Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 8
8
MÓRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLI 1978
Fyrir utan dómshúsið
þar sem Shcharansky
var dæmdur. Móðir
hans, Ida Milgrom,
sést á miðri myndinni.
Eiginkona Shcar-
ansky, Avital. Hún
bíður hans í ísrael.
Ida Milgrom, móðir
Anatoly Scharanskys,
eftir að dómur var
kveðinn upp yfir syni
hennar.
Anatoly Scharansky í
íbúð sinni í Moskvu
daginn áður en hann
var handtekinn.
Anatoly Shcharansky eftir réttarhöldin íMoskvu
Það er vonlaust að reyna að
verja mig — örlög mín eru ráðin
vt
vr
Fyrir uhm þð bil 18 mánuð-
um var hinn Gyðingaættaði
Anatoly Shcharansky tiltölu-
lega óþekktur. Nú er hann tákn
versnandi sambúðar Banda-
rfkjanna og Sovétrfkjanna, og
persónugervingur baráttunnar
fyrir mannréttindum, sem
Sovétrfkin virða að vettugi.
Shcharansky var stefnt fyrir
rétt f Moskvu fyrir andóf.
Hámarksrefsingin var dauða-
dómur, en þrátt fyrir það virt-
ist hinn ákærði vera rólegur og
öruggur. Eftir fjögurra daga
réttarhöld f Moskvu var
Shcharansky leyft að gera loka-
athugasemd við ákærurnar,
sem bornar voru fram gegn
honum, og bróðir hans, Leonid,
kepptist við að skrifa hana nið-
ur fyrir fjöida fréttamanna og
ættingja, sem biðu fyrir utan f
rigningarsudda.
Shcharansky sagði: „Ég vona
að hinar fáránlegu ásakanir á
hendur mér og allri út-
flytjendahreyfingu Gyðinga,
muni ekki hindra frelsi fólks-
ins míns. í meira en 2000 ár
hefur fólki af Gyðingaættum,
fólkinu mínu, verið dreift um
allar jarðir. En hvar sem það
er, hvar sem Gyðingar kunna að
leynast, þá er eftir hvert ár sem
þeir hafa lifað „næsta ár i
Jerúsalem." Nú þegar ég er
fjarlægari fólkinu mfnu og
Avital (eiginkonan hans), og lft
fram til hinna fjölmörgu erfiðu
ára minna í fangelsi, segi ég til
fólksins míns og Avital: „Næsta
ár í Jerúsalem". Við dómar-
ana,“, bætti Shcharansky stutt-
lega við „hef ég ekkert að
segja."
En svar dómaranna kom
fimm klukkustundum seinna
— þrjú ár í fangelsi og tíu ár í
þrælkunarvinnu. Áhorfendurn-
ir, sem valdir voru af mikilli
kostgæfni þótt yfirheyrslurnar
hafi verið yfirlýstar „opnar“,
klöppuðu ákaft og hrópuðu:
„Ekki nóg, allt of vægur dóm-
ur.“ En Leonid bróðir hans
reyndi að hugga hann og
kallaði hátt: „Tolya (gælunafn
Shcharanskys), allúr heimur-
inn stendur með þér.“ En verð-
irnir þögguðu niður í honum og
drógu sakborninginn í burtu.
Síðustu orð Shcharanskys,
þegar hann var dreginn upp í
fangelsisbílinn, sem beið hans
fyrir utan dómshúsið, Sere-
bryanicheskaya-bygginguna,
voru: „Ég er hamingusamur,
vegna þess að ég lifði heiðar-
legu lífi og í friði við samvisku
mfna. Eg reyndi aldrei að semja
við sál mfna, jafnvel ekki þótt
lífi mínu væri ógnað.“
Móðir Shcharanskys, hin
sjötuga Ida Milgrom, brast í
ákafan grát en Nóbels-
verðlaunahafinn Andrei Sak-
harov tók hana í fangið og
reyndi að róa hina rosknu, sorg-
mæddu konu. Hann sneri sér að
varðmönnunum og hrópaði til
þeirra rauður í framan af
illsku: „Þið eruð ekki mannleg-
ir, þið eruð fasistar.“
Anatoly Shcharansky sá
sjálfur um vörn sína í réttar-
salnum, og neitaði að þiggja
aðstoð Silviu Dubrovskaya, sem
rfkið hafði ráðið sem verjanda
hans. Þegar Shcharansky stóð
upp til að tala skein óþægileg
birta í augu hans, en það virtist
ekki fá á hann. Hann sagði: „Ég
viðurkenni ekki að ég sé sekur
og tel ákærurnar á hendur mér
fáránlegar."
Fyrir utan dómshúsið beið
fjölskylda hans ásamt nokkrum
tugum vestrænna fréttamanna
og fulltrúa frá ýmsum sendiráð-
um. Frú Milgrom hafði ekki
fengið að sjá son sinn frá því
hann var handtekinn snemma á
sfðasta ári og hafði hún sótt um
leyfi til að vera viðstödd réttar-
höldin. „Mig langar aðeins til
að fá að sjá hann,“ sagði hún
við fréttamennina. „Ég er svo
hrædd um að hann kunni að
vera sjúkur, eða jafnvel dá-
inn.“
Leonid, bróðir Shcharanskys,
var eini venslamaður hans sem
fékk leyfi til að vera viðstaddur
réttarhöldin, sem opinberlega
var sagt að væru „opin“.
Fyrir nokkrum árum hefði
engan rennt í grun að
Scharansky ætti eftir að gegna
svo mikilvægu hlutverki f sög-
unni. Faðir hans var meðlimur
f Kommúnistaflokknum f
tJkraínu og vann um tíma við
dagblað flokksins. Shcharansky
fékk ungur áhuga á skák og
hafði hæfileika til að læra
stærðfræði. Það varð til þess að
hann fór að læra tölvufræði í
Moskvu. Þegar hann sótti um
vegabréfsáritun til að fá að
flytjast til ísraels, fékk hann
neitun á þeim forsendum að
hann hefði vitneskju um ríkis-
leyndarmál. Unnusta hans,
Natalya Stiglitz, sem einnig
hafði sótt um vegabréfsáritun
til þess að fara með honum,
fékk leyfi til að fara. Þau
ákváðu að gifta sig, áður en hún
færi og biði þar eftir honum.
Natalya, sem nú hefur tekið
upp herbreska nafnið Avitai,
bfður ennþá.
Það sem helst varð
Shcharansky að falli voru hin
miklu sambönd hans við er-
lenda blaðamenn. Yfirvöld í
Sovétríkjunum reyndu eftir
mætti að gera mál
Shcharanskys þannig að örlög
hans gætu orðið viðvörun til
annarra andófsmanna, sem
reyndu að koma skoðunum sín-
um á framfæri við erlenda
aðila. En Shcharansky neitaði
að taka þátt i niðurlægingu
sjálfs síns. 1 16 mánuði fyrir
réttarhöldin var reynt að fá
Shcharansky til að játa. Honum
var haldið í algjörri einangrun
og hafði hann þvf engan grun
um það að hann naut stuðnings
fólks um víða veröld.
„Það er vonlaust að reyna að
verja mig fyrir hálfluktum
dómstólum," er haft eftir
Shcharansky. „Örlög mín hafa
verið ráðin.“
En fólk um allan heim getur
ekki varist þvf að dást að hug-
rekki hans.