Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULl 1978 23 leikur. Hvítur hyggst halda svörtum frá e4 reitnum auk þess sem áhrifamáttur biskups- ins á b7 minnkar. Staðan fyrir fjórtánda leik hvíts hefur reynd- ar komið upp tvisvar áður í kappskák. Bogoljubov lék 14. Ba2 gegn Grunfeld í Belgrad 1952, en komst ekkert áfram eftir 14. . . Re7, 15 Bcl — Red5, 16 Dg3 — Dc7, 17. Rxd5 — Rxd5, 18. Dg4 — f 5! Petrosjan hafði annan hátt- inn á í skák sinni við Friðrik Ólafsson í kandídatamótinu 1959 Hann hélt örlítið betri stöðu eftir 14. Hfe1 — Re7, 15. Bf4 — Hc8, 16. Be5 — Rfd5, 17. Rb5 —- Ba6, 18 a4!) Re7, 15. Bf2 — Rfd5 (Eftir 15. . . . Red5, 16 Ba2 — Hc8, 17. Bb1 vofir 18. Bh4 yfir) 16. Ba2 — Rf4. 17. Dd2 — Rg6, 18. Bbl — Dd7, 19. h4! (Skákskýrendur í Baguio tókust allir á loft er þeir sáu þennan leik Korchnois. „Nú verður blóði útheilt" var haft eftir ein- um þeirra) Hfd8, 20. h5 — Rf8. 21. Bh4 — f6?! (Nú verða slæmar veikingar á e6 og g6. Öruggara var þvf 21... . He8, þó að hvítur hafi óumdeilanlega góða sóknar- möguleika eftir 22. Re4) 22. Re4 — Rd5, 23. g4 (Að þessi leikur skuli vera mögulegur sýnir bezt hversu góð tök hvítur hefur á stöðunni. Karpov hugsar sig hér um í hálftíma, en tókst samt ekki að finna sérlega við- unandi framhald. Eftir þetta átti Karpov 80. min. eftir, en Korchnoi 65) Hac8, 24. Bg3 — Ba6, 25. Hfe1 — Hc6, 26. Hc1 — Re7 27. Hxc6 — Dxc6? (Slæmur leikur sem eykur á erfiðleika svarts. Mun betra var 11... . Rxc6 og reyna að sækja að hvíta peðinu á d4. Hvítur getur að visu leikið 28. Rd6, eða 28. Bd6, en þó var þetta greinilega skárri kostur- inn). 28. Ba2! — Dd7, 29. Rd6 — Bb7, (Biskupinn var hvort eð var litils virði á a6) 30. Rxb7 — Dxb7, 31. De3 — Kh8, 32. Hc1 — Rd5, 33. De4 — Dd7, (Hér átti Korchnoi 1 5 minútur eftir, en Karpov 44. Engu að siður teflir Korchnoi framhaldið óaðfinnanlega). 34. Bb1 — Db5, 35. b4 — Dd7, 36. Dd3 — De7, 37. Kf2 — f5, (Svartur grípur til örþrifaráða. Hvitur hótaði 38. Hc6 og ef 21... . Dd7 þá 38 b5!). 38. gxf5 — exf5, 39. Hel — Df6, 40. Be5 (40. Hh1! var bezt, en Korchnoi vill vinna tíma á klukkunni). Dh4 + , 41. Bg3 — Df6. 42. Hhl! Hér fór fimmta skákin i bið. Hvitur hótar bæði 43. Bh4 og 43 Be5 — Dg5, 44. Dxf5 Það er þvi úr vöndu að ráða fyrir Karpov. 9 I þessari grein, er birtist í Christian Science Monitor, skrifar David K. Willis frá Moskvu um hin miklu áform um að beina rennsli stórfljótanna rússnesku, sem renna í norður, í suðurátt Rússnesku fljótunum snúið við? Mögulegt, en áhættusamt, segja Sovétmenn Einhverri umfangsmestu röskun á umhverfinu, sem nokkurs staðar hefur verið ráð- gerð, hefur nú verið seinkað f Moskvu vegna nýrra efasemda og skoðanaágreinings. En þessi áform gætu valdið breytingum á veðurfari um stóran hluta heims og miklu tjóni á skógum, dýralffi, fuglalffi og fiski vfða um heim. Sovétmenn hefur f 40 ár dreymt um að snúa við rennsli nokkurra stórfljóta, sem nú renna norður f Norður-fshafið, og veita þeim f staðinn 3200 km leið f suður. Þar mundu fljótin (1) bjarga hinni þéttbýlu en hrjóstrugu Volgu-lágsléttu, þar sem er að finna um helming iðnaðarins, fjórða hluta fbúanna og um 20 hundraðshluta af allri landbún- aðarframleiðslu landsins, og (2) veita vatni til ræktunar á milljónir ekra á hinum vfðáttu- miklu eyðimörkum Mið-Asfu. Rússneskir skipuleggjendur hafa rekið mjög á eftir þvf að framkvæmdum yrði hraðað sfð- an laust eftir 1950. Til þeirra þarf 25 ár. í Evrópuhluta Sovét- rfkjanna búa 80% þjóðarinnar, en þar finnast ekki nema 20% af vatnsbirgðunum. Sumir sovézkir vfsindamenn halda þvf fram að jarðrækt sé ógerleg í hluta Mið-Asfu nema þar verði séð fyrir meira vatni á næstu 15—20 árum. % Til bjargar Kaspfahafi Samkvæmt sundurliðuðum áætlunum, sem gerðar hafa ver- ið, eru ráðagerðir um að veita Pechora-ánni (sjá kort) f suður- átt eftir 115 m löngum skurði f Kama-ána, og þannig áfram f Volgu nokkru sunnar. Þessi breyting mundi bjarga Kaspía- hafinu, sem hefur stöðugt verið að minnka vegna vaxandi vatnsnotkunar f iðnaði og land- búnaði. Þá mundu 6.5 milljónir millj- óna potta af vatni fást úr ánum Ob og Irtysh og verða veitt yfir 2500 km leið f suður, allt til Aralvatns (sem sumir vfsinda- menn óttast að verði að söltu mýrlendi, ef það heldur áfram að minnka með sama hraða), en Ob er fjórða lengsta á f heimi. Snemma á sfðasta ári voru skipuleggjendur enn að tala af hrifningu um Pechora-Volgu áætlunina. Framkvæmdastjóri áætlunarinnar, Gurgan Saruk- hanov, lét blaðið Los Angeles Times hafa eftir sér, að kjarn- orkusprenging væri óþörf við gerð skurðarins sem tengir Pechora og Kama, þar sem leið hans hefði verið breytt yfir á sendinn jarðveg. % Beiðni hafnað Sfðan hefur Sarukhanov hafpað öllum beiðnum blaðsins um annað viðtal, meðan hrann- ast upp merki um að áætlunin eigi erfitt uppdráttar. Eftir nærri nfu mánaða árangurslausar tilraunir var blaðinu loks svarað þvf, að „ekkert hefði gerzt sfðan fyrra viðtalið fór fram, svo ekki værí neitt að ræða um“. Ekki fékkst heldur frá skrífstofu Sarukhan- ovs neitt svarbréf með skýring- um á þvi hvað dveldi verkefnið eða hvers vegna allar fram- kvæmdaáætlanir hefðu verið stöðvaðar. Fréttaritarinn Robert Roth tók viðtalið f Los Angeles Ti- mes, en hann hefur sfðan verið sakaður um njósnir f sovézkum blöðum. En vestrænir sérfræð- ingar hér í Moskvu telja að neitunin um viðtal við blaðið stafi af þvf að erfiðleikar séu með áætlanirnar sjálfar. Jafnframt eru á hinn bóginn erfiðleikar á áætlunum um að snúa við rennsli Ob-árínnar og Irtysh-fljóts. I sfberfsku borginni Novosi- birsk sagði háttsettur talsmað- ur sovézku vísindaakademfunn- ar vestrænum blaðamönnum, að árfarvegir þessara norður- fljóta mundu minnka mikið ef þeim værí snúið við. Skóglendi mundu deyja út, og moskitó- flugur og fuglar yrðu illa úti. Dýralíf mundi breytast mikið. — Tæknilega er þetta mögu- fegt, sagði Mikhail Zhukov, framkvæmdastjóri Síberfu- deildar Akademíunnar. — En nú erum við að ræða áhrifin. Til dæmis hvort það sé f raun- inni nauðsynlegt að veita meira vatni inn í Kazakhstan (Mið- Asíu) til að rækta meiri baðm- ull? — Ef til vill væri betra að finna nýjar tegundir af baðm- ullarjurtinni, sem gætu vaxið þar... Tveir aðrir meðlimir Aka- demfunnar, sem skrifuðu í kommúnistablaðið Pravda 11. júnf (og létu þannig f ljós skoð- anir miðstjórnar flokksins), sögðu að ekki hefði enn á 40 árum verið gerðar nægilegar undirstöðurannsóknir á um- hverfisáhrifunum. Þeir hvetja miðstjórn rann- sóknanna til að hraða verkinu. Og þeir gefa til kynna að flokk- urínn vilji enn halda áfram þessum áætlunum. Greinin kom einnig inn á það umdeilda atriði, hvaða áhríf það hefði á fsmyndun f heim- skautahöfunum, ef minna ferskt vatn bærist þangað úr þessum fljótum. Ekki var farið út í það I smá- atriðum, en vestrænir sérfræð- ingar í Moskvu segja að minna aðstreymi af fersku vatni hafi f för með sér meiri seltu í heim- skautahöfunum, og þar af leið- andi kannski hægari ísmyndun. En þar sem Ob er hlýrri en heimskautasjórinn, gæti minna af volgu vatni líka haft í för með sér kaldara heimskauta- haf, og með árunum meiri fs. Hann yrði lengur að bráðna, og það hefði f för með sér breyt- ingar á veðurfari f heiminum í heild. Framkvæmdastjóri Vestur- Sfberfurannsóknastofnunar- innar fyrir vatnaverkfræði og landgræðslu, I. Rusinov for- stjóri, viðurkenndi i viðskipta- blaðinu Trud á sl. ári, að fyrir- huguð áform um að snúa við fljótum Sfberíu næði aðeins til 2—3% af vatnsmagni þeirra. Og hann sagði að ráðagerðir um að dæla vatni í suðurátt gegn um Tobolsk og allt suður f Aralvatn væru algerlega „óað- gengilegar." Það mundi eyða villidýralífi, svo sem hreindýrum, hafa skað- leg áhrif á skóga, drepa fisk og koma illa niður á skipaferðum innanlands, þar sem vötn myndu grynnka. Miklu meiri rannsókna væri þörf, sagði hann. 0 Ob-Pechora leiðin Sumir vestrænir fréttaskýr- endur halda að áformin um að leiða Ob í vestur um 450 km langan skurð f Pechora og sfðan með Volgu suður í Kaspfahaf séu nú líklegri. (Sjá kortið). Þeir telja að ekki verði byrj- að á þeim áformum að senda Ob-Itrysh fljót gegnum Tobolsk fyrr en búið er að kanna olfu- og jarðgasnámur á þeirri leið, en þær mundu f ara undir vatn. Þeir sjá einnig geysimikla erfiðleika á að útvega nauð- synlegt fjármagn. Og fullyrða að vatnalfffræðingar geti á eng- an hátt séð fyrir afleiðingarnar af þvf að blanda lífkerfi einnar árinnar við aðra. Samt sem áður skrifar 1 Pravda 11. júní að Ob-áætlunin sé í nánd og varpar jafnframt fram efasemdum um Pechora- áætlunina, sem blaðið segir að muni setja borgir og olfunámur undir lón. Samt sem áður eru þessar áætlanir enn mjög aðlaðandi í augum skipuleggjenda og flokksins, þar sem þær gefa fyr- irhcit um ræktun á fjögurra milljóna ekra landi f Mið-Asfu og að dælt verði viðbótarvatni í Kaspfahaf og Aralvatn. ■*,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.