitt að þurfa að ferðast með þessi börn og bera þau með sér. Átta ára barn er orðið býsna þungt. — En það hlýtur að vera framtíðin, að börn, sem svona er háttað um, geti verið heima og fái þar þjálfun og kennslu. Þau fái að vera innan um önnur börn á dagheimilum og í skólum. Það gefur þessum börnum svo mikið að komast út og í samband við aðra. Þeim er það alveg eins mikilvægt og öðrum að fá að fara út, í búðir og á skemmtanir. Með þeim töluðum orðum, slítum við talinu. Svanhvít og Ragnar eru á leið heim í Stykkishólm, og Guðrún Ósk í góðum höndum Andreu og sam- starfsfólks hennar í Reykjadal. - E.Pá. —Urslitin ráðast á morgun Framhald aí bls. 32 lagsins og hinna flokkanna I efna- hagsmálunum svaraði Benedikt: „Það má segja að bilið hafi fyrst komið verulega í ljós I dag“. Og um lfkurnar á þvl að viðræðurnar leiddu til stjórnarmyndunar sagði Benedikt að hann teldi málin al- veg á mörkum þess á hvorn veginn viðræðurnar færu. „En mér hefur nú alltaf verið legið á hálsi fyrir bjartsýnina", bætti hann svo við. Lúðvlk Jósepsson formaður Al- þýðubandalagsins sagði að I svör- um hinna fiokkanna hefði komið fram að þeir hefðu sitthvað við efnahagstillögur Alþýðubanda- lagsins að athuga I meginatriðum. „Þeir sögðust ekki geta fallizt á ýms höfuðatriði I tillögunum", sagði Lúðvík. Sagði Lúðvlk aðal- ágreininginn vera um það hvort ætti að fara gengislækkunarleið eða millifærsluleið. „Varðandi nið- urfærsluna kom þó ekki fram al- gjör andstaða", sagði Lúðvík. Hann sagði að þeir Alþýðubanda- lagsmenn hefðu beðið um útreikn- inga varðandi gengislækkunarleið, en viðræðunefndirnar munu hitt- ast aftur I dag. Miðstjórn Alþýðu- bandalagsins kemur saman til fundar slðdegis i dag. „Við höfum legið I þessum tillög- um og það er langt frá því að við fáum dæmi Alþýðubandalagsins til að ganga upp“, sagði Steingrlm- ur Hermannsson. „Við erum út af fyrir sig hlynntir niðurfærslunni en við sjáum ekki annað en að heildin stefni beint I fyrra upp- bótakerfi og við sem munum það á sjötta áratugnum munum lika hvað við vorum fegnir að losna úr þvl. Það alvarlegasta I þessu er það, að tillögur Alþýðubandalagsins eru byggðar á þeim grundvelli sem var I vetur, en vandinn hefur að sjálfsögðu stóraukizt sfðan og þá einnig kostnaðurinn við hvert nið- urfærslustig. Ég tel að nú verði það að koma I ljós sem allra fyst, hvort menn eiga að standa öllu lengur I þess- um viðræðum eða ekki“, sagði Steingrlmur. Þingflokkur og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins koma saman til fundar klukkan tlu I dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.