Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLl 1978
MEÍi
MOBöíJk-
KAFf/NU
v c 0 «2
te!
Þetta er bara hún mamma.
*&■
724-
bað er óþarfi að kynna næsta ræðumann. Ég gef fyrrverandi
aðalgjaldkera orðið.
Stórkostlegt. Jónas. ótrúlega
vel varðveitt.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Heldur þú, að aðeins byrjendur
í bridge eigi í erfiðleikum með að
telja upp í þrettán? Sem svar við
þessari spurningu skulum við líta
á spil, sem kom fyrir á Evrópu-
meistaramóti fyrir nokkuð mörg-
um árum.
Allir utan hættu, vestur gaf.
Norður
S. D543
H. KD6
T. G104
L. 874
Leikhús
ásumrin?
Vestur
S. 109
H. ÁG743
T. ÁD8
L. DG5
Austur
S 8
H. 10985
T. 9652
L. ÁK1093
Suður
S. ÁKG762
H. 2
T. K763
L. 62
Suður varð sagnhafi í fjórum
spöðum eftir að vestur hafði opnað
á einu hjarta og austur sagt tvö
lauf. Síðan doblaði vestur loka-
sögnina og spilaði út laufdrottn-
ingu, síðan laufgosa en þriðja
laufið trompaði suður. Hann tók
síðan tvo slagi á tromp og spilaði
hjartatvisti, sem vestur tók með
ás. Og hann hélt, að vissara væri
að taka strax á t.ígulásinn þannig
að sagnhafi slapp með einn niður.
Er nokkuð athugavert við þetta?
Vestur hafði reyndar bæði doblað
og síðan fengið fjóra slagi. I
rauninni hefði vestur átt að
skammast sín. Hann hafði ekki
talið upp í þrettán. Sagnhafi var
sannaður með sex spaða í upphafi
(austur átti aðeins einn) og tvíspil
í laufi. Þá voru eftir fimm spil í
rauðu litunum. Ekki var óeðlilegt,
að vestur væri hræddur um að
suður ætti einspil í hjarta en það
þýddi, að hann átti fjóra tígla.
Þannig var útilokað, að of mörg
tígulspil færu í hjartahjónin og
engin ástæða til að taka á
tígulásinn. Betra var að að bíða,
spila hjarta og tígulslagirnir hefðu
orðið tveir, bæði ás og drottning.
Þessi villa reyndist dýr því á
hinu borðinu fékk vestur að spila
fjögur hjörtu, sem unnust auðveld-
lega þrátt fyrir óhagstæða legu
tromplitarins.
Leikhúsunnandi skrifar nokkr-
ar línur þar sem hann ræðir þá
skoðun sfna að leikhús ættu að
starfa allt árið:
„Sem kunnugt er hefur það
lengi verið til siðs að leikhúsin i
Reykjavík lokuðu yfir sumarmán-
uðina. Er því lítið að gerast í
leikhúslffi í höfuðborginni frá því
um og eftir miðjan júnf og allt til
septembermánaðar. Taka skal þó
fram að ferðaleikhús og stundum
ýmsir smáhópar bjóða upp á eitt
og annað yfir sumarið.
En mig Iangar aðeins til að
ræða hvers vegna leikhúsin þurfa
að loka yfir sumarið. Vera má að
einhvern tíma hafi það verið
fundið út að aðsókn væri f
minnsta lagi yfir sumarið og því
afráðið að hafa engar sýningar
yfir sumarmánuðina. Ekki er það
óeðlileg skýring. Allir sem starfa
við leikhús þurfa sitt sumarfrf og
auðvitað er vart annað hægt en að
allir taki frí sitt f einu. Þetta
atriði er lfka skiljanlegt.
I vetur var mjög góð aðsókn að
leikhúsunum og reyndar hefur
svo verið undanfarna vetur ef ég
man rétt af fréttum að dæma. Má
þvf ekki vera að leikhús- og leik-
listaráhugi sé að vaxa og eflast
meðal okkar og getur því ekki
verið að sumarlokun sé nú óþörf
frá rekstrarlegu sjónarmiði? Auð-
vitað hlýtur það að kosta gott
meira að starfrækja leikhúsin yf-
ir sumarið, ráða þarf aukafólk og
eitt og annað að koma til sem
hleypir upp rekstrarkostnaði, en
er það ekki bara orðið nauðsyn-
legt? Mér þætti gaman að fá eitt-
hvert rabb um það atriði frá þeim
mönnum sem gerst þekkja til um
leikhúsmál, þvf þetta spjall frá
mér er ekki annað en lítt hugsað-
ar vangaveltur.
En nú vita lfka allir að leikhús-
fólk er ekki f frfrallt sumarið þótt
sýningar standi ekki yfir, sumir
æfa ný verk, aðrir eru á förum úti
um land og þar fram eftir götun-
um svo vera má að þvf fylgi ýmsir
og of stórir vankantar að taka upp
sýningar allt sumarið. Spyrja
mætti þó hvort hægt væri eða rétt
að efla starfsemi lítilla leikhópa
bæði f Reykjavík og úti um landið
og hefi ég þá e.t.v. lika í huga að
geta boðið erlendu ferðafólki upp
á eitthvað frá íslenzkri leiklist og
leikbókmenntum. Vona ég svo að
þessir stundurlausu þankar veki
einhverja til umhugsunár og
fleiri taki að velta þessu fyrir sér
— Hvers vegna í veröldinni hefurðu sett fínustu súpuskálina
okkar undir rúmið?
Kirsuber í nóvember
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði
24
ég ekki til að biðja einhverja
dýrlinga að vernda mig, heldur
til að hugsa um horfna ástvini
mína. Á þessum degi cr venja
að skreyta grafirnar með ljós-
um til heiðurs hinum látnu.
— Ég skal annast það fyrir
þig. ef þú vilt, sagði Christer.
— Sjálfsagt. Ég er búin að
taka Ijósin fram og þau eru á
eldhúsborðinu. En þú þarft
ekkert að flýta þér. bað er svo
ljúft að Ijósið logi sem allra
lengst eftir að myrkur er
komið.
Hann hlustaði á Requiem
Mozarts í útvarpinu og hann
las kafia í bók Wilkie Collings.
Mánasteinninn, í þýðingu C.J.
Hackmann og svo hringdi hann
til Cainillu en án árangurs.
Loks lagði hann af stað um
hálffjögurleytið út í kirkju-
garðinn.
Veðrið var kyrrt og bólgin
ský hvfldu yfir en það hafði
stytt upp í bili. begar hann
nálgaðist kirkjugarðinn hægði
hann ósjálfrátt á sér og varð
gripinn þeim hugblæ sem jafn-
an gagntók hann þegar hann
kom á kyrrlátum degi á slikan
stað. begar hafði vorið komið
fyrir Ijósum á mörgum graf-
anna og hjá öðrum voru menn
að dunda við að koma þeim
fyrir.
Pontus Wijk dómari fékk
ljósið á gröfina sína og síðan
reikaði lögregluíoringinn í
ha'gðum sinum á milli legstein-
anna.
Lisa Billkvist. hezta vina
móður hans. hafði dáið fyrir tíu
árum.
Josef og Jenny Jernfeldt.
kaupmannshjónin. höfðu dáið í
desember fyrir fimm árum. Á
gröfinni hafði verið komið
fyrir Ijósum og vasa með
afskornum hlómum.
Svo nam Christer staðar við
hvitan trékross. Á krossinum
stóð aðeins.
Matti Sandor
22/8 1928 - 6/11 1950.
í grasinu lágu tvær fagrar
rauðar rósir.
Christcr Wijk var svo niður
sokkinn í vangaveltur sínar að
hann tók ekki eftir konunni í
bláu peysunni fyrr en hún
sagði rétt að baki honum.
— Já. í gamla daga var það
nú öðruvísi. bá fengu þeir sem
sviptu sig lifi ekki að hvfla í
vígðri mold.
Hann sneri sér við og sagði
eilítið hikandi.
— Nanna Kasja? bú ert
Nanna Kasja, er það ekki.
bó að hann hefði aldrei
dvalið mjijg lengi í einu í
fæðingarba1 sfnum hefði hann
ekki átt að draga í efa hver hún
var. vegna þess hún hafði alltaf
haft töluverð samskipti við
Helenu og Lisu. Að minnsta
kosti hafði hún haft samneyti
við þa r meðan Lisa var lifandi.
En hún hafði vissulega breytzt
mjiig mikið.
Ilún var nú fimmtíu og fimm
ára og hún var langtum sverari
nú en þegar hún var þritug.
Andlitið hafði misst æskuhla-
inn en tennurnar voru enn
hvítar og regiulegar. Hárið var
falið undir uliarhúfu. cn það
sem sást af ljósu hárinu mátti
a'tla að va*ri litað.
— Hvernig geturðu verið
svona viss um að þetta sé réttur
dómur um Matta?
— bað sögðu þetta allir.
svaraði hún kæruleysislega. —
Og það skiptir náttúrulega
engu. því að niðurstaðan er sú
hin sama... hann hvflir hér i
garðinum. Og hérna eru þau
öll. Enda þótt hún móðir mín
sem var vejkust allra. kæmi
hingað sjðftit.
— bað eru ekki mörg ár
síðan hún lagði upp laupana.
Og ég gat ekkert gert hvorki til
né frá. Ég hafði meira að segja
sagt upp fbúðinni minni og
hafði flutt heim til að hjúkra
henni. Hún féll í dá og sjúkra-
billinn villtist... og svo gaf
hún skyndilega upp öndina. En